Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 11 Rekstur ferjunnar Herjólfs hefur ekki verið gróðavænn undanfarin ár Fyrirtækjum í Eyjum gæti fækkað um eitt Herjólfur hf. hefur sinnt ferjusiglingum í aldarfjórðung. Miðað við rekstrarkostnað sl. ára og reynslu telja forráðamenn fyrir- tækisins útboðstölur Samskipa og Vega- gerðarinnar óraunhæfar. Formaður samgöngunefndar tekur undir það. Björn Jóhann Björnsson ræddi við málsaðila og kynnti sér rekstur Herjólfs. EF svo fer að Samskip taki yfir rekstur ferjunnar Herjólfs milli lands og Vestmannaeyja um næstu áramót ríkir mikil óvissa um framtíð fyrirtækisins Herjólfs hf., sem séð hefur um reksturinn undanfarinn aldarfjórðung. Stjómarformaður Herjólfs hf., Grímur Gíslason, sagði við Morgun- blaðið að erfitt væri að segja til um framtíðina. Eitt væri Ijóst, að óánægja Eyjamanna með niðurstöðu útboðsins væri mikil. „Trúlega þýðir þetta að það fækk- ar um eitt fyrirtæki í Vestmannaeyj- um. Ekki er það í takt við það sem yf- irvöld hafa verið að boða um að styrkja landsbyggðina. Þetta getur aldrei orðið til góðs fyrir byggðar- lagið,“ sagði Grímur. Hann sagði að niðurstöður útboðs- ins hefðu komið sér verulega á óvart. Bæði kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar upp á um 220 milljónir og til- boð SamsMpa upp á 192 milljónir væru langt frá raunveruleikanum hvað rekstrarkostnað síðustu ára varðaði. „Okkar tilboð upp á 325 milljónir byggðist á reynslu síðustu ára. Stærstu liðir í kostnaði eru launin, olían og viðhald. Aðrir liðir eru smærri. Ég sé ekki hvernig hægt er að reka þetta á ódýrari hátt. Kannski er hægt að tína til milljón hér og mil- ljón þar,“ sagði Grímur Gíslason og benti á að t.d. olíukostnaður hefði hækkað um nærri helming milli ára, eða úr 34 í 62 milljónir. Ríkissjóður á 46% hlut Herjólfur hf. er í meirihlutaeigu Vestmannaeyjabæjar, 51%, ríkis- sjóður á 46% hlut og nokkrir ein- staMingar og fyrirtæM í Eyjum eiga um 3%. Ársvelta Herjólfs hf. á síð- asta ári var um 230 milljónir króna og hjá fyrirtækinu eru 25 stöðugildi, þar af 21 um borð. Að sögn Magnús- ar Jónassonar, framkvæmdastjóra Herjólfs, eru allir starfsmennirnir búsettir í Vestmannaeyjum. Magnús sagðist ekki skilja þann mun sem væri á kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar, upp á um 220 milljónir, og þeiirar upphæðar sem ríMssjóður hefði verið að greiða til rekstursins á undanförnum árum. „Þetta er mér hulin ráðgáta og hef óskað eftir skýringum," sagði Magn- ús en framlag Vegagerðarinnar er tæplega 100 milljónir á ári, eða um 300 milljónir á þriggja ára tímabili. Magnús sagði litlu sMpta þótt trygg- ingar sMpsins upp á um 8 milljónir á ári, sem Vegagerðin greiddi, væru utan við útboðið. Meira þyrfti til. Á móti kæmi að samkvæmt útboðinu ætti rekstraraðilinn að greiða 36 mil- ljónir árlega í leigu. Þetta hefði Herjólfur hf. ekki gert til þessa en reiknað með því í tilboðinu, eða upp á um 108 milljónir af 325 milljóna króna tilboði. Hagnaðurinn ein milljón frá 1996 Magnús sagði að rekstur fyrirtæk- isins stæði nánast á núlli ef farið væri aftur til ársins 1996, þegar Herjólfur hf. gerði fyrst þjónustusamning við Vegagerðina um rekstur ferjunnar. Fyrsta árið, 1996, var tæplega 24 milljóna króna tap af rekstrinum, 2 milljónir í mínus árið 