Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Frostafold 22 - Reykjavík
Opið hús frá kl. 20-22
Samstarfssamningur gerður við Línu.Net
Skrín þjónustar notendur
Islenska menntanetsins
SKRÍN ehf. á Akureyri, gerði nú ný-
lega tvo samninga sem báðir þykja
mikilvægir áfangar í uppbyggingu fé-
lagsins, en það er þekkingar- og þjón-
ustufyrirtæki á sviði upplýsinga-
tækni og er að meirihluta í eigu
Norðlendinga. Samningamir sem um
ræðir felast annars vegar í því að
Skrín mun framvegis sjá um þjón-
ustu við notendur Islenska mennta-
netsins en hins vegar hefur Skrín
samið við Línu.Net um sölu fyrir fyr-
irtækið.
Netþjónusta við skóla og mennta-
stofnanir er þungamiðjan í starfi ís-
lenska menntanetsins, ísmennt en
það hefur sérhæft sig á því sviði.
Einnig sinnir Ismennt ýmsum af-
mörkuðum verkefnum, svo sem að-
stoð við hönnun og uppsetningu vefja,
kennslufræði- og tæknilegri ráðgjöf
tengdri námi, kennslu og námsefnis-
gerð. Öll fjarmenntun í landinu bygg-
ist á tilvist íslenska menntanetsins.
Það veitir notendum sínum aðstoð,
bæði á Netinu sjálfu og einnig í síma,
en frá og með næstu mánaðamótum
mun Skrín annast þessa þjónustu. Sá
starfsmaður sem hefur séð um þessa
þjónustu hjá íslenska menntanetinu
hefur verið ráðinn til starfa hjá Skrín
og halda þar áfram þjónustu við við-
skiptavini Ismenntar. Rögnvaldur
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Skrín, segir forsvarsmenn fyrirtæk-
isins stolta af því að Skýrr, sem á ís-
lenska menntanetið hafi falið þeim að
sjá um þetta verkefni.
Samningur Skrín við Línu.Net fel-
ur í sér að Skrín mun sjá um sölu á ör-
bylgju- og ljósleiðaratengingum á
Akui’eyri fyrir Línu.Net. Þá er kveðið
á um samvinnu við markaðslega upp-
byggingu þessarar þjónustu á Norð-
urlandi.
Morgunblaðið/Kristján
Kalt og
blautt
ÞEIR voru heldur kuldalegir smið-
irnir frá Árfelli hf. á Dalvík, sem
voru að vinna við mótauppslátt í
nýbyggingu við Oddeyrarskólann á
Akureyri í gær.
Eftir blíðviðri fyrri part vikunn-
ar, fór veðrið kólnandi og á fimmtu-
dag var úrhcllisrigning í bænum og
einnig var kalt og blautt veður í
gær. Þrátt fyrir leiðindaveður voru
Árfellsmenn ekki tilbúnir að viður-
kenna að veturinn væri kominn og
þeir sögðust bera fullt traust til
þeirra félaga í Veðurklúbbnum á
Dalbæ á Dalvfk.
Eins og fram kom í Morgunblað-
inu í vikunni eru veðurklúbbsmenn
sammála um að veðrið verði gott í
september þó að sjálfsögðu megi
búast við að eitthvað rigni og goli.
Þeir bentu þó á gamla trú sem er á
þá leið að því sem meiri beijaspretta
er því meiri líkur séu á snjóavetri.
Fulltrúakjör Einingar - Iðju
á 39. þing ASÍ
Samkvæmt lögum Einingar-lðju fara kosningar fulltrúa fé-
lagsins á 39. þing Alþýðusambands íslands fram að við-
hafðri allsherjaratkvæðagreiðslu í samræmi við reglugerð
A.S.Í. um slíkar kosningar.
Félagið hefur rétt til að senda 25 fulltrúa á 39. þing Alþýðu-
sambands íslands sem haldið verður í Reykjavík dagana
13.-16. nóvember nk.
Framboðslistum eða tillögum til þessa þings, þar sem til-
greind eru nöfn aðalfulltrúa í samræmi við framanskráð og
jafn marga til vara, ber að skila á skrifstofu félagsins Skip-
agötu 14 Akureyri eigi síðar en kl. 12:00 á hádegi mánu-
daginn 25. september nk.
Hverjum framboðslista skulu fylgja meðmæli 100 fullgildra
félagsmanna.
Akureyri 12. september 2000.
Stjórn Einingar - Iðju
LUNDUR
PÁSTEIGNÁSÁLÁ
SÍMII533 1Ö1Ö FAX 533 1617
SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK
Ellert Róbertsson sölumaður Karl Gunnarsson sölumaður
Jóhartnes Ásgairsson hJl., lögg. fasteignasali
Minnismerkið vaktað
ÞEIR létu fara vel um sig kálfarnir
sem hreiðrað um sig við minnis-
merkið um Eyvind Jónsson duggu-
smið við Karlsá norðan Dalvíkur-
byggðar. Kálfarnir höfðu raðað sér
kringum minnismerkið og var eins
og þeir væru að vakta það.
