Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
h
FRÉTTIR
Grunnskólarnir hafa lent í vandræðum með
íslenska Windows98-stýrikerfíð
Virkar ekki
í nettengingum
Morgunblaðið/Kristján
Hjörleifur Hjálmarsson, tölvukennari á Akureyri, er meðal fjöl-
margra kollcga sinna í grunnskólum landsins sem ekki geta notað ís-
lensku útgáfuna af Windows98 í nettengdum tölvukerfum vegna
galla í hugbúnaðinum.
GALLI hefur uppgötvast í ís-
lensku útgáfunni á Windows98
stýrikerfinu frá Microsoft. Gallinn
lýsir sér aðallega í því að net-
tengd tölvukerfi, sem styðjast við
Novell- eða NT-netkerfi, geta
ekki notast við hugbúnaðinn.
Einkatölvur eru lausar við þenn-
an galla. Þetta hefur komið sér
illa m.a. fyrir þá grunnskóla í
landinu sem höfðu orðið sér úti
um íslenska Windows98 í gegnum
samning menntamálaráðuneyt-
isins, og notast við Novell- eða
NT-netkerfi, sem ailflestir skólar
gera. Utgáfan hefur ekki enn nýst
þeim sem skyldi. Velflestir grunn-
skólar höfðu orðið sér úti um
stýrikerfið en samkvæmt upplýs-
ingum frá Tölvudreifingu, heild-
sölunni sem kom að samningi
menntamálaráðuneytisins, hefur
kerfið óvíða verið sett upp ennþá.
Stærsti dreifingaraðili Wind-
ows fyrir Microsoft hér á landi er
Tæknival. Magnús Björn Sveins-
son, vörustjóri hugbúnaðar hjá
Tæknivali, sagði í samtali við
Morgunblaðið að þessi galli hefði
uppgötvast sl. vor, eða skömmu
eftir að fyrstu skólai’nir fengu sér
Windows98 á íslensku. Tækni-
menn Microsoft í Bandaríkjunum
vinna nú að endurbótum á hug-
búnaðinum og er vonast til að
þeirri vinnu ljúki á næstunni.
Magnús Björn sagði að vissulega
værí þetta hvimleitt mál. Þeir hjá
Mierosoft hefðu áður kannast við
vandræði í nettengingu við NT-
kei'fi en vandræði vegna Novell
væri nýtt fyrir þeim.
„Það skýrist vonandi á næstu
dögum hvað verður gert. Micro-
soft mun gefa út tilkynningu þeg-
ar málið er leyst,“ sagði Magnús
Bjöm.
Grunnskólarnir á Akureyri
voru meðal þeirra fyrstu sem
urðu sér úti um íslensku útgáf-
una, eða strax í vor. Hjörleifur
Hjálmarsson, tölvukennari í Gler-
árskóla, er ráðgjafi skólaskrifstof-
unnar á Akureyri í tölvumálum.
Hann sagði við Morgunblaðið að
fljótlega hefði hann uppgötvað
þennan galla.
„Þetta veldur engum skaða á
netkerfinu, heldur ræsist stýrik-
erfið bara ekki með þessari ís-
lensku útgáfu. Einkatölvur sem
ekki eru nettengdar geta notað
hugbúnaðinn en það hjálpar skól-
unum lítið. Þetta er auðvitað
slæmt fyrir æsku landsins að
kynnast ekki íslenska Windows
vegna svona galla. Þegar verið er
að leggja mikið fjármagn í þýð-
inguna þarf hugbúnaðurinn að
vera í lagi. Flest aliir skólar í
landinu kevra Novell eða NT,“
sagði Hjörleifur. Svavar Her-
bertsson, umsjónarmaður tölvu-
mála í Gerðaskóla í Garði, kann-
ast einnig við þennan galla. Hann
ætlaði að taka íslenska stýrikerfið
í notkun I haust en sagðist í sam-
tali við Morgunblaðið hafa fljót-
lega komist í hann krappan.
Fyrst hefði hann fengið þau svör
hjá Tæknivali að hugbúnaðurinn
virkaði með Novell-netkerfi en
síðar hefði umboðsaðilinn viður-
kennt vandann. Svavar sagði skól-
ann verða áfram að nýtast við
Windows95, þar til þetta leystist
með 98-útgáfuna. Þá eru margir
skólar farnir að nota Wind-
ows2000. Svavar undraðist að
ekki hefði verið búið að kanna
hvort stýrikerfið virkaði í öllum
nettengingum, áður en það var
sett í dreifingu.
