Morgunblaðið - 05.08.2000, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 05.08.2000, Qupperneq 52
52 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bannorðin í innsetningarræðu sinni vék forseti landsins að ýmsum mikilvægum málum þjóðlífsins og verkum, sem bíða að innt verði af hendi á hraðfleygri tækniöld. Eins fór ekki milli mála, að í ræðunni birtist all- hvass aðvörunar- og áminningartónn í garð stjórnvalda, sem ekki er líklegt að þau taki með þökkum. Og undirgefnu augna- þjónarnir ekki seinir á sér frekar en fyrri daginn. I Kastljósþætti Sjónvarpsins daginn eftir var einn mættur og fór mikinn, þingmaður Vestfjarða, Einar Oddur Kristjánsson. Hann lýsti megnri andúð sinni á því uppátæki forsetans að taka til um- ræðu þjóðmál af hinum pólitíska vettvangi. Taldi það hina mestu óhæfu og var mikið niðri fyrir. Sverrir Hermannsson Stjórnmál Stóriðjufurstarnir ís- lenzku, segir Sverrir Hermannsson, hafa neitað að undirrita Kyoto-sáttmálann. Þessvegna er ekki úr vegi að at- huga nánar einstök ummæli for- setans og ástæðu þess, að þau eru bannorð í augum skipverja í austurrúmi stjórnarskútunnar. Á einum stað segir svo í ræðu forseta: „Fiskistofnar, lífríkið, um- hverfið allt verður því aðeins varð- veitt að allir geri sitt bezta og hver og einn virði annan. Sífelld leit að undantekningum og fráviksleiðum okkur sjálfum til handa hlýtur ein- hvern tíma að taka enda og getur fyrr en síðar skaðað orðstír okk- ar.“ Ekki fer milli mála hvað hér er átt við sérstaklega. Stóriðjufurst- arnir íslenzku hafa neitað að und- irrita Kyoto-sáttmálann um meng- un andrúmsloftsins og vilja fá undantekningar íslandi til handa að reisa fleiri eiturspúandi iðjuver. Það er því ekki að undra þótt hinir undirgefnu bregðist ókvæða við þegar sjálfur forsetinn ýtir svo óþyrmilega við yfirboðurunum. Forsetinn minnti á í ræðu sinni að við mættum ekki slíta sundur friðinn svo sem Þorgeir gerði á þingi forðum. Og hann bætti við: „Við verðum að ná sáttum um nýtingu landsgæð- anna, skapa grið sem allir virða um óbyggð- ir og afréttir, gera þjóðarsátt sem varir um þá ásýnd íslands sem við ætlum að varðveita." Er nema von að þeir, sem sagt hafa náttúru Islands stríð á hend- ur með stórvirkjunaráformum sín- um, rjúki upp með andfælum við slíka áskorun forsetans? Og enn sagði forsetinn: „Við megum hvorki láta glímuna um stundarhag né heldur þá misskipt- ingu lífsins gæða sem nú birtist okkur í vaxandi mæli kljúfa þjóð- ina smátt og smátt í andstæðar sveitir.“ Ekki er að undra þótt Einar Oddur Kristjánsson bannfæri slíka orðræðu. Þingmaðurinn, sem stutt hefir dyggilega þá stefnu stjórn- valda, sem hraðbyri stefnir búsetu á Vestfjörðum í upplausn vegna misskiptingar lífsins gæða, sem hún leiðir til. Stefnuna, sem mylur aðal lífsgæði íslenzku þjóðarinnar, sjávarútveginn, undir örfáa út- valda. Undir lok ræðu sinnar sagði for- setinn: ,Afskiptaleysi um hag þeirra sem minna mega sín má hér aldrei ná yfirhönd. Því verðum við að huga vel að vaxandi hættu- merkjum um fátækt og bjargar- leysi, einkum hjá þeim sem ald- raðir eru, kynslóðinni sem vann Islandi allt sem hún gat.