Morgunblaðið - 25.08.2000, Page 28

Morgunblaðið - 25.08.2000, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ ____________________LISTIR Vængur fugls er framhald sinna greina BÆKUR LjóAaupplestur á geisladiski ÆTTJARÐARLJÓÐ Á ATÓMÖLD,BORGIN HLÓ (VALIN LJÓÐ), HOLMGÖNGULJÓÐ OG JÖRÐ ÚRÆGI eftir Matthías Johannessen, Vaka - Helgafell, 2000. HVERNIG njóta menn Ijóða? Ætli flestir ljóðaunnendur setjist ekki nið- ur með bók við hönd og lesi og íhugi ljóð. Nútímaljóðið er oft grýtt og erf- itt yfirferðar og leiðir ekki alltaf vel markaðar svo betra er að gefa sér tíma til yfirlegu og vangaveltna. En ljóð eru líka hljómar. Þau verða ekki að fullu skynjuð fyrr en þau eru lesin upphátt. Þá er heldur ekki verra að heyra ljóðið lesið með rödd höfundar- ins enda eru mörg skáld hæfir flytj- endur og fáir eru betri túlkendur Ijóða en skáldin sjálf. Vegna eðlis nú- tímaljóðsins nægir okkur ekki að heyra það lesið einu sinni heldur þurf- um við að hafa aðgang að upplestrin- um aftur og aftur. Nútímatækni býð- ur upp á þennan kost og nú er farið að gefa út ljóðaupplestur á geisladisk- um. Matthías Johannessen er eitt þeirra skálda sem ríðui- á vaðið í slíkri útgáfu. Geisladiskarnir eru raunar tveir í einu hulstri sem nefnist Ætt- jarðarljóð á atómöld. Hefur það að geyma ljóð úr nýjustu ljóðabók skáldsins sem ber sama nafn auk Ijóða úr eldri bókum þess. Það eru bækumar Jörð úr ægi, Hólmgöngu- ljóð og valin Ijóð úr Borgin hló. Matt- hías hefur oft lesið ljóð sín upp í út- varpi og sjónvarpi. Rödd hans er þjálfuð og lesháttur hans íhugull og seiðandi, jafnvel dáh'tið upphafinn án þess þó að vera tilgerðarlegur. Það vekur raunar athygli mína hversu lát- laus upplesturinn er. Ef eitthvað er sakna ég einna helst þagna og betri skila milli ljóðanna. En fáir hlusta á heilu Ijóðabækumar lesnar upp í einu heldur velja eitt og eitt Ijóð í senn svo að þetta kemur lítt að sök. Matthías hefur löngum verið óhræddur við að fara sínar eigin leiðir í skáldskapnum. Það heyrist glögg- lega á geisladiskunum tveim. Þegar það þótti nánast helgispjöll að yrkja margorðan og útleitinn texta en tísk- an heimtaði tálgun og hnitmiðun hik- aði Matthías ekki við að halda út á rit- völlinn með mælskan og opinn texta að vopni hvað sem allri gagnrýni leið. Hann yrkir trúarljóð á trúlitlum tím- um og á kaldastríðsárunum þegar flest skáld ortu með vinstri slagsíðu leyndist ekki að Matthías var frjáls- lyndur borgari. Á tímum þegar það var tíska að yrkja huglæg ljóð og óhlutbundin vom ljóð Matthíasar full með staðsetningar og vísanir í hlut- bundinn veruleika. Það hefur varla þótt líklegt til langlífis að yrkja líkt og Matthías gerði um opinn glugga á Vesturgötu 52 eða Adlon. Samt lifir slíkt ljóðmál lengur en flest annað ort á þeim tíma. En Matthías er eitt af fyrstu alvöm borgarskáldunum ís- lensku og borgin hans hlýtur að vera hlutbundin og áþreifanleg og flissa „eins og unglingsstelpa / sem nýbyrj- uð er að drekka kókakóla/ á Adlon.