Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 4
daginn. Þá lagði Indriði fyrir okkur
teikningu af forsíðu með gríðarlega
stórri andlitsmynd af Albert Guð-
mundssyni, og 200 punkta fyrirsögn
þvert yfir síðuna þar sem stóð:
„Hvert Albert?“ Petta var þegar Al-
bertsmálin svokölluðu voru í al-
gleymingi og þau voru mál dagsins
þennan fyrsta dag. Við Eggert sáum
strax að nýir tímar voru í vændum.
Allan þann tíma sem við Indriði
unnum saman fór vel á með okkur.
Við vorum þó alls ekki alltaf sam-
mála, hvorki um menn né málefni.
Né vorum við endilega sammála um
aðferðb’ í blaðamennskunni. Honum
þótti ég óþarflega haliur undir ýmis
sjónarmið sem hann svona til hægð-
arauka kenndi við 68 kynslóðina og
hann sakaði mig iðulega um - bæði í
gamni og alvöru - að eyðileggja góð
fréttamál með því að vera að hringja
út um allan bæ og láta einhverja
menn sem ekkert vissu meira en ég
um málið, fá mig ofan af því að skrifa
frétt. Ég hins vegar kallaði þetta að
fá hlutina staðfesta. En auðvitað var
það stundum rétt hjá Indiða að þeir
sem maður var að hringja í eða láta
hringja í vissu svosem ekkert meira
en við. En aðalsmerki Indriða sem
ritstjóra var að hann vildi að við
segðum áreiðanlegar fréttir og þá
fréttir sem „fólk varðaði um“. Því
þrátt fyrir að Indriði hafi verið gríð-
ai'lega pólitískur maður, bæði í
flokkspólitík og menningarpólitík, þá
gerði hann sér far um að halda skoð-
unum utan frétta og freistaðist ekki
til að stinga undir stól eða hagræða
því sem hugsanlega kæmi sér illa
fyrir pólitíska samherja. En það var
alltaf stutt í kímnina og margar af
forsíðufyrirsögnum Tímans frá dög-
um Indriða voru ógleymanlegar.
Eins var það í greinarskrifunum
sjálfum, ef hægt vai', þá þótti honum
ekki verra að greinarnar væru
skemmtilegar.
Einhver sterkasta minning mín
um Indriða tengist einmitt þessari
glettni hans, þegar hann kom í des-
ember upp á Lyngháls neðan af Hót-
el Borg þar sem hann hafði verið í
löngum hádegismat - einhverju jóla-
hlaðborði. Glottandi stakk hann
höfðinu í gættina á skrifstofunni
minni og bað mig að taka frá frétta-
pláss, hann ætlaði að skrifa stórfrétt!
Stuttu síðar kom hann til baka með
mikla frétt undir fyrirsöginni:
„Fjórtán dúka bruni á Hótel Borg“.
Þar hafði kviknað í kertaskreytingu
á hlaðborðinu og heildsalamir, lög-
fræðingamir og pólitíkusamir sem
alla jafnan sátu þama í hádeginu,
tóku til við slökkvistarfið og notuðu
til þess dúka. Það tókst þó ekki betur
til en svo að 14 dúka þurfti til að
slökkva eldinn! Trúlega er þetta ein-
hver fyndnasta frétt sem skrifuð hef-
ur verið í íslenskt dagblað og sýnir
betur en margt annað hvað hægt er
að gera skemmtilegt blaðamál úr til-
tölulega litlu tilefni ef sjónarhornið
er rétt og frásagnargáfan fyrir
hendi.
Það er mér mikill heiður og happ
að hafa fengið tækifæri til að kynn-
ast og starfa með Indriða G. Þor-
steinssyni. Aðstandendum hans
votta ég samúð mína.
Birgir Guðmundsson.
Mér barst sú sorgarfrétt sl.
sunnudagsmorgun að vinur minn
IndriðiG. Þorsteinsson væri allur.
Kynni okkar Indriða hófust 1973
þegar ég vann að verkefni fyrir þjóð-
hátíðarnefnd en eins og margir muna
var Indriði framkvæmdastjóri hátíð-
ar til minningar ellefuhundmð ára
byggðar á Islandi.
Nokkru eftir þjóðhátíðina á Þing-
völlum vomm við Indriði saman í bíl
á leið til Keflavíkur og barst þá í tal
hvort ekki væri möguleiki á því að
gera kvikmynd eftir einni af þekktari
bókum Indriða, „Landi og sonum“,
en það hafði verið gerð vel heppnuð
kvikmynd eftir annrri sögu Indriða,
„79 af stöðinni".
