Morgunblaðið - 05.08.2000, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000
(JMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Kyntákn
á toppnum
„Það erklárt að margirgeta komið með
dœmi um karlmenn sem hafa fengið
slæma útreið í fjölmiðlum eftir að hafa
runnið á rassinn með einhvern rekstur.
Það erhins vegar tvennt ólíkt að fá
slœma útreið íformi faglegrargagnrýni
á störfsín eða slæma útreið íformi
háðs eða dylgna afþví tagi sem
The Economist taldi sérsæmandi
að senda Jill Barad. “
Eftir Hönnu
Katrínu
Friðrlksen
Bandarískir fjölmiðlar
hafa undanfarið
beint sviðsljósinu
mjög að konum sem
hafa náð langt í við-
skiptalífinu. Á heildina er um að
ræða faglega umfjöllun en því er
ekki að neita að víða ber á því að
dregin sé upp vægast sagt þreytt
mynd af erkitýpunni kona. í ný-
legri umfjöllum Columbia
Journalism Reviewsegir að hvað
varðar faglega umfjöllun um
valdamiklar konur í viðskiptalíf-
inu eigi bandarískir fjölmiðlar
VIÐHORF SSrk
Columbia
Journalism
Review
(C JR) tekur
Carly Fiorina sem dæmi, en sem
æðsti yfirmaður tölvurisans
Hewlett Packard er Fiorina sú
kona sem hæst hefur náð í við-
skiptavaldastiganum vestra og
þó víðar væri leitað. Engin kona
stjórnar stærra hlutafélagi en
hún gerir. Fiorina hefur góða
menntun og farsælan stjórn-
andaferil að baki, en þrátt fyrir
það sá U.S. News & Worlds
Report ástæðu til þess að vitna
til hennar sem fyrrverandi mót-
tökuritara og yfirklappstýru í
heimi stórviðskiptanna, sam-
kvæmt CJR. Fortune-tímaritið
eyddi löngu máli í að lýsa því
hvað hún væri hugguleg og
smart í brúnu Armani-buxna-
draktinni sinni og sagði að „vald-
ið virtist vera henni jafn mikið í
blóð borið og það gæti yfirhöfuð
verið nokkurri konu.“
Vissulega hefur Carly Fiorina
fengið heljarmikla vel unna um-
fjöllun fyrir það að verða fyrsta
konan til þess að setjast við
stjórnvölinn á einu af tuttugu
stærstu hlutafélögum Banda-
ríkjanna. En það er bara svo oft
einhver klaufaskapur sem fylgir
með sem eyðileggur fyrir manni
ánægjuna af því að lesa umfjöllun
um manneskju (konu) sem hefur
náð langt í viðskiptalífinu. Eftir
faglega úttekt á menntun og fyrri
störfum kemur ankannaleg
klausa um að það sé ekki nóg að
viðkomandi (kona) sé svona klár
og eigi umræddan afrekaferil að
baki, hún eigi fallegt heimili, líka
efnileg böm og sé svo bara svona
ansi hugguleg. Gott ef það er
ekki rúsínan í pylsuendanum.
Og svo eru það konurnar sem
klikka. Columbia Joumalism
Rew'ewtekur dæmi af Jill Barad,
sem er fyrrverandi forstjóri
bandaríska leikfangaframleið-
andans Mattel. Hún var við
stjórnvölinn í umtalsverðum
rekstrarerfiðleikum fyrirtækis-
ins og tók þar ýmsar gagnrýni-
verðar ákvarðanir. Þrátt fyrir
það var skot tímaritsins The
Economist þess eðlis að Barad
hefði átt að halda sig við markað-
smálin, þaðan sem hún kom,
frekar e að fylla litla sæta kollinn
sinn af þeim áhyggjum sem
fylgdu því að reka fyrirtæki,
langt yfir markið. Það er klárt að
margir geta komið með dæmi um
karlmenn sem hafa fengið slæma
útreið í fjölmiðlum eftir að hafa
runnið á rassinn með einhvem
rekstur. Það er hins vegar tvennt
ólíkt að fá slæma útreið í formi
faglegrar gagnrýni á störf sín
eða slæma útreið í formi háðs eða
dylgna af því tagi sem The Econ-
omist taldi sér sæmandi að senda
Jill Barad.