1997, 8 milljón- ir í hagnað árið 1998 og nærri 19 mil- ljóna króna hagnaður í fyrra. Sam- tals gerir þetta um 1 milljón í hagnað Fjármálaráðherra um ummæli vara- formanns Kennarasambands Islands Samninganefndin með fullt umboð GEIR H. Haarde fjármálaráðhen-a segir að samninganefnd ríkisins hafi fullt umboð sitt til að ganga til við- ræðna við kennara og aðra hópa op- inberra starfsmanna um gerð nýrra kjarasamninga. Viðræður séu þegar hafnar, en samningar renna út um mánaðamótin október/nóvember. í Morgunblaðinu í gær segir Elna Katrín Jónsdóttir, varaformaður Kennarasambands íslands, að fjár- málaráðherra hafi enn ekM sMpað formlega samninganefnd og þetta sé alvarlegt í ljósi þess að samkvæmt viðræðuáætlun sé aðeins einn mán- uður í að kjaradeilan fari til ríkis- sáttasemjara. „Það hafa staðið yfir viðræður við kennarana um nokkra hríð. Samninganefnd ríkisins, sem hefur ótímabundið umboð, sinnir þessu verkefni. Það hefur hins vegar staðið til að endurskipa nefndina að hluta, en það er aukaatriði í þessu máli. Það sem máli skiptir eru hinar efnislegu viðræður. Skipan nefndar- innar er formsatriði sem varðar engu fyrir okkar viðsemjendur. Samninganefndin eins og hún er skipuð núna hefur fullt umboð frá mér til viðræðna. Þetta á því ekM að tefja viðræður," sagði Geir. undanfarin fjögur ár. Magnús sagði að árin þar áður, 1975-1996, hefði ferjan einnig verið reMn á núlli. „Engum sjóðum hefur verið safn- að sem hægt er að fara í núna, því miður,“ sagði Magnús. Eins og gefur að sMlja færir Herj- ólfur Eyjamönnum töluverð við- skipti í formi hafnargjalda, olíuka- upa, sMpakosts og fleira, svo ekM sé minnst á störfin sem fyrirtækið veit- ir. Magnús sagði að árlega væri Herjólfur hf. að greiða 10,2 milljónir í hafnargjöld, bæði til Þorlákshafnar og Vestmannaeyjahafnar. Frá árinu 1997 hefur Hafnarsjóður Vest- mannaeyja reyndar veitt ferjunni af- slátt af hafnargjöldum þegar afnum- in voru fargjöld fyrir 12 ára og yngri. „Tilboð Samskipa ekki trúverðugt" Árni Johnsen, fyrsti þingmaður Sunnlendinga og formaður sam- göngunefndar Alþingis, sagði við Morgunblaðið, aðspurður um við- brögð við útboðinu, að tilboð Herj- ólfs hefði byggst á raunkostnaði síð- ustu ára. Allar tölur væru sýnilegar. Áætlun Vegagerðarinnar væri hins vegar lægri en eðlilegt gæti talist. í raun væri reiknað með meiri þjón- ustu sMpsins en áður. „Ég held að það hljóti að felast einhver misskilningur í tilboði Sam- skipa. Það er of lágt til að vera trú- verðugt. Ég reikna ekM með að fé- lagið ætli að borga tugi milljóna með verkefninu. Vegagerðin situr uppi með þá ábyrgð hvort að tilboðsgjaf- inn geti í raun framkvæmt verkefn- Forráðamenn Herjólfs hf. segja framtíð fynrtækisins í ovissu sem og hagsmuni Eyjamanna, fari rekstur feijunnar yfir til SamsMpa. Tilboð skipafélagsins er dregið í efa af Heijólfsmönnum og formanni sam- göngunefndar Alþingis. ið,“ sagði Arni og benti á að dæmi væru fyrir því að Vegagerðin hafi áð- ur hafnað tilboðum sökum þess hve lág þau væru. Árni sagði að niðurstaða útboðsins hefði styrkt sig í þeirri upphaflegu trú að útboðið hefði verið sýnda- rmennska. Enginn gróði hefði verið falinn í þjónustusamningi við Vega- gerðina. Ámi taldi einnig að það hefðu verið mistök af Vegagerðinni að hafa haft eigin frumkvæði að því að bjóða ferjureksturinn út við þær aðstæður sem væru á íslandi. Þetta væri aðeins til að skapa úlfúð og tor- tryggni. 