Morgunblaðið - 25.08.2000, Side 1
193. TBL. 88. ÁRG.
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
143 fdrust með Airbus-þotu Gulf Air við strendur Barein í Persaflóa
Mistök eða
bilun
anleg
Abu Dhabi, Manama. AFP, Reuters.
MISTÖK flugmanna eða bilun í
hreyfli kann að hafa verið orsök
þess að Airbus A320-þota flugfé-
lagsins Gulf Air fórst í lendingu á
Barein í Persaflóa í fyrrakvöld og
með henni allir 143 sem um borð
voru. Fulltrúar flugfélagsins vildu í
gær ekkert segja um hverjar væru
hugsanlegar orsakir slyssins, en
þotan var í þriðju lendingartilraun
þegar hún hrapaði í sjóinn.
Keisaradæmið Abu Dhabi er einn
eigenda flugfélagsins, og sagði ríkis-
sjónvarp keisaradæmisins í gær að
flugmannamistök væru líkleg orsök
slyssins, og hafði það eftir „flug-
málasérfræðingum". I frétt sjón-
varpsins sagði að flugstjóri vélar-
innar hefði gert mistök í fyrstu
aðflugstilrauninni og „annar væng-
urinn skemmdist kannski í annarri
hug’s-
orsök
tilrauninni við að rekast í sjóinn“. í
þriðju tilrauninni hefði vélin „misst
jafnvægi og hrapað í sjóinn", að því
er sagði í frétt ríkissjónvarpsins í
Abu Dhabi.
Möguleikinn á hreyfilbilun er eitt
af því sem rannsóknarnefndin, sem
skipuð hefur verið, mun einbeita sér
að, að því er segir í fréttaskeyti
Reu ters-í'ré ttas to fu n n ar. Sérfræð-
ingar frá framleiðanda vélarinnar,
evrópsku flugvélasamsteypunni
Airbus Industrie, voru væntanlegir
til Bareins í gær, en einnig er von á
mönnum frá bandaríska samgöngu-
öryggisráðinu, NTSB, til að aðstoða
við rannsóknina.
Ekkert neyðarkall
Fulltrúi Airbus vildi ekkert segja
um hugsanlegar orsakir slyssins.
Reuters
Brak úr þotu Gulf Air marar í hálfu kafi úti fyrir strönd Bareins í gær.
Dýpi þarna er um þrír metrar.
Flugritar vélarinnar, sem hafa að
geyma tækniupplýsingar um flugið
og hljóðupptökur úr stjórnklefa,
hafa fundist og virðast vera í lagi.
Að sögn flugmálayfirvalda í Barein
var áhöfn þotunnar ekki spurð
hvers vegna hún hefði þurft að
hætta við lendingu tvisvar og til-
kynnti hún ekki neyðarástand.
Fregnir bárust um sprengingu og
að eldur hefði komið upp í öðrum
hreyflanna, en talsmaður flugfélags-
ins sagði í gær að fullyrða mætti að
engin sprenging hefði orðið í henni.
Þotan var að koma frá Kaíró í
Egjrptalandi og voru flestir farþeg-
anna egypskir. Mörg böm voru um
borð en átta manns voru í áhöfn.
Líkamsleifar flestra sem voru með
vélinni höfðu náðst á land í gær og
reyndu ættingjar að bera kennsl á
lík ástvina sinna með aðstoð Ijós-
mynda. Gulf Air er í eigu ríkis-
stjórna Abu Dhabi, Barein, Oman
og Qatar. Þotan sem fórst var af-
hent félaginu árið 1994 og hafði flog-
ið í rúmar 17 þúsund stundir. Flug-
stjórinn hafði 21 árs starfsreynslu.
Kohl neit-
ar ásök-
unum
Berlfn. Reuters.
HELMUT Kohl, fyrrverandi
kanslari Þýskalands, vísaði í
gær á bug fregnum þess efnis
að hann hefði sjálfur séð um að
koma upp neti leynilegra
bankareikninga og falinna
sjóða skömmu eftir að hann
var kjörinn kanslari 1982.
Blaðið Suddeutche Zeitung
hefur eftir „áreiðanlegum
heimildum“, í frétt sem það
birtir í dag, að Kohl hafi safn-
að um 20 milljónum marka á
þeim 16 árum sem hann sat í
embætti - tíu sinnum meira fé
en hann hefur viðurkennt að
hafa safnað frá ónafngreindum
aðilum.
Segir blaðið að reikninga-
og sjóðakerfinu hafi verið
komið á fót 1982 þegar Kohl
hafi látið flytja sex milljónir
marka af leynireikningum í
eigu þingflokks Kristilega
demókrataflokksins (CDU),
flokks Kohls, yfir í falinn sjóð.
I yfirlýsingu frá skrifstofu
Kohls í gær segir að frétt
blaðsins sé „röng“ og að í
henni komi ekkert nýtt fram
um sjóðahneykslið.
Næsti forseti Mexíkó í Bandaríkjunum
Landamæri
verði opnuð
Washington. AP, Reuters.
