Morgunblaðið - 25.08.2000, Síða 24

Morgunblaðið - 25.08.2000, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fyrstu net- bankaræn- ingjarnir handteknir London. AFP. TALSMENN Egg, fyrsta breska [ netbankans, viðurkenndu í gær að bankinn hefði verið fórnarlamb | tölvuþrjóta sem höfðu á brott með sér nokkur þúsund pund í net- bankaráni fyrr á árinu. Játning Egg kom á sama tíma og lögregla greindi frá því að þrír menn, sem grunaðir eru um net- bankaránið og fleiri tölvuglæpi, hefðu verið handteknir í kjölfar sex mánaða rannsóknar. Spillir trausti Netbankaránið þykir enn frekar draga úr trú almennings í Bret- landi á öryggi netbanka, þó tals- maður Egg segði tölvuþrjótana ekki hafa náð að hafa á brott með sér nema lága fjárhæð og að sú upphæð hefði ekki verið tekin af reikningi einhvers viðskiptavinar bankans. Áður hafði Prudential, móðurfyrirtæki Egg, sent frá sér , yfirlýsingu þar sem staðfest var að tölvuþrjótar hefðu komist inn í | bankann, en að þeir hefðu ekki 1 stolið neinu fé. í viðtali við eina af útvai-ps- stöðvum BBC sagði Gary Clifton- Marshall, rekstrarstjóri Egg, að reynt hefði verið að stofna falska reikninga og þeir notaðir til að fá aðgang að fé bankans. „Sem betur fer erum við með öflugt kerfi sem hindrar að slíkt eigi sér stað,“ sagði Clifton-Marshall. Að sögn Prudential gerði þróað fjársvika- | varnarkerfi netbankans Egg kleift að veita lögreglu ítarlegar upplýs- ingar er síðar leiddu til handtöku hinna grunuðu. Aðrir neita í kjölfar netbankaránsins hafa aðrir breskir bankar sent frá sér yfirlýsingar þar sem þeir neita að tölvuþrjótar hafi reynt að komast inn í kerfi þeirra. Lögregla er hins vegar ekki á sama máli og sagði í 1 gær að rannsóknir bentu til þess að aðrir netbankar kynnu að hafa verið rændir á sama hátt. Tölvusérfræðingar eru þá á þeirri skoðun að það sé einungis tímaspursmál hvenær netbankar verði rændir í stórum stíl. Barry Collins, ritstjóri tölvutímaritsins PC Pro, sagði netbanka vera hinn nýja vettvang tölvuþrjóta. „Séu kerfin ekki fullkomlega örugg þá er alltaf hætta á að glæpamenn I ræni netbanka," sagði Collins. Ættingjar sjóliðanna sem drukknuðu um borð í Kúrsk sigldu á slysstað í gær Ásökunum fjölgar enn Moskvu, Oslií. Reuters, AP. AÐSTANDENDUR sjóliðanna 118 sem fórust með kjamorkukafbátnum Kúrsk vörpuðu í gær blómsveigum á hafið yfir staðnum þar sem kafbátur- inn sökk fyrir 12 dögum. Ættingjar hinna drukknuðu höfðu sniðgengið opinberar sorgarathafnir í fyrradag, þegar þjóðarsorg var lýst yfir í Rússlandi til að heiðra minn- ingu skipverja Kúrsk. Á miðviku- dagskvöld lýsti Vladimír Pútín, for- seti landsins, því yfir í sjónvarpi að hann fyndi til sektar og ábyrgðar á örlögum sjóliðanna. Einn blómsveig- anna, sem varpað var i Barentshaf í gær, var frá Pútín, en að beiðni ætt- ingjanna fór hann sjálfur ekki á vett- vang. Yfirlýsing Pútíns í sjónvarpinu í fyrrakvöld var fyrstu opinberu um- mæli hans um Kúrsk-málið eftir að endanlega var kveðið upp úr með það á mánudag, að enginn hefði lifað slys- ið af. Auk þess að lýsa hryggð sinni og samúð notaði hann þó tækifærið til að svara fullum hálsi gagnrýni sem hann hefur sætt vegna meints fálætis og rangra viðbragða við slys- inu, og brá hlífisskildi yfir herinn. Svo virðist sem almenn reiði rúss- nesks almennings í garð forystu- manna ríkisins vegna meintra mis- taka þeirra í kjölfar slyssins bitni lítið á vinsældum Pútíns forseta. í niðurstöðum skoðanakönnunar, sem birtar voru í Moskvu í gær en gerð var um síðustu helgi, nýtur Pútín trausts um 65% þjóðarinnar. Þetta hlutfall er einu prósentustigi lægra en það var í síðustu könnun, eftir því sem dagblaðið Segodnya