Morgunblaðið - 25.08.2000, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 25.08.2000, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Framtíðarör- yggi Reykja- víkurfhigvallar MÁLEFNI Reykja- víkurflugvallar hafa verið til umfjöllunar í mörgum greinum hér í Mbl. undanfarið. Ástæðan er að nú fer fram meiriháttar við- hald/endurnýjun á flugbrautum í hjarta Reykjavíkur. Áður en þessar aðgerðir hófust fóru af stað mótmæli um stöðu vallarins í hjarta Reykjavíkur. Sumir vildu flytja inn- anlandsflug til Kefla- víkur en aðrir vildu nýjan flugvöll í Skerja- fjörð. Þessar umræður þróuðust yfir á viðkvæmt stig um afstöðu okkar í Reykjavík til fólksins úti á landi og aðkomu þess til höfuðborgar sinnar. í allri umræðunni hefur aðalatriði þessa máls enn ekki komið fram, hver grundvallartilgangur Reykja- víkurflugvallar er og verður í næstu framtíð. Málefni Reykjavíkurflugvallar heyra annars vegar undir borgar- stjóm Reykjavíkur fyrir hönd okkar í Reykjavík og hins vegar undir sam- gönguráðherra Islands fyrir hönd ríkisstjórnar fslands og Islendinga almennt. Ekki er hægt að ætlast til þess að ráðherra hafi sérþekkingu í flugmálum eða flugrekstri og á það sama við um borgarstjóm Reykja- víkur. Það er því alvarlegt mál þegar sérfræðingar æðstu embættismanna ríkis og sveitarfélaga í flugmálum plata opinbera fulltrúa fólksins í landinu til að trúa því að Reykjavík- urflugvöllur sé byggðavandamál okkar í Reykjavík og fólksins úti á landi. Reykjavíkurflugvöllur var, er og verður varaflugvöllur fyrir Keflavík- urflugvöll og þær flugvélar sem nota Keflavíkurflugvöll sem aðalflugvöll. Þetta ættu æðstu embættismenn þjóðarinnar að vita. Það viðhald sem nú fer fram á flugbrautum Reykja- vikurflugvallar er í beinum tengslum við þetta aðalatriði málsins. gsm 897 3634 hrif á nmlagíuggatjöldum. Sameining slökkvi- liðs Reykjavíkur og Reykjavíkurflugvallar er til að undirstrika þessa staðreynd. Það viðhald sem nú fer fram á flugbrautum Reykj avíkurflugvallar er framkvæmt með það i huga að flugbrautir geti tekið við stórum og þungum flugvélum í neyðartilfellum. Áhættuþáttur þessa máls er að Reykjavík- ur- og Keflavíkurflug- völlur eru á sama veð- ursvæðinu og gætu lokast á svipuðum eða sama tíma. Þegar borgarstjóm Reykjavíkur fór fram á það við samgönguráð- herra að erlendar flugvélar notuðu Keflavíkurflugvöll sem aðalvöll, þá varð Reykjavíkurflugvöllur um leið að varaflugvelli og alvarleg slysa- hætta varð að veruleika í Reykjavík Reykjavíkurflugvöilur Reykjavíkurflugvöllur var, er og verður vara- flugvöllur fyrir Kefla- víkurflugvöll, segir Guðbrandur Jónsson, og þær flugvélar sem nota Keflavíkurflugvöll sem aðalflugvöll. því að flugvél fer fyrst á aðalvöll, ef hann lokast fer hún næst á varavöll sem nú verður í Reykjavík og ef báð- ir lokast, hvað þá? Öryggi æðstu embættismanna þjóðarinnar Sérfræðingar ríkisstjómar ís- lands í flugmálum ættu að vita að ríkisstjómir erlendra ríkja tak- marka flugumferð að og yfir aðsetur æðstu embættismanna ríids og sveit- arfélaga svo að ekki verði úr harm- leikur. Þetta á ekki við um ísland. Skrif- stofa forseta Islands, alþingi íslend- inga og ráðhús Reykjavíkur eru í beinu aðflugi og brottflugi fyrir flug- brautina norður-suður í hjarta Reykjavíkur, þar eru einnig tveir skólar fyrir utan allt annað. Til að auðvelda aðflugið á hættutíma að Guðbrandur Jónsson WJU8+ húsnæði æðstu embættismanna ríkis og Reykjavíkurborgar hefur verið komið fyrir aðflugsvita á húsþaki við hliðina á alþingi íslendinga. Þar fljúga flugvélar yfir í fjarlægð frá embættismannabústöðum sem er aðhlátursefni fyrir flugöryggis- nefndir^ allra siðmenntaðra