Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 J MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Indriði Guð- mundur Þor- steinsson, rithöfund- ur og fyrrverandi ritstjóri, fæddist í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 18. apríl 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 3. september sfðastliðinn og fór út- för hans fram frá Dómkirkjunni 12. _ jseptember. Ég hitti Indriða fyrst augliti til auglitis vorið 1987. Var þá að leita fyrir mér með starf sem blaðamaður, hafði verið á Þjóðviljanum sáluga árið áður um nokkurra mánaða skeið, en fannst einhvem veginn ekki sérstaklega vænlegt upp á framtíðina að leita þangað aftur. Þetta haust var búið að endurreisa Tímann á ný að afloknu NT-ævintýrinu sem lent var úti í mýri og búið að ráða Indriða rit- stjóra. Eg hafði lesið flest skáldverk Indriða sem þá voru komin út og maður hugsaði með sér, - andskot- inn hafi það, svona góður rithöfund- ur getur ekki verið kolómögulegur, "'enda þótt fyrrverandi kollegum mín- um á Þjóðviljanum þætti kallinn nú ekki beint í lagi. Þegar ég kom til Indriða á rit- stjómina í Síðumúlanum tók hann málaleitan minni vingjamlega, en hlutlaust. Þó fannst mér eins og heldur drægi niður í honum þegar ég sagðist vera kennari. Enn fannst mér draga niður í honum þegar ég sagðist hafa verið á Þjóðviljanum í rúmt hálft ár. Og ekki lagaðist það nú heldur þegar fram kom að um- afcakjandinn væri af 68-kynslóðinni. „Mig vantar engan eins og er,“ sagði Indriði, „en talaðu við mig í haust,“ sagði hann og við kvöddumst. Eg ók tankbílum hjá ESSO á sumrin á kennsluáranum og þetta sumar var ég á besnínflutningabíl, risatrakk sem gat flutt hátt í 40 þús- und lítra af bensíni í einu. Eitt sinn þegar ég var að fylla á tanka bensín- stöðvar á höfuðborgarsvæðinu sé ég hvar Indriði kemur á stóra bláa Kræslernum sínum að taka bensín. Það hlaut að vera upplagt að vaða í hann þama, gamla trakkdræverinn sjálfan. Fyrrverandi Þjóðviljamaður heilsaði því og sagðist vilja koma á Tímann í haust. Það var ekki laust við að Indriði væri heldur jákvæðari nú, þarna við hliðina á trakkskrímslinu ógurlega, en við heimsóknina í Síðumúlann fyrram. Eftir að ég sagði honum að í þess- um þýskættaða trakk væri amerísk- ur Fuller-gírkassi, ósamhæfður sem þyrfti að tvíkúpla bæði upp og niður, held ég að starfsframtíð mín hafi ver- ið ráðin. „En ertu Alþýðubandalag- smaður?“ spurði Indriði loks. Eg kvaðst ekki flokksbundinn en hafa samúð með sumu í pólitíkinni hjá allaböllum, og sumu í pólitík allra hinna flokkanna líka, meira að segja Framsóknarmannanna. „Fínt,“ sagði Indriði. „Talaðu samt við hann Eggert (Skúlason, þáverandi frétt- ^Lstjóra Tímans) en annars skulum við miða við að þú komir 1. septem- ber,“ sagði Indriði og ók út af bensín- stöðvarplaninu á bláa Kræslemum sínum. Það var lærdómsríkt og gaman að vinna í fréttum á blaði með Indriða. Hann var ótrúlega naskur á hvað væri frétt, - góð frétt - og ekki síður á það að setja hana fram þannig að eftir yrði tekið. Eitt það fyrsta sem hann sagði nýliðanum var að afla frétta og skrifa fréttir, ekki pólitík. - Þú átt ekki að blanda neinni helvítis jtólitík inn í fréttimar, strákur. Blaðamenn eiga ekki að skrifa leið- ara heldur fréttir. Ég skrifa leið- arann, sagði hann. Indriði stóð þétt að baki blaða- mönnum sínum og það veitti stund- um ekki af þegar gammarnir steyptu sér yfir blaðamenn, boðberana. Ég minnist þess að einn morguninn áHngum við á Tímaritstjóminni í heimsókn mann sem nokkuð var fyrirferðar- mikill þá í þjóðlífinu. Honum hafði þennan morgun líkað stórilla forsíðu- og opnufrétt blaðsins um samskipti íbúa í einbýlishúsagöt- unni sinni við