Morgunblaðið - 25.08.2000, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000
URVERINU
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Meira flutt af varanlegum aflaheimildum á fískveiðiárinu
31 þúsund tonn af
þorski flutt á milli skipa
FLUTNINGUR á aflahlutdeildum
aflamarksskipa í þorski á fiskveiði-
árinu sem senn rennur sitt skeið á
enda jókst lítillega frá fiskveiðiár-
inu 1998/99. Alls voru flutt 15,1%
aflahlutdeilda í þorski á milli flski-
skipa á fískveiðiárinu, borið saman
við 12,7% á síðasta fískveiðiári.
Miðað við úthlutað aflamark má
ætla að alls hafí um 31.513 tonna
kvóti verið færður á milli skipa á
fiskveiðiárinu, borið saman við um
26.749 tonn á síðasta fiskveiðiári.
Þess ber að geta að þetta eru veltu-
tölur, sem þýðir að séu sömu afla-
hlutdeildirnar fluttar á milli skipa
oftar en einu sinni á fiskveiðiárinu
eru þær taldar í hvert sinn sem þær
eru fluttar. Flutningar á þorskafla-
hlutdeild urðu mestir á fiskveiðiár-
inu 1997/98, eða 31,3%, áður en ný
lög um Kvótaþing og 50% árlega
veiðiskyldu ári tóku gildi.
Flutningur aflahlutdeilda í öðr-
um tegundum en þorski hefur lítið
breyst frá fiskveiðiárinu 1998/99.
Þannig voru flutt um 13,9% afla-
hlutdeildar í ýsu, borið saman við
12,2% á síðasta fiskveiðiári, og
12,6% aflahlutdeildar í ufsa, en var
11,5% árið áður. Hins vegar var
flutningur af aflahlutdeild í karfa
töluvert meiri á yfirstandandi fisk-
veiðiári en árið á undan, var 10,8%
nú en aðeins 4,4% fiskveiðiárið
1998/99. Þá jókst flutningur á afla-
hlutdeild í steinbít úr 13,5% í 19,6%
og í grálúðu úr 3,5% í 11,2%. Eins
hefur flutningur á kolategundum,
s.s. skarkola, langlúru og sandkola,
aukist töluvert á milli fiskveiðiára.
Verið að hagræða
Að sögn Brynjars ívarssonar,
hjá kvótamarkaði Báta og búnaðar
ehf., er erfitt að henda reiður á því
hvers vegna tilfærslur í karfa, grá-
lúðu og steinbít hafa aukist á miili
fiskveiðiára. Fyrst og fremst séu
útgerðir að hagræða í kvótastöðu
sinni. „Eins gæti verið að karfa-
veiði hafi verið meiri en menn
gerðu ráð fyrir og þeir því þurft að
kaupa sér meiri heimildir. Eins
hefur kolakvóti verið skertur það
mikið að það tekur því varla fyrir
marga að hefja veiðar á þessum
tegundum sérstaklega. Þær sam-
einast því á færri aðila,“ segir
Brynjar.
Þá voru alls 6,5% af þorskafla-
hlutdeild krókabáta flutt á milli
báta á fiskveiðiárinu, 1,6% í ýsu,
1,2% í ufsa og 5,1% í steinbít.
Viðskipti með aflamark á Kvóta-
þingi Islands hafa aukist nokkuð
síðustu daga. Þannig hafa verið
seld um 760 tonn af þorski í þessari
viku, borið saman við tæpt 381 tonn
í allri vikunni þar á undan. Við-
skiptaverð á þorski á Kvótaþingi í
gær var 99,97 krónur.