Um þessar mundir var ungur leik-
stjóri, Ágúst Guðmundsson, að ljúka
námi í London og ákváðum við að
bjóða honum að taka að sér leik-
stjóm og handritsgerð.
Kvikmyndin „Land og synir“ vakti
mikla athygli og varð best sótta kvik-
myndin um árabil en nærri helming-
ur þjóðarinnar sá þessa mynd vítt og
breitt um landið.
Indriði skrifaði bækur sínar í stfl
sem féll mjög vel að kvikmyndgerð
og fannst mér oft við lestur bóka
hans eins og ég væri að horfa á bíó.
En fyrir utan það að vera einn
okkar virtustu og vinsælustu rithöf-
unda var Indriði blaðamaður og rit-
stjóri um langt árabil og fékk þar ör-
ugglega útrás fyrir sköpunargáfuna.
Ogleymanlegar em sögurnar sem
hann sagði mér frá þeim tíma þegar
hann sem ungur maður ók vöruflutn-
ingabfl milli Akureyrar og Reykja-
víkur. Þessar frásagnir hans af
þriggja sólhringa ferðum að vetri til
á gömlum hertmkk sem öragglega
var ekki með miðstöð né rúðuþurrk-
um vora mikið basl og eru gott efni í
smásögu með tilheyrandi „karakter“
lýsingum sem honum vora svo eðli-
legar.
Það var alltaf unun að spjalla við
Indriða og nánast alveg sama hvert
umræðuefnið var. Hann hafði djúp-
stæðan skilning á fólki og landshög-
um og það er ekki á margra færi að
hnýsast inn í þjóðarsálina á þann
hátt sem sjá má í skáldsögum Indr-
iða.
Nú þegar fallinn er frá góður
drengur og vinur, vil ég votta sonun-
um fjóram, sambýliskonu og öðram
vandamönnum samúð mína á kveðju-
stund.
Jón Hermannsson.
Hlýr, traustur, kíminn og einlæg-
ur. Fyi-stu kynnin í kaffinu í Alþýðu-
húsinu, með blaðamönnum og rit-
stjóram Alþýðublaðsins. Þetta þótti
mér skólastráknum, að þýða nor-
rænu kratapressuna í málgagnið,
merkileg samkoma. Indriði glæddi
jafnan kaffitímann ferskum dreifbýl-
isviðhorfum, sem annars var mjög
formfastur og virðulegur. Báðir rit-
stjórarnir, Benedikt og Gylfi Grön-
dal, jafnan mættir, þrátt fyrir miklar
annir um allt þjóðfélagið.
„Gyrða íslenskir hestamenn ekki
hnakkinn of aftarlega?" Þarna talaði
Lýtingurinn og Skagfirðingurinn,
sem ritstjóri Tímans, við fréttamann
sinn á hestamótum. „Hvað má ann-
ars fallegur háls á hesti vera langur?
Ætlið þið að rækta faxið alveg aftur á
lendar?" Fréttamaður Bændablaðs-
ins tuldraði eitthvað um ræktunar-
stefnu og ráðunauta, en augljóst var
á fyrirspyrjanda að þetta var mál
málanna. Snillingar skagfirskra
fjallasala láta nefnilega ekki svona
mál órædd.
Indriði hafði áhuga á öllu. Hann
var brennandi andi íslenskra bók-
mennta og kvikmyndamenningar.
Hann ræddi jafnt landbúnaðarstefn-
una sem alþjóðamál, menntastefn-
una sem og listalíf. Einkenni hans frá
fyrra starfi, akstrinum, vora stórh-
og miklh' fólksbflar. „Af reiðskjótan-
um kennið þið höfðingjann."
Þar sem hann fór, lyfti hann um-
hverfi sínu, - og sálarlífi heillar þjóð-
ar í verkum sínum. Næmi hans á ís-
lenskt þjóðfélag var einstakt. Líf og
tilfinningar, reynsla, gleði og sorg
okkar ómuðu í penna hans. Sprottin
úr sveit - manndómsárin í deiglu gíf-
urlegra þjóðfélagsbreytinga í þétt-
býlinu.
Sjálfur, alltaf jafn hlýr og fölskva-
laus, traustur og uppörvandi. Nær-
gætinn vinur, sem dásamlegt var að
vera nálægt og vinna fyrir.
