Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Forvitnilegar bækur
HENRY McDONALD
Nauðugur á
vegi sátta?
Trimble eftir Henry McDonald.
Bloomsbury gefur út. London,
2000.326 bls.
GJARNAN er talið að David
4Trimble, forsætisráðherra heima-
stjómar á Norður-írlandi, hafi
tryggt sér leiðtogaembættið í stærsta
flokki sambandssinna í héraðinu
(UUP) haustið 1995 í krafti þeirrar
hörðu afstöðu sem hann tók þá um
sumarið þegar Drumcree-gangan
svokallaða, umdeild ganga Oraníu-
reglunnar í gegnum hverfi kaþólskra
í Portadown, varð í fyrsta skipti for-
síðuefni dagblaða á Bretlandi og Ir-
landi. Trimble er þar af leiðandi verð-
ugt viðfangsefni ævisögu. Bæði er
fróðlegt að kynnast því hvað á daga
Trimbels, sem er hálfsextugur, dreif
fram til 1995 og eins að leita skýringa
á því hvemig hann fór frá því að vera
uppáhald harðlínumanna (og mar-
tröð þeirra sem vildu leita sátta milli
kaþólikka og mótmælenda) árið 1995
til þess að vera forystusauður sam-
stjómar kaþólskra og mótmælenda
árið 1998. Pað er erfitt að meta hvort
Trimble hefur í raun verið neyddur tii
að ganga veg sátta og málamiðlana,
eða hvort hann er í raun og veru
raunsæisstjómmálamaður sem sá
hvað gera þurfti og var reiðubúinn til
að stíga skrefin sem þurfti að stíga. í
öllu falli var Trimble árið 1998 búinn
að tryggja sér megna fyrirlitningu
fyrrum stuðningsmanna sinna en að-
ciáun leiðtoganna í London og Wash-
ington.
I þessari bók breska blaðamanns-
ins Henrys McDonald, sem starfar
nú fyrir víkublaðið Observer en hefur
áður verið útsendari BBC og Sunday
Times á Irlandi, er leitast við að rekja
feril Trimbles, allt frá því hann hóf af-
skipti af stjómmálum í kringum 1970
en þá hafði hann nýverið lokið laga-
námi og var farinn að kenna við laga-
deild Queens-háskóla í Belfast. Ýmis-
legt athyglisvert kemur á daginn, t.d.
átti hann dyggan þátt í því að tilraun-
in til að mynda samstjóm kaþólikka
og mótmælenda á Norður-írlandi
1974 fór út um þúfur; athyglisvert í
ljósi þess að síðar átti hann eftir að
"5ðtýra sambærilegri heimastjóm. Það
kemur vel fram í þessari bók að
Trimble nýtur sín ekkert alltof vel í
sviðsljósi fjölmiðlanna, er kauðskur í
mannlegum samskiptum og lítt í
tengslum við dægurmenningu sam-
tímans. Getur hins vegar rakið óp-
erusöguna frá a-ö og þekkir einnig
sín léttvín. Hvað stjórnmálin varðar
má segja að niðurstaðan sé sú að
Trimble leysi það erfiða hlutverk að
teyma mótmælendur á Norður-ír-
landi inn í nýja öld eins vel og hægt
er. Hann fer að vísu löturhægt, að
_ mati margra, en hann verður líka
^ávallt að vara sig á því að ganga ekki
of langt, gerði hann það stæði hann
eftir einn - stjómmálaleiðtogi án um-
boðs. Bókin veitir innsýn í líf þessa
stjómmálamanns en Mður fyrir það
að höfundur hefur sennilega sett
þennan texta saman á sex mánuðum.
Davíð Logi Sigurðsson
Forvitnilegar bækur
AUGLYSINGAR LOFA OLLU FOGRU
Sætari -
hamingjusamari
Að vera sætur er mikil-
vægast. Svo mætti ætla
af auglýsingunum. Silja
Björk Baldursdóttir
skoðaði töfralausnir og
A thottsttné atagic shaáts!
v> Jij.
*?'4r4.. « *»* WKX-M. «
Uk»* «.*?**»» •M&s Íí- It Íc»">
atf et«r •«».'. Ii «» rmn»»ra(
yJ ití W't'rt’e* erz.*** btvf
%*«. Ofi* ef tka-nArxS *h*d* t i* >uii f
gylliboð frá fyrri tíð og
lét selja sér ýmislegt.
ENN þann dag í dag reyna auglýs-
ingamar að selja okkur hamingjuna.
Við virðumst ekki hafa lært af
reynslunni og höldum áfram að
kaupa og kaupa. Það er nóg að ein-
hver lofi okkur fegurð, þá bara borg-
um við. Okkur þykir kannski nóg um
allar ilmvatnsauglýsingamar í dag
og finnst við vera að drakkna í
gagnslausu snyrtivöraflóði. En í
bókinni Chinstraps, Nosemoulds &
Corsets, eftir Rosemary nokkra
Hawthorne, sjáum við að slíkt
auglýsingaflóð er alls ekki nýtt af
nálinni. Undirtitill bókarinnar, A
Shopper’s Guide to Feminine Be-
auty 1800s-1930s, gefur til kynna að
kaupmenn hafa reynt að selja kon-
um fegurðina í þó
nokkuð mörg ár.
