Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flýtti „VIÐ höfum eiginlega verið að rifja atburðarásina upp okkar á milli síðan fæðingin átti sér stað,“ segir Aslaug Sveinsdóttir sem á mánudagsmorgun fæddi dóttur sem lá svo mikið á að komast í heiminn að hún beið ekki eftir sjúkrabflnum heldur skaust i hciminn og náði þannig að koma foreldrum sínum veru- lega á óvart. Aslaug og Heimir eiga tveggja ára dóttur fyrir sem hafði annan háttinn á en fæðing hennar tók um nítján tíma þannig að þau voru ekki við- búin flýtinum á þeirri nýfæddu. „Eg vaknaði rúmlega hálfþrjú og fór svo bara að klæða mig í rólegheitum," segir Áslaug. Rúmum tveimur túnum síðar hringdi Heimir á sjúkrabfl. Þá voru hríöirnar orðnar harðari en ekki bjuggust þau Áslaug og Heimir við að svo stutt væri í fæðinguna sem raun bar vitni. Sérstök reynsla að fæða með þessum hætti „Dóttir okkar vaknaði þegar ég var búin að hringja á sjúkra- bflinn og ég fór að róa hana og svo þegar ég kom fram þá var barnið fætt. Ég hringdi náttúru- lega aftur í neyðarlínuna til að láta vita en kona mín og vin- kona hennar sáu um þetta,“ segir Heimir. Þau Áslaug segja það frekar sér í heiminn Morgunblaðið/Þorkell Fjölskyldan í Snekkjuvogi, Heimir, Hrefna Ösp, Áslaug og nýfædda stúlkan. sérstaka reynslu að fæða með þessum hætti. „Það má kannski eitthvað á milli vera,“ segir hún. „Þetta tók svo ótrúlega stuttan tíma. Ég fann hún var að koma í heiminn þar sem ég stóð og beið eftir bflnum og það stóð heima.“ Eftir að dóttirin, sem var 12 merkur, var kornin í heiminn komu þær mæðgur sér fyrir með aðstoð Heimis og vinkon- unnar og biðu sjúkrabflsins sem kom stuttu sfðar. Þær mæðgur dvöldu svo yfir daginn á fæð- ingardeildinni en voru komnar aftur heim um kvöldið en þeim heilsast mjög vel. Herjólfur hf. vildi fá kostnaðaráætlun V egagerðin veitir ekki upplýsing'ar VEGAGERÐIN hefur neitað að af- henda Magnúsi Jónassyni, fram- kvæmdastjóra Herjólfs hf., útreikn- inga kostnaðaráætlunar sem lagðh- voru til grundvallar vegna útboðs í rekstur ferjunnai’ Herjólfs. Sam- kvæmt upplýsingum frá Vegagerð- inni er það vinnuregla að gefa ekki upp útreikninga fyrir kostnaðaráætl- unum. „Éghélt satt aðsegja að þetta væri opinbert plagg. Ég var viðstaddur opnun tilboðanna. Fyi-st var opnað tilboð frá Herjólfi og síðan Samskip- um. Að því loknu var opnað umslag og lesin upp tala sem sögð var kostn- aðaráætlun. Ég gerði mér ferð til Vegagerðarinnar og falaðist eftir ljósriti af kostnaðaráætluninni til þess að bera saman við okkar tilboð því þarna munar svo miklu. En mér var neitað um það,“ sagði Magnús. Tilboð Herjólfs var 325 milljónir kr. en kostnaðai’áætlun hljóðaði upp á rúmar 222 milljónir kr. „Fyrir tæpum fimm árum gerðum við þjónustusamning við þetta sama fólk með allt öðrum niðurstöðutölum. Við skiluðum til þeirra ársreikningi árlega og fulltrúar Vegagerðarinnar komu á hverju ári til Vestmannaeyja til að yfirfara þessa reikninga og undirgögn og samþykktu þá á hvei’ju ári. Nú kemur hins vegar kostnaðar- áætlun sem er langt undir því sem hefur verið undanfarin ár. Ég vildi fá að vita hvað lægi að baki þessu en það fæ ég ekki að vita,“ segir Magnús. Magnús kveðst ekki sætta sig við þessar málalyktir þvi hann telji að hér sé um opinbert plagg að ræða. „Kostnaðaráætlun er gefin tala og Magnús hefur hana. Við gefum ekki út útreikninga á kostnaðaráætlun. Talan sjálf er opinber en útreikning- arnir sem liggja að baki tölunni verða aldrei opinberir,“ segir Kristín H. Sigurbjömsdóttir hjá hagdeild Vega- gerðarinnar. Hún segir að það sé vinnuregla hjá Vegagerðinni að gefa ekki upp útreikninga. ■ Fyrirtækjum/11 ----------------- Ólafsvík Stóri-Sunn- an á ferð Ólafsvík. Morgunblaðið. EINSTÖK góðviðri hafa ríkt hér í sumar. Gróðurinn er enn í sæld, kartöílugrös og ber ófrosin með öllu. I dag er svo Stóri-Sunnan hér á ferð og er svipur á þeim gamla. Læk- ir buna niður hlíðar og fossar rjúka. Fossá er í miklum vexti og er flug í ánni sem litar sjóinn langt út á Vík. Helgi Símonarson frá Þverá 1 Svarfaðardal, elsti karlmaður landsins, 105 ára í dag Hef reynt alla skapaða hluti Morgunblaðið/Kristján Helgi Símonarson, sem er 105 ára í dag, ræðir við Rögnvald