Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Borðdama
eða ráðgjafi
forsetans?
Chelsea Clinton, dóttur Bandaríkjaforseta,
er farið að skjóta upp við hlið föður síns við
hin fjölbreytilegustu tækifæri og sýnist sitt
hverjum. Ragnhildur Sverrisdóttir segir að
Hillary, móðir hennar, hafi í nógu að snúast
í kosningabaráttu fyrir þingkosningar í
New York-ríki í nóvember og Bill, faðir
hennar, virðist alsæll með félagsskap dótt-
urinnar, en ýmsir hafa gagnrýnt sífellt
vaxandi hlutverk hennar.
BANDARÍSKIR fjölmiðlar hafa
fjallað nokkuð um frammistöðu
Chelsea sem staðgengill móður
sinnar. Hún þykir standa sig prýði-
lega í veislum, en sumir velta því
fyrir sér hvort það sé tilhlýðilegt að
dóttir forseta fylgi honum í opinber-
ar heimsóknir, sitji á hljóðskrafi við
utanríkisráðherra fram á nótt, ræði
alþjóðamál við helstu ráðgjafa föð-
urins og hjálpi honum að skrifa ræð-
ur.
Það kom vart nokkrum manni á
óvart að Chelsea stigi fram í sviðs-
ljósið á síðustu mánuðum föður síns
í embætti, en færri áttu líklega von á
að hún baðaði sig jafn mikið og oft í
því og raun ber vitni. í desember á
síðasta ári var skýrt frá því að hún
væri reiðubúin að taka sess móður
sinnar við ýmsar opinberar athafnir
í ár, enda var þá ljóst að Hillary yrði
fjarri góðu gamni vegna eigin
stjómmálabaráttu. Þá var hins veg-
ar aðeins um það rætt, að Chelsea
myndi hlaupa í skarðið þegar hún
hefði tíma til og fæstir reiknuðu með
að tvítugur nemandi við Stanford-
háskóla hefði í raun mikinn tíma eða
nennu til að gegna embættisverkum
forsetafrúarinnar. Annað hefur hins
vegar komið á daginn, enda virðist
Chelsea líka svo vel sviðsljósið að
hún hefur slegið frekara námi á
frest fram yfir áramót. Hún skýtur
upp kollinum við athafnir í Hvíta
húsinu, ferðast með karli föður sín-
um til Asíu, Suður-Ameríku og Af-
ríku og verður líklega fulltrúi hans á
Ólympíuleikunum í Ástralíu síðar í
mánuðinum.
Sameiningartákn
fjölskyldunnar
Chelsea lét lengi vel lítið á sér
bera og forsetahjónin báðu fjölmiðla
þess lengstra orða að gefa henni
grið. Þau hikuðu hins vegar ekki við
að draga hana fram í sviðsljósið þeg-
ar sýna þurfti samheldni fjölskyld-
unnar í miðju Monicu-fári, því þá
var hún ljósmynduð á milli Bill og
Hillary, sem virtust ekki geta litið
hvort á annað. Chelsea var greini-
lega límið sem hélt hröktandi stoð-
um fjölskyldunnar saman.
Hún lagðist í ferðalög með móður
sinni á síðasta ári og fór með föður
sínum til Kosovo, þar sem hún vakti
mikla athygli. I mars á þessu ári fór
Reuters
Chelsea Clinton spjallar við Vladímír Pútín Rússlandsforseta á fundi
átta helstu iðnrfkja heims í Japan í lok júlí.
hún með honum til Indlands og þar
var henni tekið með þvílíkum kost-
um og kynjum að faðh- hennar lýsti
undrun sinni í viðtölum við fjölmiðla,
en taldi skýringuna helst vera þá að
hún væri vel kynnt í landinu eftir
ferðalag þangað með móður sinni.
Innsti koppur í búri?
Þegar Chelsea hafði sést við hlið
föður síns við fjölmörg tækifæri fóru
að heyrast raddir um að þessi tví-
tugi háskólanemi hefði óeðlilega
mikinn aðgang að trúnaðarmálum í
Hvíta húsinu. Hún fór með föður
sínum í eins dags ferð til Kólumbíu á
dögunum, í tilefni þess að Banda-
ríkin veita landinu aðstoð í barátt-
unni gegn eiturlyfjum, og um borð í
vélinni spjallaði hún lengi við
Madeleine Albright utanríkisráð-
herra og Sandy Berger, þjóðarör-
yggisráðgjafa forsetans.