Þetta eru auðvitað bara örfá
dæmi, en þau eru til svo miklu
fleiri. Það er líka hægt að taka
dæmi af frábærri umfjöllun um
valdamiklar konur þar sem ferill
þeirra er fyllilega látinn standa
fyrir sínu. Svo er það staðreynd
að oft á tíðum eru þessar konur
að brjóta ísinn, það er einfaldlega
fréttnæmt að kvenfólk skuli
gegna þeim stöðum sem þær
gera og þarmeð er áherslan lögð
á þær sem konur. Það verður
vonandi minna fréttnæmt með
tímanum. Á hinn bóginn eru líka
fjölmörg dæmi um vonda umfjöll-
un um konur í viðskiptalífinu.
Fjölmiðlar eru af öllu tagi, frá
frábærum til hörmulegra og því
verða konur víst að kyngja rétt
eins og karlmenn. Það er eigin-
lega verra að reka sig á ofan-
greind dæmi í virtum blöðum þar
sem menn eiga að vita betur. Af
hverju þarf yfirskriftin á úttekt á
konum sem umsvifamiklum
frumkvöðlum í Sílikondal hjá
tímaritinu Entrepreneur and
Business Start-Úps að vera
Stúlkur ráða! (Girls Rule!)? Af
hverju leiðir vegleg 25 milljóna
dollara peningagjöf fjármála-
spekúlantsins Dörlu Moore til
Úniversity of South Carolina
School of Business til þess að
tímaritið Fortune kallar hana í
fyrirsögn: Harðasta beibið í
bransanum (The Toughest Babe
in Business)?
Líklega er svarið einfalt. Lík-
lega er þetta hrós. Ef kona
stendur sig í vel í viðskiptum er
auðvitað rétt að gera vel við
hana. Besta leiðin til þess er að
fjalla um afrek hennar og bæta
svo við hrósi vegna útlits hennar,
heimilis og fjölskyldu, nefna hvað
hún sé alltaf smekklega klædd,
svo smart að eiginlega sé erfitt sé
að ímynda sér að hún sé í við-
skiptum (gæti verið tískusýning-
ardama) - og helst af öllu, taka
fram hvað hún sé ungleg. Helst
að hún sé beib! Þarmeð er hún
komin með þá viðurkenningu
sem hún á skilið. Skítt með völd-
in, skítt með peningana. Helst af
öllu hljóta allar konur innst inni
að vilja vera beib! Það rennir
stoðum undir þessa heimatilbúnu
kenningu að helming ofan-
greindra dæma mun vera hægt
að rekja til kvenna í blaðamanna-
stétt.
Uppbygging
til framtíðar
EFTIRLÁTSSEMI
á sviði vímuefna og að-
halds hefur víða ein-
kennt afstöðu allt of
margra fullorðinna
undanfarin ár. Lavine,
yfirmaður fíkniefna-
deildar lögreglunnar í
Flórída til 25 ára, sagði
í grein í Mbl. fyrir
nokkrum árum að bar-
áttan við eiturlyfjabölið
myndi ekki vinnast ein-
göngu með stríði á milli
lögreglu og eiturlyfja-
salanna að fenginni
reynslu. Á meðan ein-
hver hefði áhuga á að
kaupa eiturlyf myndi
alltaf verða einhver er hefði áhuga á
að selja þau. Eini raunhæfi mögu-
leikinn væri fólginn í því að fólkið,
ætlaðir neytendur, höfnuðu vörunni
og upprættu þannig markaðinn, þ.e.
tæki afstöðu gegn neyslunni.
Reynsla þeirra sem starfað hafa
markvisst að forvarnastarfi sýnir að
hægt er að hafa veruleg áhrif á já-
kvæða viðhorfsmótun almennings til
þessara mála með samstilltu átaki.
Þegar hópur ólíkra aðila, sem vinna
að sömu markmiðum, sest niður,
kortleggur viðfangsefnið og kemur
fram út á við sem samhentur aðili
virkar verulega hvetjandi á almenn-
ing.
Fyrir nokkrum árum lögðu sam-
tök s.s. Heimili og skóli, Vímulaus
æska, Tindar og foreldraröltið o.fl.
mikið á sig til að vekja athygli for-
eldra og ungs fólks á mikilvægi þess
að taka afstöðu gegn vímuefnum.