Skíða Friðbjörnsson, bæjar- stjóra í Dalvíkurbyggð, á herbergi sínu á Dalbæ. „ÉG HEF reynt alla skapaða hluti,“ sagði Helgi Símonarson, kenndur við Þverá í Svarfaðardal, en hann er elstur núlifandi karla á Islandi, 105 ára gamall í dag, miðvikudaginn 13. september. „Mig langar nú að bjóða í kaffi, ég hef haft gaman af því um dagana að gefa fólki kaffi,“ sagði hann þegar Morgunblaðið heimsótti hann á Dalbæ, dvalarheimilið á Dalvík, þar sem hann hefur dvalið frá því síðasta vor. Hefðir þú boðið fyrr Rögnvaldur Skíði Friðbjömsson, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð og sveitungi Helga úr Svarfað- ardalnum á ámm áður, var með í fór og rifjuðu þeir í sameiningu upp söguna af því er Rögn- valdur, afi hans og nafni, kom eitt sinn við á Þverá á leið sinni ríðandi frá Dalvík og heim. Helgi var að bjástra eitthvað úti við og þeir spjölluðu saman en að þvi kom loks að Helgi bauð Rögnvaldi upp á kaffisopa. „Hefðir þú boð- ið fyrr,“ varð Rögnvaldi þá að orði og þótti boðið koma heldur seint en þáði þó sopann eftir nokkrar fortölur. „Ég man allt sem gerðist hér áður fyrr en minna af því sem nýlega hefur bor- ið við,“ sagði Helgi. Helgi fæddist 13. september árið 1895 í Gröf í Svarfaðardal. Hann útskrifaðist úr Gagnfræða- skólanum á Akui’eyri árið 1919, fór í Kennara- skólann þaðan sem hann útskrifaðist árið 1923 og stundaði hann kennslu í 20 ár, 19 á Dalvík og eitt ár á Árskógsströnd. Kunni hann því starfi afar vel. Helgi bjó á hluta af jörðinni Völlum í Svarfaðardal frá 1914 til 1930 þegar hann keypti Þverá ásamt konu sinni, Maríu Stefaníu Stef- ánsdóttur, en þau gengu í hjónaband árið 1927. María lést árið 1963. Þau eignuðust sex böm en einungis þrjú þeirra komust upp. Símon, sonur Helga, er nú einn barna þeirra á lífi en hann býr á Þverá ásamt Guðrúnu Lárasdóttur, dóttur- dóttur Helga, en þar búa þau félagsbúi. Helgi bjó á Þverá í 70 ár eða frá 1930 og þar til nú í vor þegar hann fluttist á dvalarheimilið Dalbæ. Þetta er að lagast „Ég var nú frekar ósáttur fyrst í stað en þetta hefur ofurlítið lagast,“ sagði Helgi en sagðist samt ekki una hag sínum illa þó hann hafi þurft að yfirgefa Þverá. „Þetta er mikið að lagast.“ Helgi sagði að sér hefði ekki verið boðin inn- ganga í veðurklúbbinn á Dalbæ en félagar hans hafa getið sér gott orð fyrir nákvæma veðm-spá sem þeir birta fyrir einn mánuð í senn. „Ég er ekki mikill veðurspámaður, læt nægja að fylgj- ast með veðurspá í útvarpi. Ég þekki þetta fólk sem er þarna í klúbbnum og það er ótrúlegt hvað það gengur margt eftir sem það spáir.“ Helgi hefur alla tíð verið heilsuhraustur. „Ég er alveg ágætur, ég get ekki annað sagt, mér verður ekki misdægurt," segir hann spurður um heilsufarið nú á þessum tímamótum. Sjón og heyrn fóra fyrir nokkram áram að daprast og getur Helgi af þeim sökum ekki lengur fylgst með sjónvarpi en sér til dægrastyttingar hlust- ar hann á sögur sem lesnar era inn á snældur. Sleppir réttunum í ár „Ég reyni að fylgast með því sem er að ger- ast, m.a. í knattspymunni,“ sagði Helgi en hún hefur lengi verið mikið áhugamál hans. „Ég get fylgst með ef sá sem talar í útvarpið segir skýrt frá.“ Liverpool hefur lengi verið í miklu upp- áhaldi hjá Helga en hann er ekki nægilega ánægður með gengi liðsins um þessar mundir. „Það er ekki alltaf hægt að vera á toppnum," sagði hann en bætti við að það hefðu verið dá- samlegar stundir að fylgjast með leik liðsins þegar það var upp á sitt besta. Bæjarstjóri flytur Helga þær fréttir að nú fari að styttast í göngur og að ganga eigi frá Þverá á fóstudag en sjálfur ætli hann að aðstoða Lenu á Atlastöðum í göngum á laugardag. Rétt- að verður í Tungui’étt á sunnudag en þangað mætti Helgi áratugum saman. „Ætli ég verði ekki að sleppa því að fara núna,“ sagði hann. Sérblöð í dag Mmm mm ► í VERINU í dag er greint frá þróunarsamstarfi ís- lendinga í Mósambík i Afriku, sagt frá nýju hreinlæt- iskerfi fyrir ferskfisktogara ogfjallað um skýrslu um umhverfismerkingar á fiski. Kristinn Björnsson úr leik í vetur/Cl Real Madrid í kröppum dansi í Portúgal/C2 ► Teiknimyndasögur ► Myndir ► Þrautir ► Brandarar ► Sögur ► Pennavinir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.