Morgunblaðið - 05.08.2000, Síða 59

Morgunblaðið - 05.08.2000, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN Morgunblaðið/Rúnar Þór Guðspjall dagsins: Jesús mettar fjórar þúsundir manna. (Mark. 8.) ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Hjörtur Hjartarson messar. Sókn- arnefnd. BÚSTAÐAKIRKJA: Guósþjónusta kl. 11:00. Organisti Guóni Þ. Guðmun- dsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11:00. Prestur sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Félagar úr Dómkórnum syngja. Organisti Marteinn H. Frið- riksson. VIÐEYJARKIRKJA: Guösþjónusta kl. 14:00. Félagar úr Dómkórnum syngja. Organisti Marteinn H. Frið- riksson. Prestur sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Bátsferð úr Sundahöfn kl. 13:30. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10:15. Organisti Kjartan Ól- afsson. Prestur Guðmundur Óskar Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Að venju fellur guðsþjónusta niður vegna verslunar- mannahelgar. Bent er á guðsþjón- ustuhald í nágrannakirkjum. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Félagar úr Mótettukór syngja. Organisti Kári Þormar. Sr. Sigurður Pálsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tó- mas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 11:00 með einföldu sniði í litla sal safnaðarheimilis Langholtskirkju. Umsjón Svala SigríðurThomsen. Org- anisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kaffis- opi eftirmessu. LAUGARNESKIRKJA: Vegna sumar- leyfis starfsfólks Laugarneskirkju er bent á guðsþjónustu í Áskirkju. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Organisti Reynir Jónasson. Sr. HalldórReynisson. SELTJARNARNESKIRKJA: Helgi- stund kl. 11:00. Jóhanna Guðjóns- dóttir leiðir stundina. Verið öll hjartan- lega velkomin. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Organleikari: Pavel Smid. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Kirkjan verður lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks ogframkvæmda við kirkjuna til ágúst- loka. Bent er á guðsþjónustur í öðr- um kirkjum prófastsdæmisins. DIGRANESKIRKJA: Lokað vegna sumarleyfa íjúlímánuði og fyrstu viku ágústmánaöar. Næsta messa er sunnudaginn 13. ágúst kl. 20.30. Vegna prestsþjónustu er vísaö á sóknarprest Kársnessóknar. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Sigurður Arn- arson, sem þjónar fyrir altari. Bryndís Valbjörnsdóttir guðfræðingur prédik- ar. Kór Grafarvogskirkju syngur. Org- anisti: Hörður Bragason. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónustur í Hjallakirkju falla niður í júlímánuði og fyrstu viku ágústmánaðar. Fólki er bent á helgihald í öðrum kirkjum próf- astsdæmisins. Bæna- og kyrróar- stundirverða áfram á þriöjudögum kl. 18. KÓPAVOGSKIRKJA: Sóknarprestur verður í sumarleyfi frá 3. ágúst til 7. september. Guðsþjónustur og bæn- astundir falla niöur þann tíma en kirkjan opin og kirkjuvörður til staðar. Sóknarprestur Digranesprestakalls annast þjónustu í Kársnesprestakalli í sumarleyfi sóknarprests. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Engin guösþjónusta sunnudaginn 6. ágúst vegna feróa- laga starfsfólks. Næsta guðsþjón- usta veröur kvöldguðsþjónusta sunnudaginn 13. ágúst kl. 20. Sókn- arprestur. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudag kl. 20: Hjálpræðissamkoma. Kapteinn Miriam Óskarsdóttir stjómar og talar. Verið velkomin. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Engin samkoma þennan sunnudag vegna móts kirkjunnar á Eyjólfsstöðum á Austurlandi. VEGURINN: Hefðbundin samkoma á sunnudagskvöldi fellur niður vegna móts í Kirkjulækjarkoti. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík - Kristskirkja: Sunnudag: Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14.00. Kl. 18.00: messa á ensku. Virka daga og laugardaga: messur kl. 18.00. Reykjavík - Maríukirkja við Raufar- sel: Sunnudag: messa kl. 11.00. Virka daga: messa kl. 18.30. Laugar- dag: messa kl. 18.30 á ensku. Riftún, Ölfusi: Sunnudag: messa kl. 17.00. Hafnarfjörður - Jósefskirkja: Sunnu- dag: messa kl. 10.30. Miövikudag: messa kl. 18.30. Karmelklaustur: Sunnudag: Messa kl. 8.30. Laugardagogvirka daga: messa kl. 8.00. Keflavík - Barbörukapella: Skóla- vegi 38: Sunnudag: Messa kl. 14.00. Akranes: Messa 5. ágústfellurniður. Borgarnes: Messa í Borgarneskirkju 5. ágústkl. 