Morgunblaðið - 10.09.2000, Side 10

Morgunblaðið - 10.09.2000, Side 10
10 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Jakob K. Kristjánsson, forstjóri líftæknifyrirtækisins Prokaria, segir spennandi tíma framundan Líftæknifyrirtækiö Prok- aria ætlar aö hasla sér völl á alþjóðlegum sam- keppnismarkaöi líf- tækniiönaöarins. Fyrir- tækinu hefurtekist aö safna á annan milljarö króna frá innlendum fjár- festum og stefnir á hlutafjármarkað innan fárra ára. Prokaria ein- beitir sér aö því aó þróa ný lífefni úr hveraörver- um til margvíslegra nota. Jakob K. Krist- jánsson, forstjóri Prok- aria, segirí samtali viö Ómar Friöriksson að efnahagsumhverfið hafi tekiö stakkaskiptum á stuttum tíma og komin sé fram ný kynslóð í at- vinnulífinu sem hafi góöan skilning og þekk- ingu á mikilvægi há- tækniiönaöar. Morgunblaðið/Jim Smart „Segja má að við höfum farið inn í alþjóðlegt viðskiptaumhverfi á einni nóttu." Jakob K. Kristjánsson, forstjóri Prokaria. Með alla burði í al- þjóðlega samkeppni LOKUÐU hlutafjárútboði í líf- tæknifyrirtækinu Prokaria er nú lokið og búið að tryggja reksturinn til næstu ára. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær var samtals gefið út nýtt hlutafé fyrir 1,1 milljarð króna. Líftækniiðnaðurinn á íslandi hefur á undra skömmum tíma breyst úr lítilli rannsóknargrein, sem haldið var gangandi af vísindametnaði og styrkveitingum yfir í blómlegan iðnað á alþjóðlegum samkeppnismarkaði. Allt hlutaféð var selt til valinna áhættufjárfesta hér innan lands, sem hafa þar með eignast 40% í fyrirtæk- inu. „Hér er um hefðbundna áhættu- fjármögnunarleið að ræða og eru all- ir aðilar sammála um að líta á þetta verkefni sem langtímafjárfestingu og verður hlutaféð bundið til lengri tíma og er framsal bréfanna óheimilt," segir í fréttatilkynningu Prokaria í gær. Jakob K. Kristjánsson, líftækni- prófessor og forstjóri Prokaria, er einn helsti frumkvöðullinn að stofnun fyrirtækisins. Hann segir að vöxtur- inn sé hraður og væntingar til tækn- innar miklar. Forsvarsmenn félags- ins og áhættufjárfestarnir bindi miklar vonir við þróun og möguleika líftækninnar á komandi árum. Helstu markaðir fyrirtækisins eru rannsókn- arstofur, heilsuþjónusta, efnaiðnað- ur, matvælaiðnaður og lyfjaiðnaður. Reiknað er með að eftirspurn eftir líf- rænum lausnum í efnaiðnaði muni tífaldast á næstu tíu til 20 árum og í lyfjaiðnaði er búist við miklum vexti við framleiðslu próteinefna til lækn- inga. Talið er að líftæknin í heiminum velti í dag um 30 milljörðum Banda- ríkjadala, efnaiðnaðurinn 800 mil- Ijörðum, lyfjaiðnaðurinn 300 milljörð- um og landbúnaðurinn 70 milljörðum. Inn á þennan markað stefnir Prokaria ákveðið og með traustar undirstöður, að sögn Ja- kobs. Prokaria er ungt líftæknifyrirtæki, stofnað í júní 1998, og hét þá ís- lenskar hveraörverur. Forsögu þess má þó rekja aftur um 15 til 20 ár, þeg- ar Jakob og fleiri vísindamenn hófu líftæknirannsóknir hér á landi. Það notar nýjustu tækni við einangrun og rannsóknir á erfðavísum (genum) úr örverum í íslenskri náttúru og er megináhersla lögð á hveraörverur. Markmið fyrirtækisins er að skapa verðmæta þekkingu og þróa ný lí- fefni til nota í iðnaði, rannsóknum og í lyfjaframleiðslu. Aðstandendur fyrirtækisins leggja áherslu á að með starfsemi þess sé hugvit íslenskra og erlendra vísinda- manna virkjað og áhersla sé lögð á náttúruvernd í allri starfsemi þess. Enn sem komið er hafa aðeins um 1% allra náttúrulegra örverutegunda verið einangraðar og því er stærsti hluti lífheimsins enn órannsakaður og vannýttur. Skv. upplýsingum Jakobs hefur Prokaria þróað nýjar aðferðir til að