Morgunblaðið - 10.09.2000, Síða 34

Morgunblaðið - 10.09.2000, Síða 34
34 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ ENN UM ÁL, GRÓÐURHÚSA- LOFTTEGUNDIR OG KYOTO TRYGGVI Felixson fram- kvæmdastjóri ritar grein í Morgun- blaðið 10. ágúst sl. sem nefnist „Af áli, gróðurhúsalofttegundum og flótta frá Kyoto“. Þar víkur hann að grein minni í sama blaði frá 30. júlí sl. sem nefndist „Um ál, vinnslu þess og notkun“. Grein Tryggva er málefnaleg og yfirveg- uð. En í henni eru nokkur atriði sem mér finnst ástæða til að gera athugasemdir við. Ennfremur gef- ur hún tilefni til að reifa þetta mál frekar en ég gerði í greininni 30. júlí. Tryggvi segir: „Ekki er sjálfgef- ið að álnotkun haldi áfram að vaxa þótt hún hafi vaxið mikið sl. ára- tugi“. Það er vitaskuld rétt að það er ekki víst að álnotkun haldi áfram að vaxa til eilífðarnóns. En með hliðsjón af því að búist er við að jarðarbúum fjölgi úr 5,3 milljörðum 1990 í 7,9 milijarða 2020, að núver- andi þróunarlönd eru óðum að iðn- væðast og að nothæfir staðgenglar áls eru enn ekki í sjónmáli sem markaðsvara enda þótt hugmyndir um þá hafi verið settar fram má telja víst að álnotkun haldi áfram að vaxa svo langt fram í framtíðina sem nú verður séð. Muna verður að það tekur tíma að þróa staðgengla frá hugmyndum í markaðshæfar og samkeppnishæfar vörur. Allt um , það má það vel vera að önnur efni leysi ál af hólmi síðar meir. Tryggvi getur þess líka að fram- leiðsla áls valdi „mengun sem rýrir gæði umhverfisins". Þótt sam- keppnishæfir staðgenglar finnist segir það ekkert um að framleiðslu þeirra fylgi minni mengun. „Á1 sem framleitt er með vatnsorku dregur ekki úr losun GHL“ Þetta staðhæfir Tryggvi í grein sinni. Hann viðurkennir að færa megi góð rök fyrir því að ál sé heppilegra til notkunar á ýmsum sviðum en t.d. járn og aðrir þyngri málmar en bætir við: „En við þurf- um að gera betur“. Af hverju skyldi ál vera heppi- legra til notkunar í farartækjum en jám og aðrir þyngri málmar? Er það ekki m.a.vegna þess að það gerir farartækin léttari þannig að minna eldsneyti þarf til að knýja þau áfram sem aftur leiðir til þess að minna losnar af koltvísýringi frá farartækjum. Þetta var einmitt sýnt fram á í grein minni og þess getið að spamaðurinn næmi 6 kg af CO2 á hvert kg af hrááli. Þessi sparnaður er í sjálfu sér óháður því hvemig rafmagnið til álvinnslunnar er framleitt. En á móti honum kemur losun- in frá vinnslu álsins sem er mjög undir því komin hvernig rafmagnið er fram- leitt, svo sem rakið var í greininni. Þar kom það fram að þessi losun næmi 1,9 kg af CO2 á hvert kg af hrááli ef rafmagn- ið væri framleitt úr vatnsorku við ís- lenskar aðstæður eða úr kjarnorku og bestu tiltækri vinnslutækni beitt. Þetta þýðir 4,1 kg nettó- sparnað á hvert kg af hrááli. Staðhæfingin er því ekki rétt. Á hitt má vel fallast hjá Tryggva að æskilegt er að gera betur, þ.e. að minnka losunina niður fyrir 1,9 kgðíg í álvinnslu eða finna önnur efni en ál sem hafa minni losun í för með sér til að nota í þess stað í farartækjum. Það er allt