Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 33 + STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AÐGERÐUM GEGN AUSTURRÍKIAFLÉTT au fjórtán ríki Evrópusam- bandsins, er fyrr á árinu ákváðu að efna til sérstakra refsiaðgerða gegn Austurríki eftir að Frelsisflokkur Jörgs Haiders tók sæti í ríkisstjórnin landsins, ákváðu í gær að aflétta aðgerðunum. Var það gert með vísan til álits þriggja manna „vitringanefndar“ er lagt var fram um síðustu helgi. Komust þre- menningarnir að þeirri niðurstöðu að aðgerðirnar hefðu haft þveröfug áhrif við þau sem þeim var ætlað. A þeim sjö mánuðum sem liðnir eru frá því aðgerðir ESB-ríkjanna hófust hafa fulltrúar Austurríkis þurft að sæta útskúfun á fundum Evrópusambandsins jafnt sem í tvíhliða samskiptum við önnur aðild- arríki. Þá hafa hin ríkin fjórtán til dæmis neitað að styðja þá fulltrúa Austurríkis er hafa boðið sig fram til embætta innan alþjóðastofnana. Astæðan fyrir þessum einstöku að- gerðum er að hin ríkin gátu ekki sætt sig við lýðræðislega niðurstöðu kosninga í Austurríki. Jörg Haider kann að vera ógeðfelldur stjórnmála- maður og ýmis ummæli, er hann hef- ur látið falla í gegnum tíðina, eru for- kastanleg. Þá er Frelsisflokkurinn í augum margra dæmi um stjórnmála- afl er reynir að nýta sér lýðskrum og höfða til lægstu hvata kjósenda. Það breytir hins vegar ekki því að önnur ríki hafa engan rétt til að segja austurrískum kjósendum fyrir verkum. Þegar menn fara að setja sig í dómarasæti og úrskurða hver sé viðunandi niðurstaða hins lýðræðis- lega ferlis eru þeir komnir út á hálan ís. Væri þá ekki rökrétt skref að banna starfsemi flokka, sem taldir eru þess eðlis að setja verði heila þjóð í sóttkví ef hún velur þá til for- ystu. Sá grunur hefur læðst að mörgum að með aðgerðunum gegn Austurríki hafi þeir stjórnmálamenn er hvað harðast gengu fram fyrst og fremst verið að hugsa um pólitíska hags- muni í eigin landi fremur en hag og velferð austurrísku þjóðarinnar. Aðgerðir sem þessar snúast yfir- leitt upp í andhverfu sína, líkt og vitringarnir bentu svo viturlega á. Refsiaðgerðirnar hafa ekki orðið til að styrkja Evrópusambandið heldur grafa undan því. Þær hafa til að mynda mælst mjög illa fyrir í Dan- mörku og því varla tilviljun að þeim skuli nú aflétt skömmu áður en Dan- ir ganga til atkvæða um evruna. Að sama skapi er skoðanakúgun sem þessi gjarnan vatn á myllu öfga- aflanna. Búið er að gera Haider og Frelsisflokk hans að píslarvottum í stað þess að afhjúpa þá eymd er ligg- ur að baki stefnumálum flokksins og persónulegri framkomu forystu- mannsins. Sem betur fer er þessum sorglega kafla í sögu Evrópusambandsins nú vonandi lokið. EINKAVÆÐING í HEILBRIGÐISKERFINU s Aundanförnum árum hefur þeim fjölgað, sem hvatt hafa til þess að til yrði einkarekinn valkostur í heil- brigðiskerfínu. Fyrir skömmu efndu samtök heil- brigðisstétta til málþings um þetta efni sem fjallað var um í Morgunblað- inuí gær. A málþinginu komu fram öndverðar skoðanir eins og búast mátti við. I frá- sögn Morgunblaðsins í gær segir m.a. svo: „Hannes Hólmsteinn Gissurar- son prófessor sagði, að flestir væru sammála um að tryggja bæri öllum mannsæmandi heilbrigðisþjónustu. Jafnframt væri ljóst, að kostnaður við meðferð sumra