Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF ÍDAG Safnaðarstarf Héraðsfund- ur Húna- vatnspró- fastsdæmis HÉRAÐSFUNDUR Húnavatns- prófastsdæmis verður haldinn á sunnudag, 27. ágúst, og hefst með messu á Melstað í Miðfirði kl. 11 ár- degis. Altarisganga verður. Einnig verður í lok messunnar flutt yfir- litsskýrsla um störf í prófasts- dæminu á liðnu starfsári, en sr. Guðni Þór Ólafsson hefur nú aftur tekið við störfum prófasts eftir nokkurra mánaða leyfi. Sr. Ágúst Sigurðsson, sem leysti hann af á meðan mun flytja hluta skýrslunn- ar. Eftir hádegi verður fundi fram haldið í Félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka. Auk venjulegra fundarstarfa mun Sigurjón Ámi Eyjólfsson, héraðsprestur í Reykjavík, flytja erindi um guð- fræði Marteins Lúthers og kynna nýútkomna bók sína um efnið. Þess má geta að gamla prestsetrið á Melstað, sem enn stendur, var byggt af forföður sr. Sigurjóns, Eyjólfi Kolbeins, sem var prestur á Staðarbakka og Melstað 1890-1912. Ilafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Boðunarkirkjan, Hliðasmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11. Á morgun sér Lilja Guðsteinsdóttir um prédikun en Steinþór Þórðar- son um biblíufræðslu. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. All- ir hjartanlega velkomnir. Víkurprestakall í Mýrdal. Kirkju- skólinn í Mýrdal er með samveru á laugardagsmorgnum kl. 11.15 í Vík- urskóla. Frefsið, kristileg miðstöð. Bæna- stund kl. 20 og Gen X, frábær kvöld fyrir unga fólkið kl. 21. J -Þarseni vinnwigarnirfást Vinningaskrá 17. útdráttur 24. ágúst 2000 íbúðavinningur Kr. 2.000.000_Kr. 4,000.000 (tvöfaldur) 4 0 13 5 Ferðavinningur Kr. 100.000 4980 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 1 9300 29 142 36664 Feiðavinningnr Kr. 50.000 Kr, 100.000 (tvöfaldur) 22254 28808 43022 46721 69692 75567 27462 30999 43631 59063 71775 78852 Húsbúnaðarvinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) 106 15733 19980 32481 44126 51515 58435 68332 2940 15762 21562 33910 44370 51671 59009 68368 3758 15870 21606 35064 44980 52951 59972 70820 6433 16009 21933 37206 46293 53342 61131 71900 6927 16275 23058 37518 46662 53798 61530 72897 7629 17150 24322 38466 46668 54900 61572 74017 7851 17179 24491 41079 48018 55299 61672 76659 8479 17400 28602 41294 48460 55696 61875 79491 8651 17651 29595 41305 48719 56010 61970 79592 9969 18515 30369 41439 49467 56615 65265 10274 18961 30923 41835 49529 56838 65322 13595 19227 31519 44006 50278 57860 66358 14710 19691 31874 44011 50800 58044 68276 Húsbúnaðarvinningur Kr. 5.000 Kr. 10.000 (tvðfaldur) 3 10771 18915 31056 38915 51598 62189 71641 505 11495 19001 31308 38995 51804 62321 72025 888 11573 19264 31394 39602 52175 62591 72068 946 11650 19865 31764 41771 52204 63248 72215 1036 11990 20150 31858 41939 52953 63508 72392 1075 11995 20414 31977 42061 53124 63940 72740 1381 12087 20804 32255 42318 53154 65171 74191 1561 12546 21151 32419 42340 53159 65309 74601 2582 12729 21228 32449 42624 53265 65448 74755 3774 12892 23262 32955 43880 53420 65725 75016 3831 12976 23319 33197 44447 54268 65981 75272 4341 13019 23701 33393 44807 55080 66360 75512 4763 13563 24155 33561 45966 55172 66549 75639 4906 13706 24292 33711 45991 55195 66921 75725 5663 13825 24432 34631 46005 55228 67080 75753 6369 14373 25247 