Morgunblaðið - 10.09.2000, Page 4

Morgunblaðið - 10.09.2000, Page 4
4 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 3/9-9/9 Li Peng á landinu ► SETTUR fjármála- ráðherra komst að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkur- borg hefði brotið gegn ákvæðum um útboðsskyldu þegar Reykjavík gerði samning við dótturfyrir- tæki sitt, Línu.Net um ljós- leiðaratengingu í grunn- skóla Reykjavíkur. ► SEIÐAVÍSITALA þorsks er sú næsthæsta sem mælst hefur. Þetta er fjórða góða seiðaárið í röð er næstu 11 seiðaárgangar þar á undan voru mjög lé- legir. ► MIKILL skortur er á húsnæði fyrir fatlaða en 209 manns eru á biðlista yf- ir húsnæði. ► ÍSLANDSSÍMI hefur rekstur eigin farsúnakerfís í byrjun næsta árs. GSM- kerfi Íslandssíma verður með mesta útbreiðslu ís- lenskra kerfa. ► VÍKINGASKIPIÐ ís- lendingur kom til Boston í vikunni. Múgur og marg- menni tók á móti skipinu þegar það lagðist að bryggju. ► ALÞJÓÐLEGT málþing um öryggismál fór fram í Reykjavík í vikunni. Fjöldi erlendra fyrirlésara flutti erindi um breytta stöðu og hlutverk Nato. ► ÁRNI Snævarr, frétta- maður á Stöð 2, óskaði, í bréfi til ríkislögreglustjóra, eftir skýringum á fram- komu lögreglu ítengslum við heimsókn Li Peng. Árni segist hafa verið hindraður er hann reyndi að spyija Li Peng spurningar auk þess sem lögregla Iagði á hann hendur. LI PENG, forseti kínverska þingsins, dvaldi hér á landi frá laugardegi fram á þriðjudag í opinberri heimsókn. Li Peng kom víða við í heimsókninni og heimsótti m.a. fjölskyldu í Breiðholti. Li Peng afboðaði hins vegar heimsókn í Alþingishúsið. Til stóð að kínverska sendinefndin undir forystu Li Peng færi í þinghúsið á sunnudag en hætt var við vegna fyrirhugaðra mótmæla á Austurvelli. Starfandi forseti þingsins, Guðmundur Ámi Stefánsson, sagði ákvörðun Peng mikil vonbrigði. Að- standendur mótmæla lýstu hins vegar yfir sigri en nokkur hundruð manns söfnuðust saman á Austurvelli til að mótmæla mannréttindabrotum kín- verskra stjómvalda. Ovenju margar opinberar heimsóknir ÓVENJU margir erlendir leiðtogar sóttu landið heim í vikunni. Auk Li Peng dvaldi forseti Litháens, Valdas Adamkus, hér á landi frá sunnudegi fram á þriðjudag. Wolfgang Thierse, forseti þýska sambandsþingsins, var hér fram á sunnudag. Á þriðjudag hafði kanslari Þýska- lands, Gerhard Schröder, og fylgdar- lið sem í vom m.a. Joschka Fischer ut- anríkisráðherra, stutta viðdvöl á landinu á leið sinni á leiðtogafund SÞ. Neyðarástand á dvalar- og hjúkrunarheimilum STJÓRNENDUR dvalar- og hjúkr- unarheimila á höfuðborgarsvæðinu segja neyðarástand yfirvofandi vegna skorts á ófaglærðu starfsfólki. Telja þeir að loka þurfi fjölda rúma ef svo fer sem horfir. Mikil aukning hefur verið af erlendu starfsfólki í störf á dvalar- og hjúkrunarheimilum en stjómendur hafa reynt að ráða ekki erlent fólk í störf þar sem reynir mikið á tjáskipti. Árþúsundamóta- ráðstefna SÞ SAMEINUÐU þjóðimar héldu svo- nefnda árþúsundamótaráðstefnu í vik- unni og tóku yfir 150 þjóðarleiðtogar þátt í henni, þ.á m. Davíð Oddsson for- sætisráðherra íslands. Bill Clinton Bandaríkjaforseti notaði tækifærið til að reyna að leysa hnútinn í viðræðum ísraela og Palestínumanna en ekld tókst að fá þá Ehud Barak, forsætis- ráðherra Israels, og Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, til að sættast á málamiðlun. Vora það íyrst og fremst deilumar um stöðu Jerúsalem sem vora í veginum. Öryggisráðið samþykkti hugmyndir Kofis Annans, framkvæmdastjóra SÞ, um að efla starf friðargæsluliða sam- takanna í Afríku og víðar. Annan sagði meðal annars í ræðu sinni að trúverð- ugleild samtakanna væri í húfi ef þau reyndust ófær um að stöðva staðbundn- ar deilur áður en blóðsúthellingar hæf- ust. Sett verður á stofn alþjóðlegt hraðlið hermanna og jafnframt verður skipulag friðargæslu endurbætt. Leiðtogar Kínverja og Rússa vöraðu ákaft við því að samtökin skiptu sér af