íbúa sam- býlis geðfatlaðra í göt- unni. Maðurinn, eftir að hafa spólað og nauð- hemlað demonstratívt stóra jeppanum sínum á malarplaninu framan við Tímahúsið á Lyng- hálsinum, óð froðufellandi inn á rit- stjómina og hellti sér yfir blaðamann með getsökum um illt innræti og al- mennan skepnuskap auk heimsku og fordóma og krafðist fundar með rit- stjóra. Inni í ritstjóraherberginu sat Indriði við skrifborð sitt. Hann heilsaði komumanni kurteis- lega en hlutlaust og hlustaði þegj- andi á talsvert langan reiðilesturinn. Þegar maðurinn loks þagnaði og beið þess að ritstjórinn tæki undir með sér, þagði Indriði enn lengi. Loks sneri hann sér að blaðamanni án þess að virða gestinn viðlits og sagði: „Stefán. Eg fæ ekki séð að okkur beri einhver skylda til að sitja undir svona orðræðu.“ Við skulum þakka þessum manni heimsóknina núna og kveðja hann. Blessuð sé minning Indriða G. Þor- steinssonar. Stefán Ásgrímsson. Með ofurh'tinn ótta í brjósti og hik í huga gekk nítján ára piltur inn á skrifstofu ritstjórans Indriða á síð- ustu dögum ársins 1990 og beiddist eftir vinnu í blaðamennsku. Engu kvaðst dimmraddaði ritstjórinn með slaufuna geta lofað, en kvaðst þó mundu kanna málið sem hann og gerði. Á fyrsta vinnudegi ársins 1991 var sá sem þetta skrifar munstraður í áhöfnina á ritstjórn Tímans. I hönd fóra lærdómsríkir tímar og góðir dagar, sem í framhaldinu hafa mótað líf mitt mikið. Indriði G. Þorsteinsson varð ekki aðeins yfirmaður minn um hríð, held- ur eignaðist ég hann líka að góðum vini. Við töluðum oft saman og sam- tölin vora fróðleg og skemmtileg. Stjórnmál, bókmenntir, blaða- mennska, sögur af fólki; umræðuefn- in vora ótæmandi og stundirnar í Borgarhrauni í Hveragerði eða sím- tölin drógust oft á langinn. Einatt svall skáldinu móðir yfir heimsins óréttlæti og mikil var orðgnóttin. Honum varð tíðrætt um kommana sem hann taldi heimsins verstu menn og hann talaði heldur enga tæpitungu um stjómmálamenn hð- andi stundar, bókmenntapáfa og andlaus skáld. Ráðvillta sextíu og átta kynslóðin varð honum oft og tíð- um umræðuefni. Um miskaverk kirkjunnar í aldanna rás og mislukk- aða kristnihátíð talaði þegar við hitt- umst síðast, það var í júlí nú í sumar. í viðtali sem ég skrifaði við Indr- iða sem birtist í Degi sumarið 1996 leyfði ég mér að kalla hann skag- firska gæðinginn. Við það gerði hann engar athugasemdir, enda var þetta honum vísast nokkuð Ijúft. Skagfirskur upprani er einsog rauð- ur þráður í gegnum allar hans bækur og frásagnir. Fjörðurinn fagri var honum kær og fer því vel að þar verði Indriði til hinstu hvílu borinn. „Þeg- ar efnahagurinn er slakur kemur svo margt fallegt í ljós í manneskjunni," segir Indriði í viðtali við Matthías Viðar Sæmundsson í bókinni Stríð og söngur þar sem hann lýsir uppvexti sínum á Akureyri á stríðsárunum. Þessi orð lýsa vel stóra hjarta manns sem þó hafði hijúft yfirbragð. Hjartalagið fer heldur ekki á milli mála í bókum hans, enginn höfundur finnst mér betur eða af jafnmikilli til- finningu - en þó með engri vellu - hafa betur sagt frá aldrahvörfunum miklu á íslandi fyrir og um miðja öld- ina. Að því leyti era bækumar Norð- an við stríð, Land og synir og 79 af stöðinni mikil listaverk. Kynslóðir koma og kynslóðir fara. Maður kemur manns í stað, en þó get ég ekki varist þeirri hugsun að pers- ónur þeirra manna sem nú era í fylk- ingarbijósti á leiksviði lífsins séu næsta litlausar ef til samanburðar era menn einsog Indriði G. Þor- steinsson. Því er ég forsjóninni þakk- látur fyrir að hafa átt um stund sam- leið með svipmiklum og eftirminnilegum samferðarmanni, sem markaði í þjóðlífið djúp spor sem lengi munu sjást. Sigurður Bogi Sævarsson. Er