34821 46108 55415 67255 76255 6534 14551 2561 1 35259 46116 55542 67323 77079 7424 15664 25946 35431 46427 55695 67541 77238 7470 15814 25955 35565 46570 55726 67603 77929 7494 15896 26014 35645 47046 55942 67704 78149 7600 16204 26772 35886 47195 56469 67839 78153 8121 16543 27132 36415 47461 57289 67843 79018 8123 16596 27609 36538 47626 57816 681250 79072 8687 16939 27642 36556 48089 58932 68603 79366 8697 16967 28437 36873 48105 59433 69514 79494 8701 17029 29135 37320 48121 59489 69843 79718 9267 17274 29706 37686 49359 59921 70083 9553 17816 29800 37747 49426 60090 70246 10338 18213 29996 37922 49704 60490 70327 10515 18302 30194 38286 49953 60579 70650 10630 18343 30260 38843 50661 61709 71029 10645 18454 30839 38909 51207 62180 71330 Næsti útdráttur fer fram 31. ágúst 2000. Hcimasíða á Intemcti: www.das.is vi:iA\K\r\m Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Um einelti ÉG las í Velvakanda í vik- unni pistil eftir kennara um einelti. Ég er ekki sammála þessum kennara, sem segir að börn sem bíti frá sér lendi síður í einelti. Ég lenti í einelti í skóla í 7 ár - þó að ég kynni að bíta frá mér - og var ég fastagestur hjá skólastjórum fyrir vikið því mér var alltaf refsað fyrir að bíta frá mér en aldrei var spurt að því hver væru upptökin og sárnaði mér það. Ég var krakki sem fékk 10 í öllu og samvisku- söm í skóla og virtist það fara í taugamar á bekkjar- systkinum mínum. Ég tel að ég hafi jafnvel átt lengur í þessu vegna þess að ég var svo reið og beit frá mér en því höfðu krakkarnir gaman af og létu mig ekki í friði. í gagnfræðaskólavor- um við tvær sem lentum í einelti og hin sem lenti í þessu endaði á geðdeild 14 ára gömul og sást ekki meira í skólanum en ég gat fengið mig færða milli bekkja. Ég veit að sumir af þessum krökkum sem voru að kvelja mig áttu bágt, ég veit í dag við hvaða heimil- isaðstæður þessir krakkar bjuggu þá. Mér finnst að skólarnir ættu að taka bet- ur á svona málum og vera meira vakandi yfir því sem er að gerast í skólanum, t.d. frímínútum, því að krakkar sem stunda einelti eiga oft bágt, búa oft við erfiðar heimilisaðstæður og til að fá útrás níðast þau á öðr- um. Eineltisþoli. Stoppið þið tætingsliðið MÖRGUM fannst nóg um hræsnina þegar skotveiði- menn, sumir hverjir, and- mæltu virkjun á Fljótsdals- heiði, að manni fannst á þeirra máli til þess að þeir gætu haldið áfram að drepa þar gæsir. Nú fara þeir sömu með herferð í að hreinsa upp af landinu skothylki og annað sem þeir sjálfir hafa þar eftir skilið. Að sjálfsögðu gott mál en hverjum stendur það nær? Allt í nafni nátt- úruverndar og ekkert minna dugar en að kalla til ráðherra til myndatöku. Og hver eiga svo að vera laun þeirra (að sjálfsögðu vilja þeir laun) iyrir hreinsunar- starfið? Jú, að fá skotleyfi á hrossagauk. Þvílík hugsjón í nafni náttúruverndar. Ég kalla svona lagað hræsni og ekkert annað. Menn sem þannig hugsa virðast enga virðingu bera fyrir náttúr- unni og hvað er það sem kallað er náttúra? Að sjálf- sögðu allt hið lifandi á landi og sjó. Jurtir, fuglar, dýr, allt með sama rétt til lífs. Og að drepa sér til dægra- styttingar og/eða að því er virðist sér til skemmtunar er óvirðing við náttúruna, óvirðing við eigið mannlegt eðli. Annað er þegar mað- urinn tekur þátt í lífsbar- áttunni með veiðiskap eins og önnur dýr merkurinnar