Morgunblaðið - 25.08.2000, Page 40
/40 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000
MINNINGAR
MORGUNB LAÐÍÐ
+ Ólafur fæddist í
Reykjavík 8. maí
1930 og ólstþar upp í
vesturbænum. Hann
lést á heimili sínu að
Hávallagötu 17 hinn
14. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Ólafur Helga-
son, f. 14.1. 1903, d.
1.10. 1970, skurð-
læknir við Landa-
kotsspítala, skóla-
læknir og
heimilislæknir, og
kona hans Kristín
Þorvarðardóttir, f.
19.12. 1905, d. 31.10. 1977, hús-
freyja. Systur Ólafs voru Margrét
Ólafsdóttir, f. 30.6. 1937, d. 5.11.
1942 og Halla Ólafsdóttir, f. 3.2.
1945, d. 1994, læknaritari í Kefla-
vík. Hún átti þrjú börn.
Helstu og bestu minningamar um
afa eru frá Landakoti, þar sem hann
undi sér best. Það voru margar
stundir sem ég sat á rúmstokknum
hjá honum að spjalla. Hann sagði
mér sögur, miðlaði mér af fróðleik
sínum, bæði um forfeður, gamla tíma
og líka nýjustu tækni. Það var fátt
sem hann vissi ekki eða hafði ekki
skoðun á. Ógleymanleg var ferðin
okkar í Reykholt þar sem við skoð-
uðum saman safnið um Snorra
Sturluson. Afi var alltaf til staðar til
að ræða málin, góður í að hlusta og
líka að gefa góð ráð. Afi var
skemmtilegur og hafði húmor, hon-
um þótti gaman að syngja og var oft
forsöngvari á kvöldvökunum okkar.
Hans verður sárt saknað og held ég
að „Malakoff ‘ verði aldrei sungið af
eins mikilli gleði og innlifun eftir
hans dag. Þó ég sakni afa mjög mikið
þá er ég samt þakklát fyrir að hafa
haft hann svona lengi og mun geyma
minningu um góðan afa í hjarta mínu
til æviloka.
Júlía.
Það var oft kátt á hjalla hjá okkur
strákunum þegar við heimsóttum
Landa vin okkar í Garðastræti 33.
Hætt er við að núverandi íbúum þar
yrði hverft við ef ómurinn af djassin-
um okkar og þá sérstaklega einu
uppáhaldinu, Spike Jones, yrði
galdraður úr fortíðinni. En það eru
nú löngu liðnir dagar að við vorum
w heimagangar hjá Olafi lækni Helga-
syni og Kristínu Þorvarðardóttur,
foreldrum Ólafs Jóns sem í æsku var
kallaður Landi. Þessa nafngift fékk
hann af Vestur-íslendingum í heim-
sókn á fæðingarári hans, alþingishá-
tíðarárinu 1930. Gælunafnið festist
innan fjölskyldu og meðal æskuvina.
Við áttum samleið í Gagnfræða-
skóla Reykvíkinga en á þeim árum
vakti Ólafur athygli sem afbragðs-
góður teiknari. Sem drátthagur
húmoristi var hann því sjálfkjörinn
til að sjá skólablaðinu fyrir skop-
myndum af nemendum og kennur-
um. Eftir gagnræðapróf hvarf vinur-
inn af okkar sameiginlegu
skólabekkjum en hóf nám í Hand-
, íðaskólanum og í framhaldi af því í
Listaakademíunni í Edinborg. Frá
þeim tíma liggja eftir hann í olíu
ágætis mannamyndir og landslags-
málverk. Sjáist þar áhrif Jóhannesar
Kjarval er ástæðan sú að meistarinn
sá, sem var heimilisvinur hjá Ólafi
lækni og Kristínu, tók hinn unga
nema í læri í málunarferðum til
Þingvalla. Sagðist Ólafur vera eini
lærisveinn Kjarvals. Ekki fór þó svo
að hann staðnæmdist á málarabraut-
inni og urðu það okkur vinum hans
nokkur vonbrigði. En þótt Ólafur
hefði alla burði til langskólanáms eða
^listaferils var heilsufar hans bágbor-
ið frá unglingsárum til æviloka.