“ Milan Kundera segir í Samtali um list skáldsögunnar að maðurinn og heimurinn tengist á sama hátt og snigillinn kuðungi sínum. Heimurinn sé hluti af manninum, rými hans og eftir því sem heimurinn breytist breytist tilveran. Maðurinn sé með öðrum orðum ekki einungis til sjálf- um sér heldur sé hann einnig til í sögulegum tíma. Mér sýnist Matthías alltaf yrkja með þessa vitund að leið- arljósi. Hann er tilvistarlegur könn- uður sem lætur innheima ekki tak- marka könnunarsvið sitt heldur leitar út til sögunnar, náttúrunnar og sam- félagsins. í nýjustu bók hans, Ættjarðarijóð á atómöld, birtast þessir eðliskostir í ýmsum myndum. Hún er eins konar vegferð um landið, könnun á innvið- um þess í vitund skáldsins, tilfinning- um tengdum því og samþættingu lands, skynjunar og dulrænu. AJlar leiðir liggja til þín semertíokkursjálfum eins og Qallið eina þaðan sem við horfumtilhimna,allir himnar eru himinninn eini í okkur sjálfum þar sem allar stjömur erustjamaneina Öðrum þræðinum má líta á titil ljóðabókarinnar sem þverstæðu eða andóf. Ættjarðarljóð og atómöld virð- ast ekki ríma sérlega vel saman. En ættjörðin hefur miklu persónulegra gildi í kvæðum Matthíasar en gömlu ættj arðarskáldanna. Hún er hluti af sjálfi skáldsins þar sem him- inninn, jörðin og fjallið renna saman í vitund þess. Vissulega skapar Matthías fegurðarheim í ljóðum sínum. Engum dylst upphafning lands- ins í Geldfuglafaðmi Snæfells. Þótt við spyij- um okkur ef til vill hvort tiiviljun ein ráði því að fegurðarheimurinn af- markist af Eyjabökkum, Kárahnúkum og Snæfelli hlýtur þó sú nærtæka skírskotun að falla í skuggann af tilvistarlegri glímu skáldsins í kvæðinu við dauðans al- vöru. En það er líka önnur hlið á þess- ari leit, öllu bjartari, í kveðskap Matt- híasar. Raunar er það þráður sem rekja má aftur til fyrstu ljóðabóka hans. Hann sigar vori á dauðann. I Hugmynd að nýju vori sem er í senn trúarjátning og ástarljóð birtist hin huglæga von í samþættingu ástar, jarðar, himins og vors: Jörðinvextilhimins þvívængurfugls er framhald sinna greina þannig vex einnig hugsun mín að hugmynd um þig eina en laufið strýkur golublæng í gulu aftanskini og sárfætt leggur vesturvæng vorsólaðfjallaþini því haustið sótti hugmynd aðnýjuvori íhugsunmínaumþig. Það fer ekki fram hjá neinum sem hlustar að nokkur áherslumunur er á yngri kveðskap Matthíasar og hinum eldri. Hann yrkir af stöðugt meiri styrk. Ljóðmálið er rómantískara í fyrstu ljóðunum og stundum bundið hefðbundnum táknmyndum líkt og hvítum rósum og stjörnum sem dreifast um ljóðin. En í upp- hafi mátti þó sjá sér- kennilega frumlega málnotkun. Elskend- ur segir hann í Jörð úr ægi eiga stund undir „hvítum skýjum jafn- styggum og þrá okkar var blá á Kaldadal" og tvísýnn dagur er Jafnhvítur og Lang- jökull er óvæginn á bringuna". Svo mark- viss og óvænt notkun lýsingar- og litaorða hefur löngum ein- kennt kveðskap Matt- híasar. Þannig segir í einu ljóði í nýj- ustu Ijóðabók hans: „Eggrauð fer sólin skumhvíta flóa...