Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ SLYSIN í UMFERÐINNI Slysaaldan í umferðinni í sumar hefur hrifsað til sín líf 21 manneskju. Þá eru ótaldir þeir sem hafa beðið varan- legan skaða á líkama og sál vegna umferðarslysa. Kristín Sigurðarddttir fékk nokkur fórnarlömb slysa til þess að lýsa reynslu sinni af því að lenda í umferðarslysi. Það er einlæg ósk þeirra að orðin sem hér fylg;]a verði til þess að vekja fólk enn frekar til umhugsunar og að fækka umferðarslysum. Fleiri viðtöl birtast á morgun. Stefán Ynsrvason, yfirlæknir á Grensásdeild _______Q_____Z_«Z________________ Mjög alvarleg-um slysum hefur fjölgað frá 1998 Morgunblaðið/Sverrir Stefán Yngvason, yfirlæknir á Grensási, segir ökuhraða, aukinn umferðarþunga og tilhneigingu ungs fólks til að nota ekki bílbelti vera stóran þátt í því hve alvarleg umferðarslys hafa verið í sumar. Á AÐ giska fjórðungur legudaga á endurhæfingardeild Landspítala á Grensási er vegna fólks sem hefur slasast í umferðarslysum. Stefán Yngvason yfirlæknir segir mjög al- varlegum slysum hafi farið fjölgandi frá árinu 1998 og ljóst sé að ökuhraði, aukinn umferðarþungi, og tilhneig- ing ungs fólks til að nota ekki bílbelti, skipti þar miklu máli. Margir bíða varanlegt líkamlegt tjón af völdum umferðarslysa en al- varlegustu áverkarnir eru heila- og mænuskaðar, segir Stefán. Um 3-5 einstaklingar bætast á ári hverju í hóp þeirra sem háðir eru hjólastjól ævilangt. Slysahrinan - þróun sem hófst lyrir tveimur árum Stefán segir slysaölduna sem riðið hefur yfir í sumar kannski vera topp- inn á þeirri þróun sem verið hafi frá árinu 1998 en þá hafi slysum, ekki einungis umferðarslysum, farið mjög fjölgandi. Mörg slys séu tengd auk- inni útivist og ferðalögum. Þar má nefna slys sem tengjast jöklaferðum, skíðum, hestum og ennfremur vinnu- slys. Slík slys hafi verið minna í þjóð- félagsumræðunni en banaslysin en mörg mjög alvarleg slys hafi orðið síðastliðin tvö ár, sem hafi komið m.a. fram í auknum fjölda einstaklinga sem þurfa á að halda meðferð í önd- unarvél á gjörgæsludeild. Hann segir slysahrinuna nú í sumar vera mjög sérstaka og óvenjulega því slysin hafi heimt mun fleiri mannslíf en verið hafi. Hann segir ennfremur að það sé orðið algengara nú að það takist að bjarga lífi fólks sem hlotið hafi mjög alvarlega áverka. Grensásdeildin sinnir fyrst og fremst sjúklingum sem koma frá bráðadeildum spítalanna. Stefán seg- ir að um það bil helmingur af öllum legudögum sjúklinga á deildinni sé vegna slysa. Ekki liggur fyrir ná- kvæm tala um fjölda legudaga vegna umferðaslysa en Stefán segir að það sé um helmingur slysasjúklinga og þá um fjórðungur legudaga. Stefán segir að þó svo að tilhneig- ingin hafi verið sú í umferðarslysum að minna sé um alvarlega áverka m.a. með betri bílum og aukinni bílbelta- notkun, þá sé það þannig að þegar árekstrar verða mjög alvarlegir, með því að bílar velta eða lenda hvor á öðrum á miklum hraða, þá sé höggið orðið miklu meira en hægt sé að hanna bifreiðar til að þola við slíkar aðstæður. Hraðinn er lykilatriðið í því hversu alvarlegur áreksturinn verður, hversu langt bfll kastast, hvernig hann skemmist og hvers konar áverka farþegarnir hljóta. Stefán telur meginorsök slysahrin- unnar í sumar vera aukinn ökuhraða. Hraðinn sé einfaldlega of mikill fyrir þær uppákomur sem við sjáum og upplifum í umferðinni daglega, smá- vægileg mistök, dreifða athygli eða vanmat á aðstæðum. Þá skipti líka máli að bflaeign sé orðin meiri og að fólk sé meira á ferðinni. Fjöldi slysa aukist með aukinni umferð og þess vegna sé enn meiri ástæða til aukinnar árvekni bílstjóra eftir því sem umferðin þyngist. Stefán segir að því miður sé það tilhneiging hjá ungu fólki að nota ekki bflbelti. Fólk sem er ekki í beltum slasast miklu verr en þeir sem eru með beltin spennt en ökuhraðinn segir einnig mikið til um það hversu alvarlega fólk slasast. Lengd endurhæfingar er mjög mismunandi. Alvarlegustu slysin eru svokallaðir fjöláverkar sem geta fal- ist í mörgum beinbrotum, liðáverk- um, hryggbrotum oginnvortis áverk- um. Endurhæfing vegna slíkra áverka tekur langan tíma og er talin í mánuðum. Stefán segir alvarlegustu áverkana þó vera þá sem valdi skaða á heilavef og tjóni á vitrænni getu og lömum, og svo skemmdir á mænu, sem valda lömum í útlimum og bol. Slík endurhæfing taki hálft til eitt ár en síðan þurfi oft mislanga eftirfylgd og aðstoð með ýmsum hætti. Stefán segir erfitt að meta það hversu stór hópur