Morgunblaðið - 10.09.2000, Side 16

Morgunblaðið - 10.09.2000, Side 16
16 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FJOLLUM“ Sumar (3) Morgunblaðið/Jim Smart Krosstákn „AF MYIVDLIST Hafnarborg A ö a I s a 1 u r MÁLVERK/INNSETNING GUÐRÚN KRISTJÁNS- DÓTTIR Opið frá 12 til 18 alla daga. Lokað þriðjudaga. Ókeypis aðgangur mánudaga. Til 25. september. Að- gangur 300 krónur í allt húsið. MÁLARINN Guðrún Kristjáns- dóttir er stórhuga og athafnasöm í listinni, flekar hennar miklir um sig og vinnubrögðin fáguð. Þetta allt kemur vel fram í verkum hennar í Hafnarborg, einnig að viðfangsefn- ið, Fjöll landsins, er henni ótæm- andi uppspretta formrænna hug- leiðinga á myndfleti. Staðfesta um myndefni er ekki stöðnun sbr. alla listasöguna, og hraðsoðnar nýjung- ar ekki aðalatriði, bera frekar vott um óþol og óöryggi, ennfremur ranga skólun og grunna hugmynda- fræði. Alla jafna mikilvægt að finna réttu lærimeistarana og halda sig við þá, var þannig einmitt að ljúka við að lesa rýni um þýskan ljós- myndara og prófessor við listahá- skólann í Karlsruhe, Candide Höf- er að nafni, sem var heil 9 ár hjá sama lærimeistaranum við listahá- skólann í Diisseldorf! Þetta upp- lýsir okkur á útskerinu, að trauðla er mögulegt að staðla og afmarka listnám við áfanga og tímalengd líkt og bóknám, öllu heldur telst meginveigurinn vera skynrænn óáþreifanlegur árangur, tímavíddin því sértæk, abstrakt. Hér má bæta við, að skólafélagar Höfer þessi ár voru stórstirni eins og Andreas Gurski, Thomas Ruff, Axel Hutte og Thomas Struth, og ættu upp- lýstir að þekkja eitthvað til þeirra, í öllu falli tveggja hinna fyrstnefndu. Við lestur rýninnar kom sýning Guðrúnar sterklega upp í hugann, því vinnubrögð hennar krefjast ein- mitt hins mikla aga og kröfuhörku sem skín út úr ljósmyndum þessa fólks þar sem tilviljanir eru bann- færðar. I upphafi áttunda áratugar- ins ruddi prófessor þeirra, Bernd Becher, sérstakri hugmyndafræði braut við listaháskólann, vel að merkja af fágaðari tegundinni og að auk með yfirburða tækni að leið- arljósi. Eg vík að þessu hér, vegna þess að svo virðist sem Guðrún standi á tímamótum, að með henni þróist einhverra hluta vegna vaxandi þarfar til breytinga og uppstokkun- ar sem kemur helst fram í innsetn- ingunni í útskoti aðalsalar. En þessar breytingar virka enn sem komið er ekki sannfærandi og veikja til muna heildaryfirbragð sýningarinnar, sem verður mál- verkasýning með markaðri en þó fullósannfærandi innsetningu sem viðbót. I raun eru allar mynd- listarsýningar í eðli sínu innsetn- ingar í tilfallandi rými eins og þeir vita sem unnið hafa við hina að- skiljanlegustu framnínga á sviðinu, þótt hér sé vitaskuld um nokkra út- víkkun hugtaksins að ræða. En við þessa hliðarframnínga verður heildarhugsun listakonunnar meira reikandi líkast sem skorti á yfir- legu og dýpt, eða hlutirnir einfald- lega ofhugsaðir. Þetta kemur einnig fram í út- færslu málverkanna, þau ekki eins jafngóð og markviss og fyrr er listakonan lét afmarkaðan form- heim ráða ferðinni. Þannig skera tvö verk, Sumar (3), og Haust (7), sig úr við endurtekna skoðun fyrir traust og nákvæm vinnubrögð. í fyrra tilvikinu fyrir mjúk slikju- kennd form, birtumögn og upphafið ljósflæði en í því seinna dökkt yfir- bragð og dulræn mögn blakkra smáforma, sem eins og streyma út úr því en eru þó kirfilega skorðuð á myndflötinn. Líkt og gerðist um fyrstu abstrakt myndir Kandinsk- ys, þar sem allt er á ferð og flugi en formin þó eins og skrúfuð inn í myndflötinn. í eina veru á samlík- ingin vissulega við þótt útfærslan sé snöggtum önnur og yfirbragðið öllu rólegra hjá Guðrúnu, hin mörgu smáform eða tákn sem leiða hugann að ófreski og rúnaletri liggja fastskorðuð og kirfilega á myndfletinum. Segir okkur raunar að í og millum slíkra ólíkra birting- armynda