sjúkdóma væri flest- um ofviða. Því hlyti ríkið ætíð að veita þeim, sem á þyrftu að halda læknis- þjónustu. Hins vegar væri ljóst, að biðraðir í heilbrigðiskerfinu væru mikið vandamál og sjúklingum til mikils skaða. Hannes lagði til að þeim, sem það kysu væri gefínn kostur á því að kaupa sér sjúkratryggingar hjá einkaaðilum. Ef þeir veiktust gætu þeir nýtt sér þær tryggingar til að sækja sér læknishjálp á einkarekinni sjúkrastofnun. Ríkið mundi greiða með þeim þann kostnað, sem þeir ann- ars hefðu borið hefði sjúklingurinn lagst inn á ríkisrekinn spítala." Ógmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, var annarrar skoðun- ar. I frásögn Morgunblaðsins í gær segir m.a. svo: „Ögmundur taldi einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu langt frá því að vera fýsilegan kost. Hún mundi ekki fela í sér sparnað en auk þess mundi einkavæðing leiða til lakari heilbrigðisþjónustu fyrir al- menning. Ögmundur vitnaði til skýrslu OECD um útgjöld til heil- brigðismála í Bandaríkjunum, sem sýndi, að Bandaríkjamenn eyða um helmingi hærri fjárhæð til þessa málaflokks en Islendingar. Þrátt fyrir það væru mjög alvarlegir meinbugir á heilbrigðiskerfínu vestra... Hið mikla fjármagn sem færi til heilbrigðisþjón- ustu skilaði sér ekki til fátækari Bandaríkjamanna.“ Morgunblaðið hefur á undanförn- um árum ítrekað lýst svipuðum skoð- unum og Hannes Hólmsteinn Gissur- arson setti fram á málþinginu. Nauðsynlegt væri að til yrði einka- rekinn valkostur í heilbrigðiskerfinu til þess að fólk ætti fleiri kosta völ. Blaðið hefur jafnframt verið þeirrar skoðunar, að vilji einstaklingur eða aðstandendur hans fremur verja fjár- munum sínum til þess að greiða fyrir læknisaðgerð úr eigin vasa eigi það að vera heimilt. Það er rétt hjá Ögmundi Jónassyni, að það er mjög misjöfn reynsla af heil- brigðiskerfinu í Bandaríkjunum en hér er ekki rætt um að taka upp þá skipan mála. Þvert á móti að byggja upp einkarekinn valkost við hlið nú- verandi heilbrigðiskerfis. Viðhorf breytast hratt. Það er ekki fráleitt að jarðvegur geti verið að skapast fyrir því að starfrækja hér býsna fullkomið einkarekið sjúkra- hús. Það gæti orðið heilbrigðisþjón- ustunni í landinu til framdráttar. IFLOKKIMEÐ ÞEIM SEM TAPA Morgunblaðið/Golli ÝSKI rithöfundurinn Giinter Grass á sér sterk- ar rætur í munnlegri sagnahefð, sem oft á tíð- um hefur verið álitin gefa orðum hans sérstakan hljóm. En hann vinn- ur einnig á sviði myndlistar og bæk- ur hans bera þess ekki síður glöggt vitni, eru bæpi ákaflega myndrænar og litríkar. í samtali Grass, Matt- híasar Johannessen og Slawomii’ Mrozek í Norræna húsinu á mánu- dag kom fram að myndlist Grass og bókmenntir flæða á stundum alveg í sama farvegi. Hann hefur meira að segja búið til það sem hann kallar „aquadichte" eða vatnslitaljóð. Það var því forvitnilegt að hefja samtalið á því að spyrja Grass með hvaða hætti þessi listform ynnu saman, eða sköniðust í sköpunarferlinu sjálfu. „I handritum mínum, sem ég skrifa með penna, teikna ég oft myndir inn á milli setninganna," út- skýrir Grass. „Myndimar era þá til þess að útlista ákveðnar kringumst- æður, ljá söguhetju persónuleika eða til þess að gefa ákveðnum hópi fólks hlutverk í sögunni. Þegar teikningin er nægilega