Morgunblaðið - 05.08.2000, Qupperneq 81
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 81
Wolfg
Holli
George Clooney í átökum við Ægi konung í nýjustu kvikmynd Wolfgang Petersen, The Perfect Storm.
Þýski leikstjórinn Wolfqang Petersen
hefur hreiðrað um siq í drauma-
borqinni Hollywood oq gert þar
áqætis spennumyndir að söqn Arn-
aldar Indriðasonar. Nýjasta
mynd Petersen er The Perfect Storm
sem qerist á hafi úti eins oq Kafbát-
urinn sem Petersen qerði fyrir nær
tuttuqu árum.
í
George Clooney og Wolfgang Petersen á góðri stund.
LIÐNIR eru bráðum
tveir áratugir frá því
að þýskur leikstjóri að
nafni Wolfgang Peter-
sen gerði kafbáta-
mynd sem gerðist í
síðari heimsstyrjöld-
inni, „Das Boot“ eða Kafbátinn,
sem vakti athygli um allan heim
fyrir raunsæja lýsingu á þeirri
innilokunarkennd og ótta sem
fylgdi kafbátahernaði. Myndin
i reyndist ein af síðustu stórmynd-
um hinnar merkilegu þýsku kvik-
myndabylgju sem hófst á áttunda
áratugnum og var síðasta þýska
mynd leikstjórans, sem flutti vest-
ur um haf og varð síðan einn af
helstu spennumyndaleikstjórum
draumaborgarinnar Hollywood.
Nýjasta myndin hans gerist, eins
og Kafbáturinn, úti á rúmsjó, hún
heitir „The Perfect Storm“ og
George Clooney leikur aðalhlut-
verkið.
Höfðaði til Petersen
The Perfect Storm markar nokk-
ur þáttaskil á ferli Wolfgangs Pet-
ersen því hann hefur ekki kvik-
myndað úti á rúmsjó síðan hann
gerði Kafbátinn. Hann þótti frá
upphafí hafa réttu reynsluna til
þess að leikstýra myndinni. Hún
| kostaði litlar 140 milljónir í fram-
j leiðslu og hefur notið vinsælda í
f sumar í Bandaríkjunum en hún
segir frá áhöfn fiskibáts úti fyrir
ströndum Massachusetts sem lend-
ir í einhverju versta óveðri á svæð-
inu sem komið hefur á öldinni. Með
Clooney í myndinni eru Mark
Wahlberg, Diane Lane og Mary
Elizabeth Mastrantonio. Harrison
Pord afþakkaði aðalhlutverkið í
myndinni en hann hafði verið í
j mynd Petersen, „Air Force One“,
j og Mel Gibson var heldur ekki fá-
anlegur í rulluna svo Clooney
hreppti hana.
Það vekur athygli vestra að tveir
þýskir leikstjórar, Petersen og Ro-
land Emmerich, gera tvær helstu
sumarmyndirnar í ár og ekki nóg
með það heldur eru þær báðar sér-
lega amerískar, ef svo má segja.
Petersen gerir The Perfect Storm
og Emmerich Frelsishetjuna eða
{ „The Patriot" með Gibson.
„Ég fann um leið og ég las bók-
{ ina að mig langaði að gera kvik-
mynd eftir henni,“ hefur banda-
ríska kvikmyndatímaritið
Movieline eftir Wolfgang Petersen
en The Perfect Storm er byggð á
sönnum atburðum sem er lýst í
samnefndri metsölubók Sebastians
Junger. „Þetta var efni sem höfðaði
til mín. Ég ólst upp við sjávarsíð-
una í Þýskalandi og var í miklum
tengslum við hafíð og fólkið sem
bjó við hafíð. Það sem höfðaði mest
til mín var að sagan fjallar um ofur
venjulega menn sem eiga við sín
daglegu vandamál að etja og halda
á sjóinn til þess að losna við þau.
Ég vissi að ef ég gerði allt rétt
myndu þessir menn verða hetjur.
Ekki vegna þess að þeir klifu
Everest heldur vegna þess að þeir
vilja ekki gera annað en ná í fisk-
inn, koma honum að landi og hirða
launin sín. Að því leyti er sagan
mjög lágstemmd. Aftur á móti
þurfa þeir svo að eiga við þetta
hrikalega óveður."
Alltaf gaman að
Hollywood-myndum
Wolfgang Petersen er fæddur í
Emden í Þýskalandi í miðju seinna
stríði eða árið 1941. Hann vann
sem leikstjóri í leikhúsum í Þýska-
landi og fyrir sjónvarp áður en
hann gerði sína fyrstu bíómynd ár-
ið 1973, „Annan af okkur“. Fjórum
árum síðar gerði hann „Afleiðing-
una“, sem fjallaði um samkyn-
hneigð og olli nokkrum deilum, og
árið 1978 gerði hann „Svart og
hvítt eins og dagur og nótt“.
Árið 1981 gerði hann svo Kafbát-
inn sem fjallaði á átakanlegan hátt
um þýska kafbátahermenn. Hún
var ein af örfáum myndum sem
sögðu frá stríðinu frá sjónarhorni
þýskra hermanna og sýndi þá í
mannlegu ljósi eins og hverja aðra
hermenn að berjast fyrir lífi sínu
við hrikalegar aðstæður. Myndin
vakti mikla athygli um heim allan
og var útnefnd til Óskarsverðlauna
fyrir bestu leikstjórn og besta
handrit.
Wolfgang flutti til Hollywood en
átti í erfiðleikum með að finna
verkefni við hæfi og það tók hann
langan tíma að koma sér fyrir.