liggi hafsjór tjámöguleika og jafnframt nýjunga. Listakonan þarf þannig ekki að leita út fyrir rammann að myndefnum því hún er með þau í lúkunum og allar mik- ilsverðar nýjungar koma innan frá. Þá er svo nokkur spurn hví lista- konan hallast svo mjög að yfir- stærðum í verkum sínum, einkum í ljósi þess að rismikil formkennd þ.e., monumentalitet, getur einnig komið fram í smærri stærðum eins og margur veit. Miklar stærðir hafa þó vissulega verið „trendy", í núlistum á undangengnum árum en þær einar segja ekki alla sögu. Málverkunum er vel fyrir komið í salnum, þótt þótt stöðlun og reglu- festa gangi kannski fulllangt, en eitt stingur nokkuð í augu, lýsingin, sem er full ungbúin og þrátt fyrir að reynt sé að magna áhrifin með því að beina ljósflæðinu að mynd- unum svipað og á sýningu Péturs Gauts fyrr á árinu. Eitthvað ber þetta keim af leikrænum tilburðum og mitt álit er að verkin þarfnist öllu frekar hreinnar, klárrar og jafnrar birtu til að njóta sín og þá helst náttúrubirtu, þannig nutu málverk listakonunnar sín mun betur í Gerðarsafni um árið. Jafnan sakna ég hliðar- og ofanbirtu þegar ég skoða málverk í þessum sal, eins upplagt og það var í upphafi að setja glugga á þakið og er raunar ekki um seinan. Fyrir vikið líður listin fyrir sérvisku hönnuðarins eins og svo víða sér stað í safna- byggingum ytra og listamenn sem aðrir þolendur eru ekki par ánægð- ir með... Bragi Ásgeirsson MYIVDLIST Hafnarborg Sverrissalur/Apótek TRÉRISTUR KROSSTÁKN ÞORGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR Opið alla daga frá 12-18. Lokað þriðjudaga. Ókeypis aðgangur mánudaga. Til 25. september. Aðgangur 300 krónur í allt húsið. GRAFÍKLISTAKONAN Þor- gerður Sigurðardóttir hefur skapað sér ótvíræða sérstöðu hér á landi fyr- ir trúarleg minni í list sinni, þar sem hún fer sínar eigin leiðir. Fyrir hið fyrsta eru þetta myndefni sem standa hjarta hennar nærri og svo finnur hún í þeim ótakmarkaða möguleika til sértækra vinnubragða innan grafíklistarinnar. Listakonan er ekki einungis að skapa útfrá trúarþörfinni einni, heldur finnur öðru fremur áhugaverð viðfangsefni í trúarlegum minnum og táknum. Verður hér einkum fyrir áhrifum af því sem tengist íslenzkri geymd í þeim efnum, en er um leið sameign kristninnar. Hér er það skynrænt og jarðtengt inntakið sem máli skiptir, um leið sú útgeislan sem er kraftbirt- ingur allra trúarbragða, hverju nafni sem þau nefnast, jafníramt undir- staða mannlegs samfélags. Við höfum séð þesssi vinnubrögð í ýmsum afmörkuðum útgáfum á fyrri sýningum Þorgerðar, iðulega hiut- vöktum, og ekki bregður Þorgerður af venju sinni er hún tekur nú kross- táknið fyrir í tilefni 2000 ára kristni í heiminum. Nema að þessu sinni er leikurinn innhverfari og um leið sér- tækari, jafnvel í þá veru að kross- táknið leysist upp í nær fullkomlega huglægt myndferli. Kristnin getur ekki eignað sér krosstáknið, sem hún fékk fyrirhafn- arlaust, kom líkt og fljótandi á fjöl langt aftur úr grárri fomeskju. Og eins og getur að lesa í fátæklegri skrá hafa krosstákn af ýmsu tagi lengi verið til hjá fólki með ólíkan átrúnað víða um jörð og það hefur gefið þeim misjafna merkingu. Krossinn kom ekki til sögu sem aðal- tákn kristninnar fyrr en fyrstu aldir kristnisögunnar voru liðnar. Innan deilda hennar hefur alls ekki verið samkomulag um hver væri boðskap- urinn í krossi Krists, hvað hann tákn- aði, í hvaða formi ætti að sýna hann og hvernig umgangast hann og nota. Þetta eru nytsamar upplýsingar komnar frá Ólafi H. Torfasyni, og um form krossins segir hann ennfremur: ,Algengt er samt að túlka tvær línur sem skerast í réttu horni með hug- myndum um lárétt og lóðrétt, mann- legt og guðlegt, veraldlegt og and- legt, staðnað og virkt, kveneðli og karleðli, neikvætt og jákvætt, rétt og rangt, dauft og lifandi. Tvíhyggja af þessu tagi og áhersla á andstæður er eitur í beinum margra sem segja margt þarfara en flokkunarfræði og að kljúfa í fylkingar. Að öðru leyti gleymir fólk sér oft í myndrænni út- færslu krossins og efnisgerð.