mér barst til eyrna frá ljós- vakamiðli hin óvænta fregn af and- láti hins mæta Skagfirðings og snjalla rithöfundar, Indriða G„ þá glaðvaknaði í huga mér ljúf minning um orðaskifti okkar fyrir 26 áram. Fundum okkar Indriða bar saman í björtu og fögru veðri fyrir utan vinnustað minn í Bankastræti að áliðnu hátíðarsumrinu góða 1974, er við minnumst 1100 ára afinælis Is- landsbyggðar með margvíslegum hætti en fyrst og fremst með eftir- minnilegri Þingvallahátíð, sem þeir félagarnir, ritstjóramir og rithöf- undarnir, Indriði G. og Matthías Jó- hannessen undirbjuggu með svo gjörhugsuðum og látlausum hætti, að þar sönnuðust enn einu sinni orðin í Gísla sögu Súrssonar: Allt kann sá, er hóf kann. Hátíð þessi var sólböðuð og fjölsótt. Góð minning um hana er m.a. hinn vistvæni vegur umhverfis Þingvallasléttuna og hraunið. Við hina ’mjúkhentu’ gerð hans var öllu stillt í hóf og þess vel gætt að raska ekki hinu náttúrlega landslagi þarna á hinum sögufræga og fomhelga stað. Þetta ’virki’ og hátíðin öll þama þetta sumar mun lengi minna á kappana tvo og fagurkerana sér- stöku, er settu ferskan og sterkan svip á samtíð sína. - Ég var glaður á góðum degi, er við Indriði mættumst í Bankastræt- inu forðum í síðsumarblíðunni. Yfir- bragð hans var einnig glaðlegt. Ég heilsaði víst með orðunum: Indriði, mikið megum við vera Guði þakklátir fyrir allt góða veðrið, sem hann hefur gefið okkur á þessu hátíðarsumri. - Já, svaraði Indriði og leit upp til hæða, brosti síðan við mér og sagði: Já, Hermann, það hefur verið litil til með okkur. Þetta orðalag um gæsku og handleiðslu Guðs hefur ekki liðið mér úr minni. Já, móðurmálið góða, ið mjúka og ríka, orð áttu enn eins og forðum, yndi að veita (J.H.) Og margt hefur Indriði vel tjáð með penna sínum gegnum árin. Sakna mun ég einnig fjölmiðlapistla hans í Mbl. síðustu misseri og ár. Þeir vora tæpitungulausir og ólíkir ýmsu óljósu moði, sm of oft er á borð borið nú á dögum. Og mikill fengur var í að fá Indriða í ríkiskassann - sem hann nefndi svo - nýlega í þættinum ’Mað- ur er nefnduri. Gott eitt lagði hann þar til samferðamanna, en skondið var að heyra hann segja frá stund eitt sinn með Vilmundi landlækni og Nóbelsskáldinu, sem gekk um gólf, veifaði hendi og talaði og talaði. Vil- mundur ’skaut inn’ og spurði: „Nokkuð að frétta, Halldór?" Tví- rætt bros lék um varir Indriða, er hann greindi hér rólega frá. Skop- skyn hans var í góðu lagi. Af nógu er að taka, en ekki skal fjölyrt um það hér og nú. í sveitina hans, Skagafjörð, fór ég í sumar með þrem náfrænkum hans, allt frá 7 ára aldri, af skagfirsku bergi brotnum. Á leið að Goðdala- kirkju var ekið fram hjá Skíðastöð- um í Lýtingsstaðahreppi, en þar ólst upp móðir og amma ferðfélaga minna og þar var Indriði ungur í sveit á sumrin, eftir að foreldrar hans fluttust til Akureyrar frá Gil- haga í Lýtingsstaðahreppi, þar sem Indriði mun hafa verið borinn og barnfæddur. Er þarna var um ekið í sumar rifjuðust upp skemmtilegar endurminningar um sumardvöl Indriða þarna á Skíðastöðum, sem heimasætan þar, náfrænka og jafn- aldri Indriða - og móðir og amma ferðafélaga minna - hafði eitt sinn sagt dætram sínum frá. Hún kvaðst víst oft hafa verið nokkuð heimarík og hörð við frænda sinn Indriða á þeirra ungu dögum þarna í sveitinni. Svo var það eitt sinn að móðir Indr- iða kom í heimsókn frá Akureyri að Skíðastöðum til að vitja sonarins. Færði hún þá heimasætunni ungu forkunnar fagrar gallabuxur - þær fyrstu sem hún eignaðist - um leið og hún þakkaði henni fyrir hve góð hún hefði verið við soninn hennar! Svo áhrifarík var þessi gjörð, að öll styggð gufaði endanlega upp milli frændsystkinanna og fór síðan