Morgunblaðið - 10.09.2000, Side 11

Morgunblaðið - 10.09.2000, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 11 sem eiginleikar þeirra eru leiddir fram. Það er nú þegar búið að hanna nokkrar gerðir af svona framleiðslu- lífverum. Algengasta lífveran sem er notuð er saurgerillinn Escherichia. coli, sem hefur lengi verið rannsókn- arstofudýr og er notað í framleiðslu. Flestir reyna að nota örverur í slíka framleiðslu vegna þess að þær eru mjög hagkvæmar,“ segir Jakob. Hl hagsbóta fyrir fólk og umhverfi Prokaria notar DNA raðgreiningu og líftæknigagnagrunn sem komið hefur verið á fót til að finna og þróa ný ensím og smásameindir út nátt- úrulegum örverum. Hann segir að þessi efnasambönd séu ein helsta stoðin í þróun líftækninnar á kom- andi öld. Stór hluti efnaiðnaðar í heiminum þarf lífræna efnahvata í stað ólífrænna til að auka virkni og minnka mengun. Paþpírsiðnaðurinn, olíu og námaiðnaður ásamt hefð- bundnum efnaiðnaði lítur í æ ríkara mæli til líftæknilegra lausna í fram- leiðslu, að sögn Jakobs. Aukin eftir- spurn er eftir hitaþolnum ensímum á fjölmörgum sviðum efnaiðnaðarins og stórir markaðir eru þegar fyrir hendi s.s. í þvottaefni, til bjórfram- leiðslu og við framleiðslu sætuefna. Þessi líftæknifraleiðsla er einnig sérstaklega til hagsbóta fyrir fólk og umhverfi. Bendir Jakob því til stuðn- ings á að framleiðsla á líftækniplasti sé t.d. þegar hafin, sem muni minnka mengun vegna þlastúrgangs og landbúnaðurinn hafi þegar nýtt sér erfðafræðina til kynbóta. Ensím munu í auknum mæli verða notuð til að auka meltanleika fóðurs og nýta enn betur arðsemi fóðurræktunar og kjötframleiðslu. ,,Á bak við þetta allt eru gen. Við erum að sækja þessi gen út í náttúr- una. Hitakærar örverur eru áhuga- verðar vegna þess umhverfis sem þær lifa í við háan hita. Það þýðir að þau efni sem þær framleiða, sem er aðallega ensím en geta verið ýmis önnur efni líka s.s. fitur og ýmis smærri efni eins og lyfjaefni og efni sem hægt er að nota sem rotvarnar- efni, verða að þola þetta harðgera umhverfi. Það er hægt að finna þessa harðgerðu eiginleika hjá hveraörverum. Sú er grunnástæðan fyrir því að hveraörverur eru svona áhugaverðar. Og tækninni fleygirfram þannig að þetta byggir ekki lengur eingöngu á því að við sækjum náttúruleg gen, þó það sé grunnurinn. Þegar búið er að einangra genin er þeim breytt, þau endurbætt og löguð til. Það má segja sem svo að við séum á genaveiðum en við fáumst ekki eingöngu við að veiða hráefnið, heldur vinnum við líka úr því til að skapa meiri verðmæti. Fyrir nokkrum dögum síðan var Samherji að vígja nýtt, stórt og öflugt skip, fullbúið alls konar tækjum. Forstjórinn lýsti skip- inu svo að þeir gætu unnið aukin verðmæti úr tegundum eins og kol- munna og loðnu og síld. Þetta snýst því bæði um að sækja í auðlindina, hafa fjölþætta möguleika á að geta sótt í fleiri en eina auðlind og að vinna úr verðmæti úr hráefninu. Þetta er mjög svipað þeirri hugsun sem ríkir hjá okkur. Við byggjum starfsemina upp utan um hveraör- verur en ég legg mikla áherslu á að við getum beitt henni á hvaða örver- ur sem er.“ Sækja upplýsingar í gagnabanka „Hluti af þessari tækni okkar bygg- ir á erfðaupplýsngum sem eru að verða til út um allan heim. Raðgrein- ingu alls erfðamengis mannsins er að mestu lokið og það er búið aö rað- greina fleiri lífverur, m.a. allt erfða- mengi yfir 20 bakteríutegunda, þ.