annað mál og sannar ekki þessa staðhæfingu. Tryggvi nefnir þar til trefjaefni sem séu léttari en ál sem þýðir að sparnaðurinn af notkun þeirra yrði meiri en 6 kg/kg. Hvort nettó- sparnaðurinn verður fyrir þá sök meiri en hjá álinu, 4,1 kg/kg, fer eftir því hvaða losun fylgdi fram- leiðslunni á trefjaefnunum. Þar eð framleiðsla á þeim er enn ekki haf- in og ekki í sjónmáli er óvíst hver sú losun yrði. Búast má við að nokkum tíma taki að þróa slík efni og gera þau markaðshæf. Sem stendur er óvíst hvort viðleitni til þess muni skila tilætluðum árangri. Ef nettósparnaðurinn væri reiknaður sem inneign í Kyoto-bók- haldinu - og væntanlega skipt milli álframleiðslulandanna og þeirra sem framleiða farartæki með áli í stað þyngri málma - myndi það verða hvatning bæði til þess að færa áliðnaðinn til landa þar sem raforkan er framleidd úr vatnsorku og kjarnorku frá löndum þar sem hún er framleidd úr eldsneyti og til aukinnar álnotkunar í farartækj- um. Hvorttveggja stuðlar að fram- gangi markmiðs Kyoto-bókunar- innar. Sú gulrót kann að skila meiri árangri en sú svipa sem felst í því að gera það ekki og Tryggvi víkur að þar sem hann talar um nauðsyn þess að taka tillit til „umhverfis; kostnaðar við framleiðslu“ álsins. í rauninni ætlast enginn til þess að ál sé sérstaklega und- anþegið í Kyoto-bók- haldinu heldur að litið sé á allan „æviferil" þess frá framleiðslu til förgunar, þ.e. bæði á þá losun sem fylgir fram- leiðslunni og þá sem fylgir notkun þess í stað annarra efna. Sú fyrr- nefnda er jákvæð, eyk- ur að öðru jöfnu styrk CO2 í andrúmsloftinu en hin síðari en neikvæð, dregur úr styrknum, borið saman við að önn- ur efni kæmu í stað áls- ins. Heildarútkoman er neikvæð ef rafmagnið til vinnslu álsins er framleitt úr vatnsorku eða kjarnorku en jákvæð, styrk- aukandi, ef það er framleitt með eldsneyti. Það er heildarútkoman sem á erindi í Kyoto-bókhaldið. Úttekt Alþjóðaorkuráðsins á orkumálum heimsins Alþjóðaorkuráðið, AOR [World Energy Council, WEC], sem er samtök landsnefnda um orkumál í um 100 löndum, bæði iðnríkjum og þróunarlöndum, hefur á tíunda ára- tugnum gert tvær úttektir á horf- um í orkumálum heimsins fram til 2020 og sumpart lengur. Úttektir þessar voru gerðar af tíu vinnuhóp- um sem spönnuðu bæði iðnríki og þróunarlönd og lönd með bæði markaðsbúskap og áætlun- arbúskap. Löndum í síðari hópnum hefur sem kunnugt er fækkað verulega á síðari árum en í honum er þó enn fjölmennasta ríki heims, Kína, með fimmtung jarðarbúa. Þetta fjölmenna ríki hefur ekki undirritað Kyoto-bókunina. Þessi víðfeðma og fjölbreytilega þátttaka í þessum könnunum gerir þær á ýmsan hátt traustari og trúverðugri en ótal kannanir af svipuðu tagi sem gerðar hafa verið af fámennum hópum manna í há- skólum í Evrópu og Ameríku. Það er heildarlosun heimsins sem ein skiptir máli, segir Jakob Björnsson, fyrir gróðurhúsaáhrifín. Niðurstöður fyrri könnunarinnar birtist 1993 í bók sem nefnist „En- ergy for Tomorrow’s World - the Realities, the Real Options and an Agenda for Achievement" [Orka