Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 207. TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sprengin^ í vörubíl verður 60 manns að bana í Kína Oljdst hvort um slys eða hryðjuverk var að ræða Peking. AP, Reuters. VÖRUBÍLL, hlaðinn sprengiefni, sprakk í loft upp í borginni Urumqi í norðvesturhluta Kína á föstu- dag og er talið að minnst 60 hafi farist. Vitað var um rúmlega 170 manns sem slösuðust og eldtungumar kveiktu í húsum og bflum í grennd við slysstaðinn. Talið var að slys hefði valdið sprengingunni en ekki var hægt að útiloka að um hryðjuverk hefði verið að ræða, að sögn embættismanns er gaf upp nafnið Zhang, sagði í frétt AP. Ekki var skýrt frá atburðinum fyrr en í gær. Hann varð um klukkan hálfsex síðdegis að staðar- tíma á aðalgötunni í vesturhluta borgarinnar en þar er mikil atvinnustarfsemi og var fj öldi fólks á götun- um á leið heim úr vinnu. Sagt var að bfllinn hefði verið að flytja sprengiefnið á ótiltekinn stað til að láta eyða því. Heimildarmenn segja að oft sé farið óvarlega með sprengiefni í Kína en mikið er notað af því við hvers kyns byggingarframkvæmdir. „Ég heyrði háan hvell og sá svarta reykjarbólstra bera við himin,“ sagði einn sjónarvotta er nefndi sig Chen. Hann vinnur hjá flutningafyrirtæki og sagð- Reuters Dráttarbill á leið með bflflak af slysstað í borginni Urumqi í Xinjiang. ist hafa hlaupið tveggja kflómetra leið frá skrifstofu sinni til að sjá hvað gerst hefði. Hann taldi yfir 50 lík og sá fjölmargt slasað fólk á gangstéttum og götun- um. Maðurinn sagði að vörubfllinn hefði virst vera herbQl. Starfsmaður á bráðavakt sjúkrahúss á veg- um kolanámufyrirtækis sagði að margir hinna 90 sem þangað voru fluttir slasaðir hefðu misst sjón við sprenginguna, einnig hefðu sumir misst útlim. Lögregla girti staðinn af en um kvöldið var gatan á ný opnuð fyrir umferð. Urumqi er höfuðborg í Xinjiang-héraði sem er stórt en strjálbýlt svæði í norðvesturhluta Kína. Þar hefur verið mikið um andóf gegn stjómvöldum í Peking og jafnvel blóð- ugar uppreisnir á seinni árum. Flestir íbúar í Xinji- ang er Uighurar, þeir eru múslimar og tala tungu sem er skyld tyrknesku en eru óskyldir Kínveijum. Frá 1995 hafa herskáir aðskilnaðarsinnar úr röðum Uighura staðið fyrir sprengjutilræðum og morðum á Kínverjum og öðmm sem grunaðir hafa verið um að vinna með Kínverjum. Stjórnvöld hafa reynt að beija hreyfingu aðskilnaðarsinna niður en ekki haft erindi sem erfiði. Meirihluti íbúa í Ummqi er kínverskrar ættar og þar hefur verið lítið um tilræði. En fyrir þrem áram voru þrír strætisvagnar í borginni sprengdir í loft upp samtímis, níu manns fórast og nær 70 slösuð- ust. Mánuði síðar sprengdu aðskilnaðarsinnar Uig- hura strætisvagn í Peking og slösuðust tíu manns. Næsta lota fullveldisviðræðna Danska stjórn- in mætir ekki til Færeyj’a Þdrshöfn. Morgiinblaðiö. DANSKA ríkisstjórnin hefur nú lýst því endanlega yfir, að sér sé ekki fært að mæta til Færeyja til nýrrar samningalotu í viðræðunum um fullveldi eyjanna. Næsti samn- ingafundur mun því fara fram í Kaupmannahöfn, rétt eins og þeir þrír sem á undan em gengnir. Aníinn Kallsberg, lögmaður Færeyinga, og Poul Nyrap Ras- mussen, forsætisráðherra Dan- merkur, hafa komizt að samkomu- lagi um að næsti fundur fari fram í stjórnarráðinu í Kaupmannahöfn hinn 26. október næstkomandi. I bréfi til danska forsætisráð- herrans lýsir lögmaðurinn þó von- brigðum sínum yfir því að fulltrú- um dönsku stjórnarinnar skyldi einnig í þetta sinn reynast ókleift að mæta til Færeyja, þótt um það hefði verið talað. Kallsberg lýsir því einnig í bréf- inu til Rasmussens, að landstjórn- in hyggist ekki, að svo komnu máli, hefja máls á hugmyndum um efnahagslegt millibilsfyrirkomulag, sem yrði lykilatriði hvers konar samkomulags um færeyskt sjálf- stæði frá Danmörku, þar sem Dan- ir leggja færeyska landssjóðnum til milljarða á hverju ári. Poul Nyrup Rasmussen hefur staðið fast á því, að vilji Færeying- ar sjálfstæði yrði skrúfað fyrir fjárstuðninginn frá Danmörku á fjórum árum hið mesta. Færeying- ar vilja fá lengri aðlögunartíma. Kallsberg tilkynnir ennfremur danska forsætisráðherranum að landstjórnin hyggist vinna að því upp á eigin spýtur að finna lausn á hinni efnahagslegu hlið vænt- anlegra sambandsslita. Með alla burði alþjóðlega samkeppni Saga sem ab mestu er ósögð 28 Gíslar úr haldi Islamskir skæruliðar á Filipps- eyjum leystu í gær úr haldi fjóra evrópska gísla. Fólkið hafði verið í haldi í 140 daga. Á myndinni sést Þjóðverjinn Marc Wallert, sem fékk frelsi í gær, með honum er embættismaður Filippseyja- stjórnar, Robert Aventajado. MORGUNBLAÐIÐ10. SEPTEMBER 2000 690900 090000 NESJAMENNSKA ÞEIRRA SMÁU, NESJAMENNSKA ÞEIRRA STÓRU Castro ánægður með handtakið New York. AP. FIDEL Castro, forseti Kúbu, sagðist í gær vera ánægður með að hafa tekið í höndina á Bill Clinton Bandaríkjafor- seta á fimmtudag. Sagðist forsetinn hafa staðið í röð annarra þjóðarleiðtoga sem Clinton var að heilsa. „Ég gat ekki hlaupið á brott til að koma í veg fyrir að hann heilsaði mér,“ sagði Castro á fundi með banda- rískum aðdáendum sínum í Riverside-kirkju í Harlem. „Ég heilsaði honum með mik- illi virðingu og kurteisi. Hann galt í sömu mynt og ég þokaði mér áfram í röðinni. Það hefði verið fáránlegt og ruddaskap- ur að haga sér á annan hátt. Þetta tók aðeins um 20 sek- úndur." Kúbverski forsetinn sagðist vera ánægður með að hafa sýnt gestgjafa leiðtogafundar- ins virðingu og komið fram eins og siðaður maður. Castro hafði ekki áður tjáð sig um handtakið sem vakti mikla athygli og hefur verið túlkað sem tákn um að sam- skipti ríkjanna séu að skána. Bandarískir embættismenn gerðu á hinn bóginn lítið úr atvikinu og sögðu í fyrstu að forsetarnir hefðu ekki tekist í hendur. Castro hafði aldrei fyrr hitt að máli bandarískan forseta en hann hefur sjálfur verið við völd á Kúbu óslitið í 41 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.