Morgunblaðið - 25.08.2000, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Rótarýklúbbar auðkenna sjö forna kirkjustaði
í Reykjavfkurprófastsdæmum
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Karl B. Guðmundsson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar á Seltjarnamesi og fólagi í Rótarýklúbbi
Selljamamess, afhjúpaði minnisvarðann.
Minnisvarði afhjúp-
aður við N esstofu
í TILEFNI þess að þúsund ár em
liðin frá kristnitöku íslendinga hafa
rótarýklúbbar í Reykjavík, Kópa-
vogi og á Seltjaraaraesi ákveðið að
koma fyrir varanlegum merkingum
við foraa og aflagða kirkjustaði í
Reykjavíkurprófastsdæmunum.
Fyrsti minnisvarðinn var afhjúpað-
ur í gær, fimmtudaginn 24. ágúst,
við Nesstofu á SeKjarnamesi, en
Rótarýklúbbur Seltjarnarness ann-
aðist framkvæmdina.
Verkefnið er unnið í samstarfi
við undirbúningsnefnd kristnitöku-
hátíðar Reykjavíkurprófastsdæm-
anna og er ætlunin að minnisvarð-
arnir standi um ókomna tíð. Á
næstu vikum verða til viðbótar
reistir minnis varðar á sex stöðum
þar sem kirkjur stóðu fyrr á tímum,
en það er í Aðalstræti, á Laugar-
nesi, Gufunesi, Hólmi, í Engey og
við bæjarrústir Breiðholtsbæjar.
Minnisvarðarnir eru úr íslensku
stuðlabergi, hver rúmlega metri á
hæð og efst er komið fyrir steyptri
koparplötu, þar sem greint er frá
þvf að á viðkomandi stað hafi staðið
kirkja á ákveðnu tfmabili íslands-
sögunnar.
Fyrsti minnisvarðinn var afhjúp-
aður þar sem kirkjan í Nesi á Sel-
Ijamaraesi stóð á sínum tíma rétt
við bæjardyr Nesstofu. Karl B. Guð-
mundsson, fyrrverandi forseti bæj-
arstjómar á Selljamaraesi og fé-
lagi í Rkl. Selljaraarness, afhjúpaði
minnisvarðann.
Klúbbarnir sem standa að þessu
menningarsögulega verkefni eru
Rótarýklúbbur Reykjavfkur, Rkl.
Reykjavík Miðbær, Rkl. Kópavogs,
Rkl. Reykjavík Austurbær, Rkl.
Breiðholts, Rkl. Árbæjar og Rkl.
Seltjamarness. Hönnuður minnis-
varðarðanna er Gísli B. Björasson,
útlitshönnuður og félagi í Rótarý-
klúbbi Breiðholts.
Islending-
ur til Hali-
fax í dag
SLÆMT veður tafði för íslendings
á leið hans til Halifax í Nova Scot-
ia í fyrradag. í gær var veður
betra. Óhagstæð veðurskilyrði í
fyri’adag og á miðvikudagskvöld
hafa þó þau áhrif að því er fram
kemur í skipsdagbók skipsins í
gær, að skipið mun ekki koma til
hafnar á tilsettum tíma í dag. í
stað þess að koma til Halifax
klukkan sjö í morgun, gera skip-
verjar ráð fyrir að koma til Halif-
ax síðdegis í dag. Þar mun Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra
taka á móti íslendingi. Áhöfn ís-
lendings „er enn undir áhrifum frá
hjartfólgnum kveðjum við brott-
förina frá ... Port de Grave,“ segir
í dagbókinni. Skipið hélt þaðan á
mánudagskvöld og fylgdu um 90
skip og bátar af öllum stærðum og
gerðum íslendingi úr höfn.
Fyrir flotanum fór skúta með
Brian Tobin, forsætisráðherra
Nýfundnalands, um borð ásamt
Charles Furey samgönguráðherra
og John Efford sjávarútvegsráð-
herra og Sturlu Böðvarssyni.
