Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
209. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR13. SEPTEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Aftakaflóð
Austurríkismenn fagna sigri í deilu við fjórtán rflri Evrópusambandsins
í Japan
FLÓÐ og aurskriður vegna mesta
úrhellis í Japan í að minnsta kosti
öld hafa orðið sjö manns að bana í
þremur iðnaðarhéruðum 1 miðhluta
iandsins. Yfírvöld hvöttu í gær um
400.000 íbúa héraðanna að fara af
heimilum sfnum og dvelja í opinber-
um byggingum.
Vatnselgurinn var sums staðar
rúmur metri á dýpt og áætlað er að
38.000 íbúðir hafí orðið flóðunum
að bráð. fbúar Nagoya vaða hér
vatnið í háls á einni af götum borg-
arinnar.
aðgerðum
Austurríki aflétt
.Aðgei'ðirnar sem ríkin fjórtán
gripu til voru gagnlegar. Nú er hægt
að nema þær úr gildi,“ sagði í sam-
eiginlegri yfirlýsingu frá ESB-ríkj-
unum. Bætt var þó við að ríkin hefðu
enn miklar áhyggjur af Frelsis-
flokknum sem hefur verið sakaður
um kynþáttafordóma og útlendinga-
hatur. Þau teldu því nauðsynlegt að
vera „sérstaklega á varðbergi" og
fylgjast grannt með flokknum og
áhrifum hans á stjóm Austurríkis.
Einangrunaraðgerðirnar áttu sér
engin fordæmi í sögu Evrópusam-
bandsins og þær fólust í því að ríkin
hættu öllum tvíhliða samskiptum við
ráðamenn Austurríkis til að mót-
mæla inngöngu Frelsisflokksins í
stjórnina í Vin í febrúar.
Aðgerðunum var aflétt að ráði
þriggja „vitringa" sem hafði verið
falið að gera úttekt á stöðu mann-
réttindamála í Austurríki. Þeir kom-
ust að þeirri niðurstöðu að vernd
minnihlutahópa, flóttamanna og inn-
flytjenda í Austurríki væri að
minnsta kosti eins góð og í öðmm
ESB-löndum.
„Mikill sigur fyrir Austurríki“
„Þetta er mikill sigur fyrii- Aust-
urríki og hann á rætur að rekja til
staðfestu okkar,“ sagði Wolfgang
Schússel, kanslari Austurríkis, og
kvaðst feginn því að „þessari vit-
leysu skuli vera lokið". „Nokkur ríki
vildu að aðgerðunum yrði aðeins
frestað þannig að þetta er mikill sig-
ur.“
Susanne Riess-Passer, leiðtogi
Frelsisflokksins, lýsti ákvörðun
ESB-ríkjanna sem „sigri heilbrigðr-
ar skynsemi".
Romano Prodi, forseti fram-
kvæmdastjórnar ESB, fagnaði einn-
ig ákvörðuninni. „Framkvæmda-
stjómin vildi aldrei að Austui-ríki
yrði einangrað og ég er ánægður
með að aðgerðunum var aflétt,“
sagði hann. „Evrópusambandið
verður þó að vera á varðbergi gagn-
vart ofstæki og útlendingahatri hvar
sem þess verður vai-t í Evrópu.“
Frakkar vom í fylkingarbrjósti
þeirra sem studdu aðgerðirnar en
þær nutu minni stuðnings í nokkmm
minni löndum sem litu á þær sem til-
raun af hálfu stóra ESB-landanna til
að hafa afskipti af innanríkismálum
veikara grannríkis. Aðgerðirnar ollu
einnig mikilli reiði í Austurríki og
óttast var að stjórn landsins myndi
tefja mikilvægar samningaviðræður
innan ESB nema aðgerðunum yrði
aflétt.
Stjóm Kanada fór að dæmi
Evrópusambandsríkjanna fjórtán og
aflétti einangranaraðgerðum sínum
gegn Austurríki í gærkvöld.
Stjóm Bandaríkjanna hefur hins
vegar enn áhyggjur af stjórnaraðild
Frelsisflokksins og hyggst ekki að
svo stöddu falla frá þeirri ákvörðun
sinni að hafa ekki samskipti við aust-
urríska ráðherra nema brýnir þjóð-
arhagsmunir séu í veði, að sögn
bandaríska utanríkisráðuneytisins í
gær.
Umdeildum
París, Vín, Washington. Reuters.
