Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 64
Drögum næst 26. september HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Heimavörn Sími: 580 7000 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMJ5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RlTSTJmBLlS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Útlit er fyrir að kornuppskera verði yfir meðallagi á Suðurlandi. Myndin er frá Ytra-Seljalandi þar sem bændur í Stóru-Mörk rækta korn á um 10 hekturum. Morgunblaðið/Hálfdan Ómar í baksýn rfsa Vestmannaeyjar. Metupp- skera á kornií "Skagafirði KORN SKURÐUR stendur nú yflr. Uppskera er almennt góð, yfir með- allagi á Suðurlandi og afburðagóð á Norðurlandi, að sögn Jónatans Her- mannssonar, sérfræðings á Rann- sóknastofnun landbúnaðarins. Gróft reiknað er um þriðjungur komakra landsmanna í Skagaflrði og tveir þriðju á Suðurlandi. Ljóst er að uppskeran í Skagafirði slær fyrri met og segir Jónatan að hún nálgist það sem þekkist í nágrannalöndun- um þar sem kom er yfirleitt ræktað við mun betri skilyrði. Vorið var gott fyrir norðan og hægt að sá snemma <ag sumarið hlýtt. Á Suðurlandi vom ekki eins mikil hlýindi en uppskeran er þó með albesta móti, að sögn Jónatans, betri en í meðalári. Ólafur Eggertsson, kombóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, seg- ir að komsláttur gangi vel. Hófst hann á Þorvaldseyri 27. ágúst og var byrjað að slá fljótsprottið íslenskt af- brigði. Uppskerastörf standa síðan fram í október. Enn hafa engar skemmdir orðið á bygginu vegna næturfrosta. Ólafur áætlar að uppskeran sé 3-4 tonn á hektara. Segir hann að á undanfömum árum hafí þótt ágætt að fá 2,5 til 3 tonn í meðalári en töl- umar hafi verið að hækka á allra » Jfcíðustu ámm með aukinni reynslu og framfomm í ræktun nýrra ís- lenskra afbrigða. Segir Ólafur að mun stærri tölur sjáist fyrir norðan, eða 4,5 til 5,5 tonn á hektara, sem sé nyöggott. Nýtt landssamband ófaglærðra stofnað Tillögur vinnuhóps verða kynntar um allt land VINNUHÓPUR, sem skipaður er fulltrúum Verkamannasambandsins, Landssambands iðnverkafólks og Þjónustusambandsins, hefur lokið gerð tillagna um sameiningu þessara sambanda í eitt landssamband ófag- lærðra. Var Halldóri Bjömssyni, formanni vinnuhópsins, og Magnúsi Norðdahl, lögfræðingi ASI, falið að heimsækja aðildarfélög sambandanna um allt land og kynna niðurstöður hópsins. Verður stærsta landssambandið innan ASÍ Fyrsti fundur þeirra var haldinn á Hellu sl. mánudag en gert er ráð fyr- ir að kynningarferð Halldórs og Magnúsar um landið standi yfir í eina viku og ljúki með fundi í Reykja- vík. Akveðið hefur verið að stofnfundur nýs landssambands ófaglærðra verði haldinn dagana 12- 13. október en með stofnun þess yrði til stærsta landssamband innan ASI, með alls rúmlega 38.000 félagsmenn. Formaður Eflingar telur að sættir muni nást Óvissa var um það fyrr í sumar hvort yrði af sameiningu landssam- bandanna vegna harðra deilna sem upp komu innan VMSÍ um starfslok Bjöms Grétars Sveinssonar, fyrrv. formanns sambandsins. Aðspurður hvort sú niðurstaða sem vinnuhópur- inn hefur nú náð við undirbúning sameiningarinnar, væri merki um að sættir hefðu náðst innan hreyfingar- innai-, sagðist Sigurður Bessason, formaður Eflingar - stéttarfélags, hafa trú á því. „Ég held að það sé almennur vilji til að koma þessu landssambandi á laggirnar enda er það mikil nauðsyn fyrir félögin með ófaglærðu félags- mönnunum að stilla saman strengi sína með þessum hætti,“ sagði Sig- urður Bessason. Stóraukning alvarlegra umferð- arslysa sl. tvö ár UM fjórðungur legudaga á endur- hæfingardeild Landspítala á Grens- ási er vegna fólks sem hefur slasast í umferðarslysum. Stefán Yngvason, yfirlæknir á Grensásdeild, segir að mjög alvarlegum slysum hafi farið fjölgandi frá árinu 1998 og Ijóst sé að ökuhraði, aukinn umferðarþungi og tilhneiging ungs fólks til að nota ekki bílbelti skipti þar miklu máli. Stefán telur meginorsök slysa- hrinunnar í sumar vera aukinn öku- hraða. Hraðinn sé einfaldlega of mikill og smávægileg mistök, dreifð athygli eða vanmat á aðstæðum geti dregið dilk á eftir sér. Þá skipti líka máli að bílaeign sé orðin meiri og að fólk sé meira á ferðinni. Fjöldi slysa aukist með aukinni umferð og þess vegna sé enn meiri ástæða til auk- innar árvekni bílstjóra eftir því sem umferðin þyngist. Stefán segir að því miður sé það tilhneiging hjá ungu fólki að nota ekki bílbelti. Fólk sem er ekki í beltum slasast miklu verr en þeir sem eru með beltin spennt en ökuhraðinn segir einnig mikið til um það hversu alvarlega fólk slasast. ■ Mjög alvarlegum/18 Maestro ÞITT FÉ HVAR SEM ■'M ÞU ERT Þjófurinn áhuga- samur um tarot-spil BROTIST var inn í verslunina Aloe Vera í Ármúla aðfaranótt sl. þriðjudags. Verslunin hefur eink- um á boðstólum heilsu- og nýaldar- vörur af margvíslegu tagi. Hafði þjófurinn á brott með sér 27.000 kr. í peningum, mikið magn af geisladiskum með hugleiðslu- og indíánatónlist og talsvert magn af tarot-spilum. Þjófurinn spennti upp rammgerða járnhurð á versl- uninni og náði þannig að komast inn í hana. Að sögn eiganda verslunarinnar er hugsanlegt að tarot-spilin hafi freistað þjófsins þar sem hann hafi viljað sjá fyrir sér í spilunum hvort hann kæmist upp með innbrotið eða ekki. Það á hins vegar eftir að koma í ljós. Morgunblaðið/Líney Heiðar Ingi Ágústsson með risalaxinn úr Sandá. Lang- stærsti lax sum- arsins STÆRSTI lax sumarsins veiddist í Sandá í Þistilfirði á sunnudaginn er Heiðar Ingi Agústsson dró á land tæplega 28 punda hæng, 13,7 kg, úr Efri-Þriggjalaxahyl. Tröllið tók tommulanga svarta Snældu og var Heiðar 45 mínútur að ná laxinum. Gekk á ýmsu á meðan. Laxinn er sá langstærsti sem frést hefur af úr íslenskri á í sumar. Hann var 110 cm á lengd og 58 cm að ummáli. Kunnugir telja að hann hafi vart verið undir 30 pundum þegar hann gekk í ána. „Ég hef veitt einu sinni áður í Sandá en var ekki svona heppinn í það skipti. Ég held að áin hafi verið að verðlauna mig fyrir að sleppa 12 punda hrygnu daginn áður,“ sagði Heiðar Ingi og bætti við að hann ætlaði að láta stoppa laxinn upp og hefði þeg- ar valið gullsleginn platta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.