M.a.vegna samtaka-
máttar þessara aðila
sem og foreldra og
skilnings þeirra á
nauðsyn þess að virða
reglur og gæta aðhalds
hefur undanfarin miss-
eri náðst árangur í mál-
um bama og unglinga.
Árangurinn er að hlut-
fallslega færri börn og
unglingar koma við
sögu afbrota og dregið
hefur úr líkum á að
þorri unglinga neyti
vímuefna eftir að for-
eldrar urðu sér meðvit-
andi um hlutverk
þeirra, ábyrgð og
skyldur í kjölfar upplýsinga og
markvissrar vinnu foreldrasamtaka,
félagsmálayfirvalda, áhugafélaga,
fagfólks og annarra sem að þeim
málum hafa unnið.
Foreldrar virðast almennt hafa
nýtt sér þessar upplýsingar og orðið
við hvatningu um nauðsyn þess að
standa saman um þau mál er varða
börn þeirra, s.s. varðandi vímuefn-
aneyslu, góðar fyrirmyndir, útivist-
artíma, heimapartí, annað sam-
komuhald o.fl. og það virðist hafa
skilað sér í mun betra ástandi þegar
á heildina er litið.
Greinilegt er að þegar vitund for-
eldra hefur vaknað fyrir ábyrgð
þeirra og skyldum og í framhaldi af
því tekin ákvörðun um að sinna hlut-
verki sínu eftir því sem kostur er
hafa orðið breytingar til batnaðar á
einstökum svæðum hvað varðar mál-
efni barna og unglinga. Þar eiga
samtök foreldrafélaga, aðrir þátt-
takendur og foreldrar, sem tekið
hafa á þessum málum á undanförn-
um misserum, mikið hrós skilið.
Ekki má gleyma unglingunum, því
án skilnings og samstarfs þeirra,
hefði lítils árangurs verið að vænta.
Þegar samstaða foreldra og góð
samvinna við bömin er til staðar
Vímuvarnir
Reynslan sýnir, segir
A *
Omar Smári Armanns-
son, að með samstilltu
átaki er hægt að hafa
veruleg áhrif á við-
horfsmótun almennings.
njóta allir góðs af þegar upp er stað-
ið. Vonandi munu sem flestir for-
eldrai’ hafa vilja til að taka áfram
þátt í jákvæðum framgangi mála er
varðar svo mjög heill barna þeirra.
Velferð þeirra í framtíðinni kemur
ekki einungis til með að byggjast á
einstökum ákvörðunum og aðgerð-
um stjómvalda og stofnana samfé-
lagsins, heldur og ekki síður á af-
stöðu og ákvörðun hvers
einstaklings fyrir sig. Því fleiri sem
taka skynsamlega afstöðu í dag - því
gæfulegri mun morgundagurinn
verða.
Höfundur er aðstoðaryfirlög-
regluþjónn íReykjavík.
Ómar Smári
Ármannsson
Alþjóðaár friðarmeim-
ingar og Manifesto 2000
í ALDANNA rás hefur maðurinn
mengað jörðina og andrúmsloftið,
ekki einungis með msh og efnaúrg-
angi heldur einnig með græðgi, hatri
og fáfræði.
Við stöndum á tímamótum. Ný öld
er gengin í garð. Heimurinn býður í
ofvæni, rétt við suðumark. Mannkyn-
ið verður að taka ákvörðun um hvort
það æth að halda áfram á sömu braut,
sofandi að feigðarósi eða snúa við
blaðinu og stefna markvisst að bætt-
um heimi.
20. öldin var tími mikilla hörm-
unga. I kjölfar seinni heimsstyrj-
aldarinnar gerði fólk sér grein fyrir
mikilvægi þess að koma á fót vett-
vangi þar sem þjóðir heimsins gætu í
sameiningu unnið að velferð jarðar-
innar. Afrakstur þessarar vitundar-
vakningar var stofnun Sameinuðu
þjóðanna og miklar vonir voru
bundnar við þessa stofnun. Síðan þá
hafa Sameinuðu þjóðimar unnið mik-
ið og gott starf í þágu friðar og mann-
réttinda í heiminum. Sameinuðu
þjóðirnar eru eini vettvangurinn þar
sem smáþjóðir geta haft áhrif á þau
málefni sem varða heimsbyggðina á
jafnréttisgrundvelli. Mikið verk er þó
enn óunnið. Sameinuðu þjóðimar em
rétt að slíta bamsskónum eftir að
hafa fetað erfiða braut í leit að réttum
farvegi. Ég trúi því að Sameinuðu
þjóðimar eigi eftir að leika lykilhlut-
verk í framtíðinni í baráttunni íyrir
alheimsfriði.
Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt
árið 2000 sem „Alþjóðaár friðar-
menningar". Hvað er átt við með frið-
armenningu? Fyrst og fremst þarf að
hafa í huga að þegar talað er um frið í
þessu samhengi er ekki átt við stund
milli stríða heldur lifandi afl þar sem
mannkynið stefnir markvisst að því
að uppræta það sem orsakar styrj-
aldir, hatur, græðgi og fáfræði og í
staðinn koma á hreyfingu umburðar-
lyndis, mannúðar og samkenndar.
Friður getur einungis
orðið að vemleika þegar
venjulegir þjóðfélags-
þegnar taka höndum
saman og vinna að
þessu markmiði.
I tilefni alþjóðaárs
friðarmenningar stend-
ur Unesco, Menningar-
málastofnun Samein-
uðu þjóðanna, fyrir
undirskriftarsöfnun
meðal almennings um
allan heim. Unesco
gegnir mikilvægu hlut-
verki í starfi Sameinuðu
þjóðanna. Hlutverk
þess er að „stuðla að
friði og öryggi með því
að efla samvinnu þjóða í mennta-, vís-
inda- og menningarmálum og efla
þannig almenna tiltrú og virðingu
Mannréttindi
Framtíð okkar allra
veltur á því, segir Eyrún
Ósk Jdnsdóttir, að nógu
margir láti sig mál
mannkynsins varða.
fyrir réttlæti, lögum og mannréttind-
um án tillits til trúarbragða, kynþátt-
ar, kynferðis eða tungumála“. Verk-
efnið er kallað „Manifesto 2000“ eða
,Ákvörðun 2000“. Lítið hefur verið
gert af því að kynna þetta verkefni
hér á landi en þar sem ég tel þetta
vera tímamótaverkefni í sögu mann-
kynsins langar mig að kynna það fyr-
ir lesendum.
Á sama tíma og Sameinuðu þjóð-
irnar fögnuðu því að 50 ár voru liðin
frá því að mannréttindayfirlýsing
Sameinuðu þjóðanna var samþykkt,
komu nokkrir friðar-
verðlaunahafar Nóbels
saman og gerðu upp-
kast að „Manifesto
2000“ sem er eins kon-
ar „skuldbinding
mannkynsins fyrir
friði“. Skjalið inniheld-
ur sex meginþætti sem
eru grundvallaratriði
fyrir hamingju og vel-
farnaði alls mannkyns.
Þau eru: „að virða allt
líf, hafna öllu ofbeldi,
deila með öðrum,
hlusta til þess að skilja,
vernda jörðin og end-
urvekja samábyrgð".
Ætlunin er að safna
100 milljónum undirskrifta frá öllum
heimshomum. Undirskriftimar
verða afhentar aðalþingi Sameinuðu
þjóðanna í september á þessu ári.
Hægt er að skrifa undir skuldbind-
inguna á heimasíðu „Manifesto" en
slóðin er: www3.unesco.org/mani-
festo2000/default.asp.
Framtíð okkar allra veltur á því að
nógu margir láti sig mál mannkyns-
ins varða. Það getur oft verið erfitt
fyrir okkur íslendinga að trúa þvi að
við höfum áhrif á gang sögunnar,
þessi litla þjóð í miðju Atlantshafinu,
langt frá öllum styrjöldum. Hvert og
eitt okkar hefur svo gríðarlega mikið
að segja og okkar framtak mun verða
hvati fyrir aðra. Það er mjög mikil-
vægt að þeir sem ætla að skrifa undir
skuldbindinguna geri sér fulla grein
fyrir því hvað þeir eru að skrifa undir
og taki það alvarlega. Ég vona inni-
lega að landsmenn muni kynna sér
þetta stórkostlega framtak Unesco
og láta sig það varða. Við erum þau
sem sköpum söguna og við skulum
sjá til þess að okkar saga verði saga
sigurs og friðai-menningar.
Höfundur er nemi.
Eyrún Ósk
Jónsdóttir