Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 35 SKOÐUN kynið stendur frammi fyrir vegna gróðurhúsaáhrifanna hefur verið mikið rædd á fundum aðildarríkja rammasamnings Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar". Þetta er spurning um fortíðina. Fortíðin er viðfangsefni sagnfræð- inga. Viðfangsefni stjórnmála- manna ætti að vera framtíðin en ekki fortíðin. Henni verður ekki breytt. En við höfum möguleika á að móta framtíðina. Og það er hún sem skiptir máli. En því miður hafa margir stjórnmálamenn meiri áhuga á að tala um hvað var hverj- um að kenna í fortíðinni en að ræða um framtíðina. Eins og ég rakti í grein minni er stærsti galli Kyoto-bókunarinnar sá, að hún tekur ekki á kjarna vandamálsins, heildarlosun gróður- húsalofttegunda í heiminum sem ein skiptir máli fyrir loftslags- breytingar. í skuldbindingum iðn- ríkjanna um að draga úr losun er enginn greinarmunur gerður á því hvort ráðstafanir einstakra ríkja í því efni leiða til þess að það dregur úr heimslosuninni eða aðeins losun viðkomandi ríkis. Iðnríkin eru spurð: Hvað hefur þú gert til að draga úr losun heima hjá þér? í stað þess að vera spurð: Hvað hef- ur þú gert til að draga úr losun í heiminum? Það tvennt er ekki allt- af hið sama. Þegar við Islendingar hættum að heita má að hita hús okkar með olíu dró úr losun okkar á koltvísýringi og um leið heimsins í heild samanborið við að við hefð- um ekki hætt því. Ef við ákvæðum að leggja niður álverið í Straums- vík drægjum við vissulega úr losun okkar og bættum þar með stöðu okkar í Kyoto-bókhaldinu. En sú ráðstöfun drægi ekkert úr heims- losuninni. Yki hana frekar. Hvort- tveggja teldist þó stuðla að því að við uppfylltum Kyoto-skuldbind- ingar- ef við íslendingar hefðum ekki verið svo „óheppnir“ að hafa lokið hitaveituvæðingunni að mestu fyrir viðmiðunarárið 1990 þannig að hún nýtist okkur ekki gagnvart Kyoto. I Noregi er uppi mikil andstaða við að reisa þar gaskynt raforkuver vegna þess að það yki losun Norðmanna en hins vegar er lítil sem engin andstaða við að flytja inn brúnkolarafmagn frá Þýskalandi. Því fylgir mun meiri losun en ef rafmagnið væri framleitt úr gasi í Noregi. En hún er í Þýskalandi en ekki Noregi! Sökum þess að fyrrum Austur- Þýskaland var sameinað Vestur- Þýskalandi árið 1990 hafa Þjóð- verjar „góða viðmiðun" 1990 og geta því tekið á sig aukalosun vegna útflutnings á þessu raf- magni án þess að setja skuldbind- ingar sínar í hættu. Andrúmsloft jarðar væri sá sem tapar. Það átti heldur engan fulltrúa í Kyoto. Að- eins ríki, sem hugsuðu hvert um sjálft sig framar öllu öðru, áttu þar fulltrúa. Fórnir við orkuframleiðslu Tryggvi spyr hverju sé fórnað við orkuframleiðslu og bendir á að hún kunni að rekast á aðra land- notkun. Það er rétt hjá honum en er óviðkomandi Kyoto-bókuninni. Öll orkuvinnsla getur rekist á aðra landnotkun. Vinnsla rafmagns úr kjarnorku, sem er jafnsett vinnslu úr íslenskri vatnsorku hvað Kyoto- bókuninni viðkemur, hefur að auki annars konar árekstra í för með sér, engu auðleystari. Þarna kem- ur Tryggvi inn á mjög víðfeðmt mál: Árekstra milli mismunandi óska og þarfa mannsins.Um það mætti rita langt mál. Það verður ekki gert hér. Höfundur er fyrrverandi orkumála- stjóri. Fréttir á Netinu vipmbl.is -A.LLTAf= eiTTH\SAT> A/ÝTT >UNHAMAR FASTEIGNASALA Bæiarhrauni 10 * Hafnarfirði Sími 520 7500 Líkamsræktarstöð á Stór-Reykjavíkursvæðinu Nýkomin glæsileg, rótgróin, virðuleg og stór líkamsræktarstöð í nýlegu, eigin húsnæði. Stöðin er vel tækjum búin. Góð staðsetning. Gott tækifæri. Besti tíminn að byrja. Uppl. gefur Helgi Jón á skrifstofu, ekki í síma. Verslunarhúsnæði - Hf. Tii leigu glæsil., nýtt verslunarhúsnæði, 100-300 fm bil til afh. strax. Frábær staðs., mikið auglýsingagildi. Uppl. gefur Helgi Jón á skrifst. Lækjargata - Hf. Nýkomið sérl. gott, ca 95 fm verslunarhúsn. (er í góðri leigu). Góð staðsetning. Uppl. gefur Helgi Jón á skrifst. Verð 7,6 millj. 