skýr held ég áfram að skrifa og þannig þróast handritið. Það eru því sterk tengsl á milli þess myndræna og þess sem ég skrifa í mínu vinnuferli," segir Grass og kveikir í pípunni sinni. „I eitt skipti á ferli mínum var það beinlínis nauðsynlegt fyrir mig að búa fyrst til teikningar og byrja síð- an hægt og rólega að vinna með orð. Það var þegar ég bjó um hálfs árs skeið á Indlandi, í Kalkútta. Aðstæð- ur mínar í Kalkútta voru til að byrja með alveg hræðilegar, því ég gat ekki skrifað einn einasta staf. Eina leiðin fyrir mig, til þess að komast að þeim raunveruleika sem við mér blasti þ þessu umhverfi, vai- að teikna. Eg skissaði og skissaði og þá fóru orðin smám saman að koma til mín á nýjan leik. Úr þessu óx bók, sem hófst á teikningum og prósa- texta, en síðan kom langt Ijóð um Kalkútta. En allt skapaðist þetta stig fyrir stig, með teikningaraar allt um kring. Þannig var samning þess- arar bókar öll unnin í bland og síðan hef ég gert nokkrar bækur af þessu tagi. Kveikjan að síðustu ljóðabók- inni minni vora vatnslitamyndir. Eg málaði með vatnslitum á sjötta ára- tugnum og hefur lengi langað til að reyna mig við það aftur. En ég hef alltaf verið svo upptekinn af löngum handritum að tækifærið gafst ekki fyrr en nú nýverið. Þessi ljóðabók varð til fyrir algjöra tilviljun, ég skrifaði fyrsta uppkast fyrsta ljóðs- ins með pensli og litum. Þannig varð þetta blandaða form „aquarellunn- ar“ og „gedichte" (ljóðsins) til; það sem ég kalla „aquadichte“,“ segir Grassoghlærvið. „Blaðamenn spyija mig alltaf hvort ég sé frekar rithöfundur held- ur en myndlistarmaður og vilja þannig láta mig gera upp á milli, en í mínum augum er þetta allt sama blekið.“ Mennirnir læra aldrei af sögunni I surnum bókum þínum virðist sem sagan sé alltaf að endurtaka sig, að mannskepnan læri aldrei neitt af sögunni. „Já, þetta er ef til vill ljósast í bók- inni Fundurinn í Telgte - og kannski í Flyðranni sem kom þar á undan. Flyðran fjallar um söguna og barokktímabilið. Mér finnst ég alltaf eiga sérstakar rætur í því tímabili því það markaði upphaf nútímabók- mennta og um leið okkar tíma. En Fundurinn í Telgte varð þannig til að Hans Werner Richter, sá sem bauð mér að starfa með rithöfun- dunum í Grappe 47 (hópnum 47), átti sjötíu ára afmæli og mig langaði til að gefa honum smásögu í afmælis- gjöf. Hún þróaðist í það að verða því sem næst fullburða skáldsaga. Hug- myndin sem hún byggir á virtist ágæt, þ.e.a.s. að sýna þessa rithöf- unda þinga á tímum þrjátíu ára stríðsins og bera þá síðan saman við það sem var að gerast þremur áram eftir lok seinni heimsstyrjaldarinn- ar. I Þýskalandi stóðu menn á þeim tíma frammi íyrir landi sem hafði verið eyðilagt og tungumáli sem hafði verið eyðilagt. Aðstæðurnar vora því svo að segja eins og í þijátíu ára stríðinu svo samanburðurinn var augljós; mennimir læra aldrei af sögunni." N óbelsverðlaunahaf- inn Gúnter Grass kom eins og kunnugt er sem gestur á hina alþjóðlegu bók- menntahátíð sem nú stendur yfir. Aður en hann hélt af landi brott átti Fríða Björk Ingvarsdóttir við hann samtal þar sem ferðast var í tíma og rúmi sagnahefðarinn- ar, sögunnar og stjórnmálanna. „Richter var faðir minn í bók- menntalegum skilningi,11 segir Grass, „undir hans