rækta hærra hlutfall óþekktra hvera- örvera en hingað til hefur verið mögulegt og getur þannig nýtt mun fleiri tegundir til hagnýtrar genaleitar en áður var hægt með góðu móti. Hitaþolin ensím úr hveraörverum gegna mikilvægu og sívaxandi hlut- verki í fjölmörgum iðnaðar- og rann- sóknarferlum í heiminum, segir hann og bætir við að nýjar aðferðir, góð aðstaða ásamt 5 ára sérleyfi sem fyrirtækið fékk í fyrra til sýnatöku og rannsókna á 28 af bestu hverasvæð- um landsins, skapi fyrirtækinu nauð- synlega sérstöðu og veiti því forskot á samkeppnisaðilana. Landhelgi um erfðaauðlindir íslensku náttúrunnar Jakob beitti sér fyrir stofnun líf- tæknifyrirtækisins Genís á sínum tíma í samstarfi við Háskóla íslands, Iðntæknistofnun og fyrirtækin Pharmaco og Delta. Náðist töluverð- ur árangur en tímasetningin var ekki rétt, að sögn hans. „Menn höfðu ekki þá þekkingu og skilning sem nauð- synlegur er á því hvernig væri hægt að búa til líftæknifyrirtæki og fjár- magnið var ekki til staðar. í árslok 1997 var farið að halla töluvert mikið undan fæti og ég horfði fram á sam- drátt og uppsagnir. Ég var farinn að velta því mikið fyrir mér hvernig ég gæti haldið þessu áfram og hvort ég þyrfti að fara að segja upp fólki. Ég heimsótti þá Geir H. Haarde, þáver- andi alþingismann, sem ég er vel kunnugur. Ég ræddi þessi máli við hann og benti á að við hefðum Ríó- sáttmálann, sem var samþykktur af Alþingi 1994, en þar eru skilgreindar erfðaauðlindir ráttúrunnar eins og aðrar náttúruauðlindir. Hann hefur þá þýðingu að hvert land fyrir sig fær fullan yfirráðarétt yfir sínum erfðaauðlindum. Sáttmálinn hefur ekki lagagildi fyrr en viðkomandi ríki hafa lögfest hann. Ég ræddi við Geir um hvort ekki væri hægt að virkja ■HHH Reiknum með því að þurfa að greiða gjald þennan samning og búa til það sem ég kallaði á sínum tíma „landhelgi um erfðaauðlindir íslensku náttúr- unnar". Aðgangur að þessum auð- lindum var opinn og öllum frjáts og erlendir vísindamenn og fyrirtæki sóttu óhindrað sýni í íslensku hver- ina. Við vorum þeirrar skoðunar að það gengi ekki að hafa þetta allt opið þar sem hver sem er gæti komið til landsins og safnað sýnum úr ís- lensku hverunum. Við Geir vorum farnir að vinna svo- lítið í málinu þegar hann sagði Kára Stefánssyni [forstjóra íslenskrar erfðagreiningar] af þessu og það varð svo til þess að Geir boðaði okk- ur tvo á fund á skrifstofu sinni. Ég lýsti fyrir Kára hvað ég væri með í huga, um að settar verði reglur um aðgang að þessari auðlind, en þá sagði Kári; „Þetta er algjör lágkúra hjá þér Jakob. Við gerum þetta bara sjálfir. Við förum ekki að taka upp eitthvað rúllugjald og selja útlending- um aðgang". Kári bauðst til að standa við bakiö á mór ef ég vildi halda þessu áfram og sú varð niðustaðan, þannig að segja má að fyrirtækið hafi raunveru- lega orðið til þarna á skrifstofunni hjá Geir H. Haarde. Við Kári og Hannes Smárason, aðstoðarforstjóri ÍE, stofnuðum svo fyrirtækið formlega í júní 1998 og fyrstu starfsmennirnir voru ráðnir í október. Þessi breyting var kynnt og gerð í góðu samráði við Iðntækni- stofnun og Háskóla íslands, þar sem ég starfaði. Við lukum hér við öll verkefni og skyldur og réðum síðan sex lykilstarfsmenn, sem starfað höfðu að þessum rannsóknum hjá Iðntæknistofnun, til nýja fyrirtækis- ins. Starfsemin hefur vaxið smátt og smátt og eru nú 19 starfsmenn hjá fyrirtækinu en verða 20 innan tíðar,“ segir Jakob. Tímamót í sögu líftækni á íslandi Hann segir að nú sé komið að þáttaskilum þar sem til er orðið sjálf- stætt fyrirtæki með eigin fjárhag. „Þetta eru því mikil tímamót, ekki bara í sögu fyrirtækisins, heldur