Við Naustin á Karlsá var mikil
skipa- og bátasmíðastöð á 18. öld,
eins og segir á minnismerkinu.
Stærst og frægast var haffært skip
með hollensku lagi. Yfirsmiður og
eigandi var Eyvindur Jónsson
duggusmiður, f. 1678 d. 1746.
Duggan fórst við land í ofviðri
1717.
Himdur í óskil-
um í Deiglunni
HLJÓMSVEITIN Hundur í ósldl-
um heldur tónleika í Deiglunni
fimmtudagskvöldið 14. september.
Á efnisskrá tónleikanna eru verk
eftir Johann Sebastian Bach, Sig-
valda Kaldalóns, Hallbjörn Hjartar-
sson, Bubba Morthens, Keith
Richards, Mick Jagger, Eirík Steph-
ensen, Hjörleif Hjartarson, Ladda,
Jónas Hallgrímsson og fleiri. Auk
þess verða leikin áhættuatriði með
blokkflautur og vínber, fluttir stuttir
leikþættir og farið í leiki.
Kálfar vakta minnismerkið við Karlsá norðan Dalvíkur.
Morgunblaðið/Kristján
Mjög góð tveggja herb. íb. á 1. hæð (jarðhæð) í litlu fjölb. með
góðri suðvesturverönd. Áhv. byggingasj. ca 4,6 m. Verð 8 m.
Eigandinn sýnir í kvöld frá kl. 20-22.
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar
Góð þátttaka í
viku símenntunar
VIKA símenntunar tókst, að mati
Katrínar Dóru Þorsteinsdóttur,
íramkvæmdastjóra Símenntunar-
miðstöðvar Eyjafjarðar, vel og sóttu
margir þá viðburði sem boðið var
upp á í liðinni viku, en dagskránni
lauk á laugardag með því að
fjölmargir þeir sem bjóða upp á
fræðslu af ýmsu tagi buðu gestum og
gangandi í heimsókn að kynna sér
námsframboð sitt.
Vinnustaðaheimsóknir
tókust vel
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar
stóð fyrir skipulagningu dagskrár
viku símenntunar og er það íyrsta
verkefni miðstöðvarinnar, en starf-
semi hennar er nýlega hafin.
Að sögn Katrínar tókust skipu-
lagðar vinnustaðaheimsóknir einkar
vel, en alls var farið í 23 slíkar heim-
sóknir. í þeim tóku þátt m.a. full-
trúar skóla og þeirra sem bjóða upp
á nám eða námskeið af ýmsum toga.
Farið var í þessar heimsóknir á
vinnustaði á Akureyri og í þéttbýlis-
kjörnum í Eyjafirði. „Þessar heim-
sóknir hlutu góðan hljómgrunn og
greinilegt að fólkið kunni að meta
það að fá fræðslu um námsframboð á
sínum heimavígstöðvum. Það geng-
ur oft betur að fara til fólksins heldur
en bjóða því að koma til sín,“ sagði
Katrín. „Viðbrögðin við þessum
heimsóknum voru góð og ég held að
þær hafi skilað mestu eftir vikuna.
Þriggja daga Nethátíð var haldin
innan viku símenntunar og kynntu
þá fjölmargir þeir sem bjóða net-
þjónustu, fræðslu, fjarkennslu, nám-
skeið eða annað þjónustu sína íyrir
fólki og sagði Katrín marga hafa nýtt
sér þau tækifæri sem gáfust og
Morgunblaðið/Kristján
Katrín Dóra Þorsteinsdóttir,
framkvæmdastjóri Símenntun-
armiðstöðvar Eyjafjarðar, dreg-
ur úr lukkupotti í Radíónausti
við lok viku simenntunar.
kynnt sér ýmislegt tengt Netinu.
Einkum sagði hún að forsvarsmenn
þeirra banka og peningastofnana
sem þátt tóku hefðu verið ánægðir
með þátttökuna.
Skilaði sér vel
Viku símenntunar lauk á laugar-
dag með því að opið hús var í
Menntasmiðjunni á Akureyri,
Myndlistarskólanum, Punktinum,
Reyni - ráðgjafastofu, Tölvufræðsl-
unni, Verkmenntaskólanum á Akur-
eyri og World Class. „Menn voru
ánægðir með þátttökuna, hún var
allt frá því að vera þokkaleg og til
þess að vera mjög góð að mati þeirra
sem að stóðu. I það heila tókst þessi
vika vel og ég held hún hafi skilað sér
betur en dagur símenntunar sem
efnt var til í fyrra,“ sagði Katrín.