vel á með þeim alla tíð meðan bæði lifðu... til ársins ’94. Er Indriði fyllti sjöunda áratuginn fyrir 4 áram, þá hélt hann heim í sveitina sína og lét þar gjöra góða veislu til að gleðjast á tímamótum og blanda geði og gamni með sveitung- um sínum. Hann fékk frænku sína og húsfreyjuna í Hamrahlíð, Heiðu, til að undirbúa fögnuðinn með góðum veitingum. Og nú er hann genginn á Guðs síns fund „sveinn í djúpum dali“. Blessuð sé hans minning og megi góður Guð ’líta til’ með ástvinum hans nú. Farðu vel, bróðir og vinur, heim til himna Guðs, og ’heilsaðu einkum, ef að fyrir ber engil með húfu og rauðan skúf - í peysu. Þröstur (Indriði) minn góður, það er stúlkan mín - Inga. - „Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg. En anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið." (J.H.) Hermann V. Þorsteinsson. Einhver fyrstu kynni mín af Indr- iða vora sögurnar hans í „Sæluviku" sem voru þeirrar gerðar, að þær heilluðu mig. Allar götur síðan var allt hans „pródúkt" lesið jafnóðum og það kom út, ekki síst eftir að ég kynntist manninum, í kringum 1960. Kynni okkar urðu mest á meðan við unnum báðir við blaðamennsku, allt frá árinu 1954 og allt fram á síð- ustu dagana sem hann lifði. Á fyrri áram hittumst við stundum daglega í hinum ýmsu verkum fyrir bæði Al- þýðublaðið og Tímann meðan þau vora og hétu. Snemma á þessum ferli minnist ég aðafaranætur þess 17. júní. Var ég þá á lokavaktinni á Al- þýðublaðinu en hann uppi á Tíma. Þegar leið að lágnætti hringdi ég til hans og spurði hvort hann væri að verða búinn, ég ætlaði að fara að hella upp á. „Ég kem eftir þrjú kort- ér,“ var svarið og það stóð upp á min- útu. Að aflokinni kaffidrykkjunni ák- váðum við svo að fara í langa gönguferð. Skoðuðum við hvernig gekk að byggja upp „tjalddúka- musteri Mammons," eins og hann nefndi sölutjaldabúðina sem var að rísa í miðbænum. Ég fylgdist með honum þessa nótt á götum borgar- innar og drakk í mig frásagnir hans og hugleiðingar af tilefni nýrisins dags. Það fór ekki á milli mála að þarna fór lærisveinninn í ferð með meistaranum. Þegar ég hugsa til þessarar nætur nú, er ég ekki viss um að honum hafi nokkuð mislíkað það. Loks var svo mál að halda heim enda strætisvagnar farnir að ganga að nýju. Slík vora kynni okkar lengst af. Ég var þiggjandinn og spyrjand- inn um ýmis ráð á ritvellinum sem öll vora fúslega veitt. Fáa menn hefi ég þekkt sem vora jafnfúsir á að gefa viðurkenningu ef þeim fannst vel gert. Síðast er við hittumst, austur í Hveragerði tveim dögum fyrir lát hans, kallaði hann á móti mér: „Þakka þér fyrir greinina þína, hún var afbragð". Vísaði hann síðan til greinar eftir mig sem nýlega hafði birtst í dagblaði. Þetta var ekki í fyrsta sinn en það síðasta sem hann hældi mér fyrir ritstörf og mat ég það alla tíð mikils. Það var alltaf hægt að leita í smiðju til hans og ráð- in voru gefin af miklum fúsleika. Fyrir það skulu tjáðar þakkir. Margt áttum við sameiginlegt og skildum því vel hugsanir hvor ann- ars. Báðir vorum við úr sveit og með nokkra bíladellu og bókmennta- þorsta. „Mýs og menn“ var bók sem báðir höfðu þaullesið og höfðu skoð- un á sem að flestu féll saman. Rædd- um við ýmis verk í áranna rás á þann hátt. Ef til vill vora umræður okkar um hvemig við sjálfir bragðumst við ýmsu því sem ber fyrir unga menn sem koma úr sveit okkur til mestrar ánægju. Þar skyldum við hvor annan og hann hafði mikil áhrif á mig með þeim umræðum. Þeir sem lesið hafa INDRIÐIGUÐMUND- t UR ÞORSTEINSSON bækur hans um sögu kynslóðarinn- ar, sem fæddist á þriðja og fjórða áratugi líðandi aldar, skyldi gæta að því að þeir eru ekki aðeins að lesa góðan skáldskap heldur og raun- sanna reynslusögu