66021 L! Til sölu - sólbaðsstofa í Hf. Glæsil., rógróin sólbaðsstofa á besta stað í Hafnarf. Stofan er í glæsil., nýl. leiguhúsnæði á jarðhæð. 10 bekkir. Miklir möguleikar. Hagst. kjör. Uppl. gefur Helgi Jón á skrifst. Hraunhamars. Ármúla 1, sími 588 2030 - fax 588 2033 VÍÐIHLÍÐ - GLÆSILEGT RAÐHÚS Um er að ræða mjög vel stað- sett 300 fm raðhús á þessum eftirsótta stað, með samþykktri 80 fm aukaíbúð. Vandaðar inn- réttingar og gólfefni. Glæsilegt útsýni. Ákveðin sala, afhending samkomulag. BJARGARTANGI - M0SFELLSBÆ Mjög vel staðsett einbýlishús á útsýnisstað við Bjargartanga. Hús- ið er um 290 fm með 5 svefnherbergjum, glæsilegar stofur og inn- byggður bílskúr. Verð kr. 23,0 milljónir. r- Skúlagötu 17 sími 595 9000 FASTEIGNASALA Til leigu nýtt stórfínt 131 fm atvinnuhúsnæði við Lyng- háls með stórum inn- keyrsludyrum og 4 metra lofthæð. Malbikað bílaplan. Laust strax! Nú er bara að drífa sig og skoða! Allar upplýsingar veitir Franz í síma 893 4248 eða Ágúst í síma 894 7230 ER TIL FYRIR ÞIGl f— 1 Ql m: GIMU | FASTEIGNASALAN GIMLI, ÞÓRSGÖTU 26, FAX 552 0421, SÍMI 552 5099 | Opi ð hi js í dag BALDURSGATA 36 RIS - GLÆSIEIGN Nýkomin í sölu sérstaklega sjarmerandi og falleg 3ja her- bergja í búð í risi á þessum eft- irsótta stað. Tvö svefnherbergi og endurnýjað baðherbergi, flísalagt. Eldhús með faliegri innréttingu. Stofan er rúmgóð með fallegum arni og þaðan útg. á stórar austursvalir. íbúð- in er öll hin glæsilegasta. Áhv. 2,3 millj. Verð 10,3 millj. dag á milli kl. 14.00 og 17.00. MÁVAHLÍÐ 13 JARÐHÆÐ - SÉRINNG. Sérlega falleg og rúmgóð 87 fm íbúð á jarðhæð með sérinn- gangi í fjórbýli. Stór og rúmgóð herb. Hús nýl. endursteinað að utan ásamt nýju járni á þaki. Eign í aigjöru toppstandi. Áhv. 4,5 millj. Verð 10,3 millj. Bergþór og Dóra Björk taka á móti ykkur í dag á milli kl. 14.00 og 17.00. ÁLFATÚN 37 - 2. HÆÐ Glæsileg 3ja herb. 80,1 fm íbúð á 2. hæð I fallegu fjölbýli neðst í Fossvogsdalnum. Tvö rúmgóð herb. og stofa. Fallegar innr. Baðherb. nýl. endurn. Parket og flísar á gólfum. Þvottahús í íb. Austur- og suðursvalir. Áhv.1,5 millj. í byggsj. Verð 10,3 millj.. 14.00 - 17.00 í dag sunnudag. HRINGBRAUT114 - PARHÚS Nýkomið í sölu fallegt og mikið endurn. 147 fm. parhús á 3. hæðum. 3 svefnherb. og tvær saml. stofur. í kjallara er ung- lingaaðstaða, þvottah. og geymsla. Ný innr. í eld., parket á gólfum. Endurn. rafm. lagnir og tafla. Áhv. 5,4 millj. Verð 14,8 millj. Helga Björk sýnir eignina milli kl 15 - 18 í dag sunnudag. BERJARIMI 34 - HÆÐ Vorum að fá í einkas. glæsilega 4ra herb. 116 fm efri hæð og ris í Permaform-húsi. Glæsileg- ar innr. 3 rúmg. svefnherb. Stór stofa. Suðursvalir. Parket og flísar á gólfum. Stæði í opnu bílskýli. Góð aðstaða fyrir börn. Áhv. 6,2 millj. 5,1 %. Verð 14,3 millj. Laus fljótlega. Svanhvít Brynja sýnir eígnina milli kl. 14 - 17. 15, EINBÝLI Fallegt lítið einb. á einni hæð á þessum eftirsótta stað í vestur- bænum. 2 rúmg. herb. og 2 stórar stofur. Húsið er mikið endurn. Falleg og gróin eignar- lóð. Eign í sérflokki. Miklir mögl. á stækkun húsnæðis. Verð 15,7 millj. Halldóra og Hjalti sýna eignina frá kl. 15 - 18 í dag, sunnudag. GRETTISGATA 53, EINBÝLI Nýkomið í sölu algjörlega end- urnýjað einbýli sem er hæð og kjallari. Baðherbergi glæsilegt. Tvö góð svefnherbergi og rúm- góð stpfa. Sérbílastæði. Áhv. 4,0 millj. húsbr. 5,1%. Verð 12,4 millj. Jóel og Bergþóra sýna frá kl. 14:00 - 16:00. LAGHOLTSVEGUR Magnús og Elfa sýna eignina milli kl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.