á m. nokkurra sýkla og allar þessar upplýsingar eru aðgengilegar. Stór hluti starfsemi okkar felst núorðið í að safna úr þeim upplýsingum sem þegar eru til staðar. Við förum í þessa gagnabanka og sækjum genaraðir fyrir ákveðnar genafjöl- skyldur." Jakob var spurður hvort íslenska hveraauðlindin, genanámurnar, væru einstæðar í heiminum. „Já, hún er það. Auðvitað eru hverir úti um allan heim en ég hef ekki heyrt neinn mótmæla því að hér sé besta hverasvæði í heimi, a.m.k. út frá okk- ar sjónarmiði. Hér höfum við aðgang að stærsta og besta jarðhitasvæði heims. Það er meiri jarðhitaorka sem kemur hér út en á nokkrum öðrum Rannsóknir á hitakærum örverum hófust 1982. Prokaria (íslenskar hveraörverur) stofnað 1998. \/ Samsarfssamningur gerður við ísl. erfðagreiningu. </ Veitt sérleyfi til hagnýtra rannsókna til 5 ára. \/ Heildarfjárfesting komin yfir milljarð króna. \/ Starfsmenn eru nú 20. Markaður fyrir líftækni og ensím í efnaiðnaði \/ Chiral (hendin) lyf V Anti-oxidantar V Vítamín Litarefni V Plast \/ Pólymerar og trefjar í lyfjaiðnaði \/ Sívirk smáefni \/ Sýklalyf Sveppalyf \/ Rotvarnarefni V Ensímtengd mótefni í iðnaði \/ Þvottaefni \/ Sætiefni og ethanol V Fjarlægja sterkju úr efnum V Pappírsframleiðsla V Endurbættar olíur \/ Örverur til olíuvinnslu í landbúnaði \/ Ensím til að bæta meltanleika fóðurs V Phytasar (losar fosfat og járn) \/ Carbohydrasar (aukin orkunýting) •/ Proteasar (ungviðisfóður) Framtíðin •S Safna og greina valin gen og örverur. \/ Raðgreina genamengi veira og baktería. \/ Byggja upp gagnagrunn um genafjölskyldur. \/ Sérhanna ný ensím úr náttúrulegum genum. \/ Vinna með öflugum samstarfsaðilum. \/ Sækja um 100 einkaleyfi á næstu 5 árum. einum stað í heiminum, heildarflatar- mál hverasvæða er meira og heildar- fjöldi hveraopa eru fleiri en finnast annars staðar. Þessu til viðbótar er fjölbreytileikinn alveg gífurlegur. Við erum með hveri niður á sjávarbotni, í fjörunni og alla leið uppi undir jökl- um, við alls konar skilyrði. Það hversu aðgengileg hverasvæðin eru, mikill fjöldi þeirra og fjölbrytileiki skapar okkur líka mikla sérstöðu. Hér höfum við aðgang að 5.000 mis- mundandi hverum í innan við klukku- stundar akstur frá rannsóknarstof- unni. Það er einstakt í heiminum. Við getum því unnið hér með fersk sýni alla daga ef okkur sýnist svo. Allt þetta gerir okkur mjög auðvelt um vik,“segirhann. - í október 1999 fékk Prokaria sér- leyfi til 5 ára til að stunda rannsóknir á 28 af helstu hverasvæðum lands- ins. Að sögn Jakobs gerir leyfið fyrir- tækinu kleift að stunda rannsóknir sem ekki er hægt að stunda annars staðar og gefur því forskot á erlenda samkeppnisaðila. „Það var farin sú leið að skipta landinu í 60 svæði. Síðan auglýsti iðnaðarráðuneytið eftir umsóknum um 30 svæði að eigin vali að undan- skildum 12 svæðum sem voru tiltek- in sem náttúruverndarsvæði. Við sóttum um 30 svæði. Bláa lónið sótti um tvö svæði og fékk í Svartsengi og á Reykjanestá en við fengum 28, að eigin vali og erum sáttir við það sem við fengum. Við völdum annars veg- ar hverasvæði sem eru aðgengileg í nágrenni okkar og hins vegar svæði sem hafa margs konar sérstöðu, sem við skilgreinum svo út frá okkar hagsmunum." - Það gerir ykkur þannig kleift að búa til nýja þekkingu, sem er megin- viðfangsefnið? „Já, við erum að skapa þekkingu. Genin eru auðvitað efnisleg verð- mæti en stærstur hlutinn felst í