Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 37
MORGUNB LAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 37 Kolbrúnu svarað KOLBRÚN Hall- dórsdóttir alþingismað- ur fjallaði um mat á um- hverfisáhrifum Kára- hnjúkavirkjunar í Morgjmblaðinu hinn 7. þ.m. I lok greinar sinn- ar óskar hún eftir svör- um Landsvirkjunar við þremur spurningum. Hér á eftir verða spum- ingamar endurbirtar ásamt svömm. 1. Hver er afstaða Landsvirkjunar til þeirrar hugmyndar að meta sameiginlega um- hverfisáhrif álverk- smiðju í fullri stærð og allra virkjana, sem þyrfti að reisa til að sjá slíkri verksmiðju fyrir nægi- legri orku? Landsvirkjun telur æskilegt að umhverfisáhrif virkjunar og álvers verði metin samtímis eða um svipað leyti. Þessar framkvæmdir em þó í eðli sínu aðskildar enda geta virkjan- irnar framleitt raforku fyrir aðra en þá fjárfesta, sem hyggjast reisa álver á Reyðarfirði. Samkvæmt lögum á Landsvirkjun að hafa tiltæka raforku til að anna þörfum viðskiptavina sinna. Þess vegna er afar mikilvægt að Landsvirkjun viti um þá virkjun- arkosti, sem til boða standa. 2. Hvernig skýrir Landsvirkjun þann asa og flýti, sem viðhafður er í þessu máli? Liggur svo mikið á að ekki sé ráðlegra að bíða eftir niður- stöðu rammaáætlunarinnar, sem Landsvirkjun tekur þátt í að vinna að beiðni stjómvalda? Vinnan við matið er sú umfangs- mesta sem lagt hefur verið í hérlend- is. Ekki stendur annað til en að vinnubrögð verði sem vönduðust og miðast tímaáætlunin við það og hún þefur staðist hingað til. I und- irritaðri yfirlýsingu þeirra sem standa að framkvæmdum virkj- unar og álvers er hins vegar gert ráð iyrir að tafir geti orðið. Þar seg- ir: „Aðilurn er hins veg- ar ijóst að þessi áætlun kunni að tefjast ef þörf er á meiri tíma til þess að ljúka með ásættan- legum hætti þeirri vinnu sem nauðsynleg er og sem aðilar telja fullnægjandi til þess að taka slíka ákvörðun." Ástæða er til að leggja áherslu á að allar þær rannsóknir, sem Landsvirkjun kostar nú vegna mats á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavh-kj- unar, koma verkefnisstjórn ramma- áætlunarinnar að fullu gagni. Fyrir liggur að verkefnisstjómin ætlar að skila fyrstu niðurstöðum sínum um svipað leyti og framkvæmdaaðilar vh-kjunar og álvers taka ákvörðun um hvort og hvenær efna eigi til framkvæmda. Þá er ástæða til að benda á að iðn- aðarráðuneytið hefur í bréfi til verk- efnisstjómar rammaáætlunarinnar staðfest að skv. lögum geti ramma- áætlunin ekki tafið afgreiðslu ráðu- neytisins á umsóknum um virlq'unar- leyfi, þótt virkjunarkosturinn sé til umfjöllunar hjá verkefnisstjóm. Hins vegar er ljóst að ekkert leyfi verður afgreitt fyiT en Alþingi hefur veitt heimild fýrir viðkomandi virkjun. Virkjanir Við undirbúning mats á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar, segir Friðrik Sophus- son, hefur verið haft ná- ið samráð við Skipulags- stofnun og aðra þá, sem taka þátt í gerð reglu- gerðarinnar með um- hverfisráðuneytinu. 