“ Einlægur stuðningsmaður ríkis- stjórnar, sem ber ábyrgð á hríð- versnandi kjörum aldraðra, sjúkra og öryrkja, hlýtur að bregðast ókvæða við svo óþarfri orðræðu forseta lýðveldisins. Það hefði hinn mikli ættjarðarvinur Pétur Þrí- hross líka gert. Höfundur er þingmaður. V er slun er undirr ót velmegunar Verslunarmenn fagna nú sérstökum frídegi sínum í 107. sinn en fyrsti mánu- dagur í ágúst hefur fyrir löngu áunnið sér fastan sess sem al- mennur frídagur með- al landsmanna. Verslunin er fjöl- mennasta atvinnu- grein þjóðarinnar, hún greiðir meiri skatta til samfélagsins en iðnað- urinn og útvegurinn til samans og hefur sannað gildi sitt sem ein helsta meginstoðin undir atvinnulífi henn- ar. Hún er sá hluti atvinnulífsins sem allt þjóðfélagið, einstaklingar jafnt sem fyrirtæki, tengjast með einum eða öðrum hætti. Verslunin gegnir því lykilhlutverki í þeirri sókn til bættra lífskjara og velmeg- unar sem Islendingar hafa verið í á síðustu árum. Vegna mikilvægis verslunarinnar skiptir miklu máli að hún sé skil- virk og veiti landsmönnum sem besta þjónustu á samkeppnishæfu verði. Samtök verslunarinnar telja að þessu markmiði verði helst náð með því að nýta kosti samkeppn- innar á markaðnum og tryggja heilbrigða og eðlilega viðsicipta- hætti. Fijáls samkeppni er einn helsti driíkraftur atvinnulífsins og um leið forsenda hagvaxtar og bættra lífskjara almennings. Samt sem áður hefur reynst óhjákvæmilegt að setja atvinnulíf- inu ákveðnar reglur til að tryggja samkeppni og heilbrigða viðskipta- hætti. Á tímum örra breytinga er nauðsynlegt að slíkar reglur séu í stöðugri endurskoðun svo þær geti þjónað hlutverki sínu sem best. Átaks er þörf í samkeppnismálum Mikilvægur áfangi í samkeppnis- málum náðist nú í vor þegar ný samkeppnislög voru afgreidd frá Alþingi en þau munu öðlast gildi undir lok ársins. Með lögunum er skerpt á samkeppnisreglum og gengið mun lengra en áður við að banna starfsaðferðir á markaði sem geta haft samkeppnishamlandi Haukur Þór Hauksson áhrif í för með sér. Þá eru íslenskar sam- keppnisreglur lagaðar enn frekar að evrópsk- um samkeppnisrétti sem er einnig til bóta. Samtök verslunarinn- ar vænta mikils af þessari lagasetningu, ekki síst vegna hags- muna lítilla og meðal- stórra íyrirtækja, og vona að hún dugi til að viðhalda heilbrigðum viðskiptaháttum á ís- landi. íslendingar eru framtakssamt fólk og fjöldinn hefur áhuga á að skapa sér sín eigin tækifæri í hinum ýmsu atvinnugreinum. I gegnum tíðina var aðgangur auð- veldur að hinum ýmsu atvinnu- greinum, verslun, landbúnaði og útgerð, og fólk byrjaði oft smátt Verzlunarmenn Islensk verslun, segir Haukur Þór Hauksson, skilar miklum gjaldeyr- istekjum í þjóðarbúið. með viljann einan að vopni. Hinn auðveldi aðgangur að atvinnugrein- unum var í senn tækifæri fyrir al- menning til að verða atvinnurek- endur og um leið styrkur fyrir atvinnugreinarnar að fá framtaks- samt fólk til liðs við sig. Nú er að- gangur að mörgum atvinnugreinum orðinn mun erfiðari, bæði vegna opinberra hafta, úthlutunar á auð- lindum og framleiðslurétti og síðast en ekki síst vegna einokunartil- burða stórfyrirtækja. Það er meðal annars hlutverk Samkeppnisstofn- unar að tryggja aðgang að atvinnu- greinum eins og að stuðla að sann- girni og samkeppni í viðskiptum. Samkeppnisstofnun á að vera vönd- ur sem fákeppnisaðilar og fyrirtæki með einokunartilburði óttast en svo er ekki. Þegar þetta er skrifað birtist í Morgunblaðinu könnun Samkeppn- isstofnunar á