Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ >» HJÖRVAR ÓLI BJÖRGVINSSON + Hjörvar Óli Björgvinsson fæddist í Reykjavík 10. desember 1936. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 3. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru Andrea Laufey Jónsdóttir og Björg- vin Jónsson bæði látin. Hjörvar var alinn upp af ömmu sinni Jónfnu Dag- nýju Hansdóttur og seinni manni hennar Ólafí Sæmundssyni. Hjörvar átti sex hálfsystkin, Björn Jóhanns- son, Reyni Hilmarsson, Jens Hilmarsson, Þóreyju Hilmars- dóttur og Jónínu Hilmarsdóttur sammæðra, og Svanhvíti Björg- vinsdóttur samfeðra. 24. maí 1958 kvæntist Hjörvar Báru Freyju Rögnu Vernharðs- dóttur, f. 2. september 1934, frá Fljótavík á Hornströndum. For- eldrar hennar voru Vernharð Jósefsson og María Friðriksdótt- ir, bæði látin. Systkini Báru eru Helga, Þórunn, Herborg, Sigrún og Jósef. Hjörvar og Bára áttu miklu barnaláni að fagna og eignuðust sjö börn. 1) Björgvin, maki Ólöf Jóna Kristjánsdóttir. Börn þeirra eru Einar Örn, Margrét Katrín og Hanna Bára. 2) Sævar Óli, maki Hall- dóra Þórðardóttir. Synir Sævars eru Ulf- ar Óli, Davíð Sævar og Arnar Bjarki. 3) Selma, maki Tómas Árdal. Börn þeirra eru Ragnar Páll, Kristinn Björg- vin, Hannes Geir og Marta Lauf- ey. 4) Marin, maki Asdís Þórhalls- dóttir. 5) Dagný Steinunn, maki Carina Borge. 6) Hjörvar Freyr, maki Birgitta Vigfúsdóttir. 7) Atli Þór. Hjörvar starfaði lengst sem bflamálari en síðastliðin ár starf- aði hann sem lagermaður sölu- deildar á Reykjalundi. Útför Hjörvars fer fram frá Bú- staðakirkju mánudaginn 11. sept- ember og hefst athöfnin klukkan 10.30. Elsku pabbi. Þú ert farinn - ég skil þetta ekki. Eg á aldrei eftir að halda í mjúku, hlýju höndina þína, kyssa sæta brúna skallann þinn og heyra þig segja „Mér þykir vænt um þig Dagný mín“. Eg var þeirrar ánægju aðnjótandi að vera héma í þrjár vik- ur með pabba og mömmu í ágúst. Guði sé lof. Eg sá pabba liggjandi á sjúkrahúsinu en samtímis sá ég baráttuaflið í harðjaxlinum sem barðist á móti öflugum sjúkdómi. Hann brosti alltaf þegar ég kom og faðmaði mig, þótt það væri mjög sársaukafullt. Daginn sem hann bað mömmu um að hafa rakspíra og rak- vél með sér til sjúkrahússins skildum við að hann var á batavegi. Hann ætlaði að heilla hjúkkurnar. Svo kom hann brosandi heim, labbaði um, sat í stólnum sínum, fór í göngutúr og talaði um að fara að vinna smávegis bráðum. Ég fór aftur til Noregs, já- kvæð og bjartsýn. Ég hringdi oft til að athuga hvernig honum leið og hann svaraði alltaf „bara helvíti fínt Dagný mín“. Og mér leið vel. Fimmtudaginn 31. ágúst hringdi ég. Þá hafði hann verið í lyfjameðferð tvo þriðjudaga í röð. Hann sagðist vera fínn en var bara með smá hita. Samtalið endaði á að ég sagði „mér þykir vænt um þig pabbi minn“ og hann svarað „og mér þykir vænt um þig Dagný mín“. Þetta var í síðasta skiptið sem að ég heyrði í pabba mín- um. Hann var lagður inn á sjúkra- húsið á laugardagsmorgun og lést kl. 12 á sunnudaginn. Þetta gerðist fljótt. Allir segja að það hafi verið fyrir bestu og það var það örugglega en það er lítil huggun í þessum orð- um akkúrat núna. Mig langar svo til að halda í mjúku höndina hans, sjá væntumþykkjuna í augunum hans og kyssa fallega