3. Óttast Landsvirkjun ekki þá réttaiúvissu sem skapast getur síðar, þar sem ekki er til staðar reglugerð sem segir til um vinnuaðgerðir við undirbúning mats á umhverfisáhrif- um? Samkvæmt nýsettum lögum um mat á umhverfisáhrifum ber að setja reglugerðina í samræmi við lögin fyr- ir 1. október nk. Við undirbúning mats á umhverfisáhrifum Kára- hnjúkavirkjunai' hefur verið haft náið samráð við Skipulagsstofnun og aðra þá, sem taka þátt í gerð reglugerðar- innar með umhverfisráðuneytinu. Allur undirbúningur framkvæmda- rinnar byggist á lögunum og þess vegna óttast Landsvirkjun ekki rétt- aróvissu í þessu máli. Höfundur er forstjdri Landsvirkjunar. Friðrik Sophusson Svar til Þórunn- ar Pálsdóttur í Morgunblaðinu föstudaginn 18. ágúst síðastliðinn birtist við- tal við Þórunni Páls- dóttur, hjúkrunarfor- stjóra geðdeilda Landspítalans, þar sem hún fjallar um að „villandi mynd hafi verið dregin upp af starfi ófaglærðs starfs- fólks geðdeilda". Þar er hún að svara viðtali sem birtist við undir- ritaða sunnudaginn 13. ágúst þar sem niður- stöður BA-ritgerðar í mannfræði voru birt- ar.Viðtalið var mjög áhugavert enda ánægjulegt þegar fólk sér sér fært að svara gagnrýn- um niðurstöðum. Mjög algengt er að fólk meðtaki ekki þá rannsóknaraðferð sem greinarhöfundur notaði til að afla gagna við BA-ritgcrðina og er hér átt við eigindlegar rannsóknarað- ferðir. Þórunn Pálsdóttir gagnrýnir einmitt þessa aðferðafræði og er miður þar sem rökstuðningur henn- ar byggist á algengum misskilningi. Áhersla á tölfræðilegar túlkanir er almenn í þjóðfélaginu og felur þessi áhersla í sér að álíta svo að eina „rétta“ aðferðin til að gera rann- sóknir sé að framkvæma spurninga- kannanir sem skila niðurstöðum í formi talna og súlurita. Niðurstöður þess háttar megindlegra rannsóknaraðferða eru orðaðar á marga vegu, til dæmis „niðurstöður benda til að...“ eða „líkur eru á því að...“. En því miður vill svo oft verða að fólk grípi þessar „líkur“ og geri þær að staðreyndum vegna þess að þessar rannsóknh- eiga að hafa ein- hverskonar alhæfingargildi. Þessi vísindahyggja hefur tröllriðið hinum vestræna heimi undanfarin ár og beitir hjúkrunarforstjórinn henni einmitt á þann hátt er fjallað er um í ritgerðinni þar sem einstakir „virt- ir“ aðilar þjóðfélagsins telja sig hafa rétt til þess að beita því þekk- ingarvaldi sem ritgerð- in fjallar um og ákvarða hvað er þekk- ing og hvað er þekkingarleysi. Al- gengt er að horfa svo á að ef meirihluti segist vera ósammála ein- hverju þá skipti minni- hlutinn ekki máli. Þarna er aftur komið að því alhæfingargildi sem rætt var um hér að ofan. I báðum rann- sóknaraðferðum má gagnrýna alhæfinga- gildi þeiiTa niðurstaðna sem fengn- ar eru. Eigindlegar rannsóknir byggja á Hjúkrun Sorglegt er, segir Guðrún Eyþórsdóttir, að manneskja í þessari stöðu hrapi að niðurstöðum á opin- berum vettvangi án þess að reyna að kynna sér málin. djúpviðtölum við fólk, þátttökuat- hugunum og upplifun rannsakanda á vettvangi þar sem hann/hún dvelur í tiltekinn tíma. Með þessari aðferð má fá aðra sýn í tilveruna og meira er gert úr einstaklingunum og tillit tekið til þess umhverfis sem það býr við. Það gefur rannsakandanum möguleika á að sjá aðra og dýpri þætti sem hugsanlega geta haft áhrif á túlkun niðurstaðna. Ef rann- Guðrún Eyþórsdóttir sóknin hefði verið bæði megindleg og eigindleg hefði niðurstaðan eða túlkun hennar eflaust verið á annan hátt einfaldlega vegna þess að tillit er tekið til fleiri þátta s.s. umhverfis. Ritgerð greinarhöfundar