þekk- ingarsköpuninni og þekkingarverð- mætum. Þegar að því kemur að við förum út á markaðinn, en við eigum nú í viðræðum við ýmsa aðila, þá setjum við fram nokkur þær leiðir sem við höfum upp á að bjóða. Við bendum á að við höfum þróað að- ferðir til að leysa ákveðin vandamál, við búum yfir þekkingunni og höfum aðstöðu til að ná í þau gen sem menn vilja fá. Við skilgreinum verk- efnin og höfum við lagt áherslu á erfðatækniensímin og síðan ensím fyrir sykur og fóðuriðnð. Svo kynnum við viðskiptavinunum það sem við erum að vinna að en bendum jafn- framt á tæknina sem við höfum yfir að ráða, við sýnum fram á getuna og færnina og erum þá komnir í þá að- stöðu að selja öðrum lausnir. Þar eigum við auðvitað í samkepgni við önnur fyrirtæki, því út í heimi eru fyr- irtæki, sem sum hver eru að fást við það sama og við, þ.e. að sækja gen út í náttúruna. Önnur einbeita sér hins vegar að því að breyta genun- um o.s.frv. Þarna er því til staðar Ný svið V Kuldakærar örverur \/ Lyfjaleit \/ Sjávarlífverur •/ Fléttur ákveðinn geiri sem selur lausnir fyrir önnur fyrirtæki í efnaiðnaði, fóðurfyr- irtæki, lyfjafyrirtæki o.fl. og á þessum markaði störfum við.“ Líftækniiðnaðurinn í heiminum hefur safnað gífurlegu fjármagni á undanförnum árum og er enn að safna að sér fé, segir Jakob. „Þessi geiri hefur sennilega safnað um 25 milljörðum dollara á þremur árum, það eru þeir fjármunir sem eru í líf- tækninni í dag. Líftæknigeirinn sjálf- urerþannig orðinn markaðurfyrirlíf- tæknifyrirtækin. Við munum því ekki eingöngu einbeita okkur að því að selja til stórra fyrirtækja á borð DuPont og Hoffmann laRoche held- ur líka til annarra líftæknifyrirtækja og búa til samstarfsverkefni með öðrum líftæknifyrirtækjum,1' segir hann. Jakob segir að fram að þessu hafi Prokaria ekki lagt mikla áherslu á markaðsstarfið, heldur einbeitt sér að því að byggja upp tæknina og þekkinguna. „Eg hef mjög víðtæk al- þjóðleg sambönd og við höfum átt fundi með nokkrum fyrirtækjum sem hafa af fyrra bragði sýnt okkur áhuga. Þetta er þó enn sem komið er ekki komið neitt verulega áleiðis en viðræður eru í gangi. Þessir aðilar vilja allir vinna með okkur og sjá möguleikana í því sem við erum að gera og bjóða upp á, en svo er þetta alltaf spurning um verð og kjör og ekkert hægt að fullyrða um endan- lega samninga. Við eigum líka í við- ræðum við samstarfaðila, háskóla, stofnanir og fyrirtæki. Við lítum svo á að við séum evrópskt fyrirtæki. Evrópubandalagið hefur á síðustu tíu árum veitt 10-15 milljónir evra af styrkjafé sínu í rannsóknir á hveraör- verum, þannig að úti í Evrópu er fjöldi vísindamanna sem hafa í mörg ár unnið að hveraörverum. Þar er þó ekkert alvörufyrirtæki til á þessu sviði, þau eru öll í Ameríku." Samstarfssamningar við háskóla í Evrópu í aprfl sl. tilkynnti ESB að Prokaria hefði verið valið til að stýra 1,3 millj- óna evra rannsóknarverkefni í sam- vinnu við tvo háskóla. „Við eigum mjög góðan aðgang að samstarfs- aðilum úti í Evrópu. Við erum búnir að gera samstarfssamninga við tvo háskóla um Evrópuverkefni sem við fengum styrki til að vinna að, og við eigum í viðræðum við fleiri aðila. Menn eru mjög opnir fyrir samstarfi. Það virðist einfaldlega vera þannig að við séum bara á undan öðrum. í Brussel eru menn mjög hrifnir af okk- ur og ætla að kynna okkur í líftækni- kynningarbæklingi sem þeir ætla að gefa út í haust og taka okkur sem