Sturla segir það hafa verið mjög
áhrifamikið að vera viðstaddur há-
tíðina í Port de Grave. „Þarna var
ótrúlegur fjöldi fólks og stemmn-
ingin minnti á þjóðhátíðardag ís-
lendinga. Svo virðist sem för ís-
lendings og upprifjun á ferðum
víkinganna veki mikla athygli hér
á þessu svæði.“
Borgarlögmaður um Alfreð Þorsteins-
son og málefni Línu.Nets
Ekki vanhæfur
samkvæmt túlk-
un sveitarfélaga
I MINNISBLAÐI borgarlög-
manns tíl Alfreðs Þorsteinssonar
borgarfulltrúa kemur fram að
samkvæmt skýringum Sambands
íslenskra sveitarfélaga við sveita-
stjómarlög leiði seta í stjóm fyrir-
tækis eða félags ekki til vanhæfis
sveitarstjómarmanns sitji hann í
stjórninni eingöngu í krafti hluta-
fjáreignai- sveitarfélagsins.
Alfreð óskaði eftir áliti borgar-
lögmanns í tilefni af fyrirspum
Guðlaugs Þórs Þórðarsonar borg-
arfulltrúa í fræðsluráði um hæfi
Alfreðs sem formanns stjómar
Innkaupastofnunar tU þess að taka
þátt í afgreiðslu tUlögu sem snerti
málefni Línu.Nets hf. þar sem Al-
freð er stjómarformaður.
í minnisblaði Hjörleifs B. Kvar-
an borgarlögmanns segir að í 3.
grein stjómsýslulaga, sem fjallar
um vanhæfisástæður, segi að um
sérstakt hæfi sveitarstjómar-
manna fari eftir sveitarstjómar-
lögum og eigi 3. greinin því ekki við
þegar ijallað sé um hæfi sveitar-
stjómarmanna tU meðferðar máls.
Þá segir í minnisblaðinu að um
hæfi sveitarstjómarmanna sé fjall-
að í 19. grein sveitai’stjómarlag-
anna þar sem komi fram að sveit-
arstjómarmanni beri að víkja sæti
við meðferð og afgreiðslu máls
þegar það varðar hann eða nána
venslamenn hans svo sérstaklega
að almennt megi ætla að vUjaaf-
staða hans mótist að einhverju
leyti þar af.
Síðan segir að Samband ís-
lenskra sveitarfélaga hafi gefið út
sérstakar skýringar og athuga-
semdir við sveitarstjómarlögin og
þar sé fjaUað um setu sveitar-
sfjómarmanna í stjóm fyrirtækis
með þessum orðum:
„Stjómarstaða eða seta í stjóm
fyrirtækis eða félags getur einnig
leitt til vanhæfis seitarstjómar-
manns þegar sveitarstjómin fjall-
ar um mál sem varða fyrirtækið
eða félagið sérstaklega. Þetta á þó
ekki við ef viðkomandi sveitar-
stjómarmaður situr í stjórn við-
komandi fyrirtækis eða félags sem
fuUtrúi sveitarfélagsins, þ.e. hefur
verið kjörinn tU þess af sveitar-
stjominni eða situr t.d. í stjóm
hlutafélags eingöngu í krafti hluta-
fjáreignar sveitarfélagsins."
Meint fíkniefnasmygl varðskipsmanna
Óskað eftir að
lögregla rann-
saki málið
FORSTJÓRI Landhelgisgæslunn-
ar og tollstjórinn í Reykjavík lögðu
í gær fram beiðni hjá lögreglu-
stjóranum í Reykjavík um að fram
fari lögreglurannsókn á sannleiks-
gildi fréttaflutnings á Skjá einum í
fyrrakvöld um meint fíkniefnamis-
ferli varðskipsmanna.