var eins og áður kom fram byggð upp á eigind- legan hátt þar sem hann fer þrisvar á vettvang (ólíkar deildir), tekur þátt í starfi starfsmanna í rúmlega ár (þátttökuathugun) og tekur form- lega djúpviðtöl við sex aðila. Það vekur athygli greinarhöfundar að hjúkrunarforstjórinn reynir að gera lítið úr viðtölunum og má spyrja sig að því að ef ekki er hægt að taka mark á upplifun fólks, í hverju er þá starf geðlækna og -hjúkrunarfræð- inga fólgið? Af viðbrögðum Þórunn- ar að dæma þyrfti að endurskil- greina störf þeirra sem hlustendur og ráðgjafar sjúklinganna. Nú veit greinahöfundur að hjúkr- un byggist á samskiptum og sam- skipti byggjast jú einmitt á því hvernig hver og einn einstaklingur upplifir sig sem manneskju, í þjóðfé- laginu, í vinnunni og á heimili. Það ætti því ekki að koma á óvart að rannsóknir í hjúkrunarfræði eru margar hverjar eigindlegar þar sem sjúklingar og starfsmenn spítala eru beðnir um að lýsa þeh'ri reynslu er þeir urðu fyrir við ákveðnar aðstæð- ur. Veit greinarhöfundur að hjúkr- unarfræðingar sem og aðrir fræð- ingar hafa beitt eigindlegri rannsóknaraðferð í doktorsritgerð- um sínum þar sem viðmælendur doktorsnemans eru sex talsins en þar sem um mun viðameiri rannsókn er að ræða eyðir doktorsneminn töluverðum tíma með viðmælendum sínum og eru viðtölin við hvern og einn fleiri í hlutfalli við það. Undirrituð veit að Þórunn Páls- dóttir hafði ekki lesið ritgerðina þegar viðtalið var birt. Það þykir því greinarhöfundi sorglegt að mann- eskja í þessari stöðu hrapi að niður- stöðum á opinberum vettvangi án þess að reyna að kynna sér málin og þá sérstaklega í ljósi þess að við- brögð hinnar nýju sameinuðu stjórnar Landspítalans háskóla- sjúkrahúss við Hringbraut og í Fossvogi hefur verið jákvæð og mál- efnaleg gagnvart niðurstöðum rit- gerðarinnar. Höfundur er mannfræðinemi. Ráðherra gefur umboðsmanni Al- þingis langt nef ÞAÐ er óneitanlega áhyggjuefni að heyra viðbrögð Halldórs Ás- grímssonar utanríkis- ráðherra við áliti um- boðsmanns Alþingis um veitingu forstjóra- embættis við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ráðherrann lýsti því yfir að hann hefði leitað til lögfræðinga ráðu- neytisins með þetta mál og þeir væru á ann- arri skoðun en umboðs- maður og það væri nú ekki neitt nýtt að lög- fræðingar væru ósam- mála! I þessum við- brögðum ráðherra felst undarleg afstaða gagnvart embætti umboðs- manns Alþingis og það má ráða af þeim að ráðherrann telji embættið óþarft, því það séu nothæfir lögfræð- ingar starfandi hjá ráðuneytunum! Hlutverk umboðsmauns Alþingis Hlutverk umboðsmanns Alþingis er að hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og að tryggja rétt borgaranna gagnvart stjóm- völdum landsins. Umboðsmaður skal auk þess gæta þess að jafnræði sé í heiðri haft og að stjórnsýslan fari að öðru leyti fram í samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluhætti. Til umboðsmanns má kvarta undan hvers kyns ákvörð- unum, úrlausnum, málsmeðferð og framkomu af hálfu starfsmanna ráðuneyta, ríkisstofnana og sveitar- félaga og allir einstaklingar sem telja sig órétti beitta af hálfu stjórn- valda geta kvartað til umboðsmanns. Embættið er þess vegna gríðarlega mikilvægt til að tryggja málefnalega