FJÓRTÁN aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) afléttu í gær pólitískum
einangranaraðgerðum sem þau gripu til gegn Austurríki fyrir sjö mánuð-
um eftir að Frelsisflokkurinn fékk aðild að stjórn landsins. Stjórain í Vín
fagnaði þessari ákvörðun og lýsti henni sem sigri fyrir Austurríkismenn.
Mótmælaaðgerðir bflstjdra valda miklum truflunum á umferð í Bretlandi
Blair útilokar
lægri álögur
á eldsneyti
London. AFP, AP.
Bflar bíða eftir afgreiðslu við bensínstöð í Nottingham í Englandi.
Örtröð var við bensínstöðvar þar sem hægt var að fá eldsneyti.
Hafa meiri
tekjur af
eldisfíski en
villtum fiski
Ósló. Morgunblaðið.
ELDISFISKUR er nú í fyrsta
sinn orðinn mikilvægari en
villtur fiskur í útflutningi Norð-
manna. Utflutningsverðmæti
eldislax og regnbogasilungs var
51% af heildartekjum Norð-
manna af fiskútflutningi í
ágúst, að sögn norska dag-
blaðsins Aftenposten.
Norðmenn fluttu út fisk og
sjávarafurðir fyrir alls 2,2 millj-
arða norskra króna, 19,8 millj-
arða íslenskra, í ágúst. Fiskút-
flutningurinn var þá 15 af
hundraði meiri en í ágúst í
fyrra.
Vöxturinn var mestur í út-
flutningi á eldislaxi. Norðmenn
seldu lax fyrir andvirði rúmra
níu milljarða króna í ágústmán-
uði einum og er það 28% meira
en í ágúst í fyrra.
Uppgangurinn var mestur í
útflutningi á ferskum eldislaxi
og verðmæti hans jókst um
35% miðað við ágúst í íyrra. Út-
flutningsverðmæti frysts lax
jókst hins vegar um 14%.
MÓTMÆLAAÐGERÐIR gegn
hækkandi bensínverði og háum
sköttum á eldsneyti ollu gríðarlegum
truflunum á umferð í Bretlandi í gær.
Tony Blair forsætisráðhema sagði
ekki koma til greina að stjórnvöld
létu undan kröfum mótmælenda um
að álögur á eldsneyti yrðu lækkaðar.
Hann kallaði til neyðarfundar með
lögreglu og forsvarsmönnum oh'u-
fyrirtækja og fullyrti að fundinum
loknum að dreifing eldsneytis yrði
komin í samt lag seinnipartinn í dag.
Flutningabílstjórar og bændur
hafa hindrað för olíubíla frá mörgum
hreinsi- og dreifingarstöðvum og
þannig reynt að stöðva dreifingu
eldsneytis í Bretlandi. Meira en
þriðjungi bensínstöðva hafði verið
lokað vegna eldsneytisskorts síð-
degis í gær og víða myndaðist örtröð
við stöðvar þar sem enn var unnt að
fá bensín eða díselolíu. Þá olli hægur
akstm’ flutningabílstjóra í mótmæla-
skyni miklum umferðartöfum í Edin-
borg og á nokkram þjóðvegum.
Margir hafa lýst áhyggjum af að
akstur sjúkra- og slökkvibifreiða
stöðvist vegna eldsneytisskorts og á
mörgum sjúkrahúsum hafa sjúkra-
flutningar verið takmarkaðir við
neyðartilvik. Rfldsstjómin fékk í gær
heimild drottningarinnar til að taka
dreifingu eldsneytis í sínar hendur ef
nauðsyn krefði.
Álögur á bensín tæplega 80%
Blair sagði í gær að vegatálmar og
umferðaröngþveiti myndu ekki
knýja stjórnina til að láta undan kröf-
um um að skattar á eldsneyti yrðu
lækkaðir. Blair kenndi verðhækkun-
um á heimsmarkaði um hækkun á
bensínverði í Bretlandi og hvatti
mótmælendur til að beina spjótum
sínum að Samtökum olíuútflutnings-
ríkja (OPEC) í stað þess að valda
usla heima fyrir.
Forsvarsmenn flutningabflstjóra
vísuðu fullyrðingum Blairs á bug og
bentu á að 80% af verði bensíns sem
keypt er á bensínstöðvum renna til
ríkisins í formi tolla og skatta. Þeir
hétu því að halda aðgerðunum áfram
þar til stjómin féllist á að lækka álög-
urnar. íhaldsflokkurinn tók undir
með mótmælendum og sagði aðgerð-
imar endurspegla vaxandi óánægju
almennings með hækkandi skatta.
MORSUNBLAÐIB 13. SEPTEMBER 2000