handa heimi framtíðarinnar - raun- veruleikinn, raunkostir og aðgerðir til árangurs]. Niðurstöður hinnar síðari - sem var eins konar fram- hald hinnar fyrri og leiðrétting í ljósi nýrra upplýsinga - birtust 1998 í bók sem nefnist „Global En- ergy Perspectives" [hnattrænar orkuhorfur]. Meðfylgjandi tafla er gerð á grundvelli síðarnefndu bókarinnar. Hún sýnii- orkutengda losun kol- tvísýrings 1990 og væntanlega los- un 2020, þ.e. þá losun hans sem tengist vinnslu, flutningi, dreifingu og notkun á orku sem er verulegur hluti af heildarlosuninni. Sam- kvæmt töflunni eykst þessi losun um 39,1% milli 1990 og 2020 í heiminum í heild, þar af um 4,8% í iðnríkjunum en 117,8% í þróunar- löndunum. Meira en 91% af aukn- ingunni er í þróunarlöndunum. At- hyglisvert er að bera þessa væntanlegu 4,8% aukningu í iðn- ríkjunum fram til 2020 saman við yfirlýst markmið Kyoto-bókunar- innar um 5% samdrátt milli 1990 og 2008 - 2012. Sameiginlegt verkefni alls mannkyns Það er heildarlosun heimsins sem ein skiptir máli fyrir gróður- húsaáhrifin. Að ná þessari 39% aukningu niður ætti því að vera hið raunverulega sameiginlega við- fangsefni ríkja heims, bæði iðnríkja Jakob Björnsson Orkutengd losun á koltvísýringi 1990 2020 B Aukning 1990-2020 Hlutur í aukningu GtC GtC GtC % % Iðnrfki 4,13 4,33 0,20 4,84 8,62 Þróunarlön 1,80 3,92 2,12 117,78 91,38 Heimurinn 5,93 8,25 2,32 39,12 100,00 GtC : Milljarðar tonna af kolefni ^ , A § T 1 IBN A 8 a 1 A Amil ('S Púllir Ruiuirsstin l oggillui in;:téignu;..)|j HRAUNTUNGA 71 - KÓPAVOGI OPIÐ HÚS FRÁ KL. 14.00. - 16.00. 214.3 fm, raðhús með aukaíbúð á jarðhæð og bílskúr. Efri hæð skiptist í 3 svefnherb., góða stofu, eldhús og baðh. Á neðri hæð er 2ja herb. íbúð. Búið er að innrétta 2 herb. í bílskúr. Útsýni. 40 fm. svalir. Lækkað verð. 18.4 millj. Sölumaður á staðnum FASTEIGNA «T- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Grænamýri 24, Selfjarnarnesi Opið hús í dag frá kl. 14-16 Glæsileg 111 fm íbúð á efri hæð. Sérinngangur auk 24 fm bílskúrs í þessu nýlega húsi á þessum eftir- sótta stað. Ibúðin, sem skiptist í forstofu, hol, 3 herbergi, rúmgóða stofu, eldhús, þvottaherb., geymslu og baðherb., er innréttuð á afar vandaðan og smekklegan hátt. Parket og flísar á gólfum. Suðursvalir. Vel staðsett eign við opið svæði innst í götu. Áhv. húsbr. 7,4 millj. Verð 17,4 millj. íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá ki. 14-16 Verið velkomin. og þróunarlanda. Það er verkefni sem öll ríki bera „sameiginlega en mismunandi ábyrgð á“ eins og seg- ir í Ríó-sáttmálanum. Mismunandi ábyrgð þýðir ekki mismikla ábyrgð heldur mismunandi hlutverk. Sú staðreynd að búast má við að yfir 90% af aukningunni milli 1990 og 2020 verði í þróunarlöndunum sýnir að burðarásinn í sameigin- legri viðleitni ríkja heims til að hemja gróðurhúsaáhrifin hlýtur á næstu áratugum að felast í því að núverandi þróunarlönd iðnvæðist á eins orkuskilvirkan hátt og verða má og skilvirkari hátt en núverandi iðnríki gerðu á sinni tíð. Með skil- virkum hætti er átt við að hver