í allri þessari sögu líftækni á íslandi og þá hveraörvera sérstaklega,“ bætir Jak- ob við. Að sögn Jakobs fékkst allt fjár- magnið sem safnað hefur verið frá íslenskum áhættufjármögnunaraðil- um, samtals 1,1 milljarður króna. „Það sýnir okkur líka hvað fjár- magnsumhverfið er orðið breytt. Hér starfa ákveðnir fjármögnunaraðilar sem sérhæfa sig í líftækni, hafa orðið þekkingu og reynslu úralþjóðlegu líf- tækniumhverfi og eru færir um að meta þessi mál og taka þátt í svona verkefni á eigin forsendum." - Það hlýtur að vera sérstök reynsla fyrir þig að fá skyndilega svona mikla fjármuni til ráðstöfunar eftir að hafa árum saman starfað að þessum rannsóknum hjá opinberri stofnun og í sífelldrí baráttu við að krfa út „smápeninga “ í styrki hér og þar? „Já, maður verður oft að klípa sig í handlegginn til að sannfærast um að þetta sé allt raunverulegt. Þetta er þvílík breyting að það er naumast hægt að lýsa því. Viðhorfsbreytingin var mjög skyndileg. í árslok 1997 var ég að gera áætlanir um samdrátt og uppsagnir en nú höfum við fengið þennan mikla stuðning og áhuga. Um leið og við Kári tókum þessa ákvörðun á sínum tíma, urðum við strax varir við mikinn áhuga. Þó að við séum að Ijúka þessari fjármögn- un núna þá trúðum við því frá upp- hafi að þetta myndi takast. Það hefur verið ótrúlegt að upplifa þær miklu breytingar, sem hafa raun- verulega átt sér stað á öllumsviðum. Hér hefur allt efnahagsumhverfi gjör- breyst. Það hefur myndast auður í þjóðfélaginu en mestu skipta þó kynslóðaskiptin í atvinnulífinu. Gjörbylting í atvinnulífinu Sú gjörbylting sem orðið hefur í öllu atvinnulífinu hófst fyrir um áratug síðan. Eldri menn sem stóðu að stofnun fyrirtækja landsins voru að hverfa af vettvangi og yngri menn tóku við. Þessu hefur fylgt viðhorfs- breyting vegna þess að þarna kom þekkingin inn. Fyristaðan sem við rákum okkur á hér áður fyrr var sú, að þegar við fórum og töluðum við menn í atvinnulífinu skildu þeir okkur ekki og tortryggðu það sem við vor- um að gera. Við komumst ekkert áfram og þó tekið væri kurteislega á móti okkur þá komum við í raun og veru alls staðar að lokuðum dyrum. Nú taka á móti okkur nýir stjórnend- ur, sem hafa þekkingu á hátækniið- naði og möguleikum hans, hafa trú á sjálfum sér og treysta sér til að taka þátt í svona verkefnum. Fyrir nokkr- um árum stofnaði Kári Stefánsson svo íslenska erfðagreiningu, sem velti stærsta steininum á þessu sviði. Segja má að við höfum farið inn í al- þjóðlegt viðskiptaumhverfi á einni nóttu.“ Sækja genin út í náttúruna Jakob segir Prokaria sé orðið öfl- ugasta fyrirtæki í Evrópu á sínu sviði, sem einbeiti sér að öflun verðmætra erfðavísa og lífefna með því að sækja erfðaefnið beint í náttúruna. Hann var beðinn að útskýra á hvern hátt fyrirtækið stundaði rannsóknir á erfðavísum úr náttúrunni og skapaði úr þeim verðmætar afurðir og þekk- ingu. „Við erum í rauninni að sækja gen út í náttúruna. Uppskriftin að öllum efnum sem unnin eru úr lífheiminum eru í genum lífvera, hvort sem þar er um að ræða hveiti eða hverja aðra framleiösluafurð. Erfðatæknin og líf- tæknin fæst við að vinna með genin. í einföldu máli felst þetta í því að ein- angra einstök gen. Lífverurnar eru flóknar, þær eru uppbyggðar af tug- þúsundum gena sem starfa saman en þegar við ætlum að nýta þetta í iðnaði þá gerum við hlutina einfald- ari. Segja má að við förum inn í lífver- una og sækjum eitthvert eitt gen, sem hefur ákveðna eiginleika, sem við erum að sækjast eftir. Síðan þarf að laga þetta gen til og koma því fyrir f einhverjum framleiðslulífverum, þar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.