handleiðslu varð Grappe 47 til þess að þjálfa mig á sviði umburðarlyndis og það var mér afar mikilvægt. Rithöfundarnir sem tilheyrðu þessum hópi voru ólíkir og unnu með margvísleg stílbrigði. Sumir skrifuðu raunsæisbókmennt- ir, aðrii’ hneigðust í átt að abstrakt- verkum, en við urðum allir að læra að bera virðingu fyiir hver öðram. Þessi hópur var á lífi á meðan rithöf- undamii’ sem mynduðu hann nenntu að gagnrýna. Við vildum ekki þegja og láta atvinnugagnrýnendur um gagnrýnina. Því er nefnilega þannig farið að þegar rithöfundar gagmýna hver annan þá gera þeir það með handverkið sjálft að leiðarljósi. Þá varðar ekkert um einhverja fyrir- fram gefna hugmynd sem síðan er þröngvað upp á skáldskapinn. Okk- ar skoðun var því oft gott mótvægi við það sem atvinnugagnrýnandinn hafði til málanna að leggja. Eg lærði að færa rök fyrir því hvað mér fannst gott og hvað vont. Það var ómetanleg þjálfun, einnig í því að horfast í augu við sjálfan sig.“ „Veistu," heldur Grass áfram, „þetta tengist einnig nútímanum, því í Þýskalandi höfum við núna höf- uðborg sem við nefnum Berlín. En í raun réttri eigum við enga höfuð- borg, því Berlín þjónar ekki því hlut- verki. Það er líka ágætt, því við bú- um öll við svo ólík skilyrði í Þýskalandi. Sú staðreynd endur- speglast í því hversu þýskar bók- menntir era margbreytilegai- allt eftir því hvort þær koma að sunnan, norðan eða austan. En einu sinni á ári bauð Hans Wemer Richter okk- ur rithöfundunum í Grappe 47 til fundar við sig yftr helgi. A meðan á því stóð mynduðum við það sem ég kalla bókmenntalega höfuðborg, við unnum af krafti og báram saman bækur okkar. Þetta vantar rithöf- unda samtímans tilfinnanlega, þeir eiga sér engan hugmyndafræðilegan samastað, enga höftiðborg í þeim skilningi." Nú er eins og þú sért stöðugt að flakka yfir hin ýmsu mörk, eða landamæri í sögum þínum. Þú ferð- ast á milli fantasíu og raunveruleika og hikar ekki við að gera hið hefð- bundna ókunnuglegt - kannski til að afhjúpa enn annan raunvenileika? „Já einmitt, því í mínum augum er fantasían hluti af raunveraleikan- um,“ segir Grass og brosir með píp- una í munnvikinu. „Það sama á við um ævintýri, þau era oft mun raun- veralegri og raunsærri heldur en skáldsögur sem era skrifaðar í raun- sæisstíl. Fantasían er vel til þess fallin að afhjúpa nýjar hliðar á raun- veraleikanum." Þú fiakkar því \iir einhvers konar landamærí í víðum skiiningi, bæði hvað varðai* raunveruleikann og sannleikann, mannkynssöguna og tímann? „Já, því þessi mörk era eitthvað sem snýr að okkur öllum. Við búum öll við þennan afstæða skilning á tímanum - skilning tímatalsins. En það hefur ekkert með raunveraleik- ann að gera. Þegar við hugsum stökkvum við úr einum tíma í annan. Þegar við tjáum okkur þá eram við að tala í nútíðinni, en hugmyndii' okkar era í fortíðinni eða jafnvel í framtíðinni. Þess vegna bjó ég til hugtak, svona sjálfum mér til hægð- arauka. Þá var ég að skrifa bókina Höíuðfæðing: eða Þjóðverjar deyja út. í hugtakinu felst nýr skilningui- á tímanum, sem ég kalla „vergegenk- unft“ eða „forsamframtíð". Þetta er það augnablik þar sem allir tímai' renna saman og ég vinn iðulega á því tímaplani í sögum rnínum." Skálkurinn er spegill saintíma síns Nú hefui' þú iðulega