Samtals flutningur aflahlutdeilda
milli skipa á fiskveiðiárunum 1991-00
Allartölurlprósentum
'91/92 '92/93 '93/94 '94/95 '95/96 '96/97 '97/98 '98/99 '99/00
Þorskur 10,6 13,0 6,7 18,1 18,7 11,8 31,3 12,7 15,1
Ýsa 11,0 16,6 7,2 18,3 18,1 11,2 27,9 12,2 13,9
Ufsi 10,3 14,2 9,2 12,8 17,9 10,0 28,8 11,5 12,6
Karfi 8,3 12,6 9,7 8,1 16,0 5,9 30,6 4,4 10,8
Steinbítur _ - - - - 18,4 43,0 13,5 19,6
Grálúða 3,1 10,3 4,2 9,9 15,4 8,1 34,7 3,5 11,2
Skarkoli 10,7 18,1 10,3 17,1 11,6 11,5 24,8 14,0 21,4
Langlúra - - - - - 3,8 9,9 19,8 15,8
Sandkoli - - - - - - 2,9 7.3 21,1
Skrápflúra - - - - - - 23,7 13,5 9,6
Síld 12,0 16,6 12,0 25,0 43,2 16,7 28,8 17,7 17,6
Loðna 2,9 6,7 9,4 2,7 11,2 3,8 21,0 18,0 6,4
Humar 22,1 14,1 7,5 30,7 17,2 20,9 19,2 12,1 12,4
Úthafsrækja 14,7 15,2 13,3 22,6 24,9 20,2 44,4 28,1 27,0
Hér er um að ræða veltutölur. Það þýðir að séu sömu aflahlutdeildimar fluttar
milli skipa oftar en einu sinni á fiskveiðiárinu eru þær taldar i hvert sinn sem
þær eru fluttar. Krókabátar eru ekki meðtaldir.
Stofn-
fundur
LÍF
LAUGARDAGINN 26. ágúst
n.k. verður haldinn form-
legur stofnfundur LIF,
Landssambands íslenskra
fiskiskipaeigenda. Fundur-
inn verður haldinn á veit-
ingastaðnum Kænunni við
bátahöfnina í Hafnarfírði og
hefst hann kl. 15:30. Kosin
verður stjórn á fundinum
auk þess sem stefna í helstu
baráttumálum félagsins
verður mótuð. Þá verður á
fundinum kynnt uppkast að
lögum og samþykktum fé-
lagsins.
Morgunblaðið/Gunnar
Flosi Jakobsson, Jón Pétursson skipstjóri og Finnbogi Jakobsson framan við hið nýja skip.
Nýtt skip í flota Bolvíkinga
Bolungarvík - Nýtt línuveiðiskip,
Þorlákur ÍS 15, kom til heima-
hafnar í Bolungarvík um sl. helgi.
Skipið er smíðað í Pólandi en eig-
andi þess er útgerðafyrirtækið
Dýri hf., sem er í eigu bræðranna
Finnboga og Flosa Jakobssona.
Þorlákur ÍS er fyrsta nýsmíð-
aða skipið sem kemur til Bolung-
arvíkur síðan 1984. Samið var um
smfði skipsins ( desember sl. og
var það formlega afhent eigend-
um þess 9. ágúst.
Skipið, sem er 150 lestir að
stærð, er búið til línuveiða með
norskri beitningavél af gerðinni
BSG, sem er til muna einfaldari
að allri gerð en þær beitningavél-
ar sem algengast er að hafi verið
notað hingað til.
Skipið er mjög vandað að allri
gerð og vel búið tækjum og vist-
arverur áhafnarinnar vandaðar.
Skipstjóri á Þorláki ÍS er Jón
Pétursson og afleysingar-
skipstjóri Egill Jónsson. Vélstjóri
er Baldvin Sigurðsson. Sjö manna
áhöfn verður á skipinu, sem held-
ur væntanlega til veiða um næstu
helgi.
Utgerðafyrirtækið Dýri hefur
verið í eigu þeirra bræðra Finn-
boga og Flosa frá árinu 1991 þeg-
ar þeir keyptu það ásamt vélskip-
inu Haferninum. Haförninn var
gerður út af félaginu fram til árs-
ins 1994, þegar hann var seldur
og félagið keypti Guðnýu ÍS, sem
seld var til Hornafjarðar í aprfl sl.