Pútín boðar
launahækkun
Moskvu. Rcutors.
VLADIMÍR Pútín, forseti Rúss-
lands, hefur ákveðið að hermönnum,
lögreglu, fangavörðum, tollvörðum
og skattaeftirlitsmönnum í landinu
verði veitt 20% launahækkun.
Pútín hefur sætt harðri gagnrýni
undanfarið vegna framgöngu sinnar
í Kúrsk-harmleiknum. I gær fundaði
hann með Alexei Kúdrín fjármála-
ráðherra, og ákváðu þeir að allar
aukatekjur á fjárlögum næsta árs
myndu fara í endurbætur á varnar-
og öryggismálum. Rússneski herinn
hefur átt undir högg að sækja fjár-
hagslega síðan Sovétríkin liðu undir
lok 1991. Hefur Kúrsk-slysið beint
kastljósinu að bæði hörmulegu
ástandi hersins og óhrjálegum lífs-
skilyrðum hermanna og sjóliða.
Efnahagur Rússlands hefur á
þessu ári notið góðs af háu verði sem
fengist hefur fyrir útflutta olíu og
mun meira hefur innheimst af skött-
um en búist var við. Hefur Pútín áð-
ur tilkynnt að eftirlaunagreiðslur
verði hækkaðar.
AP
Sjóliðarnir
syrgðir
Ættingjar sjöliðanna 118 sem för-
ust með rússneska kafbátnum
Kúrsk er hann sökk í Barentshafi
sigldu í gær á slysstaðinn. Köstuðu
sumir blómum í sjóinn þar sem bát-
urinn hvílir á hafsbotni. Hafa syrgj-
andi ættingjar hvatt rússnesk
stjórnvöld til að ná líkum sjóliðanna
á land til þess að unnt sé að jarð-
setja þá. Talsmenn rússneska flot-
ans segja aftur á móti að margir
mánuðir kunni að líða áður en
Kúrsk verður lyft af hafsbotni og
lik mannanna sótt.
■ Ásökunum/24
VICENTE Fox, sem tekur við emb-
ætti forseta Mexíkó í desember, er
nú í heimsókn í Bandaríkjunum til
viðræðna við þarlenda leiðtoga. Fox
hefur lagt fram hugmyndir um að á
næstu tveimur til þremur áratugum
verði landamæri ríkjanna opnuð í
stað þess að Bandaríkin verji millj-
örðum dollara árlega til að reyna að
hindra Mexíkóa í að laumast norður á
bóginn í von um vinnu. Bandarískir
ráðamenn taka dræmt í tillögurnar
og forsetaframbjóðendur beggja
stóru flokkanna vilja að landamæra-
eftirlit verði hert.
Fox átti í gær fund með Bill Clint-
on Bandaríkjaforseta og einnig A1
Gore, varaforseta og forsetaefni
demókrata. í dag mun Fox hitta
George W. Bush, forsetaefni
repúblikana.
Fox tók skýrt fram að hann myndi
ekki semja um neitt í för sinni þar
sem hann væri enn ekki orðinn for-
seti. Hann hrósaði Clinton fyrir þátt
hans í að Mexíkó fékk mikla fjárhags-
aðstoð 1995 er skyndilegur gjaldeyr-
isflótti virtist ætla að valda hruni í
efnahag landsins.
„Við ræddum málefni innflytjenda,
sem eru snúin, og veltum fyrir okkur
lausnum. Þær tengjast efnahagslegri
þróun, hagvextinum í Mexíkó sem er
7% en hann mun gera okkur kleift að
finna 1.350.000 ný störf,“ sagði Fox
eftir fundinn með Clinton. Hann sigr-
aði frambjóðanda stjómarflokksins
PRI í sumar en flokkurinn hafði hald-
ið embættinu í 71
ár samfleytt og
oft beitt kosn-
ingasvikum til að
tryggja völd sín.
Clinton sagði að
forsetakjör Fox
hefði verið „sögu-
leg árétting lýð-
ræðisins“ í
Mexíkó.
Milljónir kjós-
enda í forsetakosningunum í Banda-
ríkjunum í nóvember eru af mex-
íkóskum ættum og þeir geta því haft
úrslitaáhrif. Talsmenn stéttarfélaga í
Bandaríkjunum eru andvígir því að
slakað verði á eftirliti með landamær-
unum þar sem þeir telja ólöglega
Mexíkóa á vinnumarkaðnum ógna
hagsmunum innfæddra launþega
með því að sætta sig við lægri laun.
Gore á mikið undir stuðningi stétt-
arfélaganna sem hafa veitt stórfé í
kosningasjóði hans. Bush hefur lagt
áherslu á góð samskipti við spænsku-
mælandi kjósendur í Texas þar sem
hann er ríkisstjóri, en hefur á hinn
bóginn stutt þá stefnu að traust eftir-
lit sé haft með landamærunum þar
sem mikið er um fíkniefnasmygl.
MORGUNBLAÐIÐ 25. ÁGÚST 2000