Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ami Sæberg Útför Indriða G. Þorsteinssonar ÚTFÖR Indriða G. Þorsteinsson- ar, rithöfundar og fyrrverandi ritstjóra, fór fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík í gær að við- stöddu fjölmenni. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup jarðsöng. Ólöf Kol- brún Harðardóttir söng við at- höfnina og Auður Hafsteinsdóttir lék á fiðlu en organisti var Mar- teinn Hunger Friðriksson. Kam- merkór Dómkirkjunnar sá um kórsöng. Friðrik Indriðason, Arnaldur Indriðason, Sveinn Bjarnason, Jón Hermannsson, Jón Hákon Magn- ússon, Sigurður Blöndal, Þór Indriðason og Þorsteinn G. Indr- iðason báru kistu Indriða úr kirkju. Jarðsett verður í Goðdala- kirkjugarði 15. september kl. 14. Landssímiim kærir til lögreglu skemmdir á Cantat 3 Þrjú skip voru á veiðum við strenginn LANDSSÍMINN hefur ekki lagt fram formlega kæru vegna sæ- strengsins sem skorinn var í sund- ur 2. ágúst, en það stendur til inn- an skamms, ekki síst vegna fordæmisgildis, segir Ólafur Steph- ensen, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Landssímans. Ólafur segir þrjú erlend skip hafa verið stödd á þeim slóðum þar sem strengurinn fór í sundur, sam- kvæmt upplýsingum Landhelgis- gæslunnar. Skipin, sem voru bresk og þýsk, voru stödd innan íslenskrar lög- sögu á karfaveiðum, í samræmi við EES samninginn, segir Ólafur. Hann segir málið til skoðunar hjá ríkislögi-eglustjóra. „Eins og komið hefur fram þá benda verksummerki sterklega til þess að skorið hafi verið á streng- inn. Sá sem veldur skemmdum á honum vísvitandi er skaðabóta- skyldur.“ Ólafur segir Landssím- ann miðla upplýsingum til sæfar- enda um legu sæstrengja þannig að þeir geti forðast þá. Alltaf geti komið fyrir að skip valdi óvart skemmdum á strengn- um en það beri að tilkynna. Úrhelli gerði á Patreksfírði Rjúfa þurfti veg vegna vatnavaxta GRÍÐARLEGT úrhelli á Patreks- flrði síðdegis á mánudag varð til þess að Vegagerðin neyddist til þess að rjúfa skarð í Rauðasandsvegveg til að forða frekari vegskemmdum. Eiður B. Thoroddsen, rekstrar- stjóri Vegagerðarinnar á Patreks- firði, segir að þeir hafi ákveðið að moka skarð í Rauðasandsveg enda einsýnt að annars myndi vatns- flaumurinn rjúfa Barðastrandarveg en um hann er að jafnaði mun meiri umferð. Eiður kallaði því til skurð- gröfu sem gróf í sundur Rauða- sandsveg um kl. 17 í fyrradag. Eiður segir að rigning hafi verið svo mikil að lækjarspræna sem yfir- leitt er meinlaus bólgnaði út svo veg- ræsi hafði ekki undan. Hann segir þetta ekki í fyrsta sinn sem Vega- gerðin neyðist til að rjúfa veginn vegna vatnavaxta. Hins vegar vonast hann til að vegabætur á þessum slóð- um tryggi það að þetta hafi reynst í síðasta skipti sem þurfi að rjúfa Rauðasandsveg. Goðafoss, nýtt skip Eimskipafélagsins. Myndin er tekin í Þórshöfn í Færeyjum í fyrradag. Nýr Goðafoss til landsins ANNAÐ af tveimur nýlegum syst- urskipum Eimskips kom til landsins seint í gærkvöldi. Skipið ber nafnið Goðafoss og er þegar komið í áætlun. Hitt systurskipið er væntanlegt til landsins seinnipartinn í október. Þetta eru stærstu og fullkomnustu skip sem félagið hefur verið með í