Morgunblaðið - 05.08.2000, Síða 74

Morgunblaðið - 05.08.2000, Síða 74
74 LAUGAKDAGUR 5. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir HUSS/IÖU ÞI6 UM TVISVAR | . Á$UR EN ÞÚ SENDIR HONUM t I^BREFID UM AFREK ÞÍN Á ÁRINUyi KANNSKIEG ÆTTI A£> TAKA) ÚT HLUTANN UM FRIÖAR- ) ^ VERDLAUN NÓBELS/ O^^S^yÆR Þ/)6 SATT7N- °q( /*a> máestakaí >T Wijr'[hondina á þer? 1 Hundalíf Ljóska Finnst þér leiðinlegt að vera steinn? Ég meina, berðu þitt líf saman við Sitjandi einn í eyðimörkinni að tala það sem ég lifi.. við gijót.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavlk • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ef þú ert í öryggisbelti stoppar þú með bílnum, ef ekki þá lendir þú á mælaborðinu og framrúðunni. Öryggisbelti o g loftpúðar Frá Kristjáni Friðgeirssyni: FÓLK SEM ekki notar öryggis- belti í árekstri lendir oftast með andlitið í framrúðunni. Það er ófag- urt, og það er mjög sárt ef þú lifir nógu lengi til þess að finna fyrir því. Þegar þú ferðast í bíl, fer líkami þinn með sama hraða og bíllinn. Þegar þú bremsar finnur þú að þú þarft að spyrna við fótum og halda þér með höndum. Þetta gerist vegna þess að þegar bremsurnar hægja á bílnum þá heldur líkaminn áfram á sama hraða og áður en bremsað var. Það sama gerist þegar bíllinn lendir á einhverri fyrirstöðu. Bíll- inn stoppar skyndilega, en þú held- ur áfram á sama hraða. Vegna þess að bíllinn stoppar skyndilega í stað þess að hægja á smám saman, er ekki nokkur leið að þú getir haldið þér með höndum og fótum. Þó að þú getir borið fyrir þig hendurnar, þá er eins víst að að þeir kraftar sem verka á þig brjóti á þér hend- urnar eins og fúaspýtur. Ef þú ert í öryggisbeltum þá stoppar þú með bílnum, ef ekki þá lendir þú á mælaborðinu og framrúðunni - með andlitið á undan - á sama hraða og bíllinn var áður en áreksturinn varð. Ef þú ert ekki í belti þegar bíll- inn lendir í árekstri, eru áhrifin á líkama þinn í meginatriðum þau sömu og ef þú værir úti að ganga og bíllinn lenti á þér. Ef bíllinn sem þú ert í er á 50 km hraða þegar hann lendir í árekstri og þú ert ekki í öryggisbelti lendir þú á mælaborðinu og framrúðunni á 50 km hraða. ímyndaðu þér að þú værir úti að ganga og bíll kæmi á 50 km hraða og keyrði beint á þig. Hugsaðu þér þau meiðsli sem þú fengir og örkuml ef þú þá lifir þetta af á annað borð. Er það ekki næg ástæða til þess að nota öryggis- beltin? Eru öryggisloftpúðar betri en beltin? Loftpúðarnir eru hannaðir til þess að vera til viðbótar við örygg- isbeltin, en ekki til þess að koma í stað þeirra. Þeim er ætlað að hjálpa beltunum við að vernda þig, en koma alls ekki í stað öryggis- belta. Loftpúðar eiga að virka vel þegar þú situr uppréttur/upprétt í sætinu eins og þú ert þegar þú ert í öryggisbeltinu. Ef þú ert ekki í ör- yggisbelti í árekstri þá kastast þú áfram í attina að mælaborðinu og framrúðunni. Ef bíllinn er búinn loftpúðum, lendir þú í árekstri við loftpúða sem er að blásast út. Loftpúðinn þarf að blásast mjög hratt út til þess að geta varið þig. Hraðinn á púða sem er að byrja að blásast út, getur nálgast 300 km hraða, og við erum ekki að tala um mjúkan dúnkodda, heldur belg úr sterku efni sem getur varið þig ef hann er rétt notaður, þ.e. af fólki sem er með öryggisbeltin spennt. En beltin krumpa fötin mín Já, þau gera það stundum. Framrúðan sem ég nefndi áðan, hún krumpar þau enn meira og það er líka mjög erfitt að ná blóði úr fötum. Ef þú ert svo óheppin/n að lenda í árekstri án þess að vera með öryggisbelti er eins víst að sjúkraflutningsmennirnir klippi föt- in í tætlur til þess að geta komist að því að búa um sárin. Var ég búinn að nefna það að maður veit aldrei fyrir hvenær slysin verða? Þó að sumar aksturs- aðstæður séu vissulega hættulegri en aðrar. Það skiptir engu máli hversu góður bílstjóri þú ert og hvernig veðrið er og hversu langt þú ætlar að fara. Árekstur getur orðið hvar sem er. Það eru aðrir bílstjórar á ferð og aðrir þættir sem geta haft áhrif á ferð þína án þess að þú fáir nokkru um það breytt. Það eina sem þú getur um breytt er að auka möguleika þína til þess að sleppa ómeidd/ur með því að spenna beltin. Loftpúðar koma ekki í staðinn fyrir öryggisbelti, þau vinna saman. Hafið aldrei barn í bílsæti sem er búið virkum öryggisloftpúða. Spennum beltin, alltaf, allsstaðar. KRISTJÁN FRIÐGEIRSSON, erindreki Slysavarnasviðs Slysa- varnafélagsins Landsbjargar. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.