Skýrsla um framkvæmd verkefna á vegum
reynslusveitarfélaga frá árinu 1995
*
Arangurinn
almennt góður
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA
kynnti í gær skýrslu sem Pricewater-
house Coopers vann fyrir ráðuneytið
um framkvæmd reynslusveitar-
félagaverkefnisins frá árinu 1995.
Meginniðurstaðan er sú að á sviði
byggingarmála, málefna fatlaðra,
öldrunarmála og heilsugæslu hafi til-
raunir reynslusveitai’félaganna náð
markmiðum sínum. Er þá átt við
aukna sjálfsstjórn, betri stjórnsýslu
miðað við staðbundnar aðstæður,
betri þjónustu við íbúana og betri
nýtingu fjármagns hins opinbera.
Það sama gildir einnig um reynslu-
hverfið Grafarvog og að verulegu
leyti um tilraun Reykjanesbæjai’ á
sviði vinnumiðlunar.
Reynslusveitarfélögunum er skipt
í þrjá flokka. í fyrsta flokknum eru
Akureyri, Hornafjörðui’ og Vest-
mannaeyjar. Þessi sveitarfélög hafa
verið að vinna að nokkrum fjölþætt-
um verkefnum sem fólu í sér flutning
fjármuna frá ríki til sveitarfélaga og
yfirfærslu ábyrgðar á mótun félags-
þjónustu innan gildandi lagaramma.
I öðrum flokknum er Reykjavík en
þar hefur farið fram staðbundin til-
raun í Grafarvogi. í þriðja flokknum
eru Garðabær, Hafnarfjörður, Fjarð-
arbyggð og Reykjanesbær. Þessi
sveitai-félög hafa verið að vinna að fá-
um verkefnum sem ekki fólu í sér til-
flutning á fjármunum.
I tilviki Akureyrai’ og Hornafjarð-
ar urðu stjómsýslutih-auntr tæki til
þess að stuðla að auknum árangii, t.d.
á sviði málefna fatlaðra, öldranar-
mála og heilsugæslu. Tilraunir á sviði
félagslegi'a húsnæðismála fóru ekki
af stað en markmið þeirra samninga
sem gerðir vora urðu hluti af núgild-
andi löggjöf um félagsleg húsnæðis-
mál. Takmarkaður árangur náðist af
tilraun á sviði menningarmála, að því
er fram kemur í skýrslunni.Páll Pét-
ursson félagsmálaráðherra sagði það
mikilvægt að hafa fengið hlutlausan
aðila til að meta framkvæmd verkefn-
isins. Ráðuneytið hefði ekki viljað
gera þetta sjálft til að „raupa af ‘ nið-
urstöðunni. Um niðurstöðuna í raun
sagðist hann ekki hafa reiknað með
henni þetta jákvæðri. Hann hefði
fyrst og fremst fylgst með málefnum
fatlaðra því sá málaflokkur tilheyrði
sínu ráðuneyti. Skýrslan gæfi góða
vísbendingu um að ríkið ætti að halda
áfram að flytja verkefni til sveitarfé-
laganna. Það styrkti sveitarstjómar-
stigið.
„Það er byggðastefna í raun að
vinna verkefnin heima í héraði. Þjón-
ustuþegarnh’ eru ánægðir og fjár-
munir nýtast betur. Það er því til
mikils að vinna,“ sagði Páll.
Hermann Sæmundsson er formað-
m- verkefnisstjórnar um reynslu-
sveitarfélögin. Hann sagði í samtali
við Morgunblaðið að í skýrslunni
væru margar góðar ábendingar um
hvernig verkefnin hefðu tekist til og
hvað mætti betur fara. Tók Heimann
sem dæmi tilraunina í Grafai’vogi þar
sem vel tókst til. Önnur sveitarfélög
gætu haft það verkefni sem fyrh’-
mynd, einkum þau sem hafa verið að
sameinast, og Reykjavíkurborg gæti
einnig nýtt reynslu sína í öðrum
hverfum. Heimann sagði að nú yrði
farið ofan í saumana á niðurstöðum
ráðgjafafyrirtækisins. Meta þyrfti
ávinninginn með tilliti til stefnumörk-
unar til framtíðar.
Takniarkaður áhugi í
sumum ráðuneytum
Sign'ður Stefánsdóttir, bæjarfull-
trúi á Akureyri, hefur átt sæti í verk-
efnisstjóminni frá upphafi. Hún sagði
niðurstöðu skýrslunnar sýna að sveit-
arfélögin væra vel fær um að sinna
sínum málum. Hins vegar væri mikil-
vægt að læra af reynslu ólíkra verk-
efna. Full þörf væri á því, t.d. vegna
samningagerðar milli ríkis og sveitar-
félaga um fjármuni. Mörg verkefnin
væra í vexti og þörfin óskilgreind.
