Morgunblaðið - 05.08.2000, Page 82
82 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
ERLENDAR
QQOQQ
Oddný Þóra Logadóttir,
þrettán ára, fjallar um geislad-
isk Mandy Moore, Wana Be
With You
★★★
Góð blanda við
flest tækifæri
ÞAÐ var árið 1984 að Amanda
Leigh (Mandy Moore) fæddist inn í
þennan heim í Bandaríkjunum.
Þegar hún var níu ára fór hún á
sumarnámskeið í söng og ákvað þá
strax að verða söngkona. Áður en
hún gaf út fyrstu plötuna sína sem
ég ætla að skrifa um hérna, lék hún
í auglýsingum og kom oft fram í
sjónvarpi, t.d. var hún kynnir hjá
MTV.
Wana Be With You er er fyrsta
plata Mandy Moore og hefur henni
strax tekist að gera tvö lög mjög
vinsæl, þau heita Candy og So
- Real. Lagið Candy hefur verið sér-
staklega mikið spilað enda mjög
flott lag.
Platan inniheldur þrettán lög
sem öll eru frekar ólík. Mér finnst
mjög gaman að hlusta á lögin því
engin þeirra eru neitt áberandi lík
en sumar ungar söngkonur (og
söngvarar) eru duglegar að semja
eiginlega sama lagið alltaf upp á
nýtt og þá fær maður nú fljótt leiða
á þeim. Það er líka svo skemmti-
legt hvernig hún beitir röddinni
mismunandi í lögunum, þannig
“gerir hún þau ennþá ólíkari.
Skemmtilegustu lögin finnst mér
vera Wana Be With Me sem er
svona frekar rólegt lag þar sem
hún beitir röddinni mjög fallega.
(Hún er mjög góð söngkona.)
Candy er fjörugt lag með skemmti-
legu undirspili og takti. So Real er
I 1 www.landsbanki.is
Tilboð til klúbbfélaga Landsbanka íslands hf. Rex
Tveir fyrir einn ó Tilboðið gildir fra Afslóttur í go Félogsmenn Vörði Sportklúbbs og Ki Landsbankans nj vallargjöldum hjá Orlando kvöldverði á Rex. sunnudegi til fimmtudags. If
jnnar, Námunnar, akkaklúbbs óta 25% afsláttar af GR.
Vörðufélagar fá fi daga á einstökum baka 14. eða 21. Hundar étnir i Vörðufélagar fá a étnir í Kína (I Kin Háskólabíói - mið erðtil Orlando í 8 eða 15 i kjörum 6. nóv. ogtil nóv. í Kína
fslátt á myndina Hundar a spiser de hunde) í inn á 450 kr.
Öll tilboðin fást gegn framvísun debet- korts/félagskorts í viðkomandi klúbbi. Ýmiss önnur tilboð og afslættir bjóðast klúbbfélögum Landsbanka íslands hf. sem finna má á heimasíðu bankans, www.landsbanki.is
Má U r.rPTTmi .andsbankinn 1-lMM‘I'l Omð frá 9 til 19
Söngkonan Mandy Moore.
mjög skemmtilegt og hressandi lag
með rosalega flottu undirspili, það
flottasta sem ég hef heyrt lengi.
What You Want er meðalrólegt lag
með frábæru viðlagi og rosalega
góðum takti.
Mér fínnst ekkert lag vera leið-
inlegt en sum lögin eru náttúrulega
ekki eins skemmtileg og önnur lög
á disknum. Mér finnst fjörugu lög-
in hafa heppnast betur hjá henni
heldur en þau rólegu, en það er
samt skemmtilegt að hafa diskinn
svona blandaðan og hægt er að
finna lag við flest tækifæri, hvort
sem fólk langar að dansa eða bara
slappa af heima.
Mér finnst Mandy Moore hafa
tekist vel til með þessa plötu. Hún
á örugglega eftir að gera fleiri lög
af þessari plötu vinsæl og ég á eftir
að hafa gaman af að fylgjast með
fleiri plötum frá henni í framtíð-
inni, vona bara að það verði sem
fyrst.
Þeir sem vilja geta farið á
heimasíðu Mandy Moore
(www.mandymore.com) og séð t.d.
hvað hún er að gera á hverjum degi
og hvar hún heldur næst tónleika.
IJEIKFÉLAG ÍSLANÐS
552 3000
THRILLER sýnt af NFVI
fös. 18. ágúst kl. 20.30.
530 3030
BJÖRNINN — Hádegisleikhús
með stuðningi Símans
jfjfJÁ Þri. 15/8 kl. 12
W\\\J mið 16/8 kl. 12
ATH Aðeins þessar sýningar
Miðasalan er opin frá kl. 11-17 ( Iðnó.
Opið er fram að sýningu sýningarkvöld
og um helgar þegar sýning er. Miðar
óskast súttir I viðkomandí leikhús.
(Lof tkasta I i nn/lðnó).
Ath. Úsóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir
sýningu.
Nœturqalinn
sími 587 6080
'W J
I kvöld og sunnudags-
kvöld leika Hilmar
Sverrisson og Anna
Vilhjálms fyrir dansi.
Húsið opnar kl. 22.00.
Næturgalinn alltaf lifandi danstónlist
Útimarkaður í Mosfellsdalnum
Morgunblaðið/Þorkell
Það gerist ekki ferskara en þetta, grænmetið.