skallann hans. En ég get það ekki. En ég ætla að láta mig dreyma fallega um hann, biðja Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Eimrsson úlfararstjóri, sími 896 8242 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is sími 895 9199 J fyrir honum og láta hugarróna koma yfir mig í þeirri vissu að hann er á góðum stað, í góðum félagsskap og situr og horfír á okkur og hlær að öllu umstanginu í kringum hann. Við vitum hvemig pabbi var. Hann hló mikið, kunni vel við sig í góðum fé- lagskap og var hrókur alls fagnaðar. Ég man þegar ég var yngri og var med partý fyrir vini mína. Þegar for- eldrar mínir komu heim var partýið ekki búið, þá fyrst náði það hámarki sínu. Hvað geta margir sagt þetta um foreldra sína. Svo ég hef verið heppin og ég á fullt af góðum minn- ingum sem ég get hlýjað mér við. Pabbi minn, mér þykir vænt um þig og á eftir að sakna þín. Og já, við hugsum um mömmu fyrir þig. Ekk- ert mál. Þín dóttir, Dagný Steinunn. Elsku afi minn. Þrátt fyrir að við hittum ekki hvor annan mjög oft varst þú alltaf fyrir- mynd mín og systra minna. Vegna þess að við, fjöldskylda mín og ég, búum erlendis og langt á milli heimsókna var hvert augna- blik sem ég fékk að vera með þér sérstakt. Þú kenndir mér mikið og ég mun alltaf sakna þín. Það varst þú sem kenndir mér að maður getur verið dáinn en enn þá lifað í hjörtum annarra. Og þú munt alltaf lifa í hjartanu mínu og í hjörtum allra sem þekktu þig og elskuðu. Ég er glaður fyrir þann tíma sem við feng- um saman. Það var alltaf sérstakt að koma heim til þín og ömmu. Sér- staklega fyrsta morguninn heima hjá ykkur. Þegar maður vaknaði við útvarpsfréttirnar, sem þú hlustaðir alltaf á, og lyktin af ristuðu brauði. Og þótt maður sjálfur væri þreyttur og fúll á morgnana varð maður allt- af glaðari þegar maður heyrði í þér afi, sem alltaf var hress og kátur, hlæjandi við matarborðið. Ég man líka eftir því í fyrra þegar þú varst að ná í mig og vin minn hjá Esjunni. Það hafði tekið okkur lengri tíma en við bjuggumst við að komast upp og niður fjallið og við vorum orðnir ansi stressaðir því að við vissum að við vorum seinir og við héldum að þú værir kannski farinn. En þegar við komum hlaupandi niður fjallið, hálftíma of seinir, sast þú þarna sallarólegur í bílnum þínum, með hattinn og sólgleraugun á þér, bíð- andi eftir okkur. Og ég veit að ég mun sjá þig aftur, þótt að það taki kannski meira en hálftíma veit ég að þú verður þarna, bíðandi eftir mér. Þinn Einar Örn. Elsku afi. Það eru margar minningar sem koma upp í huga okkar þegar við hugsum um þig. Ferðalögin með tjaldvagninn, silungaveiði í Fljóta- vík, danskennsla í stofunni í Mosó og öll gömlu góðu lögin sem þú spilaðir fyrir okkur. Það var líka alltaf nota- legt að sitja í fanginu þínu, strjúka brúna skallann þinn og hlusta á allar sögumar úr æsku þinni. Við erum þakklátar fyrir að hafa komið til þín og ömmu í sumar og við geymum minningamar í hjörtum okkar. Guð geymi þig, elsku afi. Þínar afastelpur, Margrét Katrín og Hanna Bára. Elsku Hjörvarminn. Ég kveð þig bróðir, kvöldsól þín er hnigin, ég kveð þig og flyt þér örveikt þakkar mál. Guð styrki, gleðji, annist þína sál. Þegar ég var 14 ára missti ég elskulegan föður minn og þá í