þjóða, nema Islendinga sem hafa enga sjálfstæða flugöryggisnefnd ríkis og sveitarfélaga sem á að hafa eftirlit með flugráði og Flugmálastjórn. Tillögur í flugöryggismálum Samgönguráðherra telur það tímafrekt mál að flytja kennslu og æfíngaflug út fyrir Reykjavík. For- maður flugráðs ætti að bjóða ráð- herra með sér austur að Selfossi og skoða flugvöllinn þar sem nokkrir metnaðarfullir einstaklingar hafa byggt upp. Hér gætu byggðasjónar- mið ráðherra notið sín. Það verður ódýrt og einfalt mál að bæta þar alla aðstöðu til flugkennslu og æfinga- flugs. Það mætti jafnvel gera flug- völlinn að varaflugvelli fyrir Reykja- vík eða Keflavík, minni flugvélar í ferjuflugi. Reykjavíkurflugvöllur er og verð- ur varavöllur fyrir Keflavíkurflug- völl, en það þarf að takmarka hverjir fá að nota Reykjavíkurflugvöll sem varavöll með reglugerð svo að áhættuþættir verði augljósir. Reykjavíkurflugvöllur verður áfram bækistöð fyrir innanlandsflug og fær þannig tvöfalt hlutverk. Þegar ríkisstjórn Islands og borg- arstjórn Reykjavíkur hafa skoðað hvernig aðrar þjóðir fara að í flugör- yggismálum um flug að og yfir æðstu stjómsýslusetur verður flugumferð takmörkuð í Reykjavík við flugvéla- tegundir sem nota stuttar flugbraut- ir, eru kraftmiklar, klifra hratt og bratt og koma hátt og bratt inn til lendingar. Flugvélar Flugfélags Is- lands uppfylla ekki þessi skilyrði. Koma þarf upp aðvörunarkerfi í húsnæði í áðurnefndum stjórnsýslu- setrum komi til þess að flugvél noti Reykjavíkurflugvöll í neyðartilfell- um svo að fólk geti forðað sér í tíma. Höfundur býr i miðborg Reykjavíkur og er þyrluflugstjóri. Innlegg í umræður um auglýsingamál Á SÍÐASTLIÐNUM dögum hafa birst nokkrar greinar um auglýsingar og tengd málefni og langar mig til að skrifa nokkrar lín- ur um þau. Mikið hefur verið skrifað um auglýsingar í dagblöðum og sjón- varpi en næstum ekk- ert verið skrifað um merktar auglýsinga- vörur sem árangursrík- an auglýsingamiðil. Merktar auglýsinga- vörur eru í stöðugri sókn sem árangursrík- ur auglýsingamiðill og samkvæmt rannsókn sem gerð var við Háskól- ann í Heidelberg kom eftirfarandi niðurstaða í ljós. Auglýsingar Merktar auglýsinga- og gjafavörur sem „áþreif- anleg auglýsing“, segir Þráinn Birgir Meyer, er mjög áhrifaríkur auglýsingamiðill. Merktar auglýsinga- og gjafavör- ur sem „áþreifanleg auglýsing" er mjög áhrifaríkur auglýsingamiðill. Einnig kom í Ijós að merktar gjafa- vörur falla viðskiptavinum einstak- lega vel í geð og hafa varanleg já- kvæð áhrif á afstöðu til gefanda. Einnig gáfu niðurstöður í ljós að yfir 70% þeirra aðila sem fengið höfðu gefn- ar merktar auglýsinga- og gjafavörur höfðu meðhöndlað gjafavör- una yfir 10 sinnum. Að auki mundu 98% þeirra sem fengið höfðu vöruna afhenta ennþá eftir vörunni sex vikum eftir afhendingu. Að jákvætt viðhorf til gefanda vörunnar margfaldast ef varan höfðar til viðkomandi markhóps í starfi eða leik. Að margar merktar auglýsinga- og gjafavörur falla við- skiptavinum og velunnurum vel í geð, löngu eftir móttöku vörunnar. Að yngri viðskiptavinir eru já- kvæðari gagnvart merktum auglýs- ingavörum en eldri kynnslóðin, þó báðir hópar meti gjöf sem hvatningu til viðskipta eða jákvæðs viðhorfs til gefanda. Að sífellt fleiri og fleiri fyrirtæki og stofnanir fjárfesta hlutfallslega meira í dag en áður í merktum auglýsinga- og gjafavörum en sjón- varps- og dagblaðaauglýsingum. Niðurstaðan leiddi því tvímælalaust í Ijós að rétt val á auglýsingavöru og falleg áletrun merkt fyrirtæki eða stofnun er hagkvæmur auglýsinga- kostur fyrir fyrirtæki og stofnanir og falla viðskiptavinum og velunnurum einkar vel í geð í langflestum