skrífað um reynslu þess sem glatar heimi for- tíðar sinnar. í bókinni Köttur og mús t.d. ríkir sú tilfinning að sá heimursem söguhetjurnar tilheyrðu sé þeim glataður, meira að segja framtíð þeirra er í upplausn. „Það sem gerðist með Kött og mús er eiginlega stórundarlegt, því þegar ég skrifaði bókina stóð ég í þeirri trú að hún vísaði eingöngu til minnar kynslóðar. Þeirrar kynslóð sem ólst upp í stríðinu og samtíða hugmyndafræði nasistanna. En allt frá því að við byrjuðum í skóla var verið að ala upp i okkur börnunum viljann til að taka þátt í hernaði. Mig granaði því síst að þessi bók yrði kennd í skólum allt fram á þennan dag. Kannski hefur hún lifað vegna þess að ég fjalla þarna um kyn- þroskaaldurinn, sem er í eðli sínu eins á öllum tímum og alltaf jafn erf- iður. En vera má að í ljós hafi komið að hugmyndafræðilegur gi-undvöll- ur bókarinnar höfði enn til samtím- ans. Eg tapaði þeim heimi sem ég ólst upp í á óafturkallanlegan máta í + stríðinu, en á einhvern hátt tapa allir heimi bernsku sinnar þegar þeir verða fullorðnir.“ I bókum þínum ríkh• ákveðinn framandleiki, eins og þú Ieiðir ákveðna reynslu sem tiheyiir ann- arrí menningu inn í verkin? „Nokkrar skáldsagna minna era undir sterkum áhrifum frá skálka- sögum spænsku hefðarinnar, því ég skrifa vísvitandi samkvæmt þeirri hefð,“ segir Grass. „Þetta form hef- ur haldið velli allt fram á okkar daga í flestöllum Evrópulöndum vegna þess að hetja skálkasagnanna, skálkurinn sjálfui', er grínfígúi-a. Þannig verður hann spegill samtíma síns. Oskai' í Blikktrommunni er dæmigerður sem hetja af þessu tagi, hann verður samviska sinnai' tíðar. Að mínu mati er skáldsagan Odys- seifur eftir James Joyce einnig þess- arar ættar. Joyce gei-ir tilraun til að henda reiður á sögusviðinu, miðbæ Dyflinnai’, í gegnum aðalsöguhetj- una. Hann vinnur með persónu sem flækist um bæinn í sólarhring og ferðalagið endurspeglai' það sem gerist í huga hans sem manneskju, svo úr verður einskonar völundar- hús vitundarinnar líkt og hjá Cei'v- antes. I Grimmsævintýi'um era margar sögur með þessu sniði. Með- al annai-s ein um konuna Courage, en hún er sérstaklega athyglisverð vegna þess að þar er skálkurinn þessi kvenmaður sem aukinheldui’ verður sögumaðurinn. Hún birtist svo aftur í bókinni minni Fundurinn í Telgte. Berthold Brecht notaði hana líka, en hjá honum er hún allt öðra vísi því hann gerði hana að móður í verkinu „Mutter Courage". Samkvæmt hefðinni átti hún samt engin börn. Sama hetjan ferðast því í tíma og rúmi, öld eftir öld.“ Þú ert þá sífellt að endurskrifa söguna ískáldskap þínum? „Já, í þeim skilningi að ég er að fjalla um „forsamframtíðina", en hún er ákaflega nytsamleg við að koma þessu á framfæri. Fundurinn í Telgte byi'jai' t.d. á setningunni: I gær mun það gerast sem verður á morgun,“ segir Grass og hlær. „Þetta er auðvitað kolómöguleg setning en hún býr samt yftr ein- hverri merkingu sem ef til vill dýpk- ar skilning okkai' á tilveranni." Fortíðin nær alltaf í hnakkadrambið á okkur I Víðáttunni skiifar þú um sam- einingu Þýskalands, en þar finnur lesandinn einnig fyrír þessarí sömu tímaskynjun. „Já, þar kemur einmitt þessi sama tímahugmynd til sögunnar," svarar Grass og kinkar kolli. „Hinar sögu- legu staðreyndir