Hann starfaði við skrifstofuhald,
birgðavörslu og erlend innkaup
varahluta, lengst af hjá Flugfélagi
íslands og Flugleiðum uns hann lét
að mestu af störfum sökum van-
heilsu á sextugsaldri. Annars er það
að sjálfsögðu svo að skólaganga
f tryggir okkur ekki tileinkun þjóð-
legs eða annars menningarfróðleiks.
Ólafur kvæntist 5.5.
1956 Stefönu Karls-
dóttur, f. 19.8. 1931,
kaupmanni. Hún er
dóttir Karls Leós Guð-
mundssonar, sýslu-
skrifara í Borgamesi,
og Maríu Ásmunds-
dóttur, myndlistar-
konu frá Krossum í
Staðarsveit. Böm Ól-
afs og Stefönu em Ás-
mundur Karl, f. 2.9.
1952, rekstrarfræð-
ingur í Reykjavík,
sambýliskona hans er
Guðbjörg Eggerts-
dóttir, hann á þijú börn; Arin-
björn, f. 16.12.1958, d. 17.12.1958;
Olafur Kristinn, f. 18.12. 1959,
framkvæmdastjóri í Reykjavík,
sambýliskona hans er Ásta Unnur
Jónsdóttir, hann á tvö börn; Mar-
Ólafur var einn þeirra gæfumanna
sem naut þess alla ævina að bæta við
sig í kunnáttu á margvíslegustu svið-
um. Þar áttu íslandssagan og ætt-
fræði sinn höfuðsess en það síðasta
sem hann las og ræddi var kosmól-
ógía. Hann, stórfatlaður maður, virt-
ist manni á ferð og flugi um víðan
heim, en hann hafði tileinkað sér
mikla leikni á tölvusviðinu og notaði
Netið meir og betur en gengur og
gerist.
Örlögin höguðu því svo að Ólafs
Jóns Ólafssonar beið það að gegna
miklu hlutverki í lífinu eftir að heilsu
hans tók að hraka á miðjum aldri.
Við þessir æskuvinir sem svo margir
aðrir samferðamenn áttum snemma
okkar gleðistundir við vínskálina við-
sjárverðu. Við vorum þó einnig í
þeim hópi sem kynntist því hver ráð
væru við sjúkdómnum alkóhólisma.
Það má segja að í AA-samtökunum
hafi Ólafur unnið heilt ævistarf og
honum sem öðrum til heilla. Þó um
alla þátttöku og starf á þeim mikla
vettvangi hvíli nafnleynd, verður
ekld hjá því komist að nefna að hann
gegndi lykilhlutverki í því mikla
verki sem þeir þrír félagar unnu við
að þýða á íslensku Tuttugu og fjög-
urra stunda bókina, sem er dagleg
lesning fjölda kai'la og kvenna. Hans
verður saknað af fjölda fólks sem
hann hjálpaði og mjög gengu um
garð á heimilinu.
Ólafur kvæntist 1955 eftirlifandi
konu sinni, Stefönu Karlsdóttur. Þau
eignuðust þijú böm, synina Ásmund
og Ólaf og dótturina Margréti. Öll
eru þau mannvænleg og hafa ásamt
börnum sínum, veitt foreidrum sín-
um ánægju og styrk í gegnum árin.
Stefana hefur, auk móður- og heimil-
isstarfa, rekið eigið íyrirtæki. Allt
þetta hefur hún unnið af dugnaði og
fyrirhyggju. Þau hjónin bjuggu
lengst af á föðurleifð Olafs, Hávalla-
götu 17. Var þar ætíð gott að koma,
heimilið fallegt og húsráðendur
ræðnir og skemmtilegir. Þá var ekki
síðra að koma til þeirra í sumarhúsið
að Þórgautsstöðum í Hvítársíðu.