innanríkismálum aðildarþjóðanna og sögðu að slíkt framferði gæti grafið undan samtökunum auk þess sem það væri í andstöðu við stofnsáttmálann frá 1945. Á lokadegi ráðstefnunnar á föstu- dag beindu nokkrir fulltrúar þriðja heimsins mjög spjótum sínum gegn vestrænum stórveldum. Sögðu Líbýu- menn að refsiaðgerðir samtakanna gegn landinu, sem samþykktar vora vegna meintrar aðildar Líbýumanna að Lockerbie-tilræðinu, ættu að flokkast undir hryðjuverk. Fidel Castro Kúbuforseti og Clinton hittust er þeir vora á leið í ráðstefnusal eftir hádegisverð og ræddust stuttlega við. Tvennum sögum fer af því hvort þeir hafi heilsast með handabandi. Kúbverski forsetinn hefur aldrei fyrr rætt augliti til auglitis við bandarískan forseta á 41 árs valdaferli sínum. ► LEIGUBÍLSTJ ÓRAR, bændur og fleiri stéttir í Frakklandi efndu til mik- illa mótmæla í vikunni gegn sköttum á eldsneyti. Var aðgönguleiðum að olíuhreinsunarstöðvum og birgðastöðvum lokað og ekið löturhægt um götur Parísar og fleiri stórborga til að trufla umferð. ► STJÓRNIN í Búrma, öðru nafni Myanmar, lok- aði á mánudag aðal- stöðvum helsta flokks stjórnarandstöðunnar, Þjóðarbandalagsins fyrir lýðræði, NLD, sem er flokkur Aung San Suu Kyi. Stjómin sakaði daginn eft- ir stjórnarandstöðuna um að vera í slagtogi með hryðjuverkamönnum. Leið- togum stjórnarandstöðunn- ar var meinað að hafa sam- band við fréttamenn og sínum þeirra lokað. ► ÞRIGGJA manna nefnd á vegum Evrópusambands- ins skilaði á föstudag af sér skýrslu þar sem lagt var til að refsiaðgerðum gegn Austurríki vegna stjórnar- aðildar flokks Jörgs Haid- ers yrði hætt. Sagði í skýrslunni að aðgerðimar hefðu haft öfug áhrif og ýtt undir þjóðemishyggju. ► LANDSTJÓRNIN í Fær- eyjum skýrði frá því á þriðjudag að borist hefði svar frá aðalstöðvum SÞ í New York þar sem því var hafnað að samtökin kæmu á einhvem hátt að viðræð- um Færeyinga og Dana um sjálfstæði hinna fyrr- nefndu. Siglfírðingar um jarðrask Vegagerðarinnar í Héðinsfírði Ljósmynd/Sigríður Hjaltadóttir Eins og sjá má hefur töluvert jarðrask orðið í Héðinsfirði eftir tæki Vegagerðarinnar. Vinnubúðir starfsmanna em í bakgrunni, sem og eitt stórtækra vinnutækja, 22 tonna beltagrafa. Engar forsendur til að hafna framkvæmdaleyfi BÆJARSTJÓRNIN á Siglufirði, að fenginni umsögn umhverfis- og tækninefndar bæjarins, veitti Vega- gerðinni leyú fyrir rannsóknarvinn- unni í Héðinsfirði. Eins og kom fram í Morgunblaðinu á fimmtudag er Nátt- úravemd ríkisins ósátt við vinnu- brögð Vegagerðarinnar og það jarð- rask sem tækjabúnaður heíur skilið eftir sig, m.a. 22 tonna bor sem ekið var yfir viðkvæmt mýrlendi. Vildi Náttúruverndin m.a. að léttari tæki yrðu notuð og þau flutt með þyrlu. Halldór Haíldórsson er formaður umhverfis- og tækninefndar Siglu- fjarðar. í samtali við Morgunblaðið sagði hann engar forsendur hafa ver- ið fyrir því að hafna Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi og fara að óskum Náttúravemdar ríkisins. „Miðað við þau gögn sem lágu fyrir frá Vegagerðinni ákváðum við að veita leyfið. Við fengum einnig álits- gerð fulltrúa Náttúravemdar. Sam- kvæmt áætlun Vegagerðarinnar er gert ráð fyrir að verktakinn lagfæri allt sem fer úrskeiðis og gangi vel frá eftir sig. Eitt af því er að færa stórt grjót á sinn stað, sem þurfti að færa til að búa til stíg. Ef þyrla hefði verið notuð til flutninganna hefði kostnað- urinn orðið of mikill. Við gátum ekki séð að raskið yrði veralega mikið, eða meira en með þarf. Auðvitað fylgir því rask að leggja veg að ganga- munnum beggja vegna fjarðanna. Og miðað við reynslu af fyrri verkum Vegagerðarinnar í okkar nágrenni höfum við ekki undan neinu að kvarta í þeirra vinnubrögðum," sagði Hall- dór. Hann sagði að nefndarmönnum hefði þótt gæta ákveðins misskiln- ings í álitsgerðum Náttúravemdar- ráðs. Einnig hefðu heimamenn veitt því athygli í álitsgerðum Náttúra- vemdarráðs að það hafði engar áhyggjur af