Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Ritsmíðar Ritbjörg er þverfaglegt forrit. Það leiðbeinir notendum sínum á einfaldan og aðgengilegan hátt við að skipuleggja ritsmíðar og búa til efnisgrind að þeim. Guðlaug Guðmundsdóttir, annar af höfundum forritsins, kynnti Maríu Hrönn Gunnarsdóttur fyrir tölvuhrafninum Ritbjörgu. Efnisgrindin smíðuð í ritunarforriti • Ritbjörg hjálpar notendum sínum að skerpa hugsun sína • Ekki er ástæða til að óttast að ritsmíðar verði allar eins Morgunblaðið/Jim Smart Ritbjörg er hjálpartæki og hana skal nota við hliðina á öðrum kennslugögnum um ritun, segir Guðlaug, sem hér leiðbeinir Hildi Andrésdóttur við notkun forritsins. Fyrirmæli Ritbjargar eru hnitmiðuð og skýr. RITBJÖRG er eins árs um þessar mundir. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún farið víða og segir einn af nánustu aðstandend- um hennar, Guðlaug Guðmunds- dóttir íslenskukennari, að hún hafi alls staðar fengið hlýjar mót- tökur. „Hún fæddist í Menntaskólan- um við Hamrahlíð en var alin upp í Menntaskólanum á Akureyri,“ segir Guðlaug glettin um Rit- björgu, tölvuhrafninn sem vísar notendum sínum leiðina að vel uppbyggðri ritsmíð. „Hildigunnur Halldórsdóttir, ritstjóri hjá Námsgagnastofnun, kom að máli við mig haustið 1995 og sýndi mér nokkur erlend ritunarforrit með hugsanlega þýðingu í huga,“ segir Guðlaug. Ekki varð úr því að for- ritin yrðu þýdd heldur tóku þær Hildigunnur og Guðlaug sig sam- an og sömdu nýtt forrit, lagað að íslenskri ritunarkennslu. Ritbjörg var svo gefin út hjá Námsgagna- stofnun í september í fyrra. Síðan þá hefur Guðlaug bæði kennt nemendum sínum við Mennta- skólann við Hamrahlíð að skrifa ritgerðir með aðstoð Ritbjargar og haldið fyrirlestra og námskeið um notkun forritsins víðsvegar um landið. Guðlaug á heiðurinn af kennslu- fræðilegum hugmyndum og texta Ritbjargar en Hildigunnur sá um hönnun forritsins og forritun. Hildigunnur hefur drjúga reynslu af gerð og útgáfu tölvuforrita til kennslu enda hefur hún haft hönd í bagga með nánast öllu slíku námsefni sem gefið hefur verið út af Námsgagnastofnun. Myndirnar í Ritbjörgu og Ritbjörgu sjálfa teiknaði Kristín María Ingimund- ardóttir. Menntamálaráðuneytið og Lýðveldissjóður styrktu hönn- un forritsins, „mjög myndarlega", eins og Guðlaug kemst að orði. Svipað Power Point-forritinu Forritið Ritbjörg er þverfag- legt tæki, ætlað til þess að leið- beina notanda sínum við að skipu- leggja ýmiss konar ritsmíðar og búa til efnisgrind að þeim. Guð- laug segir að fljótlega hafi þær stöllur ákveðið að gera einhvers konar „wizard-forrit“, svipað for- ritinu Power Point, sem margir þekkja og er notað m.a. til að búa til glærur og myndir til að varpa upp á vegg. Líkön voru búin til að mismunandi gerðum ritsmíða. Líkön að sendibréfum, hlutlausri blaða- eða tímaritsgrein og grein þar sem tekin er afstaða til tiltek- ins efnis urðu fyrst til en „erfiðast var að koma heim og saman svo- kölluðu spurt-og-svarað-líkani, sem er í raun og veru rannsókn- arritgerð,“ segir Guðlaug. Auk fyrrgreindra líkana er líkön að ljóðaritgerð, bóka- og kvikmynda- gagnrýni og