Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 25
CAPUT á æfingu undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar.
Morgunblaðið/Kristinn
Þrjú ný verk á örhátíð
CAPUT og M-2000
CAPUT og M-2000 standa á næstu
dögum fyrir tvennum tónleikum,
sem saman mynda svokallaða örhá-
tíð. Fyrri tónleikarnir verða í Saln-
um, Tónlistarhúsi Kópavogs, í kvöld
kl. 20.00 en hinir síðari í Norræna
húsinu nk. sunnudag kl. 17.00.
Á efnisskrá tónleikanna í Salnum
í kvöld eru þrjú ný verk: Surround-
ed eftir færeyska tónskáldið Sunleif
Rasmussen, Septett eftir Hróðmar
Inga Sigurbjörnsson og Object of
Terror eftir Átla Ingólfsson.
Um Sunleif Rasmussen segir í
fréttatilkynningu: „Sunleif er fædd-
ur í Færeyjum árið 1961 en er um
þessar mundir búsettur í Dan-
mörku. Hann er sennilega, að öðr-
um ólöstuðum, athygliverðasta tón-
skáld Færeyinga um þessar
mundir, hefur samið fjölda kór-,
hljómsveitar- og kammerverka sem
vakið hafa verðskuldaða athygli og
verið flutt víða um heim.
Heinesen færeyskrar
tónlistar
í verkum Sunleifs gætir fær-
eyskra stemmninga, ljóðrænu en
einnig mikils krafts og skáldagáfu.
Hljómheimurinn er á einhvern hátt
impressjónískur, dramatískt ágeng-
ur en í fallegu jafnvægi. Mörg verka
Sunleifs eru samin í kringum texta
William Heinesens og er stundum
talað um hann sem Heinesen fær-
eyskrar tónlistar. CAPUT pantaði
Surrounded frá Sunleif með stuðn-
ingi Norræna tónlistarráðsins,
NOMUS, fyrir tónleika hópsins á
M-2000. Verkið er skrifað fyrir 14
hljóðfæraleikara sinfóníettu, n.k.
smækkaða mynd af sinfóníuhljóm-
sveit og verður frumflutt á tónleik-
unum á miðvikudagskvöld. CAPUT
og Sunleif hyggja á frekara sam-
starf því til stendur að CAPUT-
hljóðriti geisladisk með verkum
Sunleifs fyi-ir sænska hljómplötu-
fyrirtækið BIS á næsta ári.“
Fimm verk pöntuð með
stuðningi M-2000
Septett Hróðmars Inga Sigur-
björnssonar hefur einungis einu
sinni áður verið fluttur á tónleikum,
n.k. verkstæðistónleikum CAPUT í
júní á síðasta ári, en hann er saminn
á árunum 1997-1998 fyrir hópinn.
Verkið er nú komið út á geisladiski
ásamt öðru verki eftir Hróðmar,
Stokkseyri, þar sem _ Sverrir Guð-
jónsson syngur ljóð Isaks Harðar-
sonar með CAPUT. Geisladiskurinn
með verkunum tveimur er gefinn út
af íslenskri tónverkamiðstöð.
Verk Atla Ingólfssonar, Obejct of
Terror, er eitt fimm verka sem
CAPUT hefur pantað á árinu 2000
með stuðningi Reykjavíkur, Menn-
ingarborgar Evrópu árið 2000. Atli,
sem lengi hefur verið búsettur á
Italíu, lauk við verkið þar fyrir
nokkrum vikum og verður það
frumflutt á tónleikunum. Object of
Terror er, eins og verk Sunleifs,
samið fyrir 14 hljóðfæraleikara
sinfóníettu.
Eftirtaldir CAPUT-félagar koma
fram á tónleikunum í Salnum í
kvöld: Auður Hafsteinsdóttir, Bryn-
dís Halla Gylfadóttir, Brjánn Inga-
son, Eiríkur Örn Pálsson, Emil
Friðfinnsson, Eydís Franzdóttir,
Guðmundur Kristmundsson, Guðni
Franzson, Hávarður Tryggvason,
Rannsóknarkvöld í Skólabæ
FÉLAG íslenskra fræða gengst fyr-
ir opinberum fyrirlestrum eða svo-
nefndum rannsóknarkvöldum í
Skólabæ í vetur eins og verið hefur.
Fyrsta erindið er á dagskrá í kvöld,
miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Þá flyt-
ur Gottskálk Þór Jensson fyrirlestur
sem nefnist „Recensus, Conamen,
Idea, Specimen, Apparatus sive
Sciagraphia? - Hugmyndin að ís-
lenskri bókmenntasögu". Fyrirlest-
urinn er öllum opinn og allir hjartan-
lega velkomnir. Fundarstjóri er Örn
Hrafnkelsson.
Helga Bryndís Magnúsdóttir, Hildi-
gunnur Halldórsdóttir, Kolbeinn
Bjarnason, Sigurður Bjarki Gunn-
arsson, Sigurður Þorbergsson,
Steef van Oosterhout en stjórnandi
er Guðmundur Óli Gunnarsson.