Ég votta eiginkonu, börnum, ætt-
ingjum og vinum öllum mína dýpstu
samúð. Strákurinn sem mændi á
meistarann - Tímaritstjórann í Al-
þýðublaðskaffinu - þakkar yndislega
samfylgd.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson.
Indriði G. Þorsteinsson, vinur
mínn úr rithöfundastétt, er látinn.
Fyrir mér var hann fyrst og
fremst áhugamaðurinn mikli um
íhaldsstefnu og um Norður-Amer-
íku.
Er þá fyrst frá að segja að á sjötta
áratuginum þýddi hann úr ensku
smásögu eftir móður mína; til birt-
ingar í dagblaðinu Tímanum; að ég
held. En móðir mín, Amalía Líndal,
var rithöfundur frá Bandaríkjunum.
Fjallaði sagan um íslensk bænda-
hjón sem flytjast á mölina, og verða
þar vitni að menningarlegu rótleysi
eftirstríðsáranna í Reykjavík. Má
segja að þetta efni hafi verið honum
hugleikið í hans eigin skáldskap.
Einnig að hann þótti vera fyrir áhrif-
um af bandarískum ritstfl í sögum
sínum.
Persónulega kynntist ég honum á
síðustu árum, í hringborðshópnum á
Kaffi París í Reykjavík. Var þá alltaf
vert að leggja sig eftir því sem hann
sagði, því hann var vís til að láta frá
sér fara einhver skáldlega innblásin
ummæli; hvort heldur sem það var
um íslenska alþýðuspeki, bók-
menntastofnunina, Samvinnuhreyf-
inguna, eða kynni sín af Ameríku.
Hann var alúðlegur og nærgætinn
í viðmóti, og ég hafði vonast til að fá
að kynnast honum miklu betur en nú
hefur orðið raunin á.
Á síðustu áram hef ég haft það fyr-
ir sið að fylgja á eftir minningar-
greinum um skáldsystkini mín með
einhverri ljóðaþýðingu minni. Þykir
mér það síður en svo goðgá; því hvað
er meira við hæfi þegar rithöfundar
deyja, en að minna þannig á mynstur
þehra í hinum eilífa sagnarefli vest-
rænna bókmennta?
Því kýs ég enn að bera niður í
helgileik þann eftir T.S. Eliot heitinn
sem nefnist Morð í dómkirkjunni. En
það gerist í Kantaraborg á Englandi
á miðöldum. Það er kór þorpsbúa
sem er hér að lýsa tilvera sinni:
Við höfum ekki verið sælir, herra,
við höfum ekki verið allt of sælir.
Við erum ekki fávísar konur,
við vitum hvers við megum
væntaogekkivænta.
Við vitum af kúgun og pyntingum,
við vitum af fjárkúgun og ofbeldi,
allsleysi, og sjúkleika,
gamalmennum án elds að vetri,
barninu án mjólkurað sumri,
vinnunni frá okkur tekinni,
íþyngingu syndafargs okkar.
Við höfum séð ungan mann meiddan.
Rifnu stúlkuna skjálfandi við myllulækinn.
Og á meðan höfum við haldið áfram að lifa,
lifaoglifaekki,
tínandi saman brotin,
safnandi sprekum að kveldi,
búandi til hrófatildur
til að sofa í, eta, drekka, hlæja.
Alltaf gaf Guð okkur einhverja átyllu,
einhverjavon...
Tryggvi V. Líndal.
Indriði G. Þorsteinsson var fyrsti
framsóknarmaðurinn til að leiða mig
í þann sannleika að framsóknarmenn
era ekki endilega alltaf framsóknai'-
menn. Sumir era þeir ekki bara stór-
borgarar heldur líka heimsborgarai'.
Fyrir þá breyttu veraldarsýn er ég
Indriða Guðmundi þakklátur. Og ég
er honum þakklátur fyrir margt
fleira. Raunar var Indriði mér hauk-
ur í horni í áratugi og fyrir það er
þakkað hér í dag.
Ritstjórinn og rithöfundurinn
Indriði G. Þorsteinsson hafði öðram
mönnum betri tök á ritlistinni og
skáldagáfan bjó hann undir vígi-eif-
ustu dálkaskrif á íslandi. Smásagan
var hans sérgáfa en hún dró sig í hlé
fyrir pistlunum þegar á þurfti að
halda. Indriði dró sjálfur lífsins víg-
línu á hægri kantinum og hélt henni
fram á síðasta dag. Oft heyrðust köp-
urorð frá vinstri en þau breyttust
fljótt í kveinstafi undan næsta pistli.
