Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR10. SEPTEMBER 2000 55 FÓLK í FRÉTTUM Pönnukökudjass á Hótel Borg Reynir Sigurðsson víbrafónleikari verður með tvöfaldan kvartett á Hótel Borg. Djass og klassík í eina sæng NOTALEG sunnudagsstemmning mun ríkja á Hótel Borg frá kl. 15 í dag. Þar mun tvöfaldur Kvartett Reynis Sigurðssonar leika fyrir gesti, en í aðgangsverði tónleik- anna eru innifaldar pönnukökur með rjóma og molasopi. Reynir Sigurðsson starfar sem slagverksleikari með Sinfón- íuhljómsveit íslands. Á þessum tón- leikum leikur hann á víbrafóninn með djasskvartetti sínum sem skip- aður er Þóri Baldurssyni sem leik- ur á píanó, Birgi Bragasyni bassa- leikara og Birgi Baldurssyni á troinmunum. Þeir munu leika lög af efnisskrá Modern Jazz Quartet frá fyrsta tímabili kvartettsins, frá árunum 1950-1960. Tónlist frá unglingsárunum „Þegar ég var unglingur heyrði ég þessa tónlist hjá eldri kunningj- um á 78 snúninga plötum, og eftir að þær brotnuðu hafði ég tónlistina alltaf óljóst í minninu,“ segir Reyn- ir. „Svo er ég á gangi erlendis og sé þá geisladisk með fyrstu upptökum Modern Jazz Quartet, og þá kom þetta allt aftur upp f hendurnar á mér, á einum geisladisk. Þegar ég fór síðan að velta fyrir mér hvaða þema ég ætti að hafa í dagskránni minni á Jazzhátíð, þá varð þessi tónlist ofan á eftir að hafa rabbað við félagana. Við erum með um fimmtán númer af þeirra efnisskrá. Tvö laganna eru eftir Milt Jackson og hin eftir John Lewis.“ - Hvernig tónlist er þetta? „John Lewis tónlistarstjóri kvartettsins er með klassíska tón- listarmenntun, og hann er einn af fáum sem hefur tekist að samræma klassíska tónlist og djass jafnvel og tónlist hans ber vitni um. Milt Jackson var víbrafónleikari sveitarinnar og þessi rosalega fíni djasssólisti, og þegar hæfileikar hans og hinn barokkskotni stíll Johns Lewis komu saman varð út- koman mjög fín.“ - Þú ert þá íhlutverki Milts Jack- sons? „Það næði nú ekki lengra en að leika á sama hljóðfæri, hann var slíkur djassrisi að það er ekki hægt að nefna neina aðra í sömu andrá," segir Reynir. Verkið „Conversations" var sam- ið sérstaklega fyrir Modern Jazz Quartet og strengjakvartett, af bandaríska stjórnandanum og tón- skáldinu Gunther Schuller, sem er mörgum Islendingum af góðu kunnur. Hann var t.d. lærifaðir Leifs Þórarinssonar tónskálds, og kom hingað til lands að stjórna fyrstu sinfóníu Leifs, og átti eftir að stjórna Sinfóníuhljómsveit íslands við fleiri tækifæri. „Síðast í sumar kom Schuller hingað sem ferða- maður, en hann er mikill áhuga- maður um fslenskt tónlistarlíf og allt sem íslenskt er,“ segir Reynir. Félagar Reynis úr Sinfóníunni, þeir Zbigniew Dubik og Kristján Matthíasson fiðluleikarar, Eyjólfur Alfreðsson lágfiðluleikari og Stef- án Orn Arnarson sellóleikari, mynda því klassískan strengja- kvartett og Ieika þetta 10 mínútna verk eftir Gunther Schuller ásamt Kvartett Reynis Sigurðssonar. >1 » kynnir nagla- og förðunarskóla Kennt verður frá þriðjudegi til fimmtudags/eða laugardaga og sunnudaga NMskeiðin heQast 19. september • Dagförðun w. .z. • Kvöldförðun • Vinnubok ... , ... _ .... . • L ósmynaaforðun • Uppbyggmg nagla * 1 • Húðsjúkdómar Líming, ásetning típsa, þjölun • Ásetning gels, þjölun • Lagfæringar • Naglaskraut • ,Air brusb“ • Lökkun • Eyelíner skygging •Tískuförðun • Náttúruleg förðun og fleíra...!!! Upplýsingar og skráning í síma 561 8677 Happdrætti um Græna JllÉ kortið í Bandaríkjunum Lærðu, starfaðu og njóttu lífsins í Bandaríkjunum 50.000 Græn kort í boði. Möguleiki á ríkisborgararétti. Frestur fyrir DV-2002 verður tilkynntur seinna... Ekki missa af því! ÓKEYPIS OPINBERAR upplýsingar - sendið nafn, heiti fræðingarlands og fullt heimilsfang til: National Visa Registry Eða sækið um á: PMB 725,16161 Ventura Blvd., www.nationalvisaregistry.coni Encino, CA 91436 Netfang: info@nationalvisaregistry.com USA Sími: 001 818 784 4618 LEIKFIMI í SAMBATAKTI Morgun,- hódegis- og síðdegistímar Hafdís Elísabet Ragriheiður Sími. 5515103 RAHUL PATEL - sigur lífsins Þorir þú að lifa... ...lífinu til fullnustu? Að umvefja lífið hvern einasta dag, hverja einustu stund? Þorir þú að láta drauma þína rætast? Þorir þú að vera ÞÚ? Einstakt námskeið með einstökum kennara, 16.-17. september. Upplýsingar í síma 533 3353, www.lifandi.is Suðurlandsbraut 10, 2. hæð kl. 10.00 - 18.00 „Tileinkið ykkur það sem Rahul kallar orkuheilun og líf ykkar mun verða friðsælla og heilbrigðara á allan hátt." - Neale Donald Walsch, höfundur Conversations with Cod (91 viku á metsölulista New YorkTimes). Námskeiðið er styrkl af Ljósl ýqndl ehf. REYKJAVIKUR 2 -10. SEPTEMBER 2000 http://go. to/reykjcivikjazz I dag sunnudag 10. sept
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.