raski inni í Siglufirði og Ólafsfirði. Siglufjarðarmegin færa göngin inn um Skútudal, sem væri að mestu leyti ósnortinn af mannavöld- um. Þegar þetta var borið undir Ama Bragason, forstjóra Náttúravemdar ríkisins, sagði hann að ekki hefði ver- ið óskað eftir áliti ráðsins um önnur svæði en Héðinsfjörð. Spurður um þau ummæli Helga Hallgrímssonar vegamálastjóra í Morgunblaðinu á fimmtudag að kröfúr Náttúravemd- ar í málinu hefðu verið með öllu óraunhæfar, sagðist Ami ekki vilja munnhöggvast frekar við vegamála- stjóra. Vegagerðin hefði talið sig geta gert þetta öðravísi en Náttúravernd lagði tO. Eftir sæti sú grandvallar- spurning hvemig staðið hefði verið að framkvæmdinni frá upphafi. Þörf á matsáætlun „Er það veijandi að fara af stað með svona framkvæmd án þess að gera matsáætlun? Það er í raun áhugaverðasta umræðan sem velta þarf upp. Eiga ekki svona viðamddar rannsóknir eins og þama, líkt og á Kárahnúkasvæðinu, að fara í gegnum áætlun sem sýnir hvað eigi að gera, áður en af stað er farið? Löggjafinn hefur t.d. ekki verið tilbúinn að svara svona spumingum," sagði Ámi Bragason. Morgunblaðið/Jim Smart Bresku krikketspilaramir komu til landsins í gær. Fyrsti óopinberi lands- leikurinn í krikket ÍSLENDINGAR mæta í dag bresk- um mótheijum í krikket og er leik- urinn fyrsti óopinberi landsleikur- inn í þessari íþrótt sem háður er hér á landi. Leikurinn fer fram á Tungu- bakkavelli í Mosfellsbæ og hefst kl. 15.30 en breska liðið er skipað leik- mönnum félagsliðs frá Oxford. Krikketíþróttin hefur einkum verið stunduð af Bretum og þjóðum sem áður lutu stjórn Breta, svo sem Pakistönum, Indverjum og Áströl- um. Nú hefur hópur íslenskra pilta, sem stundað hefur íþróttina af mikl- um móð í allt sumar, aflað sér viður- kenningar Rirótta- og ólympíusam- bandsins íslenska og er stefnan sú, að sögn Vals Gunnlaugssonar, tals- manns islensku krikketspilaranna, að koma krikketi til vegs og virðing- ar hér á landi. Fyrsta skrefíð er stigið í dag með heimsókn Bretanna en að sögn Vals er hér um að ræða félagslið frá Oxford. Einn af liðsmönnum þess hyggst ganga í hjónaband á næst- unni og bauð hann félögum sínum til fslands af því tilefni. Var þá ákveðið að koma áþessum óopinbera lands- leik í krikket. Eins og áður sagði hafa íslending- arnir stundað íþróttina af miklum móð í' sumar en í vor fcngu þeir sendan búnað frá evrópska krikket- sambandinu. Hér er um að ræða hóp manna sem stunduðu saman nám við Háskóla íslands en si'ðan hafa komið til liðs við þá menn frá Pak- istan, Indlandi og Ástralíu sem nú eru fslenskir ríkisborgarar. Valur sagði að þeir spiluðu öllu styttri út- gáfu af krikket en venjulega er leik- in erlendis, en þar geta leikir varað marga daga, en þeir héldu þó fast í þá þekktu krikkethefð að sötra mik- ið af te milli leikhluta. Jökuldalsheiði Kæra ólöglegar hrein- dýraveiðar HREINDÝRARÁÐ hefur kært til lögreglu hugsanlegar ólöglegar hreindýraveiðar á Jökuldalsheiði. Um gæti verið að ræða dráp á átta vænum hreindýrstörfum auk þess sem tveir til viðbótar voru særðir. Veiðieftirlitsmenn og veiði- menn sáu á mánudag tvo særða tarfa í hreindýrahjörð við Sandfell á Jökulsdalsheiði. Náðu þeir að fella annan tarf- inn sem var með skotsár á hausnum en misstu hinn inn í þoku. Létu þeir starfsmann hreindýraráðs vita. Karen Erla Erlingsdóttir hjá hreindýraráði segir að ekki sé vitað til þess að menn sem til þess hafa leyfi hafi verið á hreindýraveiðum á Jiessum slóðum um helgina. I hrein- dýrahópnum voru tólf tarfar á mánudag, að meðtöldum þeim særðu, en fyrir helgina höfðu verið tuttu tarfar í hjörðinni að sögn veiðieftir- litsmannanna. Telur Karen Erla því allar líkur á því að ólöglegar veiðar hafi verið stundaðar og var málið kært til lögreglu. Helgi Jensson, fulltrúi sýslumanns, staðfestir að kæra hafi borist í fyrradag og segir að málið sé í skoðun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.