era fyrir hendi, þ.e.a.s. fyiri tilraunin til að sameina Þýskaland á áranum 1870-71 og svo síðari tilraunin 1989-90. Það er margt líkt með þessum tveimur tímabilum. Ég dreg það fram með aðstoð sögupersónu sem ég álít vera af ætt skálksins, en hann er einskon- ar tvífari 19. aldar rithöfundarins Fontane. Með þessu móti get ég leikið mér að því að hlaupa í miðri setningu úr tuttugustu öldinni yfir í þá nítjándu og aftur til baka. Þannig tel ég mig vera að segja sögu sam- tímans, því hún er auðvitað ekki eitt einangrað augnablik né heldur tíma- bil, heldur hluti af ákveðnu sam- hengi.“ Þegarmúrinn féll íBerlín var eins og aliir í Evrópu héldu að upp værí runninn tími sátta og eindrægni. Hver er þín skoðun á þeim umbrot- um? „Ég hef enga trú á að slíkar vænt- ingar rætist," segir Grass ákveðinn og alvarlegur í bragði. „Fólk vonai' alltaf að erfiðii' tímar taki enda. En í Þýskalandi hefur sagan verið þannig að fortíðin nær alltaf í hnakka- drambið á okkur. Svo lengi sem ég man eftir mér hefur fólk verið að segja: nú hlýtur þessu að vera lokið, rétt eins og það væri hægt að byrja á núllpunkti. En það er bara ósk- hyggja þeirra sem era auðtrúa. Því fyiT en vaiir stöndum við aftur frammi fyrir fortíðinni og verðum að takast á við hana og velta henni fyrir okkur. Sú staðreynd á ekki endilega neitt skylt við sektartilfinningu, því kynslóðimar sem síðar koma til sög- unnar, svo sem börnin mín og barna- börnin, bera enga ábyrgð á því sem Þjóðveijar gerðu í stríðinu og eftir að því lauk. Þau bera hins vegar ábyrgð á því að svona nokkuð endur- taki sig ekki. Að sagan verði ekki eins og hún var fyrir mína kynslóð. Við höfum öll tækifæri til að breyta heiminum, en hvort við nýtum það tækifæri er annað mál.“ í síðasta verki þínu, Öldin mín, fjallar þú um öldina sem heild í eitt hundrað smásögum, einni fyrir hvert ár. „Já, þessar smásögur er sagðar samkvæmt gamalli sagnahefð sem við í Þýskalandi köllum „dagatals- sögur“. Og það má kannski geta þess að ég málaði einnig eina vatns; litamynd fyrir hvert ár aldarinnar. I Þýskalandi komu því út tvær útgáf- ur af þessari bók, önnur er bara með texta, en hin er með vatnslitamynd- unum þai' sem texti hverrar sögu á upphaf sitt í myndinni. I þeirri út- gáfu renna þessir tveir tjáningar- mátar mínir saman í einni sögu,“ segir Grass, og tekur fram hversu mikilvægt það er honum að hafa fengið tækifæri til að koma verkinu þannig til skila til lesenda sinna. Ég hef engan áhuga á sigui'vegurum En frá hvaða sjónarhóli ein þess- ar sögw sagðar? „Sjálfur kem ég ekki til sögunnar sem sögumaður fyrr en á fæðingar- ári mínu, 1927, en þar fyrir utan segja ótal margii' söguna, konur og menn, ungir sem gamlir. Allt það fólk er fyrst og fremst manneskjur af þvi tagi sem ekki era álitnar setja mark sitt á mannkynssöguna. Þetta er fólk sem átti einfaldlega sína til- vist, gerendur og þolendur, leiðtogar og sporgöngumenn. Þarna era í stuttu máli allar mögulegar útgáfur af fólki, sem saman stendui' fyi’h' margbreytileika tilverunnar sem heildar. Ég hef alltaf reynt að koma þessu sjónarhorni hins óþekkta á framfæri í vei'kum mínum, sögur mínai' era alltaf sagðar ft’á sjónar- homi þess sem tapar. Ég hef engan áhuga á sigurvegumm. Mér finnst það