rekstri. Burðargeta þeirra er 1.457 gámaeiningar og leysa þau fjögur skip af hólmi, þar af þrjú leiguskip. Skipin eru smíðuð í Órskov Værft í Danmörku árið 1995. Burðargeta þeirra er nálægt 50% meiri en í Brúarfossi, sem nú er stærsta skip í rekstri félagsins. Lengd skipanna er 165,6 metrar og breidd 27,2 metrar. Skipin geta tekið á þilfari 11 gáma á breiddina í stað 9 á Brúarfossi og verður Jakinn, gámakrani félagsins í Sundahöfn, lengdur til að geta náð til allra gáma skipanna. Skipin eru t.d. með um 400 frystigámatengla og á ýmsan hátt sérhönnuð til frysti- gámaflutninga og er hægt að fylgjast með hitastigi og ástandi frystigáma úr brú skipanna. Skipin rista 8,95 metra fulllestuð, sem er nokkuð meira en djúprista núverandi skipa félagsins. Þrátt fyrir það komast þau auðveldlega að bryggju í Reykjavík og á öðrum þeim höfnum sem siglt verður til hér á landi og erlendis. Að- alvél skipanna er MAN B&W með um 21.000 hestöfl sem skilar skipun- um áfram með 20 sjómílna hraða á klukkustund. Til samanburðar eru hraðskreiðustu skip félagsins nú með um 17 sjómflna ganghraða. Gert er ráð fyrir 14 manna áhöfn á hvoru skipi en auk þess aðstöðu fyrir a.m.k. sex farþega. |. I 1 J L\m ILLMANN Aður en J>ú sofnar Margföld metsölubók eftir Linn UUmann „Áhugaverð og skemmtileg Sigriður Albertsdóttir DV Mál og menningl malogmenning.isl Laugavogi 18 • Síml 515 2500 • Slöumúla 7 • Síml 510 2500 Davíð Oddsson á árþúsundamótaráðstefnu SÞ * Atti samtal við for- sætisráðherra Japans DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hitti m.a. forsætisráðherra Japans, Yoshiro Mori, á árþúsunda- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem haldin var í New York í síðustu viku. Þó var ekki um form- legan fund að ræða heldur hittust þeir í boði sem hinn síðarnefndi hélt á hótelinu Waldorf Astoria. Kvaðst forsætisráðherra hafa átt vinsamlegt samtal við Yoshiro Mori en tekur fram aðspurður að ekki hafi verið rætt um hvalamál. „Eg ítrekaði að við vildum eiga góð samskipti við Japani og við sögðumst auk þess ánægðir með þá auknu nálægð sem væri að verða milli þjóðanna vegna opnunar sendiráða hjá hvorri þjóðinni," seg- ir Davíð Oddsson í samtali við Morgunblaðið. Hann kveðst hafa hitt fjölmarga aðra þjóðarleiðtoga við margvísleg tækifæri á ráðstefnu SÞ þótt ekki hafi verið um formlega fundi að ræða. Yfir 150 þjóðarleið- togar tóku þátt í ráðstefnunni sem stóð yfir dagana 6. til 8. september. „Þessi fjölmenni hópur var fyrst og fremst saman kominn til þess að staðfesta það viðhorf að þrátt fyrir annmarka SÞ sé ekkert annað vald hentugra jarðarkringlunni um þessar mundir en SÞ, þ.e. þegar hver þjóð er að verða háðari ann- arri. Það er m.ö.o.ekkert alþjóðlegt vald sem tekur til allra þjóða með þeim hætti sem SÞ gera.“ Þá segir ráðherra og að þátttak- endur hafi verið ánægðir með það að SÞ sjái annmarka sína í nýju ljósi og að menn væru viljugir til að gera starfsemi þeirra skilvirkari og fljótari. „Ég held auk þess að almennt hafi verið ánægja með þær skýrslur sem aðalritari Sameinuðu þjóð- anna, Kofi Annan, lagði fram,“ seg- ir Davíð Oddsson að síðustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.