Morgunblaðið - 25.08.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.08.2000, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Dagskrá Lista- sumars a BARNAÓPERAN Sæmi sirkus- slanga, önnur sýning, föstudaginn 25. ágúst kl. 20, 3. sýning 26. ágúst kl. 14 og 4. sýning kl. 17 sama dag. Aðgangur kr. 1.000 fyrir 12 ára og yngri og kr. 1.200 fyrir fullorðna. Hópafsláttur (10 stk) kr. 800. Miða- sala í samkomuhúsinu/leikhúsinu frá og með þriðjudeginum 22. ágúst. Hinn 25. ágúst kl. 20:30 er bók- menntavaka í Deiglunni. Ljóðadag- ski-á um Þorstein frá Hamri. Að- gangur ókeypis. Hinn 26. ágúst kl. 20:30 í Safnað- arheimili Akureyrarkirkju. Klass- ískir tónleikar. Bergensemble. Tone Hagerup klarínett, Jörg Beming selló, Signe Bakke píanó. Aðgangurkr. 1.000 Hinn 29. ágúst kl. 20 í Deigiunni. Fagurtónleikar. Ólöf Sigríður Vals- dóttir syngur við undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur. Aðgangur kr. 1.000. Þessir tónleikar eru jafn- framt lokatónleikar á sumrinu og verður Listasumri slitið að tónleik- unum loknum. Myndlist: Hinn 26. ágúst kl. 16 í Kompunni opnuð myndlistarsýningar Hen- Akureyn riettu Van Egten. Hinn 29. ágúst kl. 16 í Ketilhúsinu. opnuð sýningar Heimis Freys Hlöðverssonar á Aud- io-visual list. Ketilhúsið, efri hæð. „Tímans rás.“ Rúrí sýnir verk unnin út frá gömlum ljósmyndum og rennandi vatni. Sýningin stendur til 27. ágúst. Opið daglega frá kl. 14-18. Lokað mánudaga. Aðgangur er ókeypis. Ketilhúsið, neðri hæð. List- og handverkssýningin „Val Höddu“. Samsýning 8 list- og handverks- kvenna. Sýningin stendur til 27. ágúst. Opið daglega frá kl. 14-18. Lokað mánudaga. Aðgangur er ókeypis. Deiglan. Myndlistarsýning Elvu Jónsdóttur. Sýningin stendur til 27. ágúst. Opið daglega frá kl. 14-18. Lokað mánudaga. Aðgangur er ókeypis. Audio visual art gallery Listasum- ars, Deiglan, neðri hæð. 2 Video- verk eftir John Hopkins. „Book of one thousand Buddhas“ og „John Hopkins neoscenes: a selection of video works - 1989-99.“ Sýningin stendur til 27. ágúst. Opið daglega frá kl. 14-18. Lokað mánudaga. Að- gangur er ókeypis. Olafur þremur ÓLAFUR Sveinsson myndlistar- maður hefur í sumar sýnt olíu- og akrýl-málverk í Ráðhúsinu á Dal- vík en sýningunni lýkur um næstu mánaðamót. Sýningin er opin á af- greiðslutíma ráðhússins. Ennfremur hengai uiafur verk sín upp í kaffistofu Húsasmiðj- unnar við Lónsbakka nýverið en sýnir á stöðum þar sýnir hann átján verk, vatns- liti, tréristur og akiýl-málverk. Þá sýnir Ólafur eitt olíumálverk og þrjár vax-olíumyndir á pappír í Línukaffi, útikaffihúsi í göngugöt- unni í Hafnarstræti á Akureyri. Myndirnar eru þó innandyra. Þessum sýningum lýkur einnig í ágústlok. Námskeið í verkefnastjóriiun með Microsoft Project Námskeiðið verður dagana 21. og 22. sept. nk. á Akureyri Markmið námskeiðs: Þátttakendur læra að þekkja og meðhöndla lykilatriði í verk- efhastjómun og vinna með þau í Microsoft Project. Efni ásamt almennum grunnatriðum sem farið er í: «■ Verkefnastjómun «■ Vinnuferlið »• CMP-aðferðin PERT-aðferðin «■ Bundna leiðin «■ Jöfnun álags á starfsmenn «■ Kostnaður við styttingu verkþátta «- Framvindustýring «■ Endurskoðun áætlunar «■ Skýrslugerð og miðlun upplýsinga Kennsluefni: Byggt er á bókinni „Verkefhastjómun — Stjómun tíma, kostnaðar og gæða”. Bókin og CD-diskur með Microsoft Project hugbú- naðinum til reynslu í 60 daga fylgja með námskeiðinu. Kennari: Eðvald Möller rekstrarverkfræðingur Innritun og allar nánari upplýsingar: Tölvufræðslan — Furuvöllum 13 c 600 Akureyri nám sem nítist Símar 462 7899 °g 896 5383 — Póstfang: helgi@nnett.is Menningarnótt verður haldin á Akureyri um helgina Morgunblaðið/Rúnar Þór Vonast er eftir Qölda fólks í miðbæinn á laugardaginn, en myndin er tekin á menningarnótt á síðasta ári. Skorað á fólk að fjölmenna í bæinn MENNINGARNÓTT á Akureyri verður haldin næstkomandi laugar- dag í miðbæ Akureyrar. Það eru Miðbæjarsamtökin á Akureyri