meðferð í stjórnsýslu. Það bar nokkuð á því í fyrstu eftir að embættinu var komið á stofn að stjórnvöld hunsuðu það og álit þess en sem betur fer hefur sú þróun ver- ið jákvæð og umboðsmaður Alþingis nýtur almennrar virðingai’ á meðal stjórnvalda. Þess vegna eru við- brögð utanríkisráðherra eins draug- ur úr grárri fortíð. Ráðherra ber við lagaflækjum og leggur að jöfnu laga- lega ráðgjöf innanhússmanna sinna í ráðuneytinu og lögboðins eftirlitsað- ila með stjómsýslunni. Þetta eru ekki boðleg rök hjá ráðherranum, því að álit umboðsmanns bu yggh' á skýrum lagareglum auk þess sem það er hlutverk umboðs- manns að kveða upp úr um þá hluti sem hér um ræðir, en ekki starfs- manna Halldórs í ráðuneytinu. Hver er ábyrgð ráðherra? Þar sem álit umboðsmanns Al- þingis er ekki bindandi fyrh' stjórn- völd er erfitt að bregðast við hegðan ráðherra af þessu tagi. Umboðsmað- ur getur mælt með því að þeim sem í hlut á verði veitt gjafsókn í dómsmáli á hendur viðkomandi stjórnvaldi en slík leið er ekki auðsótt fyrir þann sem telur á sér brotið. Tjónið sem viðkomandi verður fyrir er oft erfitt að meta til fjár og bóta- skylda stjómvalds óskýr. Þá vakna óneit- anlega spumingar um ábyrgð ráðherra þegar álit á borð við þetta liggur fyrir. Lög um ráðherraábyrgð era frý. árinu 1963 og í rauir eldri að stofni til. Brot- um skv. lögunum er skipað í þrjá flokka, stjórnarskrárbrot, brot á öðram landslögum og brot á góðri ráðs- mennsku. Síðast- greindi flokkurinn er óneitanlega mat- skenndur og má stór- lega efast um að ákvæði laganna uppfylli nútímakröfur um skýrleika refsiákvæða til þess að unnt yrði að Viðbrögð Ráðherra ber við laga- f- flækjum og leggur að jöfnu lagalega ráðgjöf innanhússmanna sinna í ráðuneytinu og lögboð- ins eftirlitsaðila með stjórnsýslunni, segir Bryndís Hlöðversddttir. Þettaeru ekki * boðleg rök. dæma ráðherra til refsiábyrgðar skv. þeim. Samfylkingin krefst úrbóta Árið 1988 var samþykkt þings- ályktun sem Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður flutti ásamt fleiri þingmönnum Samfylkingarinnar, um að skipuð yrði nefnd til að kanna starfsskilyrði stjórnvalda, eftirlit með starfsemi jieirra og viðurlög við réttarbrotum í stjórnsýslu. Nefndin sem var undh' forystu Páls Hreins- sonar, dósents við Háskóla íslands, hefur nú skilað niðurstöðu. I skýrslii nefndarinnar er að finna ýmsar gagnmerkar athugasemdir og tillög- ur til að bæta stjórnsýslu og meðferð valds hér á landi. Samfylkingin mun fylgja tillögum nefndarinnar eftir á Álþingi strax í haust, m.a. með þvi að leggja til gagngera endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð. Þetta dæmi um hrokafull ummæli ráð- herra gagnvart embætti sem hefur eftirlitsskyldu með starfsemi stjórn- valda og á að tryggja rétt borgar- anna gagnvart meðferð stjórnvalda á valdi sínu, er enn ein sönnun þess hve mikilvægt það er að gera ábyrgð stjórnvalda í slíkum tilvikum mun skýrari en nú er. Höfundur er þingmaður fyrir Samfylkinguna. Bryndís Hlöðversdóttir Öryggismiðstöðvar ísiands Nú býöst korthöfum VISA heimagæsla á sérstöku tilboðsverði. Einungis er greitt fyrir 10 mánuði á ári. Bjóðum einnig þráölausan búnað. © FRÍÐINDAKLÚBBURINN Simi 533 2400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.