eiginlega vera skylda rithöfund- arins að skipa sér í flokk með þeim sem tapa, það er hlutverk hans í samfélaginu. Sigurinn gerir mann- inn heimskan, og heimskan er það gjald sem hann verður að gjalda fyr- ir sigminn." En fólst ekki einhver markverð uppgötvun í því að líta svona til baka yfirheila öld? „Jú, svo sannarlega. Það var hreint ævintýii fyrii' mig að sökkva mér niður í alla öldina. Ég þurfti að rannsaka mjög margt og var því með óhemju mikið efni í höndunum. Að lokum varð ég auðvitað að taka afstöðu til efnisins og þá verður allt- af svo margt afgangs sem ekki er hægt að nota, þó það sé ekki síður áhugavert. En þar sem verkið er skiifað út frá þýskum sjónarhóli kom það sérstaklega illa við mig að sjá hversu mikil áhiif Þýskaland hafði á fyiTÍ helming aldarinnai', í gegnum tvær heimsstyrjaldii'. Það var svo ekki síður erfitt að rannsaka þann stóra þátt sem Þýskaland á í seinni helmingi aldaiinnar vegna þeiiTa afleiðinga sem stríðin höfðu, en áhrif þeirra vara enn,“ segir Grass og leggur þunga áherslu á orð sín. Þú átt við að öll öldin hafi faríð íað vinna úr harmleikjum þessarar sögu? „Já, í rauninni er það því miður svo. En sá rammi sem ég markaði þessu verki er ákaflega einfaldur, eitt hundrað sögur fyrir eitt hundrað ár. Og hann gætu einnig aðrii' höf- undar frá öðram stöðum notað. Þeii' gætu fyllt út í sama ramma með sinni eigin reynslu sem er allt önnur en mín. Ég hef alltaf óskað þess að við ættum verk af þessu tagi eftir t.d. einn spænskan rithöfund, einn íslenskan og einn japanskan. Þá yrði sögusýn okkar kannski margbrotn- ari og um leið raunsærri. Sagnfræð- ingar skrifa bara um það sem þeir telja sig þurfa að skrásetja, en flest- ar manneskjur era einungis nafn- laus fórnarlömb slíkrar skráningai' og eiga sér engan samastað í mann- kynssögubókum. Við þurfum að kynnast þeim betur.“ Með þessum orðum um hinn al- menna mann lauk samtalinu við málsvara hinna sigraðu, rithöfund- inn og myndlistarmanninn Gunter Grass. Baldur Rosmund Stefansson gerður heiðursdoktor við Háskóla Islands Bjó til mikil- væga nytja- plöntu úr eitr- aðri villijurt Baldri Rosmund Stefansson hefur hlotnast margvíslegur heiður fyrir uppgötvanir sín- ar á sviði plöntufræða. Segja má að upp- götvanir hans hafi skotið stoðum undir þá ræktun í kanadískum landbúnaði sem gef- ur mest af sér í dag. Morgunblaðið/Golli Dr. Baldur Rosmund Stefansson. BALDUR Ros- mund var á föstudag sæmd- m’ heiðursdokt- örsnafnbót við raunvís- indadeild Háskóla íslands, en hann starfaði lengstum við háskólann í Manitoba. Baldur hlaut fyrr á þessu ári íslensku fálkaorðuna, og hefur margoft verið heiðraður fyrir rannsóknir sínar og þróun á plöntum. . Þekktastur er hann fyr- ir ræktun á afbrigðum jurtar sem kölluð er repja eða sólblóm. Þetta er planta sem áður var að mestu baneitrað villijurt, en Baldi-i tókst ásamt öðr- um að rækta upp nýtt af- brigði sem hægt er að nýta til framleiðslu á einni heil- næmustu matarolíu sem fyrirfinnst i dag og kallast „canola.