verðmerkingum í 686 STEIIMIIMGARLÍM mangin litir FLOTMÚR 6 tegundir ÚTIPÚSSIMIIMG margir litir - 3 tegundir IIMNIPÚSSNING - RAPPLÖGUN úti og inni Traust íslensk múrefni sfðan 1972 Leitið tilboða! steinprýði Stangarhyl 7 — Pósthólf 10058 — 130 Reykjavík Sími 567 2777 — Fax 567 2718 verslunum. Gott og vel, án efa ligg- ur mikil vinna að baki þeirrar könnunar en ekkert bólar hins veg- ar á athugun Samkeppnisstofnunar á samkeppnis- og viðskiptaháttum á matvörumarkaðnum sem vinna hófst við fyrir þrettán mánuðum. Aukið vægi verslunar í gjaldeyrisöflun Svo lengi sem elstu menn muna hefur sjávarútvegur borið höfuð og herðar yfir aðrar útflutningsgrein- ar og aflað þjóðinni gríðarlegra gjaldeyristekna. Ýmislegt bendir til þess að hlutur sjávarútvegs í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar fari minnkandi og samkvæmt spá Þjóð- hagsstofnunar um útflutning á næsta ári mun hann fara niður fyr- ir 40% í fyrsta sinn í marga ára- tugi. Orsakanna er að leita 1 minnk- andi tekjum af útflutningi sjávarafurða, ekki síst vegna lægra afurðaverðs. Hitt skiptir þó ekki síður máli að aðrar gjaldeyrisskap- andi atvinnugreinar hafa verið að sækja í sig veðrið. Ein þessara greina er ferðamannaverslunin en hún er jafnframt einn helsti vaxtar- broddurinn í íslenskri verslun. Þegar rætt er um hlut einstakra atvinnugreina í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar kemur stundum fyrir að verslunin nýtur ekki sannmælis. Staðreyndin er sú að íslensk versl- un skilar miklum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið enda fara innkaup er- lendra ferðamanna hérlendis vax- andi ár frá ári og talið er að slík verslun skili 20-30% heildartekna af ferðaþjónustu. Reyndar hefur slíkur metingur á milli atvinnu- greina ætíð byggst á misskilningi þvi öll viðskipti eru þegar upp er staðið gjaldeyrisskapandi eða gjaldeyrissparandi. Ferðamannaverslun til framtíðar Að frumkvæði Samtaka verslun- arinnar hefur fyrirtækið Global Refund á íslandi (áður Europe Tax Free Shopping) annast endur- greiðslu virðisaukaskatts til er- lendra ferðamanna frá 1996. Óþarfi er að hafa mörg orð um hve örv- andi áhrif slík endurgreiðsla getur haft á verslun erlendra ferðamanna í landi þar sem virðisaukaskattur er allt að 24,5%. Á starfstíma fyrir- tækisins hafa endurgreiðslur skattsins til erlendra ferðamanna aukist gífurlega frá því sem áður var og nú eru 730 íslenskar versl- anir í viðskiptum við Global Ref- und. Starfsemi fyrirtækisins hefur átt stóran þátt í uppgangi ferða- mannaverslunar hérlendis á síð- ustu árum og stutt þá viðleitni Samtaka verslunarinnar að auka viðskipti erlendra ferðamanna. Ferðamannaverslun er gjarnan skilgreind sem innkaup erlendra ferðamanna. Þessi skilgreining er þó þeim annmörkum háð að hún nær ekki til innkaupa Islendinga sjálfra sem ferðast mikið um eigin land og eru því helsti bakhjarl ferðamannaverslunarinnar. Um þessa mestu ferðahelgi árs- ins er rétt að bjóða ferðafólk og landsmenn alla velkomna í verslan- ir um land allt um leið og minnt er á fleyg orð Jóns Sigurðssonar for- seta: „Verslunin er undirrót til vel- megunar lands og lýðs, þegar hún er frjáls". HÖfundur er formaður Samtaka verslunarinnar. X<yrp-sNú lönbúfi 1,210 Garfiabæ sími 565 8060
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.