í fréttinni var vitnað í skýrslu
frá starfsmanni tollstjóra um fram-
burð starfsmanns Landhelgisgæsl-
unnar á þá leið að varðskipsmenn
neyttu fíkniefna og hefðu rætt leið-
ir til að smygla slíkum efnum inn í
landið.
Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri
Landhelgisgæslunnar, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að um leið og
hann hefði frétt af málinu í gær
hefði hann gengið á fund tollstjóra
og fengið að lesa umrædda skýrslu
sem tollstjóri hefði einnig fyrst
frétt af í gær. í framhaldi af því
hefðu þeir sameiginlega óskað eftir
því við lögreglustjórann í Reykja-
vík að fram færi lögreglurannsókn
á málinu. Hafsteinn sagði bæði
óskað eftir rannsókn á sannleiks-
gildi staðhæfinganna og því hvern-
ig skýrsla tollgæslunnar hefði
komist í hendur sjónvarpsstöðvar-
innar. Hann sagði að þeir tollstjóri
hefðu einnig tilkynnt dómsmálar-
áðherra þessar aðgerðir sínar.
Kronan styrkt-
ist heldur í gær
KRÓNAN veiktist í fyrradag
gagnvart Bandaríkjadal og varð
hann dýrari en hann hefur áður
orðið, eða 80,90 krónur. í lok dags
hafði hann veikst aftur og loka-
gildi miðvikudags var 80,35 krón-
ur.
í gær varð lítilsháttar veiking á
gengi dals gagnvart krónu frá
skráningu á miðvikudag og var
lokagengi á millibankamarkaði
80,15 í gær. Opinbert viðmiðunar-
gengi (sölugengi) var 80,69 krón-
ur á miðvikudag en 80,65 krónur í
gær.
I gær birti Morgunblaðið frétt
um þróun krónu gagnvart Banda-
ríkjadal á miðvikudag og ræddi
við Eirík Guðnason seðlabanka-
stjóra um hana. Mistök urðu við
vinnslu fréttarinnar, sem ollu því
að seinni hluta hennar vantaði.
Beðist er velvirðingar á þessu um
leið og samtalið við Eirík er birt í
heild.
Eiríkur sagði að skýringarnar á
veikingu krónunnar gagnvart
Bandaríkjadal á miðvikudag væru
tvær. Annars vegar sú að krónan
hafi sigið í sumar, sérstaklega í
júní og júlí. Hún sé þó enn í sterk-
ari hluta bandsins, þ.e. sterkari en
miðgengi það sem sett var við
gengisfellingu árið 1993, en krón-
unni er leyft að víkja 9% frá mið-
gengi í báðar áttir.
Hins vegar sagði Eiríkur að
veikingin hefði orðið vegna þess
að Bandaríkjadalur hafi hækkað
gagnvart evru vegna þess að mikil
trú sé á bandarísku efnahagslífi.
Spurður um ástæður þess að
Bandaríkjadalur hækkaði við þá
ákvörðun Seðlabanka Bandaríkj-
anna að hækka ekki vexti sagði
Eiríkur að líklega væri skýringin
sú að markaðurinn hafi þegar
búist við því að vextir yrðu ekki
hækkaðir. Seðlabankinn banda-
ríski hafi þó sagt að meiri líkui’
væru á að vextir yrðu hækkaði
næst en að þeir yrðu lækkaðir og
það kynni að hafa átt þátt í styrk-
ingu dalsins.
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Fréttam^nn frá
Brasilíu í Olafsfirði
Ólafsfirði - Fjúrir sjúnvarps-
frúttamenn frá Brasilfu voru í ÓI-
afsfirði um helgina og mynduðu
til dæmis leik Leifturs og ÍBV á
sunnudag.
Þeir voru á ferð um landið og
eru að gera tveggja tíma heimild-
arþátt um ísland og að sjálfsögðu
kemur Ólafsfjörður við sögu, þar
sem hann er nú einu sinni orðinn
heimsfrægur í Brasilíu, þökk sé
fútboltanum.