“ í dag er þessi planta ræktuð á 5,6 millj- ón hekturam í Kanada, auk þess sem ræktun á þessari plötnu hefur verið tekin upp víðs vegar heiminn. Baldur er íslendingur að upp- rana, en foreldrar hans vora báðir af íslenskum ættum. Hann fæddist á búgarði norðan við Winnipeg árið 1917 og ólst þar upp til fullorðinsára. Að lokinni hermennsku í seinni heimsstyrjöldinni hóf hann nám í háskólanum í Manitoba og lauk það- an BSA prófi í plöntufræði árið 1950. Hann lauk M.Sc. gráðu árið 1952 í sömu grein og doktorsgráðu frá sama skóla árið 1966. Baldur hóf störf í háskólanum í Manitoba að loknu mastersnámi og starfaði þar til ársins 1987, þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Upphafið að rannsóknum Baldurs má rekja til ársins 1952, þegar hann hóf störf við háskólann í Manitoba. Eitt af fyrstu verkefnunum sem hann tók sér fyrir hendur var að að- stoða verksmiðju nálægt Winnipeg, sem sérhæfði sig í að þreskja fræ til framleiðslu á smurolíu. Verksmið- jan þurfti á auknu hráefni að halda, en í ljós kom að staðsetning hennai- þetta norðarlega kom í veg fyrir næga ræktun til hráefnisvinnslu. Við rannsóknir og ræktun á plöntum kom í ljós að repjan var eina jurtin sem hægt var að rækta á sléttunum og mögulegt var að laga að aðstæð- um. En jafnframt kom í ljós að hátt sýrustig olíunnar, sem unnin var úr repjufræjunum, kom í veg fyrir að smurolían yrði nógu góð. A þessum áram var talið að samsetning olíu, sem unnin væri úr tilteknum fræj- um, yrði alltaf háð því hvaða fræjum hún væri búin til úr. Baldur segir að hann hafi hins vegar trúað því að hægt væri að breyta samsetning- unni með því að rækta upp sérvalin afbrigði, og á innan við tveimur ár- um tókst honum að losna við þessai- óæskilegu sýrar og gera olíuna nýt- anlega. Auk þess tókst að gera harð- gerðari plöntu sem þoldi vel vetrar- kuldana í Kanada. Heilbrigðisyfirvöld vildu banna framleiðsluna Þegar mönnum hafði tekist að vinna góða vélaolíu úr repjufræjun-^, um, taldi Baldur að einnig væri mögulegt að rækta upp plöntur sem nýta mætti til framleiðslu á matar- olíu, sem fram til þessa hafði verið álitið algerlega óhugsandi. Á seinni hluta sjöunda áratugarins tókst hins vegar að búa til olíu sem var nýtan- leg til matar, en þá kom í ljós í til- raunum, sem Baldur segir að vís- indamennirnir hafi vitað fyrirfram, að olían olli óæskilegri uppsöfnun á fitu í líffæram dýi'a. Þetta varð til þess að heilbrigðisyfirvöld í Kanada ætluðu að setja bann á framleiðsl- una, en visindamönnunum tókst að fá frest til að þróa plönturnar frekar til að losna við þessa óæskilegu aukaverkanir. Það var síðan ái-ið 1974 að fyrsta afbrigið af „canola" plöntunni vai' ræktað. „Canola“ nafnið er tilkomið vegna þess að ekki þótti mögulegt að markaðssetja matarolíu sem búin væri til úr repjufræjum, sem talin vora baneitrað og óhæf til fram- leiðslu á matarolíu. Enda má segja að þetta nýja afbrigði af plöntunni hafi ekki lengur getað talist repja, og nýtt nafn því við hæfi. Ræktun þessarar plöntu hefur síðan þá náð gríðarlegri útbreiðslu í Kanada og víðs vegar um heiminn. Þessi ræktun hefur á aldai'ljórðungi"' vaxið úr nánast engu í að verða næst útbreiddasta nytjaplanta í Kanada í hekturam talið og sú sem skilar mestum hagnaði í landbúnaði. Þar að auki varð olían ein sú heilnæm- asta sem þekkist í dag og hefur lægsta hlutfall af óheilnæmum sýr- um sem fyrirfinnast í þeim matar- olíum sem framleiddar era í dag. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.