Skoskur píanóleikari og
kanadískur fíðluleikari
Á síðari tónleikum örhátíðarinnar
í Norræna húsinu á sunnudag koma
fram skoski píanóleikarinn James
Clapperton og kanadíski fiðluleik-
arinn Sharleen Harshenin. Þau
koma hingað í samvinnu við menn-
ingarborgina Bergen í Noregi, þar
sem þau búa og starfa.
LIÐ-AKTÍN
Góð fæðubót fyrir
fólk sem
er með mikið álag
á liðum
Eilsuhúsið
Skólavörðuatig, Kringlunni & Smáratorgi
Fyrirlestur
í Odda
STOFNUN Dante Alighieri í sam-
vinnu við Háskóla íslands stendur
fyrir fyrirlestri í kvöld, miðvikudags-
kvöld kl. 20.30 í húsakynnum Há-
skólans, Odda. Ber fyrirlesturinn
heitið L’awenire del romanzo é il
suo passato. Gestur fyrirlestrarins
er Massimo Rizzante, prófessor við
Háskólann í Trento á Italíu og mun
hann rekja upptök og framvindu
skáldsögunnar með hliðsjón af smá-
sagnasafni ítalans Giovanni
Boccaccio, Decameron/Tvídægru.
Eftir flutning Rizzantis verður meg-
inkjarni fyrirlestrarins lesinn í ís-
lenskri þýðingu.
Lœstir
stálskápar
fyrir
fotnaðog
persónulega
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
aa
AUÐBREKKU 1 200 KÓPAVOGI
SIMI: S44 5330 FAX: 544 5335
I www.straumur.is~l
g
I
Eldj ár nsfeðgar
spinna með Finnum
ELDJÁRNSFEÐGARNIR Þór-
arinn og Kristján stilla saman list-
ræna strengi ljóðs og gítars í dag-
skrá, sem nefnist „Poetry Guitar“
og er í samvinnu við listamenn í
café9.net í Helsinki, í Listasafni
Reykjavíkur - Hafnarhúsi í dag,
miðvikudag, kl. 17.
íslensku listamennirnir verða í
Reykjavík og þeir finnsku í Helsinki
og fyrir tilstuðlan fjarskiptatækja-
búnaðar, sem tengir borgirnar sam-
an, verða úr sameiginlegir tónleikar
sem varpað verður á fimmtíu fer-
metra sýningartjald í fjölnotarými
Hafnarhússins. Finnsku listamenn-
irnir, sem fram koma, eru mjög
þekktir í sínu heimalandi, en þeir
eru meðal annarra DJ Bunuel og
hinn kunni djassisti Arrtu Pakalo
víbrafónleikari. Þessi fyrirfram
skipulagði spuni er ekki það eina
sem tengir menningarborgirnar
Helsinki og Reykjavík saman í café-
9.net, því í næstu viku, 20. septem-
ber, hefur finnski forsetinn boðað
til blaðamannafundar í Listasafni
Reykjavíkur - Hafnarhúsi fyrir ís-
lenska og finnska blaðamenn þar
sem fjarskiptatækni og umhverfi
café9.net verður nýtt.
Íslandssími og Skjáreinn eru
samstarfsaðilar café9.net í Reykja-
vík.
Fyrirlestur um goð-
sögnina um Baldur
DR. JOHN Lindow, prófessor í
noiTænum fræðum og þjóðfræð-
um við Kalifomíuháskólann í
Berkeley, flytur opinberan fyrir-
lestur um goðsögnina um Baldur
og túlkanir á henni í Þjóðarbók-
hlöðunni, á morgun, fimmtudag,
fæðingardegi dr. Sigurðar Nor-
dals, kl. 17.15.
Fyrirlesturinn er í boði Stofnun-
ar Sigurðar Nordals. Hann verður
fluttur á ensku og nefnist: „When
disaster struck the gods: Baldr in
Scandinavian mythology."
TIL SÖLU
STÁLGRINDARHÚS
FOSSALEYNIR GRAFARVOGI
Nýtt glæsilegt 1900 fm stálgrindarhús með 2 sambyggðum
Þjónustubyggingum. Húsið samanstendur af 1200 fm sal, með 10
metra lofthæð. önnur Þjónustubyggingin er 500 fm fullbúið skrif-
stofuhúsnæði á 2 hæðum. Hin byggingin er 200 fm skemma með
6 metra lofthæð og tveimur 5 metra háum innkeyrsludyrum.
Húsið stendur á 14.300 fermetra lóð me>ð frábæru útsýni yfir golf-
völlinn á Korpúlfsstöðum, laxveiðiá á landamörkum. Hentar vel fyr-
ir ýmsan rekstur t.d. heildsölu, lager, (þróttahús og fl. Fullbúin
eign til afhendingar strax.
Nánari upplýsingar veitir Jón Sandholt
Sérhæfð fasteigna-
sala fyrir atvinnu- og
skrifstofuhúsnæði
STÓREIGN
FASTEIGNASALA
Austurstræti 18 sími 55 - 12345
ff
er hjá okkur
éÍAyXA,vLm/jíA'
___Ujhj.uj..
G L Æ S I B Æ
www.oo.ls