Fegurðin er föl
Mikið hljóta konur
að vera ljótar - svo
mikið er lagt í að selja
þeim fegurðarlausnir,
jafnt nú sem fyrr.
Framboðið á fegrunar-
lyfjum gefur góða vís-
bendingu um fegurð-
arímynd hvers tíma.
Það sýnir um leið
hversu breytilegar
hugmyndir um_ fegurð
konunnar era. í dag er
önnur hver kona með
litað hár og sumar
skarta breyttum
börmum, fullum af
saltvatni eða sílíkoni.
Það þykir í dag ekkert
tiltökumál að breyta
útliti sínu með öllum
tiltækum ráðum og
tækniframfarir era
nýttar til hins ýtrasta í
þágu útlitsins.
En hvað gerðu kon-
ur fyrr á tímum þegar
engir vora þrekstig-
arnir, engin fótanudd-
tæki og engin andlits-
lyítingin? Þær dóu
ekki ráðalausar.
Lífstykki, gúrku-
mjólk við sólbrana,
rafsokkar og hvaðeina.
Það hefur nefnilega
ekki svo mikið breyst.
Og hvar er svo best að
skoða úrvalið? Að
sjálfsögðu í auglýsing-
um tímarita og dag- Varaliturinn skapar
blaða. konuna.
Úrklippusafnið
Það er alltaf gaman að róta í göml-
um blöðum og þar má finna sitthvað
forvitnilegt. Fréttir af liðnum at-
burðum eins og þeir hafi gerst í gær.
Ljósmyndir sem þekktir menn
prýða - enn með hárið. Auglýsingar
taka eflaust meira pláss í dag en þær
gerðu, en engu að síður eru þær
áberandi í gömlum blöðum.
I umræddri bók hefur mynd-
skreyttum auglýsingum frá fornri
tíð verið safnað saman - meira með
skemmtun í huga en lærdóm. Ur-
klippunum hefur verið safnað úr
breskum blöðum. Safnið er ekki ítar-
legt en gefur ágætismynd af hug-
myndum kvenna um sjálfar sig í
meira en hundrað ár. Þær birta
einnig hugmyndir auglýsenda um
konumar, og um leið samtímans.
Ekki
horfa...
*« #**■£*
, H €•. K■**£•>
Í *VW*S*V*<9 • * »
iMú* *.imí
t, o.
**»*''•. 4 f.
„The Bitch Rules“, Elizabeth
Wurtzel. 117 bls. Quartet Books,
London, 2000.
Þunnt hár verður þykkt.
Mjmdimar og gamli
auglýsingatextinn tala
sínu máli. Inn á milli
hefur höfundur bókar
troðið eigin athuga-
semdum og gaman-
sömum texta sem því
miður missir marks.
Hann er ekki fyndinn.
Kannski að einhverjir
lesendur hafi gaman af
heimatilbúnum vísu-
brotum og gjafabóka-
texta, þar sem haldið
er fram að allar konur
vilji kunna að spila á
pianó... Eðli bókarinn-
ar er um að kenna -
hún er líklegast ætluð
til gjafa og skemmtun-
ar í saumaklúbbum.
Þótt textinn frá höf-
undinum bæti ekki
miklu við, gerir það
ekki svo mikið til -
auglýsingamar standa
alveg fyrir sínu.
Hvað áttu konurnar
svo að kaupa? Eflaust
hafa það frekar verið
þær efnuðu sem höfðu
tök á að kaupa fegurð-
ina í krakku. Vörurnar
sem konum voru seld-
ar virðast margar
heldur vafasamar í
dag. Hver með réttu
ráði myndi nú á tímum
kaupa sér (eitraða)
arsenik sápu? Sem
gerir húðina fallega
hvíta.... Og hver gæti
staðist freistinguna að
losna við freknur á
nóttunni? Bara að
bera á þær bleikingar-
krem og þær renna af. Sumar vörar
þurfti að mýkja með munnvatni áður
en hægt var að nota þær - semsagt
spýta ofan í þær fyrst og tannsápa
var þarfleg nýjung, þótt henni fylgdi
kvöð reglulegrar tannburstunar.
Enn í dag kaupa konur púður og
varasalva, augnháralit sem og vara-
lit en fæstar myndu fjárfesta í gervi-
augabrúnum í dag.
Loforð eins og: „Allir feitir lækn-
ast með Trilene-töflum“ vora algeng
sem og töfralyf sem unnu bót á öll-
um kvillum. Nýtískulegar gervitenn-
ur breyttu lífi margra, enda líktust
gömlu gervitennurnar hljómborði
sembals. „Burt með undirhökuna
með andlitshöldurum“ - þarfaþing
sem horfið hefur af sjónarsviðinu,
ólíkt hárspennum sem komu, sáu og
sigraðu. Til að lagfæra skaða sem
fylgdi illa hönnuðum
skófatnaði, gátu konur
svo klemt á sig tæki
á nóttunni sem lag-
aði og rétti af-
skræmdar tær.