Nokkrum dögum áður hafði hún
ferðast með föður sinum, Berger og
öðrum ráðgjöfum forsetans í opin-
bera heimsókn til Nígeríu. Um borð
í flugvélinni til Afríku sátu feðginin
saman og lögðu lokahönd á ræðuna
sem hann flutti nígeríska þinginu og
fréttir bárust af því að hún hefði
haft bein afskipti af tilraunum
bandarískra yfirvalda til að binda
enda á þjóðernisátök Tútsa og Hút-
úa í Búrúndí.
Hlutverk hennar sem gestgjafa í
veislum var dregið í efa eftir samn-
ingaviðræður ísraela og Palestínu-
manna í Camp David í Bandaríkjun-
um í júlí. ísraelskir embættismenn
munu hafa verið ósáttir við að
Chelsea hélt uppi stanslausum sam-
ræðum við forsætisráðherra Israels,
Ehud Barak, í kvöldverðarboði, svo
enginn annar komst að. Ekki fylgir
sögunni hvort Arafat Palestínuleið-
togi bar einnig fram kvörtun af
þessu tilefni.
Vill upplifa söguna
Siðameistarar segja ekkert óeðli-
legt við að dóttir Bandaríkjaforseta
sé borðdama hans í opinberum mót-
tökum, því hlutverki hafi dætur for-
seta eða aðrir kvenkyns ættingjar
þeirra gegnt í gegnum tíðina. Hins
vegar sé vafasamara að hampa dótt-
urinni sem samstarfsmanni eða
jafnvel ráðgjafa forsetans. Embætt-
ismenn í Hvíta húsinu voru hins veg-
ar hálf vandræðalegir þegar þeir
voru beðnir að útskýra ræðuskrif
feðginanna, en þvertóku fyrir að
hún hefði nokkurn þann aðgang að
trúnaðarupplýsingum að í voða
stefndi.
Chelsea mun sjálf vera hin lukku-
legasta með gang mála og virðist
ætla að fá sem mesta reynslu út úr
síðustu mánuðum föður síns í emb-
ætti, auk þess að leggja lóð sitt á
vogarskálar móður sinnar í kosn-
ingabaráttunni. Hún er sögð hafa
áttað sig skyndilega á því að hún var
að missa af einstöku tækifæri. I stað
þess að fara í skóla og læra sögu
væri nær að hún gerði hlé á náminu
og upplifði söguna sjálf.
Quick
játar
enn eitt
morðið
Þrándlicimi. Morgunblaðið.
SÆNSKI fjöldamorðinginn
Thomas Quick hefur játað að
hafa myrt hinn þriggja ára
gamla sænska dreng Magnus
Nork árið 1981.
Fyrr í sumar var hann
dæmdur fyrir að myrða tvær
norskar stúlkur, Trine Hen-
sen og Gry Storvik. Nú stað-
hæfir hann að hafa einnig
tekið líf litla drengsins.
Foreldrar Nork voru slegn-
ir er þeir fréttu af játningu
Quicks og sögðu í samtali við
sænska daglbaðið Afton-
bladet að þau hafi lifað í sorg
í næstum tuttugu ár. „Nú
segir Quiek nokkur orð um
son okkar. Maður fær á til-
finninguna að hann vilji játa á
sig öll óuppgerð morðmál,"
sagði móðirin og bætti við að
hún þráði aðeins að fá í eitt
skipti fyrir öll að heyra sann-
leikann í málinu.
Eftir að drengurinn var
myrtur var sautján ára stúlka
grunuð um morðið. Hún var
fundin sek en látin laus úr
fangelsi ári síðar. „Hún hefur
einnig þurft að þola helvíti öll
þessi ár,“ sagði móðir dreng-
ins.
Thomas Quick hefur verið
dæmdur fyrir sjö morð. Hann
dvelur þó ekki í fangelsi þar
sem hann hefur verið úr-
skurðaður geðveikur. Þrjú
fórnarlömb hans hafa verið
norskar stúlkur.
Arið 1981 var hin sautján
ára gamla Trine Jensen myrt,
árið 1985 hin 23 ára Gry Stor-
vik og hin níu ára gamla
Therese Johannessen árið
1988.