þeirra sem slasast bíði varanlegan skaða af. Sumir þeirra sem fá áverka á háls ná sér aldrei að fullu og geta t.d. ekki stund- að vinnu en aðrir finna lítið sem ekk- ert fyrir því. Fleiri nú en áður sem eru háðir hjólastjól Hann segir ennfremur að frá og með árinu 1998 hafi orðið mikil aukn- ing á því að fólk hljóti það mikla áverka í slysum að það sé háð hjóla- stjól til æviloka. Það sé þó mjög sveiflukennt, t.d. hafi enginn hlotið mænuskaða af völdum slyss í hálft annað ár og svo hafi fjórir hlotið mænuskaða á einu ári. Þó megi segi að um það bil 3-5 á ári sem, vegna áverka í slysum, bætist í hóp þeirra sem háðir eru hjólastól ævilangt. j, Helmingurinn vegna mænuskaða og 1 helmingur vegna heilaskaða. Sjúklingar eru útskrifaðir af Grensásdeildinni um leið og þeir geta farið að búa heima hjá sér, en endur- hæfingin heldur áfram eftir að heim er komið. Stefán segir að á endur- hæfingadeildinni sé sjúklingum auk þjálfunar veittur andlegur stuðning- ur og félagsleg ráðgjöf. Margir bíði mikið fjárhagslegt tjón af því að slasast og réttindakerfi slas- , aðra sé mikill frumskógur. Því sé fólki á Grensási hjálpað til að gæta * réttinda sinna gagnvart vinnuveit- anda, trýggingafélögum, Trygginga- stofnun og lífeyrissjóðum. Stefán segir að þeir sem slasist í umferðar- slysum séu betur settir hvað bótarétt varðar en margir þeirra sem lenda í annars konar slysum séu oft ekki slysatryggðir, þetta eigi þó ekki við um ölvaða ökumenn og farþega þeirra, þar eigi tryggingafélögin end- I urkröfurétt. Stefán segir persónu- | legan stuðning við einstaklinginn og * fjölskyldu hans einnig skipta mjög miklu máli, sérstaklega í alvarlegum slysum þar sem miklar breytingar verða á högum einstaklinga. Þver- fagleg teymi, sem samanstanda m.a. af lækni, hjúkrunarfræðingi, sjúkra- þjálfara, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa, talmeinafræðingi og sálfræðingi, sem sérhæfi sig í meðferð mismunandi sjúklingahópa svo sem heilaskaða og mænuskaða. Einnig hafa sjúkra- 5 húsprestar veitt mikla aðstoð. Stefán segir aðstoð deildarinnar oft halda áfram löngu eftir að útskrift ljúki. Stefán segist vonast til þess að fólk vakni til meðvitundar, taki sér tak og bæti umferðarmenninguna. „Þetta er ekki eðlfleg þróun sem við sjáum núna. Ef þetta heldur áfram þá erum við að horfast í augu við feiknarlega erfið vandamál og átakanlega fram- , tíð íyrir marga einstaklinga, mikinn missi og mikla sorg.“ Svava og María Anna eru enn að jafna sig eftir bflveltu 1 júnf V oru ekki með beltin spennt EF María Anna Amardóttir og Svava Sigurðardóttir hefðu spennt bflbeltin áður en þær lögðu af stað í ökuferð aðfaranótt sunnudagsins 11. júní síð- astliðinn þá hefðu þær líklega ekki kastast út úr bílnum þegar ökumað- urinn missti stjóm á honum á Álfta- nesvegi í Garðabæ og keyrði á um- ferðarskilti. Og ef þær hefðu ekki kastast út úr bflnum hefði Svava, sem er 20 ára, lfldega ekki verið milli heims og helju í hálfa aðra viku á eftir. Jafnframt hefði María, 18 ára, líklega ekki skorist svo í andliti að sauma þurfti 47 spor né hefði mjaðmabeinið mölbrotnað svo að hægri og vinstri mjöðm líta ekki eins út. Þau vora fjögur í bflnum á leið í samkvæmi þegar bfllinn fór út af veg- inum, lenti á umferðarskilti, enda- stakkst og valt 30 metra frá skiltinu og hafnaði á hliðinni. María kastaðist út um afturgluggann og hafnaði 37 metra frá skiltinu. Svava kastaðist út um hliðarglugga og lenti 32 metra frá skiltinu. Bfllinn valt nokkrar veltur og „ef hann hefði farið eina veltu enn hefðu Svava og strákur sem var í aft- ursætinu lent undir bílnum og líklega dáið,“ segir María. Man óljóst eftir skiltinu María segist muna eftir skiltinu en óljóst þó. Næsta sem hún man er þeg- ar fötin vora klippt utan af henni en henni var svo sagt seinna meir að það hefði verið gert í sjúkrabflnum. Svava lærbrotnaði, höfuðkúpu- brotnaði, svo slitnuðu liðbönd á vinstri þumalfingri. Þá brotnaði upp úr ristinni á vinstri fæti auk þess sem hún hlaut skrámur og sár víða. María fótbrotnaði, hlaut opið mjaðmabrot en kamburinn í mjöðm- inni brotnaði og er einungis hálfur núna og þess vegna líta hægri og vinstri mjöðm ekld eins út og munu aldrei gera það. Beinið fór í mask en læknir sagði Maríu að það þyrfti mjög mikið högg til að beinið brotnaði svona. Hún olnbogabrotnaði einnig, Morgunblaðið/Ámi Sæberg María Anna og Svava köstuðust út úr bíl sem valt út af Álftanesvegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.