Lífið var svo
einfalt.
Tveir fyrir einn
Auglýsingabrell-
ur virkuðu þá og
virka enn. Margt
af því sem í bók-
inni er að finna
hljómar alls ekki svo
afleitlega. Sumt væri
jafnvel alveg hægt að
markaðssetja í dag með
góðum árangri. Að
minnsta kosti á sjón-
varpsmarkaði.
Athyglisvert er
að auglýsingum
var ekki einungis
beint að veik-
lunduðum konum,
heldur einnig að
börnum. Það þykir
nú vafasamt í dag.
Ekki er heldur verið
að selja þeim skólajógúrt
og skólaskyr heldur nefvélar -
vélar sem gera nef falleg; rétta þau
og fegra. Börnunum var líka seld
fegurðin. Þurfa svo ekki öll börn að
fara í tannréttingar...
Læknarnir lögðu blessun sína yfir
hinar ýmsu vörur, sem að sjálfsögðu
jók á trúverðuleika auglýsingarinn-
ar. Svoleiðis brellur tíðkast enn í
dag. Læknarnir lofuðu að viðkom-
andi vara væri fullkomnlega mein-
laus, en seinni tíma lesendur geta
leyft sér að efast um áreiðanleika
þesskonar yfirlýsinga. En það vora
ekki einungis læknarnir sem lögðu
nafn sitt við auglýstar vörar. Leik-
konur, frægar franskar dömur og
furstadætur gulltryggðu sölu og
gera líkast til enn í dag. Fræga fólk-
ið fylgir með auglýsingunum.
Af auglýsingum má lesa hvenær
megran komst í tísku, hvenær and-
litsfarði þótti penn og hvenær ein-
ungis hæfa hóram. Reyrð mitti í líf-
stykkjum eru liðin tíð en auglýsingin
sjálf lifir góðu lífi. Hún mun gera það
svo lengi sem fólk trúir, lætur glepj-
ast og kaupir. Máttur auglýsingar-
innar er vanmetinn. Þær senda skýr
(alltof skýr) skilaboð til kvenna
hvemig þær „eiga“ að vera og
skerpa á kröfum um hina einu réttu
kvenlegu fegurð. Þú verður að vera
fullkomin - annars ertu ekki neitt.
Við gefum nú ekki mikið fyrir það.
STELPUR eiga að hætta að
horfa á lélegar bíómyndir. Engar
myndir með Söndru Bullock - takk
fyrir. Elizabeth Wurtzel er ekki
ein um að langa til að hrista upp í
kynsystrum sínum - eða slá utan
undir öllu heldur. En hún lætur
hins vegar verða af því. Hún ræðst
á „konuna“ og reynir að koma viti
fyrir hana. Hætta þessu rugli og
vera almennileg.
f þessari þriðju bók
sinni einfaldar Eliza-
beth Wurtzel málið
fyrir lesendum sín-
um. Hún tekur sig
til og leggur þeim
lífsreglurnar - fáar
og auðskiljanlegar.
Eins og reglan um
Söndru Bullock... En
líka: Hafðu skoðanir.
Ekki neita þér um eft-
irrétti. Og ef strákarnir
standa ekki upp frá
borðinu til að vaska upp í
matarboðinu - þá gerir þú
það ekki heldur.
Oftar en ekki enda ráð-
leggingarnar á sama
veg: Fyrst strákar
leyfa sér að hugsa
svona - þá hlýtur
þú að mega það
líka.
Hún ávarpar
stelpur í bókinni
og beinir máli
sínu eingöngu til
Samt sem
_ætu strákar
rekist á ýmislegt sem
gagnlegt væri að átta sig á.
En stelpu-lesandinn eignast góða
vinkonu við lesturinn, sem kannski
skammar þig aðeins, en þykir
samt alltaf vænt um þig. Hún seg-
ir hreinskilin frá sjálfri sér og við-
urkennir fúslega að hafa klúðrað
(og að hún klúðri enn) mörgu í lífi
sínu. Því upplifir lesandinn lífs-
reglurnar ekki sem predikun frá
heilagleika, heldur sem ráðlegg-
ingar frá venjulegri manneskju,
sem aðeins vill koma í veg fyrir að
aðrir geri sömu mistök og hún.
Hún talar af reynslu - ekki úr há-
sæti. Hún vill stelpum vel, en er
jafnframt stundum hissa og von-
svikin á öllu kjaftæðinu í þeim.
Hreint ekki spör á yfii-lýsing-
arnar lýsir Elizabeth frati á það
sem henni sýnist og er ekkert að
tala snyrtilega. Hún segir bara
það sem henni finnst. Hér er samt
enginn nýr sannleikur á ferðinni.
Stelpur og aðrar konur ættu sjálf-
ar að hafa fattað þetta fyrir löngu
- en það hafa þær því miður ekki
allar. Þetta er því ágætis köld
vatnsgusa fyrir þær. Hinir geta
bara lesið sér til gamans. Og
glaðst yfir því að einhver skuli
hafa vit á að segja það sem þarf að
segja: Ekki vera heilalaus.
Silja Björk Baldursdóttir