Guðmundur heitinn Jónsson var vin-
ur og velgjörðarmaður Ólafs og arf-
leiddi hann að gamla íbúðarhúsinu á
Þórgautsstöðum. Þau hjónin létu
haldast útlit húsanna innra sem ytra
og gerðu þar mikinn unaðsreit. Ólaf-
ur undi sér vel í fegurð Hvítársíð-
unnar og dvaldi þar flest sumur. Ól-
afur átti til merkra að telja í báðar
ættir. Faðir hans, Ólafur Helgason,
var yfirlæknir á Landakotsspítala.
Hann var sonur Helga Guðmunds-
sonar málara í Reykjavík. Ættin var
úr Amessýslunni og var hann kom-
inn af Ófeigi ríka Vigfússyni á Fjalli.
Kristín Þorvarðardóttir móðir Ólafs,
var dóttir Þorvarðar G. Þorvarðs-
sonar, útvegsmanns í Keflavík, Þor-
varðar Helgasonar beykis í Keflavík,
sem var við Duusverslunina þar.
Þegar við nú kveðjum þig , kæri
vinur, Landi, er það með þökk í huga
fyrir að hafa notið þinnar miklu vin-
áttu frá bemskudögum. Betri vin
gátum við ekki átt.
Við vottum Stefönu, bömum og
afabömum dýpstu samúð.
Pétur og Einar.
grét Ólafsdóttir, f. 1.5. 1961,
rekstrarfræðingur, búsett á Akur-
eyri, gift Einari Eyland, hún á tvö
börn.
Ólafur lauk gagnfræðaprófi
1945 og stundaði myndlistarnám
hjá þekktum myndlistarmönnum í
Reykjavík þar á meðal þeim Jó-
hannesi Kjarval, Ásgeiri Bjarn-
þórssyni og Waistel Cooper. Þá var
hann í Myndlistarskóla Reykjavík-
ur 1946-48 er hann fór í listnám í
Edinburgh College of Art í Skot-
landi 1948-49. Við heimkomuna
málaði Ólafur undir listamanns-
nafninu „Landi“. Hann starfaði hjá
Sameinuðum verktökum 1952-54,
hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur
1954-60 og var síðan fulltrúi hjá
Flugfélagi Islands og síðan Flug-
leiðum í nítján ár. Síðustu árin hef-
ur hann einkum unnið við þýðing-
ar og útgáfu eftir því sem heilsan
hefur leyft. Auk þess hefur hann
unnið mikið að félags- og hags-
munamálum mannúðarfélaga.
Útför Ólafs fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
„Sumarið er bráðum liðið. Haustið
kemur með liti og málar náttúruna
rauðbrúna. Laufið fellur af trjánum
og blómin gráta sumarið og sólina."
(A.J.Á.)
Það er sárt að sjá á bak nánum
ættingjum og vinum. Við spyrjum,
en fáum engin svör. Davíð Stefáns-
son, skáld, segir að ekkert sé betra
en eiga vini, sem aldrei svíkja. Þann-
ig var vinátta Ólafs frá okkar fyrstu
kynnum.
Hann, roskinn maður, kenndi mér
svo mörg dýrmæt lífssannindi, sem
reynsluþekking hans hafði fært hon-
um.
Eg var ekki sú eina, sem naut
hinnar falslausu vináttu hans. Hon-
um var einstaklega lagið að benda
vinum á, að það að vera öðrum ein-
lægur og góður væri í raun að vaxa
inn í himin, þar sem kærleikurinn
býr.
Nokkrum dögum áður en hann dó
sátum við á tali saman og seinnipart
dags hinn 14. þ.m. talaði hann við
Heimi, sambýlismann minn, og
skýrði frá fyrirhugaðri spítalainn-
lögn vegna hjartans. Það kvöld var
hann allur. Svo sviplega var hann
kallaður frá jarðlífi.