Sveitarfélögin þyrftu að tryggja sig
vel. "Stærð sveitarfélaga spilar inn í
þessa umræðu. Annaðhvort þurfa
þau að stækka eða að finna sér sam-
starfsgrandvöll. Slíkt getm- verið
flókið. Mikilvægt er að halda áfram
tilraunum í sveitai-stjórnarmálum."
UPP SKAL Á KJÖL KLÍFA
Rástefna um menningartengda feröaþjónustu
Hólum í Hjaltadal, 16. september 2000
Markmiö ráðstefnunnar, sem er á dagskrá Reykjavíkur Menningarborgar,
er að efla umræöu um þau tækifæri sem felast í menningu til uppbyggingar
ferðaþjónustu á 21. öldinni og miðla reynslu frá Noröurlandi vestra og
þátttökulöndunum I Evrópuverkefninu Guide 2000.
Fundarstjórl: Magnús Jönsson, sveitarstjóri Skagaströnd.
10:00 Setnlng: Skúll Skúlason, skðlameistari Hólaskóla.
10:05 Kynning á GUIDE 2000: Rögnvaldur Guömundsson, verkefnisstjórl.
10:20 Þróun mennlngarferðaþjónustu í samstarfslöndum GUIDE 2000
Limerick - hió rika land: Michael Quinlan, Irlandi.
Menningarferðaþjónusta T Bornholm: Szilvia Gyimóthy og
Lise Herslund, Danmörku.
Menningarferöaþjónusta í Puglia: Anna Maria Di Giovanni, Italíu.
11:30 Byggöamennlng - gæðl og samvlnna
Menning - ásjóna byggöanna: Guörún Helgadóttir, Byggöastofnun
og Hólaskóla.
Aó virkja frumkvæði heimamanna: Skúli Helgason, Reykjavík
Menningarborg.
13:00 Menningarferðaþjónusta - mögulelkl eba tálsýn?
Sýnishorn T máli og myndum: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Hólaskóla.
LTttu þér nær - vetur í íslenskri sveit: Gudrun Kloes, Brekkulæk.
Söfn ogferöaþjónusta: Sigríður Siguröardóttir, Byggöasafni Skagfirðinga.
Ferðaþjónusta á listrænum nótum: Gunnsteinn Ólafsson,
framkvæmdastjóri ÞjóölagahátTðar á Siglufirði.
15.00 Kynnlng á Hestamlöstöð íslands (í félagsheimilinu Melsgili)
Þorsteinn Broddason, framkvæmdastjóri Hestamiðstöövar Islands.
Hestaréttlr í Staðarrétt
17:00 Málþlngl slltlö. Akstur að Hólum.
Ráöstefnugiald: 3.500 kr, nemendur 1.500 kr
Innifaliö: kaffi, hðdegisveröur, akstur til og frð hestaréttum.
Skráning og upplýsingar:Rannsóknir og ráögjöf feröaþjónustunnar.
Netfang: rognv@mmedla.ls - Fax: 555 4130
Skránlngarfrestur tll 15. september.
Vinsamlegast látið vita hvort þiö þiggið tilboð um akstur til og frá Staöarrétt.
Réttarball í Melsgili um kvöldið kl. 11-03. Fjölbreyttir gistimöguleikar.
Morgunblaðið/Golli
Þjófar staðnir að verki
Bílar
skullu
saman
TVEIR bflar skullu saman á
gatnamótum Reykjanesbrautar
og Lækjargötu í Hafnarfirði um
kl. 13.30 í gær. Grunur leikur á
að öðrum bflnum hafi verið ekið
yfir gatnamótin á móti rauðu
Ijósi með þessum afleiðingum.
Bflstjórar og farþegi sluppu
ómeiddir.
LÖGREGLAN í Kópavogi hafði
hendur í hári tveggja manna sem
voru staðnir að innbroti í bifreið á
Smiðjuvegi í gær.
Lögreglumenn á ómerktri lög-
reglubifreið áttu leið um Smiðju-
veginn skömmu eftir miðnætti í
gær og sáu þá hvar tveir karlmenn
voru að stela hljómílutningstækj-
um úr bifreið. Ánnar var inni í
bílnum en hinn stóð vakt. Þegar
mennirnir urðu varir við lögreglu
reyndu þeir að komast undan.
Lögreglan náði öðrum þeirra en
hinn komst undan, en aðeins um
stundarsakir því lögreglan hand-
samaði hann síðar í gær. Málið
telst upplýst.
Lögreglan í Kópavogi segir bíl-
þjófa einna helst sækjast eftir
hljómflutningstækjum enda eru
þau auðveld söluvara.