Ég þakka Indriða G. Þorsteins-
syni fyrir gleðina við kaffiborðið á
Borginni, við forsetaframboð Al-
berts vinar okkar, eða á Þjóðhátíð-
inni einu og sönnu á Þingvöllum. Og
víst er mér skemmt að karlinn skyldi
helga mér heila smásögu af Átján
sögum í Álfheimum.
Strákunum hans og fjölskyldum
þeirra ásamt öðram ástvinum sendir
fjölskylda mín alúðarkveðjur. Indriði
G. Þorsteinsson gleymist ekki í bráð.
Ásgeir Hannes.
Genginn er góður drengur og sam-
ferðamaður minn um skeið, Indriði
G. Þorsteinsson rithöfundur.
Undirritaður kynntist honum
fyrst íyrir tuttugu og fimm áram,
þegar hann birtist skyndilega í þá
nýstofnaðri prentsmiðu minni og fé-
laga míns Árna M. Björnssonar.
Erindi Indriða var að ræða hvort
við gætum unnið og helst gefið út
safn greina sem hann þá skrifaði
reglulega í dagblaðið Vísi. Úr þessari
hugmynd varð og það sem meira var
fyrir okkur félagana í Prenthúsinu,
upphaf að góðum kynnum sem
leiddu meðal annai’s til þess að
seinna gáfum við út ýmis ritverk svo
og heildarsafn skáldverka hans.
Myndband með kvikmyndinni 79 af
stöðinni var gefið út með hans full-
tingi en það mun hafa verið fyrsta ís-
lenska kvikmyndin sem út kom hér á
landi í því formi. Indriði kom oft í
heimsókn í bakhúsið á Barónsstíg,
Ub sem þá var Prenthúsið, en er ni>
matsölustaður. Þarna var margt
rætt og spekúlerað, pólitík, bókaút-
gáfa og það sem efst var á baugi.
Indriði var öðravísi listamaður.
Hann kom til dyranna eins og hann
var klæddur, tildur og yfirborðs-
mennska var ekki hans stfll. Sem
dæmi um þetta hafði hann mjög
gaman af bókaflokki Prenthússins
um Morgan Kane og hann þorði að
viðurkenna þessa skemmtan. Ég
held að í hans augum hafi list verið
það sem var í senn skemmtilegt,
fræðandi og gladdi augað, en ekjú
endilega fyi'irfram gefin formúla.
Kunningsskapur okkar leiddi og
til þess að Indriði bauð okkur félög-
unum með sér á fundi hjá Lions-
klúbbnum Þór. Þetta varð til þess að
við innvígðumst í þann ágæta félags-
skap. Þama var skáldið greinilega
hátt skrifað og eftii' því tekið sem
hann lagði til mála og frá honum
komið mai'gt sem Þór býr enn að, svo
sem árlegt Þórsblót, en Indriði var
blótstjóri um árabil. Einnig era
haustferðir klúbbsins frá honum
rannar og margt fleira sem til bóta
þótti og efldi félagsstarfið.
Ég enda þessi skrif með málsgrein
úr verðlaunasmásögu Indriða „Blá-
stör“.
„Það var löngu hætt að glampa á
ljáinn úti í teignum, og það varð
dimmblá á honum eggin í myrkrinu.
Stórt blástararblað með ljósum
stöngli var límt við ljáinn, bakka-
megin. Og andvarinn ofan úr Dögun-
arskarði fór svalandi um afskorinn
stöngulinn sem hékk niður af egg-
inni. Og andvai-inn óx, og að síðustu
losnaði blaðið af ljánum og fauk nið-
ur í vota slægjuna."
Ég hygg að vart verði betur gert
eða eins og segir í formála Hallbergs
Hallmundssonai' að ritsafninu: „Slíkt^
ritar enginn nema sá sem ást hefur a
landinu og því lífi í, öllum sínum
myndum, sem það hefur af sér alið.“
Innilegar samúðarkveðjur til að-
standenda.
Fyrir hönd okkar félaganna og
meðlima í Lionsklúbbnum Þór.
Reynir Hlíðar Jóhannsson.
JOHANNA
ÓLAFSDÓTTIR
tJóhanna Ólafs-
dóttir fæddist í
Butru í Fljótshlíð 19.
júlí 1908. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópa-
vogi 6. september
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Ólaf-
ur Einarsson, bóndi,
f. 16.1. 1879, d. 4.8.
1918, og Ólöf Hall-
dórsdóttir, f. 18.2.
1881, d. 29.3.1953.