Þótt ættingjar og vinir vissu um
heilsuleysi hans var sem haustaði að
og sól hyrfi sjónum. En svo kemur
þessi hugsun, að það eru til ljós sem
lýsa inn í æðri heima - ljós kærleik-
ans - sem Ólafur benti okkur svo oft
á. Að hans vilja ættum við því að
ganga glöð móti því sem við hvorki
skiljum né ráðum í tilverunni.
Innilegar samúðarkveðjur til ást-
vina og annarra, sem syrgja þennan
góða mann.
Ásdís Jenna Ástráðsdóttir.
Dularlög semur stjamastjómin,
með stranga dóma í eigin sök.
Skammvinna ævi, þú verst í vök,
þitt verðmæti gegnum lífið er fómin.
En til þess veit eilífðin aiein rök.
(EinarBen.)
Ólafur Jón Ólafsson var marg-
slunginn og sterkur persónuleiki
með fjölþætta sköpunarhæfni og
ríka samkennd og mannúðarhugsjón
sem hann fylgdi eftir. Á yngri árum
stundaði hann listnám og náði um-
talsverðum tökum á málverkinu,
lagði það ekki fyrir sig en hafði alla
tíð yndi af myndlist og öðrum list-
greinum. Söngrödd hafði hann
ágæta en flíkaði því lítt hin síðari ár.
Öll framganga hans var látlaus en
virðuleg.
Langt innan við miðjan aldur varð
Ólafur fyrir alvarlegum heilsufars-
legum áföllum sem urðu fylgjur hans
æ síðan og háði hann við þær marga
harða rimmuna. Sum erfiðustu til-
vikin urðu að óborganlegum gaman-
sögum í meðförum hans.
Ólafur var alvöru- og gleðimaður
sem sló ekki hendinni gegn dýrum
veigum þar til hann fyrir rúmum
tveimur áratugum söðlaði skyndi-
lega um og lifði síðan eftir kennisetn-
ingum AA. Hann aflaði sér brátt
mikillar þekkingar á hugmynda- og
aðferðafræði, hugsjónum og stefnu-
skrá AA- samtakanna, bakgrunni
þeirra, þróun og sögu, hér á landi og
erlendis.
Hann var tvívegis fulltrúi íslands
á heimsþingi samtakanna, í New
York og Quatemala, og nýtti ferðirn-
ar vel. Hann vann mikið að þýðing-
um og útgáfustarfsemi fyrir samtök-
in. Hann stofnaði sjálfur mjög
starfsama AA-deild og var sam-
ferðafólki sínu þar gríðarmikill
stuðningur.
Einnig lét hann sig miklu varða
málefni, mannréttindi og meðferð
ýmissa minnihlutahópa, svo sem ör-
yrkja og aldraðra, fatlaðra og síðast
en ekki síst fanga, á hljóðlátan en oft
áhrifamikinn hátt - í verki - á bak
við tjöldin. Þar munu margir sakna
vinar í raun. Hann var um skeið í
stjórn Verndar og fylgdist af virkum
áhuga með baráttu Óryrkjabanda-
lagsins og var í talsambandi við
helstu forvígismenn þess. Svo vikið
sé að öðru hafði hann mikinn áhuga á
starfi landafundanefndarog þannig
mætti lengi telja. í stuttu máli hafði
Ólafur sérstaka innsýn og hæfni á
sviði félagsmála almennt en heilsu-
brestur hamlaði því að þeir eiginleik-
ar nýttust sem skyldi.
Ólafur var náttúruunnandi og
ferðalangur í eðli sínu. Hann var af-
bragðs samræðu- og frásagnamað-
urmeð persónulegan stíl, stórfróður
um ólíkustu málaflokka frá tækni og
vísindum til ættfræði og þjóðlegs
fróðleiks, frá bílum og tölvum til
bókmennta og lista. Hann var kröfu-
harður íslenskumaður, prýðilegur
yfirlesari texta, útsmoginn í enskri
tungu, spyrjandi og leitandi þekk-
ingar og skilnings, í símenntun hjá
sjálfum sér og breiðum vinahópi,
ýmist á Vefnum eða sflesandi og nú
undir það síðasta lærð rit um afstæð-
is- og skammtakenninguna, eðli
geimsins og tímans.