Næsta mynd hans var barna- og
fjölskyldumyndin „Sagan enda-
lausa“. Þá gerði hann myndina sem
átti að taka á íslandi en úr því varð
aldrei, „Enemy Mine“. Hún var
hálfmisheppnaður vísindaskáld-
skapur og hann fylgdi henni eftir
nokkrum árum síðar með hálfmis-
heppnuðum spennutrylli, „Shatter-
ed“. Eftir hana fór honum að
ganga betur. Hann stýrði Clint
Eastwood í finum trylli sem hét
„In the Line of Fire“ og nokkrum
árum síðar Dustin Hoffman í jafn-
vel enn skemmtilegri spennumynd,
„Outbreak".
„Þeir buðu mér að koma vestur
og ég fór,“ segir hann um tímabilið
eftir Kafbátinn. „Ég skoðaði hvað
þeir höfðu upp á að bjóða en það
var ekki allt jafnmerkilegt. Ég
hafði alltaf haft gaman af Holly-
wood-myndum og ég vildi ekki
snúa aftur heim til Þýskalands og
segja að mér hefði mistekist ætlun-
arverk mitt. Líklega má segja að
In the Line of Fire hafi bjargað
mér.“
Wolfgang segir að velgengni
hans í Hollywood hafi ekki farið vel
í menningarvitana í Þýskalandi.
„Þjóðverjar hafa alltaf verið undar-
legir hvað það varðar, eins og
Frakkar. Gagnrýnendurnir og
menningarvitarnir þola ekki hvern-
ig Hollywood-myndir vaða yfir
heiminn og kæfa kvikmyndaiðnað-
inn í öðrum löndum og það er að
mörgu leyti skiljanleg afstaða. Ég
hef gert stórar sölumyndir sem
þeim finnst ekkert góðar. Air
Force One var auðvitað of amerísk
fyrir þá en In the Line of Fire var
vinsæl í Þýskalandi og þeim líkaði
Outbreak. Kafbáturinn var myndin
sem þeir rökkuðu mig niður fyrir.“
Þekkti Albert Speer
Petersen heldur áfram: „Maður
þarf líklega að vera Þjóðverji til
þess að skilja það. Við reyndum
ekki að predika neitt með myndinni
heldur aðeins að lýsa því hvernig
stríð eyðileggur fólk, geðveikinni
sem stríð eru. Um allan heim var
myndinni hrósað fyrir að taka
sterka afstöðu gegn styrjaldar-
rekstri. En Þjóðverjum finnst að
við getum ekki sýnt okkur sjálfa
sem venjulegar manneskjur í stríð-
inu. Við erum vondu kallarnir og
því verður ekki breytt. Þjóðverjar
eru öfgafull þjóð. Þeir reyna að
sigra heiminn og segja að allir aðr-
ir séu slæmir en þegar það tekst
ekki hringsnúast þeir og segjast
vera hinir slæmu. Það er erfitt að
vera Þjóðverji."
í viðtalinu í Movieline er Wolf-
gang minntur á að gyðingar séu
fjölmargir í áhrifastöðum í Holly-
wood og að sjálfsagt hafi verið erf-
itt að kynna kafbátamyndina þar á
sínum tíma. „Ég man,“ segir Peter-
sen, „þegar við fórum þangað með
myndina og sýndum hana í fyrsta
skipti árið 1982. í byrjun myndar-
innar er greint frá því að 30.000
þýskir kafbátahermenn hafi látist í
síðari heimsstyijöldinni og salurinn
klappaði fyrir því. Þegar myndinni
lauk stóð fólkið hins vegar upp í
salnum og klappaði fyrir okkur. Ég
trúði því ekki og ég gleymi því ekki
og það er ein ástæða þess að ég
starfa hér í Hollywood. Þetta snart
mig djúpt, sérstaklega eftir að
myndin hafði hlotið slæma dóma í
Þýskalandi.“
Hollenski leikstjórinn Paul Ver-
hoeven hefur í áraraðir reynt að
gera bíómynd um Adolf Hitler sem
á að sýna hvernig heil þjóð getur
látið mann eins og Hitler ná tökum
á sér. „Þetta er heillandi viðfangs-
efni,“ segir Petersen. „Ég hitti
einu sinni Albert Speer, arkitekt
Hitlers. Ég var vinur sonar hans.
Hann var einn af risunum í liði Hit-
lers og sá eini sem enn var á lífi.
Hann var í mjög góðu formi, há-
vaxinn og myndarlegur. Þú getur
ekki ímyndað þér hvað hann var
heillandi. Hann veitti mér innsýn í
hvernig hlutirnir hefðu getað farið
og hversu gætinn maður þarf að
vera. Hann sagði að ég gæti ekki
ímyndað mér hvernig það hefði
verið að tala við Hitler um listir og
arkitektúr og hversu heillandi og
áhugaverður hann gat verið. Hitler
hafði alltaf viljað gerast arkitekt og
hérna var þessi myndarlegi maður
á þrítugsaldri að tala við hann um
arkitektúr. Hitler varð gagntekinn
af honum. Það hefði verið erfitt
fyrir Speer að neita samstarfi.
Óvíst er hvað Petersen tekur sér
fyrir hendur á eftir The Perfect
Storm. Hann segist hafa mikinn
áhuga á að kvikmynda ævi pólfar-
ans Ernests Shackleton sem lést í
einni af ferðum sínum. „Ég hef
lengi átt í viðræðum við Mel Gib-
son um þetta verkefni. Sagan um
Shackleton er einhver mesta hetju-
saga sem ég þekki.“