orkueining sem í þjóðarbúskapinn fer skili sem mestri aukningu í vergri landsframleiðslu. Þetta út- heimtir gífurlegt fjármagn og bestu tækni sem völ er á. Hvorugt getur komið annars staðar frá en frá núverandi iðnríkjum. Þeirra meginhlutverk í hinu sameiginlega átaki verður því að leggja til fjár- magn og tækni. Þetta fjármagn verður að koma að meginhluta til frá einkaaðilum í iðnríkjunum. Þar er ekki öðrum til að dreifa. Hér dugar engin hefðbundin þróunarað- stoð. En slík tilfærsla á fjármagni og tækni gerist ekki af sjálfu sér. Frumskilyrði hennar er „aðlaðandi fjárfestingarandrúmsloft" í þess- um löndum. Að öðrum kosti leitar einkafjármagn ekki þangað og þar með ekki besta tækni heldur því að hún er dýr. Meginhlutverk þró- unarlandanna í hinu sameiginlega átaki verður einmitt að skapa hjá sér slíkt „fjárfestingarandrúms- loft“. Þessi mismunandi hlutverk iðn- ríkja og þróunarlanda fylla hvort annað að segja má. Þau eru jafn- mikilvæg því að árangur næst ekki nema bæði séu rækt. Sú ofuráhersla á að draga úr los- un í samanburði við handahófs- kennt viðmiðunarár í fortíðinni sem einkennt hefur umræðuna hér á Vesturlöndum, hefur sennilega spillt fyrir í þessu efni. Þróunar- löndin líta eðlilega slíkar hugmynd- ir tortryggnum augum. Þau hafa úr svo litlu að draga - enn sem komið er - að slíkt myndi þýða áfram- haldandi stöðnun og eymd fyrir þau. Þeirra höfuðsjónarmið er eðli- lega að „frelsi frá örbirgð er óað- skiljanlegur hluti af góðu og heil- næmu umhverfi". Gagnvart því sjónarmiði hafa iðnríkin verið í besta falli hálfvolg. Það eykur enn á tortryggni þróunarlandanna og gerir þau líka hálfvolg gagnvart nauðsyninni á að hemja gróður- húsaáhrifin. Sú 39% aukning sem búist er við að verði á losun koltvísýrings frá orkuvinnslu og orkunotkun í heim- inum fram til 2020 sýnir vel hversu óraunsæ sú hugmynd er að unnt sé að stöðva aukninguna í losuninni á næstu áratugum í heiminum sem heild. Að reyna það jafngildir í reynd að stöðva því sem næst iðn- væðingu núverandi þróunarlanda en um það næðist aldrei samkomu- lag. Hins vegar er ekki óraunhæft að ætla að hægja megi á aukning- unni með ýmsu móti. I erindi átta íslenskra höfunda sem lagt var fram á þingi Alþjóðaorkuráðsins í Houston í Texas í september 1998 voru leidd rök að því að kröftugt átak í nýtingu vatnsorku og jarð- hita um allan heim í stað eldsneytis á tímanum fram til 2020 gæti dreg- ið úr orkutengdri losun koltvísýr- ings á því ári um 10%. Það þýðir að aukningin frá 1990 til 2020 yrði ekki 39% heldur 25% og þar með að meðalaukningin á ári (reiknuð sem veldisaukning) lækkaði úr 1,11 í 0,75% á ári. Ýmsar fleiri aðgerðir koma til greina til að hægja á aukningunni. Það skiptir afar miklu máli að hægja sem mest á aukningunni því að bæði vistkerfi jarðar og mann- gerð kerfi eiga eftir því auðveldara með að laga sig að loftslagsbreyt- ingum sem þær eru hægari. Kyoto-bókunin Tryggvi segir um Kyoto-bókun- ina: „Spurning um hver beri ábyrgð á þeim vanda sem mann-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.