gott fordæmi um fyrirtæki sem a.m.k. að hluta til hefur orðið til úr rannsókn- aráætlunum Evróþubandalagsins,“ segir Jakob. - Þekkt er orðið í erfðatækninni að langur tími getur liðið þar til líftækni- fyrirtækin fara að skila hagnaði. Að- spurður um þetta segir Jakob að ekki sé reiknað með að Prokaria fari að skila hagnaði alveg strax. „En þetta á samt að geta gengið miklu hraðar fyrir sig en t.d. í mannerfðafræðinni og í lyfjageiranum, vegna þess að ferlið er miklu styttra frá því hugmynd vaknar og leit fer fram að geni og þar til farið er að selja markaðsvöru til fyrirtækja og stofnana. Það er ekki sama þörf á að fara í gegnum tíma- frekar leyfisveitingar og annað sem þessu fylgir," segir Jakob. Sækja um 100 einkaleyfi - Einkaleyfaverndin er forsenda þess að hægt sé að hagnýta þekk- inguna í þessum iðnaði. Hvar er Prokaria á vegi statt hvað einkaleyfa- umsóknirvarðar? „Það tekur töluverðan tíma að fá einkaleyfi eða 3—4 ár en við höfum sótt um tvö grunneinkaleyfi. Annað þeirra er svokallað rammaeinkaleyfi, sem við sóttum um í Bandaríkjunum fyrir hálfu öðru ári. Þá sóttum við um einkaleyfi á heilli veiru, sem í eru 140 þúsund basar og inniheldur hún 200 gen. Við vitum hins vegar að við munum ekki fá einkaleyfi á 200 gen- um, enda höfum við ekkert með það að gera í þessu sambandi, heldur er þetta gert til þess að tryggja sig snemma. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þetta ferli er allt- af að færast framar og því er nauð- synlegt að sækja um einkaleyfi nán- ast áður en aflað mikillar vitneskju og fylla svo í eyðurnar á þeim tíma sem við vinnum frá því umsóknin er lögð fram. Þessu einkaleyfi höfum við nú breytt í alþjóðlega umsókn og það ferli er í gangi." Jakob sagði fyrirtækið einnig hafa sótt um einkaleyfi á einu erfðabreyttu ensími, sem brýtur niður sellulósa og unnt er að nota t.d til þess að laga lit á fötum og búa til steinþvegnar galla- buxur. og þetta virkar líka í púður- notkun. Þriðja einkaleyfið er í vinnslu og verður vætnalega lokið við að skrá það innan tveggja til þriggja vikna. Auk þessa eru fleiri hugmyndir í gangi. að þarf alltaf að reyna að vera eins fljótur eins og hægt er vegna samkeppnisaðilanna. Við höfum sett okkur það markmið að vera búnir að sækja um 100 einkaleyfi á fimm árum. Þetta er auð- vitað mjög metnaðarfult en sam- keppnin er hörð og þetta er sú stærð- argráða sem samkeppnisaðilar okkar eru að vinna eftir." Fordæmi fyrir gjaldtöku - / lögum sem Alþingi setti um nýt- ingu hveraauðlinda og verndun er gert ráð fyrir heimild til gjaldtöku af nýtingu auðlindarinnar. Jakob var sþurður um þetta og hvort Prokaria myndi greiða auðlindagjald fyrir að- ganginn að genaauðlindinni í ís- lenskum hverum? Jakob sagði að sett hefði verið bráðabirgðaákvæði í lögin um rann- sóknir og nýtingu á auðlindum jarðar, þar sem hveraörverur væru skil- greindar sem auðlind. „Þar er ráð- herra veitt heimild til að veita rann- sóknarleyfi, eins og við höfum þegar fengið. Þegar svo kemur að nýting- unni vaknar spurning um gjaldtök- una. Á það hefur ekki reynt ennþá, en við reiknum með því að þurfa að greiða gjald. Það eru þegar komin ákveðin fordæmi fyrir slíkri gjaldtöku, þar sem byggt er á Ríó-sáttmálanum í nokkrum löndum og alþjóðlegum fyrirtækjum hefur verið gert að borga leyfisgjöld. Eru þáyfirieitt greidd 0,1- 0,25% af arði sem fengist hefur af viðkomandi efni sem