“ og á öðrum stað ræðir hann hlédrægt vatn „við náttsólarhvítan / himin / og vatns- kalda/þögn“. Umfram allt annað er þó Matthías borgarsöngvari. Ótalmörg ljóða hans eru söngvar til borgarinnar. Raunar gefur hann þann tón í fyrsta Ijóði fyrstu bókar sinnar Borgin hló. Égsyngumþigboig. Og gamlar götur horfa í sál mína og spegla hugsanir mínar og þrá semvareinssaklaus og stjama yfir Betlehem I sama anda yrkir skáldið um borg- ina í nýjustu bókinni: „Minn hugur hverfist / hægt um vitund þína / og ná- lægð þín / er borg við svalan gust,...“ Það er skáldskapui-inn sem gefur geisladisk með lestri ljóða gildi um- fram allt annað. Þessi diskur er fullur með góðan skáldskap eins fremsta skálds okkar tíma. Úpplesturinn er viðfelldur, góður og látlaus og maka- laust hve miklu efni er hægt að koma fyrir á litlum silfruðum diskum. Skafti Þ. Halldórsson Matthias Johannessen Kynngikraftur tónanna DJASS Kaffileíkhúsíð FLORIAN ZENKER/ CHRISTIAN KAPPE 4TET Florian Zenker gítar, Christian Kappe trompet, Gunnlaugur Guðmundsson bassa og Eddy Lammerding trommur. Miðvikudagskvöldið 23. ágúst 2000. ÞÝSK/hollensk/íslenski djass- kvartettinn Florian Zenker/Christian Kappe 4tet hefur leikið saman síðan 1995 og má heyra að piltarnir gjör- þekkja hver annan. Þetta er kraft- mikill djass með rætur í fönki og rokki og aðdáunarvert hversu vel þeim félögum hefur tekist að vinna úr áhrifum úr öllum áttum á persónu- legan hátt. Þeir hafa dvalið hér á landi undan- farið við tónleikahald og plötuupp- töku enda voru öll lögin ný af nálinni sem þeir léku í Kaffileikhúsinu fyrir utan upphafslagið sem einnig er fyrsta lag á nýjasta diski þeirra og nefnist Bits and Bytes og 3:15 af diski þeirra It’s Green (fæst í Tólftónum). Bæði eru þau eftir Zenker einsog öll lögin sem leikin voru þetta kvöld utan tvö eftir Gulla, síðasta lagið á efnis- skránni sem var eftir Pat Metheny og aukalagið, eini standard kvöldsins: I hear a Rhapsody. Eftir fönkað upphafslagið var marsatromman barin og sirkusand- inn réð ríkjum í The Merry Go ’Round after Dark og í kjölfarið fylgdi ævintýrasöngur er Florian samdi eft- ir veiðiferð í Noregi: Lobsters Do Not Feel Pain. Draumkenndur ECM- blærinn vai’ kannski við hæfi því norskir tónlistarmenn eiga svo sann- arlega sinn þátt í ECM-hljómnum. Laginu lauk óvænt á trommusólói sem var stórglæsilegur einsog allur leikur Eddys Lammerdings þetta kvöld. Hann kom manni á óvart og var enn sterkari en á diskum kvart- ettsins. Ryþminn lék undir sem ekki heyrist oft í trommusólóum. Af öðrum lögum Florians sem kvartettinn lék skal nefna hinn stór- skemmtilega ópus Sub. Trompetleik- ur Kappa minnti dálítið um tíma á Leo Smith í gamla daga og Gulli ham- aðist á bassanum með boga en allt í einu var frjálsdjassinum svipt burtu og Eddy sló harðan bíboppryþma í eina skiptið þptta kvöld. Highland Air var tileinkað í slandi. Þai’ var hljóðlist- in ráðandi í upphafi en svo blés Christian í trompetinn með dempara og varð þá Spánn Islandi yfirsterkari í tónlistinni. Tvö lög eftir Gulla voru á dagskrá einsog fyrr var nefnt. Draumkennd ballaða: I Wonder Where You Are og bræðingskennd melódía, einkar fögur. Song X var vinnuheitið en átti þó ekkert skylt