'Vill fund með þingmönnum Lúðvík Bergvinsson, annar þing- manna SamfylMngarinnar á Suður- landi, sagði við Morgunblaðið að nið- urstaða útboðsins styngi í augu, sér í lagi hvað munur tilboðanna væri miMll. Herjólfsmenn hefðu reynsl- una af rekstrinum til margra ára og ættu því að vita vel hvað dæmið kost- aði. Ef svo færi að SamsMp tækju við rekstrinum hefði það miklar breyt- ingar í för með sér fyrir Vestmanna- eyinga. Vonaðist Lúðvík til að þingmenn Sunnlendinga funduðu um málið og 1. þingmaður kjördæmisins, Árni Johnsen, boðaði á þann fund til að fara yfir málið. Þegar þetta var borið undir Árna sagðist hann fyrst vilja bíða niðurstöðu Vegagerðarinnar, eftir það gætu þingmenn kjördæmis- ins komið saman. Ráðherra gefur samþykki Helgi Hallgrímsson vegamála- stjóri sagði við Morgunblaðið að Vegagerðin myndi nú yfirfara tilboð- in í ferjurekstur Heijólfs og ákvörð- un ætti að liggja fyrir innan mánað- ar, en nýir rekstraraðilar eiga að taka við um næstu áramót. Helgi sagði að Vegagerðin myndi leggja tillögur sínar fyrir samgöngu- ráðherra og fá samþykki hans áður en endanleg ákvörðun yrði tekin um hvoru tilboðinu yrði teMð, frá Sam- skipum eða Herjólfi hf. Tilboð Samskipa „í lagi“ Þegar gagnrýni á tilboð SamsMpa var borin undir Sæmund Guðlaugs- son, framkvæmdastjóra fjármála- sviðs Samskipa og staðgengil for- stjóra, sagðist hann ekki telja annað en að tilboðið væri í fullkomnu lagi. Það væri ekki svo að Samskip væru að sækjast eftir verkefninu á óeðli- legum forsendum. „Þetta er mjög bundin þjónusta og Samskip eru skuldbundin til að reka sMpið á sömu forsendum og verið hefur. Þetta er bara okkar niðurs- taða og við vitum ekki annað en að hún sé fullkomlega viðunandi =fyrir okkur,“ sagði Sæmundur. Við seljum bókina Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk ,Heilsuhúsið hefúr það markmið að hjálpa fólki að ná betri heilsu f ^ Markmið dr. Peter D’Adamo höfundar ]f bókarinnar er að hjálpa fólki að ná betri heilsu.“ „VIÐ EIGUM ÞVÍ SAMLEIГ L örn Svavarsson dr. Peter D’Adamo eigandi Heilsuhúsins Þessi vinsæla metsölubók hefur þegar hjálpað fjölda fólks og finnum við fyrir mikilli eftirspurn eftir vörum sem henta hverjum blóðflokki fyrir sig. Dr. D’Adamo leggur mikla áherslu á lífræna og holla fæðu fyrir alla blóðflokka en það er ein- mitt það sem við höfum lagt okkur fram um að hafa á boðstólum. VIÐ BJÓÐUM: • 10% kynningarafslátt á bókinni fyrir þá sem eru félagar í klúbbi Heilsuhússins. • Starfsfólk okkar gefur grundvallarupplýsingar varðandi mataræðið. • Þeir sem ekki vita í hvaða blóðflokki þeir eru geta fengið keypt „kit“ sem á mjög einfaldan hátt sýnir fólki í hvaða blóðflokki það er. • Við eigum gott úrval af matvöru fyrir hvern blóðflokk. • Við erum með uppskriftir af brauði og mat, úr væntanlegri bók, sem kemur á markaðinn í byrjun vetrar. Uppskriftirnar henta hverjum blóðflokki. Guðrún Bergmann annar þýðandi bókarinnar, verður í Heilsuhúsinu, Kringlunni á, morgun, frá kl. 14-18 og gefur fólki ráð varðandi rétt mataræði fyrir sinn blóðflokk. VIÐ VILJUM HJALPA ÞER TIL AÐ TAKA ÁBYRGD Á EIGIN HEILSU Éh alsuhúsið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.