hafði eftir Júrí Levada, forstjóra stofnunarinn- ar sem gerði könnunina. Rannsakað sem sakamál Á skrifstofu ríkissaksóknara Rússlands var staðfest í gær, að haf- in hefði verið lögreglurannsókn á slysinu. Ásökunum í tengslum við málið heldur áfram að fjölga. Yfirmaður í norska hemum, sem stýrði norska kafarateyminu sem tókst að opna neyðariúgu Kúrsk og komast inn í bátinn sl. mánudag, sagði í gær að minnstu hefði munað að hann aflýsti aðgerðinni vegna þess að Rússar hefðu ítrekað gefið honum rangar upplýsingar. Þessi ranga upplýs- ingagjöf gat að hans mati stefnt ör- yggi kafaranna í hættu. Um leið og Rússar þáðu formlega tilboð Norð- manna og Breta um aðstoð við björg- unaraðgerðir þustu sérþjálfaðir kaf- arar með háþróaðan búnað á Syrgjandi móðir sprautuð niður MYNDRÖÐIN, sem tekin er úr myndskeiði sjónvarps- upptöku, sýnir hvemig móðir eins sjóliðanna sem fór- ust með Kúrsk er sprautuð niður og borin burt af ör- yggisvörðum eftir að hún í geðshræringu fór að hrópa vettvang í Barentshafi í því skyni að freista þess að bjarga skipveijum Kúrsk úr prísundinni neðansjávar. Þegar á hólminn kom, viku eftir að báturinn sökk, varð hlutskipti þeirra ekki annað en að staðfesta að allir um borð í Kúrsk væru löngu drukknaðir. John Espen Lien, ofursti í norska hemum og talsmaður yfirstjómar norska heraflans, sagði vandamálin ekki hafa verið í samskiptum við æðstu yfirmenn rússneska Norður- flotans, heldur við lægra setta yfir- menn, sem áttu að sinna verkstjórn á vettvangi björgunarstarfsins. Vora þessir lægra settu menn mjög óvissir um hve miklar upplýsingar þeir mættu láta hermönnum frá NATO- ókvæðisorð að fulltrúum stjórnvalda á fundi sem hald- inn var sl. föstudag með nokkrum aðstandcndum skip- veija í bænum Vídajevo nyrst á Kólaskaga, heimahöfn Kúrsk. ríkjunum Noregi og Bretlandi í té. Enn er óljóst hvað olli sprenging- unni í Kúrsk, sem olli því að hann sökk skyndilega án þess að áhöfnin gæti sér nokkra björg veitt. Hátt- settir talsmenn rússneskra yfirvalda halda því fram, að líklegast hafi Kúrsk lent í árekstri við erlendan kafbát og það hafi komið af stað sprengingunni sem grandaði honum. Engar sönnur hafa verið færðar á þessa tilgátu. Aðrir segja að líklega hafi orðið bilun í afhleypibúnaði tundurskeytis og sprenging orðið í tundurskeytageymslunni. Enn sem komið er hafa engar vís- bendingar komið fram um að geisla- vh-k efni leki úr Kúrsk, þrátt fyrir að margir hafi áhyggjur af þeirri stað- reynd að í bátnum em tveir kjama- ofnar. Báturinn liggur á 108 metra dýpi á mikilvægri fiskislóð. Áhyggjur af geislavirkni Nú þegar björgunartilraunum við Kúrsk hefur verið hætt vara sér- fræðingar í skipabjörgun við því að það muni örugglega taka nærri því heilt ár að undirbúa það með viðhlít- andi hætti að lyfta flaki Kúrsk aftur upp á yfirborð. Áður en nokkur til- raun verði gerð til að hreyfa við flak- inu verði að gera ýtarlega könnun á ástandi bátsskrokksins, einkum og sér í lagi með tilliti til hættunnar á geislavirknileka. 160 leiðtojyar á 2000-fund SÞ Tímamörk brýnd fyrir ræðumönnum Átta bítast um ítölsk UMTS-leyfi Rdm. AFP. ÁTTA fyrirtæki og samsteypur hyggjast taka þátt í uppboði ít- alska ríkisins á rekstrarleyfum í hinu væntanlega UMTS-far- símakerfi, eftir því sem tals- menn Ítalíustjómar greindu frá. Frestur til að tilkynna þátt- töku rann út á hádegi í gær að staðartíma. Reiknað er með að uppboðið sjálft hefjist þó ekki fyrr en í byrjun október og end- anlega Jjóst hverjir beri sigur úr býtum í kapphlaupinu um rekstrarleyfin liggi ekki fyrir fyrr en í lok ársins. Lágmarksbyrjunarboð verð- ur 4000 milljarðar líra, andvirði 148 milljarða króna. Fimm