bemsku mig þú barst á örmum þín- um og bros mín vildir glæða. Hverja stund og enn ég geymi innst í huga mínum svo ótal margt er gleður mína lund. Heimili þitt var alltaf opið fyrir alla, allir vora velkomnir og hún Bára elskulega eiginkona þín sem hefur verið þér allt í 46 ár og þú henni á sárt að binda. Þið vorað svo samtaka, gerðuð allt saman, fórað allt saman. Það er yndisleg minning. Þið eignuð- ust sjö yndisleg böm sem sjá núna á eftir yndislegum föður. Megi guð styrkja elskulegu eiginkonu þína, böm, vini, ættingja og barnaböm. Ég þakka allt, er þú mér kaust að vera, um þig er margt í huga mínum skráð. Ég kveð þig bróðir sem vildir allt fyrir alla gera, hittumst síðar heima í himnaríkis ódauðleikans víst. í Jesú nafni Guð ég bið þig að geyma og alla þá sem sakna þín sárt elsku stóri bróðir, núna líður þér vel elsku Hjörvar minn. Farin til elskulegrar móður okkar og allra sem okkur þótti vænt um sem famir era yfir móðuna miklu. Núna þarft þú ekki að kveljast meira og ert búinn að fá hvfldina löngu. Ég veit að mamma hefur nóg að gera núna að taka á móti þér og elskulega frænda okkar Ola litla bróður sínum sem dó þann 31. ágúst og svo elsta syni sínum þremur dögum á eftir. Elsku Hjöbbi minn. Hjartans þökk fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman. Blessuð sé minning þín. Þín litla systir, Jónína Dagný Hilmarsdóttir. Mig langar að minnast frænda míns og vinar með örfáum rituðum orðum, en hann lést óvænt sunnudag- inn 3. september á Landspítalanum. Við Hjörvar vorum bræðrasynir, faðir hans var Björgvin Jónsson frá Varmadal í Kjalameshreppi. Hjörvar var einkasonur foður síns en þeir vora ekki saman fyrstu árin en góðir vinir síðar. Samveran var því miður allt of stutt því Björgvin lést langt um aldur fram 1955 aðeins 48 ára og var Hjörvar þá aðeins 19 ára. Föðurmiss- irinn var Hjörvari sár og má segja að þá væri æsku- og unglingsáram hans lokið og alvara lífsins skyldi taka við sem og varð. Faðir Hjörvars var landsþekktur íþróttamaður og var glíma hans eftirlætisíþrótt. Við Hjörvar litum ávallt upp til íþróttaaf- reka feðra okkar, en aðstæður og um- gjörð era ekki allstaðar jafnar og göf- ugt hlutskipti Hjörvars var að stofna komungur heimili með unnustu sinni og sjá því fyrir daglegum þörfum í stað tímafrekra íþróttaiðkana. Hjörvar kynntist konueíni sínu Bára Vemharðsdóttur ættaðri úr Fljótavík þegar þau unnu bæði saman á strand- íerðaskipinu Esjunni og sagði hann alltaf að hann hefði séð hana fyrst gegnum kýrauga. Þar var gæfan hon- um hliðholl og þegar þau festu ráð sitt 1958 í Hnífsdal var stigið hefllaspor því hann hafði séð fallega öðlings- stúlku og var hjónaband þeirra hið elskulegasta alla tíð og bamalán mik- ið en þau hjón eignuðust sjö heilbrigð og mannvænleg böm. Hjörvar taldi sig aUa tíð vera gæfumann og að fáir væra jáfn ríkir og átti þá við fjöl- skylduhagi sína. Þar sem Hjörvar og Bára hófu búskap sinn í Reykjavík vora ekki mikfl samskipti okkar í miUi á þeim tíma en 1980 flutti fjölskyldan í MosfeUssveit og reisti sér nýtt einbýl- ishús á Grandartanga 19. Nú hófst nýtt tímabU og urðu samskipti okkar meiri og kynntist ég Bára þá fyrst. Þau hjón byggðu nýja húsið af mikl- um dugnaði, leitað var tU frænda