rannsóknarskýrslum að finna í Ritbjörgu. Þær Hildi- gunnur hittust oft meðan á hönn- uninni stóð þar sem Hildigunnur stýrði hugmyndaflæði Guðlaugar svo að það yrði forritanlegt. Þannig skapaðist skýr verkaskipt- ing milli höfundanna. „Þar að auki voru haldin tvö sumarnám- skeið, sem voru beinlínis liðir í hönnuninni," segir Guðlaug. Þar gáfu kollegar hennar góð ráð og viðruðu skoðanir sínar um hvern- ig svona forrit ætti helst að vera úr garði gert. „Eg byrjaði á að teikna líkönin upp á glærur. Margir prófuðu þær og gerðu at- hugasemdir, sem ég tók oftar en ekki til greina. Auk þess voru kennarar gripnir á hlaupum hér og þar. Sumir þeirra vita ekki hvað þeir voru mér mikilvægir við að leysa alls konar vandamál, sem sífellt voru að koma upp og varð að leysa,“ segir Guðlaug. ís- lenskukennarar við Menntaskól- ann á Akureyri prufukenndu for- ritið á vorönn árið 1999 í nánu samstarfi við höfundana. Guðlaug leggur áherslu á að Ritbjörg sé hjálpartæki til að undirbúa og byggja upp ritsmíð og skerpa hugsun notandans. Ritbjörg legg- ur spumingar fyrir notandann og fara þær að nokkm leyti eftir því hvemig ritsmíð hann hefur valið sér að skrifa. Hann þarf einnig að svara nokkmm grundvallarspurn- ingum um hvað hann ætlar að skrifa um, fyrir hvern, hvers vegna og hvaða form hann ætlar að hafa á ritsmíðinni. Notandinn svarar spurningunum eins hnit- miðað og honum framast er kost- ur og þannig myndast smám sam- an efnisgrind að ritsmíðinni. Ritsmíðin sjálf er síðan skrifuð í Word-forritinu. Notað með öðrum kennslugögnum „Forritið kemur ekki í staðinn fyrir kennslubækur um ritun,“ segir Guðlaug og leggur á það nokkra áherslu. „Ritbjörg er hjálpartæki og hana skal nota við hliðina á öðmm kennslugögnum. Kosturinn við svona forrit er að það örvar bæði nemendur og kennara til dáða. Nemendur hafa tölvutækni vel á valdi sínu og það er auðvelt að fá þá til að einbeita sér að vinnu sinni í tölvuverinu,“ segir hún og bætir við að þeir verði raunar svo önnum kafnir og ákafir að hún þurfi nánast að ýta þeim út úr stofunni að kennslu- stund lokinni. Ritbjörg er afar myndrænt forrit og segir Guðlaug að það hafi reynst vel. Á hverri skjámynd forritsins era skúffur eða hirslur sem nemandinn opnar eina af annarri og gulur bendill sýnir honum hvar hann er stadd- ur hverju sinni. Hættan á að not- andinn villist er því engin. Guð- laug segist hafa verið spurð að því hvort ritsmíðar nemenda verði eins þegar þeir nota Rit- björgu til að undirbúa sig. Þeirri spurningu segist hún svara á þá lund að ritsmíðar séu byggðar úr byggingareiningum rétt eins og hús. Öll hús hafi sömu grannein- ingarnar, gólf, veggi og þak, en þrátt fyrir það séu engin tvö hús eins. Fólk þurfi þess vegna ekki að óttast að ritsmíðar nemenda verði einsleitar. Þar að auki hafi Ritbjörg ekkert með ritunina sjálfa eða frágang ritsmíðarinnar að gera. Nýjar bækur • Mál og menning hefur gefið út Dansk der du’r sem er grunnefni til dönsku- kennslu í framhaldsskóla. Höfundarnir, Auður Hauks- dóttir og Elísabet Valtýs- dóttir, eru margreyndir við gerð kennsluefnis í dönsku. Lögð er áhersla á að kynna nemendum danska