við samnefndan Ornette Coleman ópus. í viðtali við Morgunblaðið sl. mið- vikudag segir Gulli að allir segi að „tónlist mín sé svo íslensk, ég skil það ekki alveg“. Ég held að þessir „allir“ hafi nokkuð til síns máls - ekki að tónlist hans sé íslensk heldur norræn. Það er alveg sérstakur keimui- af nor- rænum djassi oft á tíðum - ekki síst norrænum bassaleikurum. Ég hef aldrei heyrt jafn fallegan bassatón hjá Gulla og nú og sólóar hans gullmolar, utan þegar hann notaði bogann. En Gulli er ekki alltaf norænn. Hann var svo sannarlega á alþjóðlegum nótum í sóló sínum í söng Methenys. Christian Kappe er fínn trompet- isti, djarfur og hugmyndaríkur. Tónn- inn er sterkur og breiður með málm- bragði sem ekki er of algengt nú á dögum. Florian var hlédrægari í sóló- um sínum en á diskum þeim sem mað- ur hefur heyrt með honum og notaði effekta sparlega og af mikilli smekk- vísi - það er líka ekki of algengt nú til dags. Þá er bara að bíða eftir diski þeirra félaga hljóðrituðum á íslandi. Hann er væntanlegur á næsta ári. Vernharður Linnet Úr minjasafninu á Hnjóti. Ný sýningarálma og Flugminjasafn vígt á Hnjóti FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson opnar nýja sýningar- álmu á Hnjóti í Örlygshöfn við Patreksfjörð og vígir Flugminja- safn Egils Ólafssonar laugardag- inn 26. ágúst. Til samans mynda minjasafnið og flugminjasafnið eina safna- heild. Söfnin eru afrakstur ævi- starfs Egils Ólafssonar sem lést 25. október síðastliðið haust. f fréttatilkynningu segir m.a., að söfnin séu einstæð heimild um þróun íslensks samfélags eins og hún birtist í þeim hlutum sem þjóðin hefur notað i sinni daglegu lífsbaráttu frá upphafi landnáms fram til nútímans. Þótt söfnin beinist fyrst og fremst að sögu og menningu sunnanverðra Vest- fjarða er skírskotun þeirra mun víðtækari. Með ótrúlegri ástríðu og innsæi hefur Agli tekist að safna saman á einn stað einstæðri heildarmynd af verklegir menn- ingu íslendinga. Minjasafnið teygir sig aftur að upphafi Islandsbyggðar og inn í upp- lýsinga- og samskiptasamfélag nútímans. Til viðbótar býr safnið yfir mikilli breidd og með tengsl við Flugminjasafn spanna söfnin til samans flesta þætti þjóðlffsins, frá landnámi til okkar daga. Málverka- sýning á Hótel Kiðagili Laxamýri. Morgunblaðið. NU stendur yfír málverkasýning Einars Emilssonar á Hótel Kiðagili í Bárðardal og gefst gestum kostur á að virða fyrir sér 26 verk eftir listamanninn. Einar ólst upp á Seyðisfirði, en hefur búið á Dalvík um langt ára- bil. Hann fór á myndlistarnám- skeið hjá Erni Inga Gíslasyni 1994 og útskrifaðist úr myndlistarskóla. Einar hefur unnið við myndlist í frístundum og tekið þátt í tveimur samsýningum auk þess að vera með sjö einkasýningar, m.a. á Kaffi menningu, ráðhúsi Dalvíkur, og Félagsmiðstöð BSRB í Reykjavík. Einar er bæði með þurrpastel- myndir og olíumyndir á striga. Þá eru á sýningunni þrjár myndir sem unnar eru með litblýanti. Á sýning- unni eru margar landslagsmyndir, húsamyndir og myndir af fuglum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.