fundist hefur. Mönnum kann að finnast þetta lítið en eðli málsins samkvæmt er um að ræða eitt af mörgum sýnum. Þegar litið er á þetta verðmætahlutfallið, verður að hafa í huga hvers virði sýn- ið er í upphafi. Öll „verðmætin" verða til eftir að sýnið hefur verið tekið og þau eru sköpuð með gífuriegum rannsóknar- og einkaleyfakostnaði. Þetta verður því að teljast raunhæft hlutfall og það hlýtur að verða tekið mið af því sem önnur fyrirtæki í al- þjóðlegri samkeppni búa við. Það verða varla tekin hærri gjöld af okkur en aðrir eru að borga.“ Framta'ðin er mjög spennandi Jakob var spurður um framtíð fyrir- tækisins og líftækniðnaðarins. „Framtíðin er mjög spennandi. Ég er sannfærður um að hún lofar góðu. Líftæknin hefur þanist hratt út. Þetta hófst allt fyrir um það bil 25 árum og hefur svo átt sinn meðgöngutíma en við vorum það heppnir íslendingar að komast snemma inn í þetta ferli, Það var óskaplega þýðingarmikið að við skyldum hafa byijað á undirbún- ingi að þessu á svipuðum tíma og aðrar þjóðir. Það er raunhæft að þetta hafi tekið svona langan tíma en það þýðir líka að nú er tæknin orðið það þroskuð að núna eru hlutirnir farnir að gerast. Læknisfræðin og lyfjafræðin leiða þessa þróun, eins og eðlilegt er. Þar eru verðmætin og eftir mestu að sækjast. Ég hugsa að það séu nú þegar komin um 50 líf- tæknilyf á markað og önnur 100 eru í pípunum, þannig að þetta þýðir að líftæknigeirinn er þegarfarinn að afla mikilla tekna. Þær byltingar sem við sjáum framundan á allra næstu ár- um í læknisfræðinni eru gríðarlegar. Öll þessi tækni steypist síðan yfir aðrar greinar. Við getum beitt líftæknilausnum á svo margt og líf- tæknin mun leika lykilhlutverk í fram- tíðinni í sambandi við alla umhverfis- vernd, við að fæða vaxandi mannfjölda á umhverfisvænan hátt, án þess að eyðileggja jörðina og framleiða meira fóður á minna lands- væði, með minni úrgangi. Líftæknin mun leysa þessi mál öll.“ Stefnt að skráningu á hlutafjármarkaði - Stefnir fyrirtækið á skráningu á hlutafjármarkaði? „Að því er að sjálfsögðu stefnt. Leiðirnar sem famar eru þar sem starfsemin verður að endanlegum verðmætum fyrir fjárfestana eru þekktar. Þar er í fyrsta lagi um að ræða þá klassísku leið sem Prokaria stefnir á að fara á hlutafjármarkað. Við stefnum á það innan fárra ára. En það eru líka aðrar leiðir fyrir hendi, s.s. sameining og eða upp- kaup fyrirtækja. Þetta eru allt formúl- ur sem eru vel þekktar í líftæknigeir- anum,“segir Jakob. Prokaria er nú til hústa í Efna- og líftæknihúsinu á Keldnaholti en ákveðið er að það mun flytja starf- semi sína í nýja rannsóknar- og skrif- stofuaðstöðu á Gylfaflöt 5 fyrir næstu áramót. Að sögn Jakob gerir nýaf- staðin hlutafjáraukning fyrirtækinu kleift að efla starfsemi sína og sækja inn á líftæknimarkaðinn. Stjórnendur fyrirtækisins stefni að því að afla verkefna og reikni með að innan fimm ára verði 50-70 manns starf- andihjá fyrirtækinu. Helstu samkeppnisfyrirtæki Prok- aria eru bandarísku líftæknifyrirtæk- in Maxygen og Diversa. Markað- sverðmæti Maxigen er í dag metið á rúma 100 milljarða króna (en það er f dag með 100 starfsmenn samanbor- ið við 20 fyrir þremur árum) og Di- versa er metið á 70 miiljarða. - Stendur Prokaria jafnfætis þess- um fyrirtækjum? „Tvímælalaust,“svarar Jakob. „Og við teljum okkur hafa alla burði til að keppa við þau.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.