mikils hluta þessa fólks, þjóðarsöguna. Stíll hans og áhrifavald frásagnarinnar á lesandann era sérstök. Einfaldur og blátt áfram texti, sem lesandinn þarf þó á stundum að ráða í, heldur hon- um föngnum ekki hvað síst í bókinni „Keimur af sumri“. Ljóðrænn þokki frásagnarinnar heldur lesandanum hugföngnum. Indriði var ekki aðeins forystu- maður á ritferlinum heldur og varð- andi kvikmyndagerð og ýmislegt fleira. Um það má marka ýmsar við- urkenningar ríkis og höfundasam- taka. Hann skilaði með einstökum ágætum allt upp í stjómun þjóð- hátíðar og hefðu margir sem síðar komu að slíkum málum mátt af læra. Samfundum fækkaði á tímabilum, eins og eftir að hann flutti í Hvera- gerði. Þeim mun gleðilegri vora þeir þegar við sáumst. Ég þakka meistara mínum allar kennslustundirnar og fyrirlestrana og fyrst og fremst að hafa mátt eiga hann að vin og njóta umhyggju hans á þessum lífsferli, ekki síst þegar ég hafði e.t.v. aðra skoðun en hann. Slíkt olli aldrei vinslitum, aðeins var um mismunandi upplifun að ræða. Ollum ættmennum hans og nánum vinum votta ég samúð. Sigurður H. Þorsteinsson. Það hefur þurft sterk bein til að standa í fylkingarbrjósti „borgara- legra rithöfunda" um áratuga skeið, á tímum þegar það var hin viðtekna skoðun að öll ærleg skáld og lista- menn væra vinstrimenn. Þessi sterku bein hafði Indriði G. Þor- steinsson sem kaus að líta á sig sem borgaralegan rithöfund og gera hvað hann gat til að halda uppi merki lista- manna á þeim vængnum í þjóðfélagi sem var meira og minna gegnsýrt af pólitískum flokkadráttum. Fyrir vik- ið markaðist hann sjálfur, skoðanir hans og lífssýn talsvert af þessum flokkadráttum. Hjá því varð ekki komist. Þó var honum kannski ekki illa við „kommana" og sumum þeirra hafði hann jafnvel mætur á, en ég held að hann hafi aldrei talið sig geta treyst þeim. Þetta breytir þó ekki því að Indriði var mjög víðsýnn maður og vel lesinn. Hann hafði líka ótrú- lega næma tilfínningu fyrir fólki, al- þýðufólki, lífskjörum þess og hugs- unarhætti og hann hafði til að bera ríka réttlætistilfinningu því til handa. Hann var beintengdur við þjóðarsálina án þess að hann léti endilega stjórnast af duttlungum hennar. Þvert á móti gat hann lesið í stöðuna og á grundvelli þess byggt upp eða framkvæmt sínar eigin út- færslur hlutanna. Þegar við bættist hreint ótrúleg frásagnarsnilld, var þar samankomin skýringin á því hve öflugur rithöfundur hann var og blaðamaður. Þessi sömu atriði ollu því líka að Indriði var oft óvenju skemmtilegur maður. Ég kynntist Indriða þegar hann varð í seinna skiptið ritstjóri Tímans. Það var árið 1987. Ég var þá fréttastjóri á því blaði ásamt Eggerti Skúlasyni. Við fréttastjórarnir vor- um nokkuð góðir með okkur, töldum blaðið vera í þokkalegum farvegi miðað við efni og aðstæður og höfð- um ekki mikla trú á að Indriði gæti komið með nýtilegar breytingartil- lögur. Enda væri hann fulltrúi ver- aldar sem var - við værum ungir en hann gamall og lifði á fornri frægð. Raunin varð þó talsvert önnur. Strax fyrsta daginn var ljóst að það voram við sem vorum þrælar gamla tímans, en Indriði reyndist tilkomumikill stormsveipur, fullur af nýjum hug- myndum og vinnugleði. Hann gjör- breytti blaðinu og krafðist þess að við skilgreindum sjálfir hvað væri fréttamál dagsins og hættum að láta það hafa áhrif á okkur hvað aðrir fjölmiðlar væra að gera. Síðan myndum við einfaldlega slá upp okk- ar máli, og gera það myndarlega. Indriði innleiddi semsé stóra fyrir- sagnirnar í Tímanum, sem urðu síð- an vörumerki blaðsins næstu fimm árin eða svo. Ég mun seint gleyma þeirri fyrstu, hún kom strax fyrsta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.