Jóhönnu varð 12
barna auðið sem öll
eru á lífi. Afkomend-
ur hennar eru um 130 talsins.
Útför Jóhönnu fór fram frá
Kópavogskirkju 12. september.
Elsku besta amma mín. Ég er svo
oft búin að setjast niður til að skrifa
nokkrar línur til þín en ég stoppa
alltaf á fyrstu setningunni. Elsku
besta amma mín. Þá birtist þú í huga
mér með þitt fallega og hlýja bros og
útbreiddan faðminn. Frekai' en að
kveðja þig langar mig til að þakka
þér fyrir mig og syni mína. Við erum
svo heppin að hafa átt þig að. Það var
sérstök hver stund þegar þú sast við
rúmið hjá mér á kvöldin þegar ég var
lítil og klappaðir á bringuna á mér
um leið og þú sagðir mér sögu eða
söngst einn af öllum fallegu sálmun-
um sem þú kunnir eða kenndir mér
að fara með bænirnar mínar. Þegar
mínir drengir voru litlir gerði ég
þetta sama við þá. Ég man þegar ég
var ekki dugleg að borða matinn
minn, þá minntir þú mig á öll litlu
börnin í heiminum sem ekki fá alltaf
mat þegar þau era svöng. Þetta not-
aði ég líka á mína drengi. Eða þegar
þú varst að stríða mér þegar óþekkt-
in var að ná tökum á
mér og sagðir að þegar
þú værir dáin og orðin
að engli ætlaðir þú að
koma til mín og skoða í
alla skápana hjá mér og
ef ekki væri vel raðað í
þá ætlaðir þú að róta
öllu út úr þeim. Og ég
man að að ég svaraði að
þá ætlaði ég bara að
flýta mér að raða áður
en þú yrðir engill.
Amma ég er búin að
raða. Eða þegar ég stóð
fyrir framan eldavélina
og var með pönnukök-
upönnuna í hendinni og deigið. Núna
átti að baka sínar fyrstu pönnukökur
og hugsað: Hvemig gerir hún amma
mín þetta nú aftur? Svo var byi'jað
og áður en ég vissi af var fyrsta
pönnukakan komin á diskinn, heil og
óbrennd. Þau vora tómleg fyrstu jól-
in og afmælin sem við gátum ekki
eytt saman eftir að þú veiktist.
Hjörtur er mjög þakklátur fyrir
þann tíma sem þú passaðir hann.
Hann var svo hrifinn af Krumma og
öllum litlu fínkunum sem gerðu ekk-
ert annað en að verpa og unga út. Og
gauksklukkan var vinsæl. Ég held að
engin klukka hafi þurft að gú-gúa
eins mikið og hún. Guð geymi þig
elsku amma mín og góða ferð.
Birgitta Lára, Hjörtur og
Matthias.
Elskuleg tengdamóðir mín Jó-
hanna Ólafsdóttir, Löngubrekku 7,
lést á Sunnuhlíð í Kópavogi þar sem
hún hefur dvalið sl. þrjú ár við sér-
lega gott atlæti. Þökk sé öllu því
góða starfsfólki sem þar er.
Ég ætla ekki að rifja upp lífshlaup
Jóhönnu hér, en vil með þessum fáu
orðum þakka þessari yndislegu konu
fyrir það sem hún gaf mér og börn-
um okkar hjóna. Hún gat alltaf gefið
sér tíma fyiir okkur. Hún var ákaf-
lega fróð og víðlesin kona og það
vora ófáar sögurnar sem hún sagði
börnum, bæði úr Þjóðsögunum og úr
nýrri bókmenntum. Alla tíð gat égi»
leitað til Jóhönnu varðandi hin ýmsu
mál. Hún var sérlega bamelsk og
bóngóð kona. Hana kveð ég nú með
þakklæti fyrir allt.
Sjöfn Jónasdóttir.
Frágangur afmælis-
og minningargreina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vélrit-
uð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að diskling-
ur fylgi útprentuninni. Það eykur
öryggi í textameðferð og kemur í
veg fyrir tvíverknað. Þá er enn
fremur unnt að senda greinarnar
í símbréfi (569 1115) og í tölvu-
pósti (minning@mbl.is). Nauð-
synlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Um hvern
látinn einstakling birtist formáli,
ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar gi'einar um sama
einstakling takmarkast við eina '
örk, A-4, miðað við meðallínubil
og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í
blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þrjú
erindi. Greinarhöfundar era
beðnir að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum. jjL