og oft tilneyddur. Því miður virðist sá hugsunarháttur sem birtist í orðum og hegðun þeirra sem tala í nafni skotveiðimanna um þessi mál nokkuð útbreidd- ur. Það er að dýr merkur- innar megi skjóta af þeirri einföldu ástæðu að þau eru þama og viðkomandi hefur ánægju af að drepa. Drepa vamarlausar lífvemr sem veita mörgum svo mikla ánægju. Þvflíkur ömurleiki. Hljómkviða íslenskrar náttúm verður hjáróma þegar í hana vantar söng- fugla. Margur á ljúfar minningar um hrossgauk- inn sem og ýmsa aðra fugla. Auðvitað er slíkt á nótum tilfinninga en aumt verður h'fið þegar þær vantar. Það er einmitt andsvar tilfinn- inga við fegurð lands og hljóm náttúmnnar sem gefur lífinu fyllingu, augðar hamingju manna. Ég skora á fólk að láta í sér heyra um þessi mál og skora á þá sem ráða veitingu veiðiheimilda að hafna umsókn skotveiði- félagsins um skotheimild á hrossagauk. Við tóm- stundaveiðimenn vildi ég segja, finnið ykkur meira gefandi verk heldur en að drepa dýr og fugla að óþörfu. Kristján F. Guðmundss. Kettiingar fást gefins TVÖ 3ja mán. gullfalleg og skemmtileg fress fást gef- ins á gott heimili. Báðir em þeir kassavanir. Annar er svartur og hvítur, hinn brúnn og hvítur. Uppl. í síma 698-6691. BRIPS llmsjún liiiðmiindiir I'áll Aniarson SUM varnarspil ganga út á að taka þá slagi sem til falla strax. Ensku- mælandi bridshöfundar nota gjaman orðasam- bandið „cash-out situat- ions“ þegar þeir eru að fjalla um varnarþrautir af þessum toga. Iðulega eru þessi spil mjög ein- föld þegar allar hendur sjást, en því erfiðari við borðið þar sem menn hafa aðeins aðgang að 26 spilum. Lítum á fróðlegt dæmi frá landsliðsæfingu í síðustu viku: Austur gefur; enginn á hættu. Norður * KG53 V D10 * D75 * 8765 Vestur Austur * ÁD1072 A 984 » 9 * 85 ♦ KG10 ♦ Á643 * D1093 + KG42 Suður * 6 v ÁKG76432 ♦ 982 + Á Vestur Norður Austur Suður - - Pass 1 hjarta 1 spaði Pass 1 grand Pass 2 spaðar Pass 4 fyðrtu Aðalsteinn Jörgensen varð sagnhafi í fjórum hjörtum eftir þessar sagnir. Hann fékk út lauftíu og drap kóng austurs með ás og spilaði strax spaða. Vestur tók slaginn, og nú er auðvelt fyrir okkur sem sjáum allar hendur að taka þrjá slagi á tígul, en vestur prófaði laufdrottninguna fyrst og þar með stóð spilið. Aðalsteinn tromp- aði, fór inn í borð á hjarta og henti tígli nið- ur í spaðakóng. I umræðunni á eftir, veltu menn fyrir sér hvort hægt væri að finna góð og gild rök fyrir hinni „réttu“ vörn. Eitt er a.m.k. víst: Spaðastað- an er ljós eftir sagnir, svo austur getur sýnt tígulásinn með spaða- níunni (sem væri ella talning). En þó svo að vestur eigni makker sín- um tígulásinn, þá er alls ekki sjálfgefið að spila eigi tígli þrisvar - suður gæti til dæmis verið með tvo hunda í tígli og Áx í laufi. Er það mál leysan- legt? Kannski, ef vestur leggur niður tígulkóng. Austur mun skynja að ekki þurfi að kalla í tígli og því gerir hann best í því að lengdarmerkja. Ef vestur les rétt í það táknmál gæti hann hald- ið áfram með tígulgosann og þá ætti austur að lúta stjórn makkers og spila tígli einu sinni enn. En þótt allt sé þetta nokkuð rökrétt eftir á að hyggja, þurfa menn að vera mjög vel samstilltir til að leysa slíkar þrautir við borðið. Yíkveiji skrifar... RÚTUSLYSIN í sumar hafa vak- ið marga til umhugsunar um vegi, umferð og hætturnar sem er- lendir ferðamenn geta