11.00. Bíldudalur: Messa 7. ágúst fellur nið- ur. Messa 19. ágúst kl. 11.00. Tálknafjörður: Messa 7. ágúst fellur niður. Messa 19. ágúst kl. 15.00. Patreksfjörður: Messa 7. ágúst fell- ur niöur. Messa 19. ágúst kl. 18.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Sunnudag: messa kl. 10.00. Laugar- dag ogvirka daga: Messa kl. 18.30. Vestfirðir: ísafjörður, Bolungarvík, Flateyri, Suðureyri, Þingeyri: Engar messur. Séra Marek Zygadlo er í sumarleyfi til 27. ágúst. Akureyri - Péturskirkja - Hrafnagils- stræti 2: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugardaga: Messa kl. 18.00. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma á morgun kl. 15. VÍDALÍNSKIRKJA: Guösþjónusta í Vídalínskirkju sunnudaginn 6. ágúst kl. 11:00. Kór kirkjunnar leiðir al- mennan safnaðarsöng. Organisti: ÞorvaldurBjörnsson. Fjölmennum og sameinumst í bænar- gjörð fyrir öllu því fólki sem er á fara- Idsfæti þessa miklu umferðarhelgi. Biðjum þess aö allirmegi koma heim heilir á líkama og sálu eftir skemmt- un helgarinnar. Prestarnir. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalar- nesl: Guðsþjónusta sunnudag kl. 11 fh. Gunnar Kristjánsson sóknarprest- ur. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Guðrún Eggertsdóttir djákni kveöur söfnuðinn. Léttar veitingar í safnaðarheimilinu eftir messu. Morg- untíð er sungin I kirkjunni kl. 10 frá þriðjudegi til föstudags. Foreldra- morgnar eru I safnaðarheimili á miö- vikudögum kl. 11. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnudag kl. 17. Tónlistarstund hefst f kirkjunni tuttugu mínútum fyrir messuna. í messunni leikur Bach- sveitin í Skálholti auk þess sem Magnea Gunnarsdóttir flytur stólvers úr sönghandriti. Organisti er Kári Þormar. Prestur sr. Egill Hallgríms- son. ÁRBÆJARKIRKJA í Austurdal: Messa sunnudag kl. 14. Sr. Ólafur Þ. Hallgrímsson á Mælifelli prédikar og þjónar fyrir altari. Kristján Valga- rðsson og Sigríður Snorradóttir syngja einsöng og tvísöng. Organisti er Bjarni Valtýr Guðjónsson. Kirkjuk- affi að Merkigili að athöfn lokinni. ÁRNES á Ströndum: Kirkjudagur 6. ágúst. Guðsþjónusta kl. 14.10 alda kristnihátíö og minnst 150 ára bygg- ingar gömlu kirkjunnar. Ræðumenn sr. Ágúst Sigurösson á Prestbakka, sr. Einar B. Jónsson á Kálfafellsstaö og sr. Guðni Þór Ólafsson, prófastur á Melstað. Staðarprestur, sr. Jón ís- leifsson, þjónar fyrir altari. Organisti Guðmundur Guðjónsson frá Kjörvogi. Héraðsnefnd Húnavatnsprófast- sdæmis. VALÞJÓFSSTAÐARKIRKJA Messa sunnudaginn 6. ágúst nk. kl. 21:00. Sóknarpresturinn, séra Lára G. Odds- dóttir, prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Muff Warden. Allir vel- komnir. Sóknarprestur. LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 59 V ertíðin stendur sem hæst Krítarkort Túrisminn er eins og útgerð, segir Hlín Agnarsdóttir; hver túristi eins og þorskur sem er veiddur og gert að og síðan sendur grillaður heim. NÚ STENDUR túristaver- tíðin sem hæst hér á Krít og þá fara menn að bera saman tíðina nú og í fyrra og árið þar áður og spá í það hvemig hún verði að ári liðnu. Vinkona mín við Feneysku höfnina í Hania, sem rekur einn elsta veitingastaðinn á þessum vinsæla ferðamannastað, bauð mér í Krítarhumar eitt mið- degið í vikunni. Henni fannst ófært að sjá mig aldrei nema í vinnunni, svo við ákváðum að taka okkur góðan tíma til að spjalla. Mér fannst hún svolítið leið og þreytt þegar ég kom, enda ekki nema von, konan búin að standa upp á endann á hverjum degi síð- an í lok mars við að þjóna ferða- mönnum. Fyrst fékk ég mér „horta“ sem eru krítversk fjalla- grös í ætt við spínat, léttsoðið með sítrónu, salti og ólífuolíu og oftast borðað sem forréttur. Á meðan ég jórtraði á því spurði ég afar var- lega og hæverskt hvernig bisness- inn gengi til þess að opna samræð- ur okkar. Það er alltaf jafngaman að fá svör við þeirri spumingu því fæst- ir viðurkenna að bisnessinn gangi vel. Það má ekki, því þá fá þeir ekki nógu mikla samúð og athygli og samræðurnar gætu lognast út af. Vinkona mín byi'jaði á því að setja upp þessa sérstöku grísku skeifu á munninn, þar sem munn- vikin ná næstum niður á axlir, vifta síðan með annarri hendinni og segja „etsi ke etsi“ sem þýðir „svona la la.