rekstrarleyfi verða veitt, og búast sérfræðingar við því að hvert þeirra verði selt fyrir sem svarar á bilinu 250-320 millj- arða króna. Þannig muni ítalski ríkissjóðurinn fá sem svarar á bilinu 1200-1600 milljarða króna í kassann fyrir leyfin. AÐALSKRIFSTOF A Sameinuðu þjóðanna í New York hefur brýnt það fyrir væntanlegum ræðumönn- um á árþúsundamóta-leiðtogafundi SÞ (Millcnnium Summit), sem boð- aður hefur verið í byrjun septem- ber, að hafa ávörp sín stutt. Á þriðjudag, í kjölfar þess að Hugo Chavez, forseti Venesúela, tilkynnti að hann hygðist halda 30 mínútna ræðu, varaði talsmaður SÞ við því, að fundurinn gæti dregizt óhóflega á langinn - gæti orðið allt að þriggja vikna langur - ef menn virtu ekki tilmæli um hámarks- ræðutíma. Chavez hafði sagt í við- tali við dagblaðið E1 Nacional, að það jafnaðist á við pyndingar ef hann ætti að gera sér að góðu að tala ekki lengur en í fímm mínútur. Sagðist Chavez vilja tala fyrir „heimi jafnaðar og sanngirni" og til þess þurfí hann hálftima. Gert er ráð fyrir að 160 þjóða- og ríkisstjórnaleiðtogar stígi í pontu á fundinum, sem hefst hinn 6. sept- ember og til stendur að ljúki tveim- ur dögum síðar. Gangi áætlanir eft- ir verður þetta stærsti leiðtogafundur allra tíma. „Þegar leiðtogarnir verða komn- ir hér saman getum við ekki annað en gefið út vinsamleg tilmæli svo að við neyðumst ekki til að vera hérna í þrjár vikur í stað þriggja daga,“ hefur AFP eftir Fred Eckhard, talsmanni SÞ. Að sögn Kofi Annan, fram- kvæmdastjóra SÞ, er mjög mikil- væg^ að árþúsundamótafundurinn veiti aðildarþjóðum samtakanna tækifæri til að treysta heitin á grundvallargildi stofnsáttmála SÞ og til að gefa alþjóðlegu samstarfi nýjan kraft. Fyrir íslands hönd mun Davíð Oddsson forsætisráðherra flytja ávarp á fundinum. Með honum í ís- lenzku sendinefndinni verða Ólafur Davíðsson, ráðuneytissfjóri for- sætisráðuneytisins, og Albert Jóns- son, ráðgjafi forsætisráðherra. Barak biðlar til Likud um þjóðstjórn Shas boðar eigin byltingu Jcrúsalcm. AFP. EHUD Barak, forsætisráðhema Israels, hvatti í gær hægrimenn í stjórnarandstöðunni til að ganga til liðs við n'kisstjórn sína og styðja áætlanir um samfélagsumbætur. Hafa fulltrúar sefardím-gyðinga, sem era gyðingar af miðausturlensk- um og n-aftískum uppruna, hótað að hefja sína eigin byltingu ílandinu. Barak sagði í útvarpsviðtali í gær að mögulegt væri fyrir Likud-flokk- inn, sem er í stjórnarandstöðu, að ganga til liðs við ríkisstjórnina, og mynda þjóðstjóm, ef ekki næðust samningar við Palestínumenn. Ariel Sharon, leiðtogi Likud, aftók hins vegar að þetta væri mögulégt. Stjórn Baraks . hefur verið án meirihluta á þingi síðan fjöldi flokka sagði skilið við hana í kjölfar friðar- fundar Baraks og Yassers Arafats, forseta heimastjómar Pal- estínumanna, í Bandaríkjunum fyrr í sumar. Hefur hvorki gengið né rekið í friðarumleitunum síðan, og í síð- ustu viku sneri Barak sér að innan- landsmálum og lagði til að gerð yrði „veraldleg bylting" í ísrael sem m.a. fæli í sér samþykkt stjórnarskrár. Þessar hugmyndir Baraks vöktu andmæli heittrúaðra gyðinga og | flokka þeiira, m.a. Shas-flokksins, | sem er þriðji stærsti flokkurinn á | þingi. Barak hyggst afnema ýmis B forréttindi strangtrúaðra, t.d. und- anþágu frá herþjónustu. En Barak og stuðningsmenn hans, sem margir era gyðingar af evópsk- um upprana, sk. ashkenazi-gyðing- ar, standa frammi fyrir harðri and- spyrnu frá sefardím-gyðingunum, sem eiga undir högg að sækja í kjöl- far þess að hæstiréttur staðfesti fc, fangelsisdóm yfir stofnanda Shas- flokksins, sem berst fyrir hagsmuh- I um sefardím-gyðinga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.