Hollt og gott í dalnum
STEMMNINGIN á útimörkuðum er
allt önnur og rólegri en erilsöm
innkaup í störmörkuðum sem oft-
ast eru innt af hendi af skyldur-
ækni í lok vinnudags.
Ferð á útimarkaðinn verður in-
dælis spássitúr þar sem bestu vinir
og Qölskyldumeðlimir ganga á
milli söluborðanna með tágakörfu
á handleggnum (plastpokar passa
engan veginn) og velja úr það sem
hugurinn og bragðlaukarnir girn-
ast.
Rétt utan við borgarmörkin, í
náttúruperlunni Mosfellsdal, er
einmitt að fmna svona dásamlegan
útimarkað sem rekinn er á laugar-
dögum á milli eitt og sex. Inni í
laufþykkninu sunnan við Þingvalla-
veginn og beint á móti Mosfell-
skirkju eru Mosskógar þar sem frí-
tímabændurnir Dísa og Nonni selja
grænmeti sem er bæði hollt og líf-
rænt; „besta grænmeti í heimi sem
kemur beint upp úr jörðinni og við
hlaupum bara með skúflu 1 garðinn
til að taka það upp eftir þörfum.“
„Markaðurinn er ekki síður góð-
ur staður til að koma á með krakk-
ana og teyma þá á hestbaki, fá sér
lífrænt grænmeti og ferskt loft,
hitta og spjalla við skemmtilegt
fólk og skemmta sjálfum sér,“ segir
Dísa þegar hún er spurð um að-
dráttarafl sveitarinnar. Auk hinna
|i;i|—yimi
ISI.I ASK \ Ón .lt
líl11 11,11 Sími 5114200
Morgunblaðið/Þorkell
Er hann kannski á leið á krakkamarkaðinn?
hversdagslegu en heilnæmu rófna
og spergilkáls leggja Dísa og Nonni
einig ríka áherslu á að bjóða upp á
spennandi og framandi káltegundir
sem sjást ekki á hverjum degi á Is-
landi. Fræin eru pöntuð að utan yf-
ir vetrartímann, þeim sáð að vori
og uppskeran etin þegar sólin hef-
ur unnið kraftaverkin sfn á sumrin.
Þeir sem eru að leita að óvenjulegu
innihaldi í salatskálina er því bent á
markaðinn.
I sumar hefur líka verið sýnd
glíma og keppt í reiptogi og sultu-
gerð auk þess sem aðrir íbúar dals-
UalSKfllbJM
Gamanleikrit í leikstjórn
Siguröar Sigurjónssonar
fim 10/8 kl. 20
lau 12/8 kl. 20
sun 13/8 kl. 20
miö 16/8 kl. 20
fim 17/8 kl. 20
Miðasölusími 551 1475
Miðasala opin frá kl. 15-19 mán-lau.
og fram að sýningu sýningardaga.
Símapantanir frá kl. 10.
Sýnt í Tjarnarbíói
Sýningar hefjast kl. 20.30
5. sýn. fös. 11/8
6. sýn. lau. 12/8 örfá sæti laus
7. sýn. lau. 19/8
Miðapantanir í síma 561 0280.
Miöasölusími er opinn alla daga frá kl. 12-
19.
Miðinn gildir 2 fyrir 1 í Argentína steikhús.
Ath. ósóttar pantanir, seldar 2 dögum f. sýn.
Happdrætti um Græna
kortið f Bandaríkjunum
Lærðu, starfaðu og njóttu lífsins í Bandaríkjunum
50.000 Græn kort í boði. Möguleiki á rfkisborgararétti.
Frestur fyrir DV-2002 verður tilkynntur seinna... Ekki missa af því!
ÓKEYPIS OPINBERAR upplýsingar - sendið nafn, heiti fræðingarlands og fullt helmilsfang til:
National Visa Registry
PMB 725, 16161 Ventura Blvd.,
Encino, CA 91436
USA
Eða sækið um á:
www.natianaIvisaregistry.coni
Netfang: info@nationalvisaregistry.com
Sími: 001 818 784 4618
ins hafa komið með ferskar krydd-
jurtir og fleiri afurðir sem gleðja
líkamann og sálina. Börnin fá líka
að kynnast náttúrunni frá fyrstu
hendi innan um hesta, hænur og
geit sem kemur stundum í heim-
sókn með kiðlingana sína. Allir eru
velkomnir að koma með sinar vör-
ur og annaðhvort selja þær eða
skipta á þeim við aðra.
Ánnar skiptimarkaður og öllu
óvenjulegri er krakkamarkaðurinn
sem nú er verið að brydda upp á en
hann er þannig upp byggður að
krakkar geta komið með gömlu
leikföngin sín og skipt á þeim við
aðra krakka og allir fara heim kát-
ir með „nýju“ Ieikfóngin sín, en
flestir foreldrar kannast líklega við
hvað litlu ungarnir verða fljótt leið-
ir á leikföngunum sínum og því er
þetta tilvalin lausn á þeim vanda.
Útimarkaðurinn er opnaður á
sumrin um leið og grænmetið gæg-
ist upp úr moldinni og stendur þar
til hausta fer og náttúran sér sjálf
um að loka gnægtarbúrinu.
SLIM-LINE
dömubuxur frá
gardeur
UÓuntu
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680