sem standa fyrir menningamótt og njóta við það stuðnings ýmissa fyrirtækja og stofnana. Sigurður Hróarsson, talsmaður menningarnætur á Akur- eyri, sagði að meginskemmtiatriðið á menningamótt væri að fólk fjöl- mennti í bæinn og skapaði skemmti- lega stemmningu innan um menn- ingarviðburði af ýmsum toga. Talsmenn menningarnætur segja að markmiðið með menningamótt sé að efla mannlíf í miðbænum, bjóða upp á list og menningu og einnig að kynna alla þá þjónustu og verslun sem boðið er upp á í niiubær.lim. Tónlist, ádrepa, skák og draugar Meginhluti dagskrárinnar verður á milli kl. 20 og 24, en ýmiss konar menningardagskrá hefst fyrr um daginn og einnig munu aðrir dag- skrárliðir teygja sig inn í nóttina. Dagskráin er hins vegar á þá leið að Norðuróp sýnir bamaóperana Sæma sirkusslöngu kl. 14 og 17 í Samkomuhúsinu. Skákmót verður síðan í Landsbankanum og hefst það kl. 20. Á sama tíma verður hlaupa- hjólakeppni í miðbænum, en skrán- ing fer fram í versluninni Style fyrr um daginn. I Amtsbókasaftiinu flytur Aðal- steinn Bergdal ádrepuna „Er eitt- hvað vit í því“ og hefst hún kl. 20:30. Um kvöldið leikur Nafnlausi hópur; inn ljúfa tónlist í göngugötunni. í Listasafninu á Akureyri dansar As- ako Ichiashi við undirleik Hannesar Guðrúnarsonar gítarleikara. Ball- ettinn hefst kl. 21:30. í miðbænum kl. 22 verður tísku- sýning frá verslununum Centro og ísabellu. Einnig verður gerð atlaga að heimsmeti með því að mynda lengsta hlaupahjólaorm í heimi. Auk þess verður óvænt uppákoma í göngugötunni frá Norðurópi. Þeir sem ekki hræðast drauga geta hins vegar farið á reimleikasýningu í Minjasafninu kl. 22:30. Fjölbreytt dagskrá Ótímasettir dagskrárliðir eru einnig fjölmargir. Nefna má að eld- gleypar leika lausum hala í miðbæn- um, boðið verður upp á djass á Bláu könnunni og Kaffi Tröð, auk þess sem Jazztríó Akureyrar spilar á Græna hattinum. Auður Haralds rit- höfundur flytur gamanmál i Bókvali og harmonikkuleikur verður við Gistiheimili Ákureyrar og Skrautlu. Listasafnið verður opið til 22 og þar er síðasta sýningarhelgi á Dyggðunum sjö. Punturinn verður opinn og starfsemin kynnt. I List- fléttunni verður Jenný Valdimar- sdóttir leirlistakona að störfum. Einnig verða vinnustofur opnar í Gil- inu. Hljómsveitin PKK spilar í Lands- símahúsinu og Nýjabíó verður með miðnætursýningar á kvikmyndinni Coyote Ugly. Einnig bjóða veitinga- húsin upp á kræsingar með menn- ingarlegu ívafi og sérstök fjölskyldu- tilboð verða á boðstólum. Auk þess verða skemmtistaðirnir opnir fram á nótt líkt og venjulega. Aðstandendur menningamætiu- voru þess fullvissir í samtali við Mórguiibmuið í gær að roenningar- nótt á Akureyri yrði til frambúðar. Sigurður Hróarsson sagði að vissu- lega hefði fyrirvarinn verið stuttur í ár, en menn kæmu að þessu með krafti og hann vonaðist eftir góðri aðsókn. „Ef við ætlum að fá hlutfalls- legi fleiri gesti en Reykvíkingar fengu um síðustu helgi, þá verða að koma meira en fimm þúsund manns í miðbæinn á laugardaginn. Ég vil hér með skora á Akureyringa að fjöl- menna í miðbæinn, rölta um og njóta menningar í bland við verslun og þjónustu,“ sagði Sigurður. Listasumar 2000 Ljóðadagskrá um Þorstein frá Hamri Pétur Krístjánssori og gargið skemmta föstudags- og laugardagskvöld ÞORSTEINN frá Hamri sækir Ak- ureyringa heim og les eigin Ijóð á síðastu bókmenntavöku listasumars 2000 sem verður í Deiglunni, Kaup- vangsstræti 23 í kvöld, föstudags- kvöldið 25. ágúst en það hefst kl. 20.30. Aðrir flytjendur á þessari bók- menntavöku em Guðbrandur Sig- laugsson, Jón Laxdal og Sigurður Jónsson. Aðgangur er ókeypis og era allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Síðustu dagar útsölu - enn meiri verðlækkun Opið virka daga 8:00-18:00 og laugardaga frá kl. 10:00-16:00 - Næg bílastæði - ELLINGSEN Grandagarði 2 | Reykjavík | sími 580 8500 | fax 580 8501 | ellingsen@ellingsen.is II II
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.