“ Og í kjölfarið kom síðan heil romsa af útskýringum og skilgreiningum á því hvers vegna bisnessinn gengi verr í ár en í fyrra og árið þar áður og þar áður. Það fyndna við þetta allt er að skýringarnar em ávallt sóttar til utanaðkomandi fyrirbæra eins og t.d. í ár koma færri ferðamenn til Krítar af því að það var jarð- skjálfti í Istanbúl og Tyrklandi í fyrra og fólk er hrætt við jarð- skjálfta. Það vill nú samt þannig til að Istanbúl liggur fjarri Krít svo sú skýring er hæpin. Næsta skýring er að verðlagið í Grikk- landi hafi hækkað frá því fyrra og það sé ekki nógu mikill munur á verðlagi hér og í öðram Evrópu- löndum og þess vegna komi ekki eins mikið af ferðamönnum þaðan. Svo kemur þriðja skýringin, sem er líklega sú eina rétta, fólk á enga peninga eða minni en í fyrra. I fjöldatúrismanum er slegist um hverja krónu sem hver ferða- maður eyðir í fríinu sínu og inn- byrðis samkeppni milli hóteleig- enda, veitingahúsa, verslana og allra þeirra sem veita þjónustu við ferðamenn er gífurleg. Við Fen- eysku höfnina þar sem veitinga- staðimir liggja þétt hlið við hlið er ráðinn sérstakur „kamaki" gæi, sem á að veiða túristana inn á staðina. Kamaki þýðir veiðimaður og þessir veiðimenn nota að vísu hvorki öngla né háfa til að skófla sínum afla á land, heldur óstöðv- andi munnræpu og smjaður á ýmsum tungumálum, sem satt að segja getur verið bæði þreytandi og uppáþrengjandi. Þessi veiðiað- ferð hefur að sjálfsögðu margoft komið til umræðu hjá stjórnend- um ferðamála hér í borginni og í eitt sinn var tekin sú ákvörðun að hætta þessari rányrkju, því á köfl- um ganga þessir „kamaki“ gæjar svo langt að þeir beita líkamlegum þrýstingi við að ýta ferðamönnun- um inn á tiltekna staði og láta þá éta þar. Ég hef horft upp á aðfar- imar og séð fórnarlömbin. Oftast era það eldri hjón, bæði í stutt- buxum sem passa ekki á þau og augnaráð sem er flöktandi af því þau era ekki viss hvert þau eiga að stefna og era því ágætis bráð. Eða tvær ungar stúlkur sem hafa ekki borðað neitt síðan í 12 ára bekk þegar þær byrjuðu í megran og gaman væri að fita eða tveir átfíkl- ar í góðum holdum, sem geta aldrei sagt nei og eru alltaf til í að fá sér meira að borða. Eða bara ósköp saklaust fjölskyldufólk með grenjandi krakka, sem era að drepast úr hungri. Vinkona mín á höfninni er sam- mála mér um að þetta séu leið- indaaðferðir og hún var sjálf ein af þeim sem sáu til þess að þessi veiðiskapur var lagður niður um tíma, en við það datt allur bisness niður og fólkið hætti alveg að koma. Það rölti bara um höfnina hálfnakið í hitanum og gat ómögu- lega tekið ákvörðun um hvar það ætti að setjast niður og borða. Það var úr allt of mörgu að velja, svo hótelin sáu sér leik á borði og buðu fólki upp á dýrindis hlaðborð á kvöldin, svo það þyrfti ekki að engjast sundur og saman af þján- ingu við að lesa matseðla sem stundum tekur allt kvöldið að skilja. Svo veiðiheimildimar á höfninni vora veittar á ný og enn fleiri veiðimenn ráðnir í vinnu, allt til þess að hægt væri að reka veit- ingastaðina og láta bisnessinn ganga. Já, svona er túrisminn eins og hver önnur útgerð og hver túristi eins og hver annar þorskur sem er veiddur og gert að og síðan send- ur grillaður heim. Þegar við vor- um búnar að sjúga alla næringu úr humrinum voram við komnar á trúnaðarstigið, tala um ástina og lífið og segja hvor annarri hvert okkur langaði helst í frí. Vertíð- inni hér á Krít lýkur í byrjun nóv- ember og þá fyrst tekur fólk sér frí og ferðast til framandi landa. Vinkonu mína langar til til Tíbet í kyrrð og hugleiðslu eftir allan hamaganginn við höfnina. Mig langar aftur á móti upp í íslensk fjöll og vaða eins og eitt jökulfljót, þó ekki á eigin vegum. „Au pair" — Ósló Fjölskylda, sem býr í miðbæ Óslóar, óskar eftir „au pair"/nema til að gæta drengs og telpu (9 og 6 ára) og aðstoða við heimilisstörf. Hægt að sinna námi/ áhugamálum meðfram vinnu. Hafið samband við Rune í s. 0047 9155 9718 eða Sissel í s. 0047 9288 2296.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.