Fullveldisviðræður Færeyinga við Dani
SÞ spurðar
um þátttöku
þriðja aðila
Þórshöfn. Morgunblaðið.
SKRIFSTOFA lögmanns Færeyja
hefur skrifað aðalstöðvum Samein-
uðu þjóðanna í New York og beðið
um að fá útskýrt hvaða reglur gildi
um þátttöku þriðja aðila í samning-
um milli tveggja þjóða. Fyrirspumin
mun vera send að beiðni Hogna
Hoydal, ráðherra sjálfstæðismála í
landsstjórninni.
í bréfinu er bent á að fulltrúar
Færeyinga og Dana hafi nú átt þrjá
fundi til að ræða fullveldissamninga
en þótt landsstjórnin hafi undirbúið
sig vel og viðunandi meirihluti sé
fyrir fullveldishugmyndum lands-
stjórnarinnar hafi danska stjómin
ekki sýnt raunverulegan vilja til að
semja.
Stjómarandstaðan í Færeyjum,
Sambandsflokkurinn og Jafnaðar-
mannaflokkurinn, hafa mótmælt því
harðlega að beiðnin skyldi borin
fram en Hoydal segist vilja leggja
áherslu á að beiðnin til SÞ sé ekki
pólitísks eðlis.
„Við vitum að ekki er raunhæft að
við fáum SÞ til að taka þátt í viðræð-
unum við Dani þar sem um er að
ræða innanríkismál þjóðanna beggja
og danska stjórnin hefur sagt að hún
vilji ekki milligöngu þriðja aðila. En
við viljum vita hvaða alþjóðalegar
reglur gildi þegar þriðji aðili tekur
þátt í viðræðum tveggja þjóða og
þess vegna hafa embættismenn
snúið sér til SÞ,“ sagði Hoydal.
Hann benti enn fremúr á að á síð-
asta fundinum með Dönum í Kaup-
mannahöfn hefðu fulltrúar Færey-
inga skýrt frá því að reglur um aðild
þriðja aðila yrði kannaðar. „Við
sögðum einnig skýrt að við vildum
gjaman að þriðji aðili væri viðstadd-
ur fundina. Þetta gerðum við þegar
við reyndum að koma af stað samn-
ingum um efnahagslegan aðlögunar-
tíma en þá vildi danska stjórnin ekki
hvika frá þeirri ákvörðun að aðlög-
unartíminn gæti í mesta lagi orðið
fjögur ár. Þeir vilja ekki ræða aðra
tölu, líklega ekki heldur eitt ár og
allt situr nú fast,“ sagði ráðherrann.
Bréfið til SÞ er dagsett 27. júlí og
þingmenn stjómarandstöðunnar
gagnrýna mjög að utanríkismála-
nefnd Lögþingsins skuli ekki hafa
verið höfð með í ráðum og enginn af
stjómmálaleiðtogunum á þingi hefur
verið upplýstur um bréfið. Edmund
Joensen, leiðtogi Sambandsflokks-
ins, segir að umrætt bréf sé eins og
sprengja í væntanlegum umræðum
á þingi um samband Færeyja við
Danmörku. Joannes Eidesgaard,
formaður jafnaðarmanna, segir enn-
fremur að með bréfinu séu afar
óheppileg skilaboð send umheimin-
um. Báðir munu þeir ætla að taka
málið upp í utanríkismálanefndinni.
Poul Nymp Rasmussen, forsætis-
ráðherra Danmerkur, hefur tjáð sig
um bréf færeysku embættismann-
anna og segir að danska stjómin sjái
sem fyrr enga ástæðu til að þriðji að-
ili verði þátttakandi í samningum
Dana og Færeyinga um fullveldi
hinna síðarefndu.
Næsti fundur í Færeyjum?
Alls hafa samningafundirnir verið
þrír og segir Hoydal að verið sé að
ræða hvenær næst eigi að hittast.