um jarðvegsþáttinn og hafði ég ánægju af að vinna með þeim og sjá dugnað þeirra. Seinna málaði Hjörvar fyrir mig fólks- og vörabfl og sá ég þá hvað hann var góður fagmaður. Hjörvar var bílamálari og vann við iðngrein sína í 20 ár og ekki er mér granlaust um að sú óholla vinna á þeim tíma hafi átt þátt í seinni tíma veikindum hans en hans kynslóð lenti einna verst í þeirri óhollustu sem bflamálun var en ófullkomnar grímur vora notaðar, engir sprautuklefar, loftræsting ófuU- nægjandi ef nokkur var. Hjörvar hafði fengið nóg og hætti að mála, flutti í Mosfellssveit eins og áður sagði, hóf útistörf hjá Olíufélaginu við Kaupfélagið og vann þar í nokkur ár en fyrir 13 áram réðst hann til Reykjalundar sem lagermaður og starfaði þar þar til nú. Hjörvar gekk í gegnum mildl veikindi síðustu ár, hjarta- og kransæðasjúkdóma og í kjölfar þeirra ristUkrabbamein, en hann hafði á ótrúlegan hátt virst sigr- ast á þeim og má líkast tfl þakka það einstakri lífsgleði, bjartsýni og dugn- aði að byggja sig upp með mikiUi úti- vera, göngum og æfingum og síðast en ekki síst hæfum læknum og starfs- fólki heilbrigðisstofnana. Ég heim- sótti Hjörvar í nokkur skipti, fór áhyggjufullur inn en bjartsýnn út þvi hann hafði talið mér trú um að aUt yrði í lagi og þakkaði mér fyrir kom- una. Hann komst tU heUsu, bauð okk- ur hjónum í yndislega kvöldveislu stuttu síðar og hafði Bára búið svo um að eftirminnUegt var. Ég spurði Hjörvar því hann væri að þessu nú svo stuttu eftir veUandin í stað þess að hvflast. Ég er að þakka ykkur fyrir komumar á spítalann í verki, sagði þessi góði frændi minn. Ég vU að lok- um segja það var gott að fá þessa fjöl- skyldu í Mosfellssveit og ég veit að Hjörvari leið vel hér og átti góða daga. Þau hjónin sungu saman í Ala- fosskómum í 10 ár. Þá hafði Hjörvar mikið yndi að þvi að hugsa vel um hús sitt og garð svo sómi var að. Vinnu- staður Hjörvars var honum afar kær og virti hann vinnufélaga sína mikUs. Það var mér ávaUt mikU ánægja að koma á lagerinn á Reykjalundi og fá faðmlag frá frænda mínum, sjá Bára vinna við hlið hans þar eins og þau gerðu á Esjunni þegar þau kynntust. Ég veit að vinnufélagar á Reykjalundi sakna góðs vinar og svo gera frændur í Varmadal. Fjölskyldu Hjörvars votta ég og kona mín dýpstu samúð. Jón Sverrir Jónsson, Varmadal. Á morgun, mánudag, verður ást- kær frændi okkar, Hjörvar Björg- vinsson, borinn til grafar. Mikill samgangur var á mUU fjölskyldna okkar og okkur systrunum var Hjörvar nánast eins og bróðir. Aðal- áhugamál Hjörvars var fjölskylda hans og félagar. Hjörvar og Bára, kona hans, voru afar samhent, hjálp- söm og góð heim að sækja. Það er bjart yfir minningu Hjörvars. Hvar sem hann kom var hann hrókur alls fagnaðar. Hann iðaði af lífi, gaman- samur og kærleiksríkur. Þjáður af erfiðum veikindum sló hann á létta strengi með bros á vör. Heimurinn var alltaf svo bjartur og sólríkur hjá honum Hjörvari. Fólki leið vel í ná- vist hans og það munu margir sakna hans. Við systurnar minnumst Hjörvars með þakklæti og eftirsjá. Báru og börnum þeirra, tengdaböm- um og barnabörnum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Lára, Dagný, Helga, Guðrún og Vilborg. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.