Morgunblaðið - 25.08.2000, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF TIL BLAÐSINS
reynt að kæfa nýjar hugmyndir hafi
þær ógnað valdastöðu þess. Ekki
fyrr en á 19. öld viðurkenndi kirkj-
an hnattlögun jarðar. Þá hafði
margur látið lífið fyrir þann „glæp“.
Kristur átti í stöðugum útistöðum
við klerkaveldi síns tíma.
Gleymum ekki að lútherskunni
var komið á með blóðugu ofbeldi.
Strax í kjölfarið kom Stóridómur
1564-1870. Kirkjan átti drúgan þátt
í setningu hans. Stúlkum var drekkt
tugum saman eða settar í gapa-
stokk fyrir að hafa misstigið sig á
brautum dyggðarinnar, átt börn
með röngum aðila, þótt þeim hafi
oft verið nauðgað til þess af
húsbændum sínum, jafnt leikum
sem lærðum. Dulsmálin voru af-
leiðing þessarar grimmu lagasetn-
ingar. Stimpillinn „hórdómur" var
settur á þennan mannlega harm-
leik. Lútherskir klerkar mótmæltu
aldrei þessum ósköpum! Sýslumað-
ur einn féll þó í öngvit við að heyra
neyðaróp vesalings stúlku úr pok-
anum. Einu mannlegu viðbrögðin
sem vitað er um. Anægjulegt að
konur á kristnihátíð skyldu setja
blóm í drekkingarhyl, til að minnast
þessara kynsystra sinna, píslavotta
trúarofstækisins. Flestum er nú
kunnugt um framgöngu klerka á
brennuöld.
Siðferðisþroska manna hefur
miðað hægt gegnum árþúsundin.
Til að átta sig á nútímanum er
nauðsynlegt að líta til fortíðar, því
án vitneskju þess liðna sést ei hvað
er nýtt. Harður tónn frá klerkum er
hættumerki. Trúmál era fólki
rammasta alvara. Klerkar eiga ekki
að stimpla skoðanir þess sem
stráksskap, hóta lögsókn geðjist
þeim þær ekki. Biskupinn óttast að
nasisminn og kommúnisminn gætu
látið aftur á sér kræla. Mætti þá
ekki allt eins spyrja, hvort klerka-
veldið gæti aftur orðið sá ógnvaldur
sem það var. Sögulega séð virðist
yfir fáu að gleðjast þegar ferill þess
er skoðaður. Var það ekki skoðun
biskupsins á yngri árum? Ruglum
ekki saman kirkju og klerkum.
Flakk klerka milli stéttafélaga og
kjaradóms vekur áleitnar spurning-
ar. Aldrei verður of varlega farið
þegar vald, upphefð og auður er
annars vegar.
Allt þetta mál hlýtur að vekja
spurningar um trúfrelsið í landinu.
Sitja allir trúarhópar við sama
borð? Sá lútherski fær allt sitt
greitt af almannafé en hinir ekkert!
Trúarlegt jafnrétti er í mörgum
löndum t.d. Bandaríkjunum. Þar er
mun meiri kirkjusókn og trúin skip-
ar stærri sess í lífi fólks. Verði
trúareinokuninni aflétt er nóg af
góðu fólki sem vill sinna góðgerðar-
starfsemi og þjóna Guði endur-
gjaldslaust. Þýskm- munkur og
danskur kóngur á 16. öld ættu ekki
endalaust að ráðskast með trúmálin
í landinu. Fólk er óánægt með þetta
fyrirkomulag og gengur hundruð-
um saman úr kirkjunni árlega. Hafi
fólk döngun til að standa á eigin fót-
um andlega, sleppa pilsfaldinum,
ætti það sjálft að ráða hvernig þess-
um fjármunum er varið. Andlegri
forræðishyggju klerka mætti líkja
við hækju sem sumt fólk þarfnast
tímabundið en losast við er það
þroskast. Lúther taldi að hver mað-
ur ætti að vera sinn eigin prestur,
hafa milliliðalaust samband við Guð.
Mannkynið gengur í gegnum
mikla andleg gerjun. Ef klerkar
hundsa þá þróun daga þeir uppi
sem nátttröll. Einstaklingar sem
byggja veraldlega upphefð sína og
efnahagslegu afkomu á trúmálum
bregðast neikvætt við telji þeir
hagsmunum sínum ógnað. Þeir vilja
einoka trána og telja sig handhafa
sannleikans. Einokunaraðstaða í
skjóli ríkisvalds býður hættunni
heim. Þess vegna vill svo margt
hugsandi fólk skera á þann nafla-
strenginn og frelsa kirkjuna úr nið-
ursetningunni. Mikilvægt er að
þegnar lýðræðisríkja haldi vöku
sinni, því „kerfin“ era alltaf söm við
sig. Engu virðist breyta hvort þau
marka sér bás á andlega eða verald-
lega sviðinu. Framlag þessa fjölmið-
ils er lofsvert. Ritskoðun kemur
vonandi aldrei aftur, þótt það kunni
að vera draumur einhverra. Þjóðin
vill fullt tráfrelsi við upphaf nýs ár-
þúsunds. Það væri vel, ef framtak
Sigurðar Þórs yrði til að flýta þeirri
þróun.
ÁSGEIR SIGURÐSSON
magister.
HAIJST
UTSALA
PARKET, PARKET OG MEIRA PARKET
Verð var kr. 2.990,-
Verð var kr. 3.770,-
Eik Classic
Merbau Nature
I. flokkur 3 st 14 mm
Verð nú kr. 2.295,'V.m’sfcr. Verðnúkr. 2.990,
Verð var kr. 3.150,- Verð var kr. 3.650,-
I. flokkur 3 st 14 mm
pr. m2 stgr.
Beyki Cottage
Hlynur Rustical
l.flokkur2st 14mm
Verðnúkr. 2.750,—pr.ní stgr. Vetðnúkr. 2.990,
Verð var kr. 3.230,- Vetð var kr. 3.830,-
l.flokkur3st 14 mm
pr. ní stgr.
Eik Accent
Kambala
1. flokkur 3 st 14 mm
Veið nú kr.
2.595,-prtn’
1. flokkur 3 st 14 mm
Verð nú kr. 2.950 ,— pr. m2 stgr.
Vetð var kr. 3.620,-
Askur Cottage
I.flokkur2st 14 mm
Vetð nú kr. 2.850,— pr. m2 stgr.
Verð var kr. 3.250,-
Eik Cottage
Vetð nú kr.
1. flokkur 3 st 14 mm
pr. rn stgr.
2.595,-,
| Tlb MÁNAOA |
TIL ALLT AÐ 36 I
3C
Plastparket
(Viking floor)
Verð nú kr. 990,-P,„
Verð áður kr. 1.490,-
Stærsti parketsýningarsalur landsins
HARÐVIÐARVAL EHF.
Krókhálsi 4 110 Reykjavík Simi: 567 1010
Veflang: htgjyArorw.parlœtjs E-mail: paiket@parketis
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 55 ‘
Skólafatnaður
Blússa frá 1.465 - Sjal frá 1.929
Pils frá 1.929 - Gallabuxur frá 2.676
Taska 1.195
RCWELLS
Sími 5 88 44 22
www.hm.is
wamtfasn • BETRAVERÐ
Stjörnuspá á Netinu 0mbl.is
L