Lesandi góður, Ólafur Jón Ólafs-
son var ekki einhamur, hugsanir
hans og tilfinningar geystust og
sveifluðust en jarðsambandið var
traust og kímnigáfan brást ekki.
Næstsíðastliðinn þriðjudagsmorgun
hugðust virtir lyflæknar taka á móti
honum til meðferðar og greiðfært
sýndist framundan. En kvöldið áður
valdi æðri máttur honum aðra skor.
Þessi síungi, litríki, tveggja metra
brosmildi rumur hefur vikið sér frá-
en í hugum okkar, fjölmargra vina
hans, hefur hann blessunarlega
hreiðrað um sig, Ijóslifandi.
Það eni forréttindi að hafa notið
vináttu Ólafs og hans fólks öll þessi
hraðfleygu ár. Megi auðmýkt og
þakklátur hugur gera okkur lífsins
og dauðans fáránleika bærilegan.
Magnús Skúlason.
Það er mér mikill heiður að fá að
skrifa hér fáeinar línur um fráfallinn
vin.
Ólafur var besti vinur minn og ég
fékk að njóta vináttu hans og leið-
sagnar í gegnum 16 ár af lífi mínu.
Það voru 26 ár sem skildu okkur að-
en aldrei fundum við fyrir því. Á Há-
vallagötunni og uppi í Hvítársíðu
tóku Ólafur og Stefana alltaf jafn-vel
á móti mér og ósjaldan leið mér sem
einum af yndislegri fjölskyldu
þeirra.
Þegar fundum okkar Óla bar fyrst
saman var ég að feta mig áfram í
samtökunum, óöruggur og hræddur
við heiminn og tækifærin sem biðu
fram undan. Öli stóri, eins og við
kölluðum hann í vonardeildinni, tók
mig að sér og umvafði mig í faðm
sinn sem var nú engin smásmíði.
Hann sá í mér manninn sem ég
átti eftir að verða og hann hvatti mig
áfram.
Hann leiddi mig í gegnum
reynslusporin af kostgæfni og af
mikilli þolinmæði og var alltaf til-
búinn að hlusta á mig og mínar hug-
renningar.
Hann var til staðar öll þessi ár
hvað sem á gekk og mikið var gott að
geta kallað í hann í stöðina eða
seinna meir hringt í hann í GSM sím-
ann þegar mikið lá við.
Það voru ófáar nætumar sem við
sátum uppi í Hvítársíðu og töluðum
saman eða ég hlustaði á hann segja
frá gömlu dögunum eða frá því sem
hann var að lesa og hugleiða þá
stundina. Hann var sflesandi og var
alltaf að fræðast meir og meir um
heiminn og líka um geiminn sem um-
ÓLAFURJÓN
ÓLAFSSON
lykur okkur.
Já, oft settist sólin og kom svo upp
aftur að morgni og við enn þá að.
Eg horfði á vin minn hjálpa svo
mörgum í samtökunum. Hann var
alltaf reiðubúinn þrátt fyrir mikið
heilsuleysi sitt að gefa áfram það
sem hann hafði sjálfur þegið.
Ég er svo ríkur af því að hafa
kynnst Ólafi, hann hjálpaði mér að
breyta h'fi mínu og minning hans
mun alltaf lifa í hjarta mínu og huga
mínum.
Ég bið Guð að blessa ykkur Stef-
ana, Ólafur, Ásmundur og Margrét í
sorg ykkar.
Þorsteinn Haukur.
Við kynntumst að Sogni fyrir meir
en tuttugu árum. Ég þá orðinn edrú.