tilfell- um. Höfundur er rekstrarhagfræðingur og starfar sem framkvæmdastjóri hjá Eðalpennum ehf. við markaðs- setningu á merktum auglýsinga- vörum. Þráinn Birgir Meyer Vinstrimennska Alfreðs ALFREÐ Þorsteinsson, borgar- fulltrúi R-listans, er yfirlýsingaglað- ur þessa dagana. Hann lætur sér ekki nægja að lýsa því yfir að Framsóknarflokkur- inn muni áfram verða handbendi vinstri aflanna í borgar- stjórn. Á forsíðu DV sl. föstudag lýsir Alfreð yfir áhuga á að Fram- sóknarflokkurinn myndi vinstri stjórn á landsvísu og telur framhald á núverandi ríkisstjórnarsamstarfi nær útilokað eftir næstu alþingiskosning- ar. Bætir ekki stöðu flokksins Þessar yfirlýsingar Alfreðs munu ekki verða til þess að bæta stöðu Framsóknar- flokksins, allra síst á höfuðborgarsvæðinu. Það er stað- reynd, að þátttaka framsóknarfélag- anna í Reykjavík og Alfreðs Þor- steinssonar í R-listanum hefur stórskaðað flokkinn. Ekki bara í Reykjavík, heldur líka á landsvísu. Því það er með ólíkindum að flokkur sem hefur verið að reyna að mark- aðssetja sig sem miðjuaflið í íslensk- um stjórnmálum skuli láta sig nán- ast hverfa í lang fjölmennasta sveitarfélagi landsins, og það inní hræðslubandalag vinstri aflanna, R- listann. Enda minnkar fylgi flokks- Súrefiiisvönir Karin Herzog Vita-A-Kombi olía ins hratt í Reykjavík skv. öllum skoðanakönnunum, þrátt fyrir mikla fólksflutninga (þ. á m. framsóknar- manna væntanlega) af landsbyggð- inni til höfuðborgarsvæðisins. Sérstaða Framsóknarflokksins í borgarstjórn er engin orðin og flokksstarf í Reykjavík hverfandi, einkum nú eftir brott- hvarf Finns Ingólfs- sonar. Áframhaldandi ríkisstj órnarsam- starf Sem fyrr segir vill Alfreð gera meira en að tryggja sósíademó- krötum og öðrum til vinstri áframhaldandi yfirráð í borgarstjórn Reykjavíkur. Hann vill heimfæra þessa vinstrimennsku á landsvísu og mynda rfkisstjórn með Evrópusambands- innuðum krötum og róttækum vinstri-grænum eftir næstu alþing- iskosningar. Þvílík pólitísk framtíð- arsýn í upphafi nýrrar aldar! Von- andi talai' hér einungis Aifreð Þorsteinsson sem borgarfulltrúi R- listans og málsvari úreltra vinstri- mennsku viðhorfa, sem ekkert á skylt við þjóðleg og frjálslynd miðju- viðhorf í dag. Þess vegna á ekki að taka þessa yfirlýsingu alvarlega. Til marks um það vísa þeir báðir henni á bug, þeir Páll Pétursson félags- málaráðherra og Kristinn H. Gunn- arsson, þingflokksformaður Fram- sóknarflokksins, í DV sl. laugardag. Páll Pétursson segir réttilega ekk- ert lát á ríkisstjórnarsamstarfi, enda gangi samstarfið vel. Þessu til viðbótar má benda á að ríkisstjórn Stjórnmál Þátttaka Framsóknar- flokksins í R-lista- samkrulli vinstrimanna í Reykjavík, stór- skaðar, segir Guð- mundur Jónas Kristjánsson, bæði ímynd flokksins ogfylgí- sú sem nú situr hefur notið mikils meirihluta fylgis þjóðarinnar allt frá byrjun, skv. skoðanakönnunum. Það er því fráleitt eins og stundum heyr- ist að ríkisstjórnarþátttaka Fram- sóknarflokksins með Sjálfstæðis- flokki skaði flokkinn. Miklu fremur má segja að þátttaka Framsóknar- flokksins í R-lista samkrulli vinstri- manna í Reykjavík stórskaði bæði ímynd flokksins og fylgi. Framboð í Reykjavík Þess vegna hefur formaður Fram- sóknarflokksins, Halldór Ásgríms- son, talað fyrir framboði flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Því ef flokkurinn verður ekki sýni- legur í langstærsta kjördæmi lands- ins í næstu sveitarstjórnakosn- ingum er sýnt að dagar hans verða brátt taldir sem mikilsmegandi þjóðlegu miðjuafli í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er hókhaldari. Guðmundur Jónas Krisljánsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.