“ Gott að hafa þetta að veganesti áð- ur en sýningin er skoðuð, en menn skyldu ekki álíta að hér sé um ná- kvæma útlistan þessara atriða í myndrænum búningi að ræða, eins konar skýrslugerð og kortlagningu fyrirbærisins. Ollu frekar er það hrif- máttur og útgeislan krossins sem ræður för, lögun og form ásamt letri meðhöndlað á ýmsa vegu, hinn innri kraftbirtingur og trúarfuni virkjaður á sem fjölþættastan hátt. Hér er það gríski krossinn sem tekinn er til með- ferðar, hinn svokallaði vígslukross Gregoríusar I páfa, sem var uppi um 600. Hinn velþekkti texti, jafnt fyrir sem eftir siðaskipti, sem er hending úr kvæði úr bréfabók Gregoríusar, hafður að leiðaríjósi; að ekki skuli dýrka helgimyndimar sjálfar heldur inntakið að baki. Þetta vakir öðru fremur fyrir listakonunni, sem tekst það með ágætum er best lætur, hún nálgast viðfangið frá mörgum hlið- um, þótt jafnt verklagið sem mynd- efnið sé harla einhæft. Átökin felast í mismunandi skynhrifum og áhersl- um varðandi myndbyggingu og lita- flæði, hinar trúarlegu áherslur eru þannig tilfinningar listakonunnar fyrir krossforminu hverju sinni og hlutirnir stokkaðir upp eins og verk- ast vill frá einni mynd til annarrar. Myndunum er smekklega komið fyr- ir á veggjunum en þó hefði mátt rjúfa staðlaða upphenginguna á stöku stað, leyfa henni að anda. Gerandinn nefnir þetta tréristur, en kannski er hér málum blandað og einþrykk af tréplötum réttara nafnið en það er ekki gott að átta sig á tækninni og síst fyrir þá skoðendur sem ekki eru inni í grafík. Hefði því verið æskilegt að gera grein fyrir hinum sérstöku vinnubrögðum í skrá, ekki síður en inntaki myndefn- isins. Nefndi hér áður fátæklega skrá, sem má vera rétt og naumast við hæfi í virðulegri listastofnun, en hér má koma fram að í tengslum við sýn- inguna var væntanleg bók eftir nefndan Ólaf H. Torfason: Nokkrir Islandskrossar, og þar tekur hann ýmislegt fyrir sem krossum tengist, vegkrossum, og krossum á víðavangi hér á landi, krossörnefnum og fleiru. Bókin átti að liggja frammi opnunar- daginn en prentun seinkaði og hún var ei heldur komin við endurtekna skoðun sýningarinnar. Nógu slæmt þegar sýningarskrár/bækur koma hálftíma fyrir opnun sýninga, ang- andi af prentsvertu, sem er viðvar- andi vandamál, en hér skal viljinn metinn og er ekki að efa að bókin virki sem vítamínsprauta á sýning- una þegar hún loks liggur frammi. Bragi Ásgeirsson V/ö NAMSKEIÐ UM INDÍÁNAMENNINGU Enn er hægt að bæta við þáttakendum á þetta \w^’ 6 vikna námskeið. Á námskeiðinu sem er með sérstakri áherslu á Rómönsku Ameríku verður fjallaö um eftirfarandi þætti: 1. vika: a) Forsaga indíána í Ameríku uppruni - komuleiðir - komutími. b) Þróun menningar ÍTehuacán dalnum (8500 f. Kr. - 1500 e. Kr.). c) Fjöldi og dreifing indfána um álfuna. d) Staða indíána í álfunni við komu Evrópumanna um 1500. 2. vika: a) Fornþjóðir í Mexikó (Olmeca, Teotihuacán ofl.). b) Mayar, fyrri hluti. 3.vika: 5.vika: Mayar, einstök svæði og einstakir Fornþjóðir í Suður- Ameríku-Chavín, menningarþættir. 4.vika: Aztekar, saga þeirra, menning og 6.vika: Moche, Nazca, Tiahuanaco, Chimú, Inkar fyrri hluti ofl. hrun. a) Inkar, seinni hluti. b) Örlög indíána 1492 2000. Kennslan ter frant á miðvikudöguni frá 20. sept. ttl növ. kl. 20.00 - 21.30. Kennari er Sigurður Hfartarson sagnfræðingur og kennari t/ið Wi Fyrirhuguð er ferð tíi Mexíkö næsta ver Innritað er ísíma 595 5280 6ert er ráð fyrtr að innritunargialíl sé greitt við innritun. fiektor Morgunblaðið/Jim Smart Þorgerður Sigurðardóttir, Krosstákn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.