Þá hefur Quick einnig játað
að hafa myrt sjö ára gamla
stúlku að nafni Marianne
Rugaas Knutsen sem hvarf í
ágúst árið 1981.
Samfylkingin á Höfn,
Klaustri og í Vík
Miðvikudaginn 13. og fimmtudaginn 14. sept
verða þingmennirnir Margrét Frímannsdóttir, Össur
Skarphéðinsson, Lúðvík Bergvinsson og Sigríður
Jóhannesdóttir á ferð um austurhluta
Suðurkjördæmis
Á miðvikudaginn verða Framhaldskólinn í austur
Skaftafellssýslu, Ráðhúsið , Skinney-Þinganes og Best-fiskur
heimsótt á Höfn
KL20.00 er félagsfundur í sal Vökuls, Víkurbraut 4, Höfn.
Allt Samfylkingarfólk velkomið
Á fimmtudag verða Klaustur og Vík sótt heim. Á Klaustri verður
m.a. farið í hjúkrunarheimilið Klausturhólum, fundað með
fulltrúum sveitarstjórnar og farið í Kirkjubæjarstofu. I Vík verða
dvalarheimilið Hjallatún, Víkurprjón, Framrás og Klakkur heimsótt.
Samfylkingin
Ottast um örlög
flóttamanna
Lahore. Daily Telegraph.
ÓTTAST' er nú um örlög allt að
150.000 manna sem talið er að flúið
hafi frá Taloqan-héraðinu í Afgan-
istan undan stjórnarher talebana að
því er breska dagblaðið Daily Tel-
egraph greindi frá í gær. Sagði
blaðið fulla ástæðu til að óttast að
mikið mannfall gæti orðið meðal
flóttamannanna á næstu vikum.
Flóttamennirnir eru flestir frá
borginni Taloqan, en íbúar hennar
sem voru um 100.000 talsins, flúðu
flest allir er er hersveitir talebana
tóku borgina í upphafi síðustu viku
eftir sex vikna umsátur. Talið er að
stórir hópar flóttamannanna kunni
að halda yfir Pamir fjöllin inn í
Tajikistan og hefur það vakið ótta
um stöðugleika í ríkinu, þar sem
flóttamannastraumurinn geti valdið
uppreisn meðal múslima í Tajikist-
an.
Þúsundir flóttamanna úr ná-
grenni Taloqan slógust í för með
þeim sem flúðu borgina og er því
talið að allt að 150.000 manns hafi
haldið norður eftir Takhar hér-
aðinu, í gegnum Badakhshan-hér-
aðið, á leið sinni að landamærum
Afganistan og Tajikistan. Um
80.000 flóttamenn hafa nú þegar
náð til smábæjanna Keshim og
Dashti-i Quila í norðurhluta
Takhar.
Evrópskir hjálparstarfsmenn
hafa undanfarna daga reynt að að-
stoða þann mikla fjölda flóttamanna
sem nú dvelja í bæjunum þó skortur
á matarbirgðum, lyfjum og tjöldum
hamli mjög starfi þeirra. „Hér eru
mörg ung börn sem þjást af malar-
íu, niðurgangi og lungnabólgu,"
sagði einn hjálparstarfsmaður.
Herir talebana hindra hins vegar
aðgang Sameinuðu þjóðanna og
annarra hjálparstofnana að hér-
aðinu og er m.a. lokað fyrir umferð
um alla vegi.
„I kjölfar þeirra miklu þurrka
sem hafa verið á svæðinu í sumar og
með veturinn á næsta leiti kunna
þúsundir manna að deyja á næstu
vikum. Heimurinn virðist með öllu
ómeðvitandi um það mikla hættu-
ástand sem hér ríkir,“ hafði Daily
Telegraph eftir einum starfmanna
hjálparstarfsins.
Óttast blóðbað
Þó Mullah Omar, leiðtogi taleb-
ana, hafi bannað mönnum sínum að
myrða óbreytta borgara óttast
hjálparsveitir engu að síður um líf
flóttamannanna. Flestir tilheyra
flóttamennirnir nefnilega minni-
hlutaþjóðflokkum og trúarhópum
sem ekki njóta vinsælda meðal
talebana.