lent í hér. Undarlegt var að fræðast um að rútubflstjórar tækju ekki nema hæfi- legt mark á viðvörunum við árnar, þeir teldu sig oft geta metið aðstæð- urnar betur sjálfir. Ekki er Víkverji viss um að það sé rétt. Hann hefur grun um að fremur sé háttemið dæmi um agaleysi íslendingsins og oftrú á brjóstvitið. En eitt af því sem skipt getur sköpum em merkingar, að skýr og skiljanleg skilti með upplýsingum um aðstæður og hvað má og hvað má ekki séu þar sem nauðsyn krefur. Fyrir nokkram áratugum vora merkingar víða lélegar en ástandið hefur batnað. Enn er samt hægt að gera betur og jafnframt þarf að taka ærlega í lurginn á fullorðnu óvitun- um sem fjarlægja mikilvæg umferð- armerki og þar á meðal ljósmerki við mjóar brýr. Víkverji er ekki viss um að fólki sem gerir svona hluti sé treystandi fyrir því að vera á ferli í lífinu án gæslumanna. Þótt markmið þjóf- anna sé varla að gera út af við fólk með því að valda hættulegum bílslys- um má að vissu leyti líkja þessu háttalagi við sprengjutilræði hryðju- verkahópa sem er sama þótt blásak- laust fólk láti lífið. Einn af kunningj- um Víkverja sagðist halda að Vegagerðin og aðrir sem annast vegamerkingar hefðu ekki velt því nógu vel fyrir sér að skilti sem era með áletrunum á íslensku bjóða hættunni heim fyrir erlenda ferða- menn sem hingað koma á eigin bílum eða leigja sér bíl. Þegar við ökum sjálf í grannlöndunum eram við flest með einhverja kunnáttu í tungu við- komandi þjóðar, getum kraflað okk- ur fram úr því sem stendur á algeng- ustu skiltum eða giskað á merkinguna. En hvað les Þjóðverji sem ekur upp á hálendið út úr orðunum „Lok- að“ og „Ófær“? Er hann einhverju nær ef hann fær skilaboðin „Vegur- inn yfir Lágheiði er lokaður"? Ferðamaður getur verið svo granda- laus að hann telji fjórhjóladrifið far- artæki sitt fært um að kljást við alla íslenska fjallavegi og kannski treyst- ir hann því að stjómvöld vari hann við mestu hættunum - á einhverri al- þjóðlegri tungu sem móðurmálið okkar er nú ekki. xxx VINUR Víkverja dagsins fór í bíó fyrir skömmu og er það ekki í frásögur færandi. Hann lagði leið sína í Sambíóið við Álfabakka. Þótti honum ákaflega hvimleitt hversu margir bíógestir mættu seint í salinn og trafluðu þá sem mættu stundvís- lega og vora byrjaðir að horfa á myndina. Ekki var um að ræða að það væru bara kynningarmyndir eða auglýsingar, heldur sjálf myndin sem vinur Víkverja hafði borgað fyr- ir að fá að sjá. Ög þetta voru ekki bara nokkrir syndaselir, heldur telur vinur Víkverja að allt að helmingur þeirra sem komu á þessa sýningu hafi gengið í salinn eftir að sýning var hafin. Reyndar telur hann að þetta hafi kannski ekki verið svo undarlegt miðað við aðstæður. Flestir þessara seinu gesta vora unglingar, og vinur Víkverja segist vera löngu búinn að sætta sig við þá leiðu staðreynd að íslenskir unglingar séu upp til hópa ókurteisir og frekir. xxx TtMTNDIN sem vinur Víkveija fór ItI að sjá heitir The Perfect Storm, og er byggð á skelfilegum at- burðum er urðu við austurströnd Bandaríkjanna fyrir um tíu árum. Vinur Víkverja var afskaplega hrif- inn af myndinni og mælir eindregið með henni við alla. Segir hann þetta í fyrsta sinn sem hann hafi séð heila kvikmynd sem fjalli fyrst og fremst um veður - áhugamál fjölmargra ís- lendinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.