Fullvíst þykir samt að þeir verði
ekki fyrr en að lokinni þjóðar-
atkvæðagreiðslu í Danmörku 28.
september um aðild að myntsam-
starfi Evrópusambandsins. Hoydal
vill að næsti fundur verði í Færeyj-
um, því hafi Danir heitið á síðasta
fundi. Nyrup Rasmussen hefur lagt
til að dómsmálaráðherra Dana,
Frank Jensen, fari til Færeyja og
þar verði útkljáðar deilumar um
færeyskan ríkisborgararétt, sem er
eitt af ágreiningsefnunum. Hefur
Hoydal sagt að ef hugmyndin tefji
ekki íyrir eiginlegum samningavið-
ræðum um fullveldi séu Færeyingar
reiðubúnir að eiga sérstaka fundi um
þrengri svið viðræðnanna.
Nýtt félag um norska olíuhagsmuni
Yrði fjórða stærsta
olíufyrirtæki heims
RÁÐUNEYTI olíumála í Noregi
hyggst leggja til að stofnað verði
nýtt eignai'haldsfyrirtæki utan um
eignarhlut ríkisins í Statoil þegar
það verði einkavætt að hluta og nýja
fyrirtækið annist jafnframt eignir
ríkisins 1 olíu- og gaslindunum. Það
yrði fjórða stærsta olíufyrirtæki
heims, að sögn Bergens Tidende. 01-
av Akselsen, olíu- og orkumálaráð-
herra, vildi að sögn AFP-fréttastof-
unnar ekki tjá sig um þessi áform
þar sem ekki hefði verið tekin loka-
ákvörðun. Málið verður rætt á
landsfundi Verkamannaflokks Stolt-
enbergs í nóvember.
Jens Stoltenberg forsætisráð-
herra skýrði frá því í sjónvarps-
viðtali á þriðjudag að þriðjungur af
hlutafé ríkisins í Statoil yrði seldur
en ekki kom fram í máli hans hve-
nær það yrði. Gert er ráð fyrir að um
56 milljarðar norskra króna, um 450
milljarðar íslenskra króna, fáist fyr-
ir hlutabréfin en Statoil er nú að öllu
leyti í ríkiseigu. Stoltenberg benti á
að eftir sem áður myndi ríkið eiga
ráðandi meirihluta í fyrirtækinu og
jafnframt að að það myndi hafa á
sinni hendi full yfirrráð allra olíu -og
gaslindanna í norskri lögsögu.
Heimildarmenn segja þó að einnig
sé rætt um að einkavæða að hluta
ríkiseignina í olíu- og gaslindunum.
Auk Statoil á norska ríkið 44% í
Norsk Hydro sem einnig stundar ol-
íuvinnslu. Hefur síðustu mánuði ver-
ið rætt um að til greina kæmi að sú
eign yrði einnig hluti af væntanlegu
risafyrirtæki í olíuiðnaðinum auk
Statoil og olíu- og gaslindanna.
Forstjóri Statoil, Olav Fjell, lýsti í
gær ánægju sinni með áformin en
stjóm fyrirtækisins lagði þegar í
ágúst í fyrra til einkavæðingu að
hluta. Fjell hefur áður lagt áherslu á
að fengnir verði öflugir samstarfs-
aðilar á sviði olíuframleiðslu til að
kaupa hlut í Statoil en einnig að aðr-
ir fjárfestar á almennum fjármála-
mörkuðum geti átt hlut í fyrirtæk-
inu þegar það verði einkavætt að
hluta og farið að stunda viðskipti
með hlutafé í Statoil á almennum
verðbréfamörkuðum. Hann segir að
öllum möguleikum sé haldið opnum.
„Þetta er hlutfalhð sem við höfum
verið að ræða síðasta hálfa árið og er
mjög áhugavert," sagði hann. Fjell
hefur sagt i samtali við Dagens
Næringsliv að ljóst sé að eigandinn,
ríkið, ákveði hvemig staðið verði að
sölunni en jafnframt að í höfuðstöðv-
um Statoil velti menn fyrir sér ýms-
um möguleikum, m.a. samstarfi við
íyrirtæki utan Evrópu.
■