Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2Q00
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Umhverfísvæn inn-
Minnisvarði um
Fann fíkni-
efni við leit
í bifreið
LÖGREGLAN á ísafirði lagði hald á
tæplega átta grömm af efni sem talið
er vera amfetamín og um þrjú
grömm af kannabisefnum við húsleit
og leit í bifreið. Einnig fundust áhöld
til fíkniefnaneyslu.
Lögreglan á ísafn-ði stöðvaði tvo
karlmenn í Arnarfirði, annan á þrí-
tugsaldri og hinn á fertugsaldri, en
þeir voru þá á leið frá Reykjavík.
Mennirnir, sem báðir eru búsettir í
ísafjarðarbæ, voru grunaðir um að
hafa fíkniefni í fórum sínum. Samkv.
fréttatilkynningu frá lögreglunni á
ísafirði fundust fíkniefnin og áhöldin
við leit í bifreiðinni við handtökuna
og síðan á heimilum mannanna.
Mennirnir gistu fangageymslur lög-
reglunnar meðan á rannsókn máls-
ins stóð. Málið telst upplýst og
mönnunum hefur verið sleppt úr
haldi. Sérþjálfaður fíkniefnahundur
frá lögreglunni í Bolungarvík aðstoð-
kaup ryðja sér til rums
UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ
hefur gefið út bæklinginn Um-
hverfisvæn innkaup, sem unninn
var í samráði við Ríkiskaup, Sam-
band íslenskra sveitarfélaga og
Samtök iðnaðarins. Bæklingurinn
var kynntur í gær en í honum er
útskýrt í hverju hugtakið um-
hverfisvæn innkaup felst og
hvernig er hægt að hrinda því í
framkvæmd. Hann er einkum ætl-
aður þeim sem sinna opinberum
innkaupum.
í ávarpi Sivjar Friðleifsdóttur
umhverfisráðherra við tækifærið
kom m.a. fram að hugtakið er far-
ið að ryðja sér til rúms í nágranna-
ríkjunum, ekki síst á Norðurlönd-
um. Ráðherra benti á að vantað
hefði upplýsingar af því tagi sem
koma fram í bæklingnum, en um-
hverfisstefna í ríkisrekstri var
samþykkt fyrir þremur árum hér
á landi. Siv sagði reynslu annarra
þjóða sýna að opinber stefna í um-
hverfisvænum inn-
kaupum hefði hvetj-
andi áhrif á framleið-
endur að gera betur í
umhverfismálum. Ráð-
herra sagðist viss um
að jarðvegurinn væri
til staðar fyrir um-
hverfisvæn innkaup
hér á landi og metnað-
armál fyrir ríkisvaldið
að ganga á undan með
góðu fordæmi.
Fagna frumkvæði
ráðuneytisins
Júlíus S. Ólafsson,
forstjóri Ríkiskaupa,
sagði að útgáfa bæklingsins sendi
þau boð út til markaðarins að ríkið
væri að vakna til vitundar um um-
hverfisvæn innkaup og myndi á
næstu misserum setja fram ítar-
legri viðmið um þau efni. Júlíus
fagnaði frumkvæði umhverfisráð-
uneytisins við útgáfu
bæklingsins. Júlíus
áréttaði að helsta
skylda innkaupa-
fólks væri að gera
hagstæð innkaup og
að spara fé hins op-
inbera. Þegar saman
færu sjónarmið í
spamaði í opinber-
um innkaupum og
þau lífsgildi sem um-
hverfisvæn innkaup
boðuðu væri mark-
miðum Ríkiskaupa í
spamaði náð.
Á kynningunni
sagði Þórarinn Sóf-
usson frá Isal einnig frá reynslu
fyrirtækisins af umhverfisvænum
innkaupum auk þess sem Norð-
maðurinn Östein Sætrang sagði
frá norskri reynslu af málunum en
hann er sérfræðingur um um-
hverfisvæn innkaup.
Siv Friðleifsdóttir
velgerðarstarf
Jósefssystra
SUNNUDAGINN 17. september kl.
11.45 verður afhjúpaður minnisvarði
á lóð kaþólsku dómkirkjunnar í
Landakoti um velgerðarstarf St. Jós-
efssystra á íslandi.
Minnisvarðinn er gerður að frum-
kvæði menningarmálanefndar
Reykjavíkur og með liðsinni kristni-
hátíðarnefndar í þakklætisskyni fyrir
fórnfúst starf systranna að hjúkran
sjúkra og uppfræðslu bama á líðandi
öld. Listamanninum Steinunni Þór-
arinsdóttur var falin gerð höggmynd-
arinnar sem hún nefnir „Köllun“. Yf-
irpríorinna St. Jósefssystra í
Danmerku, systir Ansgaria Rie-
mann, mun afhjúpa minnisvarðann.
Afhjúpunin fer fram að lokinni há-
messu í Kristskirkju sem hefst kl.
10.30. Viðstaddir messuna verða
biskupar kaþólsku kirkjunnar á
Norðurlöndum sem halda hér haust-
fund sinn og svo skemmtilega vill til
að sama dag era liðin 50 ár síðan séra
George, sem stjómaði Landakots-
skóla í nærfellt 40 ár, vann klaustur-
heit sitt, segir í fréttatilkynningunni.
Stöndum í ævarandi
þakkarskuld við systurnar
Þar segir ennfremur: ,Árið 1996
voru 100 ár liðin síðan fyrstu Jósefs-
systumar komu til íslands og hófu
aðhlynningu sjúkra og fátækra ásamt
kennslu barna við þröngar aðstæður
en óbugandi kærleik og bjartsýni.