tungu, menningu, siði og venjur. Efnið er þríþætt: Lesbók með mjög fjölbreyttum text- um úr ýmsum áttum; Vinnu- bók, sem geymir margvísleg- ar æfingar og verkefni við kaflana í lesbók auk sjálf- stæðra verkefna og 2 geisla- diska með 31 hlustunaræf- ingu. Bent er á ýmsar vefslóðir sem eru for- vitnilegar fyrir nemendur. Einnig eru æfingar við hlust- unarverkefni. Lesbók er 205 bls., prentuð hjá prentsmiðjunni Odda hf. Vinnubók er 123 bls., prentuð hjá prentsmiðjunni Grafík hf. Umbrot varíhöndum Önnu Cynthiu Leplar og Máls og menningar. Kápur voru gerð- ar hjá auglýsingastofunni Næst. Ole Skov, Lyd teknik í Danmörku tók upp hlustun- arefnið og framleiddi geisla- diskana. • Út er komin hjá Máli og menningu kennslubókin Fjöl- miðlafræði eftir Lars Peters- son og Áke Petterson. Bókin er ætluð framhaldsskóla- nemendum og fellur að markmiðum nýrrar nám- skrár menntamála- ráðuneytisins fyrir grunn- áfanga í fjölmiðlafræði. Adolf Petersen fjölmiðlafræðingur, kennari við Menntaskólann í Kópavogi, þýddi og staðfærði bókina. Fjallað er um fjölmiðla al- mennt, eðli þeirra og upp- rana, áhrif og vald. Lýst er bæði innlendum og erlendum fjölmiðlum og í hverjum kafla eru verkefni og umhugsunar- efni. Birtar eru siðareglur Blaðamannafélags Islands, útvarpslög sem samþykkt vora á Alþingi í maí síðast- liðnum og siðareglur auglýs- inga. Bókin er 216 bls., prentuð í prentsmiðjunni Odda hf. Kápu gerði Guðjón Ketilsson. Fjölbreytnin aldrei verið meiri BOÐIÐ er upp á meira en 200 námskeið hjá Endurmenntunarstofnun HÍ í vetur og hefur fjölbreytni námskeiða aldrei verið meiri þar á bæ. Meðal nýjunga er tveggja vikna námskeið, sem heitir AtvinnuLífsinsSkóli. Þar verður fjallað um grannatriði í rekstri og stefnumót- un fyrirtækja, um íslenskt efnahagskerfi og breytingar á alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Kennslan fer fram á Öngulsstöðum við Eyja- fjörð. Mörg önnur atvinnutengd námskeið verða haldin fyrir stjórnendur fyrirtækja og koma fyrirlesarar á þeim sumir hverjir langt að. Má þar nefna Dönu Daines Robinson, sérfræðing í mannauðsstjórnun og höfund bókarinnar Performance Consulting, og Deborah Swallow frá Bretlandi, sem heldur námskeið fyrir þá sem nýlega hafa tekið við stjórnunarstörfum. Menning og tungumál Misserislöng kvþldnámskeið í samstarfi við heimspekideild HÍ verða haldin í vetur. Þau fjalla m.a. um bókmenntir, heimspekilega rökræðu, listir, jarðfræði og fornsögur. Má þar nefna námskeiðið „Náttúran í listinni - listin í náttúrunni“, sem Ólafur Gíslason list- gagnrýnandi sér um, námskeið Jóns Böðvars- sonar, „Grettissaga“, og „Þrjár Hunvetnmga- sögur“, námskeið Ástráðs Eysteinssonar um sagnalist samtímans og námskeiðið „Antíg- ónu“, sem haldið verður í samvinnu við Þjóð- leikhúsið. Einnig eru í boði fjölbreytt tungumála- námskeið, þ.á m. nokkur sem hafa hlotið við- urkenningar Evrópuráðsins fyrir nýbreytni í námi. Frekari upplýsingar um námskeið Endur- menntunarstofnunar HI er að finna á vefsetri stofnunarinnar, www.endurmenntun.is. Þar er einnig hægt að skrá sig til þátttöku á nám- skeiðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.