Hann að verða það. Úpp úr þessum
kynnum spannst ævilöng vinátta. Óli
var ekkert öðruvísi en gengur og
gerist um aðrar afturbatabyttur. En
tryggð hans var sérstök.
Við áttum það sameiginlegt að
hafa brennandi áhuga á vandræðum
annarra alkóhóhsta. Ég var að vísu
orðinn nokkuð volgur í þeim efnum,
en það sauð og kraumaði i Óla, og ef
ég dottaði þá skaraði hann í uns bál-
aði og allt hrökk í gang. Annars var
Óli dálítið merkilegur maður, svolítið
öðruvísi. Án þess að hann reyndi að
láta á því bera þá geislaði frá honum
einhver hlýja, alvörulaus alvara og
smitandi löngun til að bjarga ein-
hverju, eða redda öðrum.
Sá þáttur sem mér fannst mest
áberandi í fari hans var kærleikur.
Óeigingjarn kærleikur. Oft stakk
hann upp á svo furðulegum hlutum
að ástæða var til að taka hann ekki
alvarlega. En fyrr en varði vaknaði
maður upp við það að hann var far-
inn að undirbúa og jafnvel fram-
kvæma vonleysið - og aðdráttarafl
hans togaði uns maður var kominn á
kaf í verkefnið með honum. Þannig
var það þegar hann fór að þýða eina
tuttugu og fjögurra stunda bókina.
Hann stakk upp á því að ég pikkaði
þetta fyrir sig á tölvuna því hann átti
svo erfitt með að láta puttana fylgja
hraða hugsunarinnar. Hann sagðist
svo oft missa þráðinn við að beina at-
hyglinni að lyklaborðinu. Auðvitað
lét ég til leiðast, ég gat ekki annað,
og fyrr en varði vorum við famir að
þýða þetta saman. Hann naut
reynslu minnar, svo sagði hann, en
ég flaut á afburða færni hans í
skylmingunum við að snúa sérvisku-
skotnum skoðunum hinna mörgu
höfunda bókarinnar á íslensku.
Oft hringdi síminn hjá mér milli
sex og sjö á kvöldin. „Sæll vinur,
þetta er Óli.“ Síðasta hingingin var
daginn sem hann lézt. Yfirleitt sagði
hann: „Ég hringi bara svona til að
heyra í þér“, en símtalinu lauk, held
ég bara, aldrei án þess að eitthvað
markvert í hinum alkóhólíska heimi
bæri ekki á góma. Hann fylgdist svo
einkennilega vel með öllu sem gerð-
ist á þessum vettvangi án þess þó að
vera að safna efni í skítkast. Þar var
hann ólíkur mörgum ágætismannin-
um öðrum. En hann safnaði ekki
bara slúðrinu, heldur safnaði hann
líka mönnum, mönnum sem þurftu á
hjálp að halda, mönnum sem grétu í
laumi.
Ég sakna þín, Óli, en ég syrgi þig
ekki - enda var okkur báðum ljóst að
líklegra væri að ég fengi að skrifa
eftir þig en þú eftir mig, en hvemig
þú fórst að tóra svona lengi með all-
an þinn krankleika hefur oft verið
mér mikið undrunarefni og ég tel að
forsjónin hafi verið okkur báðum
hliðholl með því að við skyldum fá að
snerta hvor annan í síma á síðasta
kvöldinu þínu hérna megin. Því sím-
tali lauk eins og öllum hinum: „Ég
bið að heilsa Jönu“ - og nú biður
Jana að heilsa þér.
Steinar.
Vitur maður sagði einhvern tím-
ann„að heilsast og kveðjast er lífsins
saga.“
Nú kveðjum við Ólaf Ólafsson með
söknuði en umfram allt þakklæti.
Það var okkur mikið lán að kynnast
honum því þar fór maður með lífs-
reynslu, visku og óþrjótandi baráttu-
þrek. Við gátum alltaf leitað til hans
til að fá ráð, leiðbeiningar og aðstoð,
hvort sem var við greinaskrif,