Fyrsta sjúkrahúsið í Reykjavík
reistu þær 1902, skólabyggingu í
Landakoti 1909, spítala í Hafnarfirði
1926 og skóla í kjölfarið. St. Jósefs-
systur stjórnuðu sjúkrahúsum í
Reykjavík og Hafnarfirði og Landa-
kotsskóla áratugum saman og nutu
einkum Fáskrúðsfjörður og Garða-
bær einnig hjálparstarfs þeirra. Fyr-
ir þetta og margt annað kristilegt
kærleiksstarf systranna standa Is-
lendingar í ævarandi þakkarskuld.
Þær hafa kosið að vinna verk sín í
kyrrþey og njóta kyrrlátrar gleði yfir
fómfúsu og óeigingjömu starfi."
-------------------------
Lögreglan á ísafírði
Fram-
kvæmdum
miðar vel
FRAMKVÆMDUM í Smáralind í
Kópavogi miðar vel áfram, segir
Þorvaldur K. Ámason, verkstjóri
Istaks. Nú vinna um 180 manns við
byggingu verslunarmiðstöðvarinn-
ar sem verður opnuð í september
að ári liðnu.
Að sögn Þorvaldar er smám sam-
an verið að fjölga starfsfólki við
bygginguna. Fyrir mánuði unnu
150 manns við framkvæmdirnar en
næsta sumar lítur út fyrir að 1000-
1500 manns vinni við þær.
LEIÐRÉTT
Rangt verð
Þau leiðu mistök urðu í Fasteigna-
blaði Morgunblaðsins í gær að í frétt
á bls. 2 þar sem sagt var frá einbýlis-
húsinu Bollagörðum 65 misritaðist
söluverð hússins. Söluverðið er 26,5
milljónir króna. Húsið er til sölu hjá
fasteign.is.
Morgunblaðið/Vilhelm Gunnarsson
aði við leitina að fíkniefnunum.
fslensk miðlun V est-
fjörðum ehf. gjaldþrota
ÍSLENSK miðlun Vestfjörðum ehf. óskaði í gær
eftir gjaldþrotaskiptum í Héraðsdómi Vestfjarða.
Jakob Valgeir Flosason, stjómarmaður i fyrirtæk-
inu, segir að eflaust hafi verið margar ástæður fyr-
ir því hvemig komið sé.
Ein ástæðan sé sú að íslensk miðlun Vestfjörð-
um hafi verið ofmönnuð. Þegar mest var störfuðu
rúmlega 40 manns hjá fyrirtækinu á fjóram starfs-
stöðvum á Vestfjörðum.
Tilraunin mistókst
Hann segir að margir kröfuhafar hefðu verið til-
búnir að breyta skuldum fyrirtækisins en að of
seint hafi verið gripið í taumana. „Talað hefur ver-
ið um að það hafi vantað um 13-15 milljónir inn í
fyrirtækið í beinhörðum peningum til að hlutimir
hefðu getað gengið til lengri tíma litið. Þá er miðað
við um 12 manns í fullu starfi á daginn og fullmann-
að á kvöldin. Ef þessir peningar hefðu komið til
hefði væntanlega verið hægt að bjarga fyrirtæk-
inu. En peningarnir fengust ekki,“ segir Jakob.
Óðinn Gestsson, sem einnig er stjórnarmaður
íslenskrar miðlunar Vestfjörðum ehf., segir að til-
raunin hafi mistekist en að allt hafi verið gert til að
afstýra því að fyrirtækið færi í gjaldþrot. Þá hafi
menn ekki staðið við það sem þeir lofuðu og því
hafi gjaldþrotabeiðni ekki orðið umflúin.
Hlutafé íslenskrar miðlunar yestfjörðum ehf.
var 40 milljónir króna og átti íslensk miðlun í
Reykjavík rúmlega 30% í fyrirtækinu en annað var
í eigu einstaklinga og fyrirtækja á Vestfjörðum.
Fritz Már Jörgensen, framkvæmdastjóri ís-
lenskrar miðlunar í Reykjavík, sagði sig úr stjóm
Islenskrar miðlunar Vestfjörðum í síðustu viku en
hann var stjómarformaður fyrirtækisins.
Aðspurður hvers vegna hann hafi sagt sig úr
stjórn fyrirtækisins segir Fritz að hann sé að reka
nokkuð stórt fyrirtæki í Reykjavík, sem krefjist
allrar hans orku og meira til. „Ég var ekki að
hlaupast frá ábyrgð með því að segja mig úr stjórn
íslenskrar miðlunar Vestfjörðum." Hann segir að
íslensk miðlun í Reykjavík hafi tekið fullan þátt í
þeim björgunaraðgerðum sem reyndar hafi verið
til að afstýra gjaldþroti íslenskrar miðlunar Vest-
fjörðum, en því miður hafi það ekki dugað.
Fritz segir að líklega hafi verið farið of geyst í
sakimar með uppbyggingu íslenskrar miðlunar
Vestfjörðum. Verkefnastaðan hafi aldrei náðst al-
mennilega upp og verkefnin sem fengust hafi aðal-
lega verið kvöldverkefni og því hafi nýtingin á
starfsstöðvunum ekki verið nægjanlega góð. Að
hans sögn er tap íslenskrar miðlunar í Reykjavík
vegna fyrirtæksins fyrir vestan um 25 milljónir
króna.