Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 45 + Trausti Jónsson, bóndi á Rand- versstöðum í Breiða- dal fæddist 7. júní 1977. Hann lést af slysförum 27. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Egilsstaðakirkju 4. september. Trausti... Ég á svo erfitt með að skilja - það er svo vont að trúa að þú sért farinn frá okkur. Þú varst alltaf svo lifandi, Trausti - hress, brosandi og góður við alla. Þú sást alltaf um að láta öll- um í kringum þig líða vel, fólki og dýrum. Þú gafst svo ótrúlega mikið bara með því að vera til. Mig langar að þakka fyrir að ég fékk að þekkja þig - og fyrir tímann sem við áttum saman. Ég mun alltaf brosa þegar ég minnist þín, vinur ... en samt gráta. Ég vona að þú hafir það gott þar sem þú ert núna, ég mun aldrei gleyma þér. Blessu, elsku Trausti. Janne Serine Sterseth, Trondheim, Noregi. Það var í júní á liðnu sumri sem ég fékk langþráð tækifæri til að heimsækja vinkonu mína Freyju og stelpurnar hennar á Randversstöð- um. Kvöldið áður en við keyrðum austur hringdi ég í Freyju og Trausti svaraði. Ég spurði frétta af sauðburðinum og hvort ég næði síð- ustu metrunum. Hann svaraði kan- kvís að þá yrði ég að dvelja meira en tvo daga ef ég ætlaði að ná að fylgjast með þar sem ekki væru svo margar óbornar. Ég hafði ekki hitt Trausta lengi. Hann hafði breyst í myndar- legan mann og ég dáð- ist að því að hann svo ungur hafði ráðist í þetta verkefni sem Randversstaðir voru. Þetta átti greinilega vel við hann. Með sitt yfirvegaða fas var hann greinilega af öllum huga og sál í því margbreytilega sem viðkemur búskapnum. Ég var komin inn í nýj- an heim, úr ys og þys borgarlífsins í friðsæld sveitarinnar. Allt annar tími var í gildi og þegar ég mætti á staðinn voru margar næturnar að baki þar sem þau systkinin skiptust á að vaka yfir því nýja lífi sem fædd- ist í fjárhúsunum. Þótt nóg væru verkefnin gáfu þau sér tíma til að vera með borgarbúanum sem datt inn í anda Breiðdalsins með allri sinni fegurð. Margar minningar frá gömlum tíma komu upp, þegar við Freyja vorum litlar stelpur á Eiðum í skóla og ég man eftir Trausta sem mjög rólegum og hugsandi strák. Tíminn er afstætt hugtak og nú var ég gest- ur á bóndabænum hans. Ég fékk tækifæri til að kynnast betur þess- um dreng sem hafði kjark til að láta drauminn rætast um að hefja sinn eigin búskap. Hann var greinilega mikið náttúrubarn og fullur af lífi og fjöri. Ég dáðist líka að Freyju, að sjá um allt þangað til hann gat gefið sig allan í Randversstaði. Við áttum yndislegar stundir saman og þótt dvöl mín hefði ekki verið löng var eins og ég ætti heima þar. Á meðan Freyja og Trausti voru við bústörfin lék ég við Rann- veigu og Sólbjörtu og það var ógleymanlegt að fylgjast með hvernig þær blómstruðu í öllu því sem var að gerast. Við lékum okkur við hvolpana og gáfum þeim lömbum pela sem á því þurftu að halda, síðan var kíkt á hænurnar og athugað hvort einhver egg væru komin og margt fleira sýndu þær mér sem þær höfðu lært þennan vetur. Við fórum í veiðiferð og gengum með- fram ánni sem liðaðist eftir dalnum. Um kvöldið tókum við fram gítar og sungum fram eftir kvöldi og það var þvílíkt fjör hjá okkur. Daginn eftir var ég farin en ég fór önnur en þeg- ar ég kom því ég hafði upplifað tíma með þeim sem hafði gefið mér mjög mikið og í sumar hef ég oft hugsað til vina minna í Breiðdalnum. Fréttin af láti Trausta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þvílík sorg að sjá á eftir svo ungum og kröftugum manni sem hafði komið sér fyrir í þeim mikilvæga geira samfélagsins sem landbúnaðurinn er. Trausti varð 23ja ára daginn sem ég hélt áfram ferð minni upp á Hér- að. Það er ómögulegt til þess að hugsa að árin verði ekki fleiri. Elsku Freyja. Ég get ekki lýst því hve sárt ég finn til með þér. Ég er afskaplega þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með ykkur á Randvers- stöðum en ég veit aðeins meira um hve mikið þú og fjölskylda þín hefur misst. Kæru Emilía og Jón, Dagbjartur, Eygló, Geissa, Sigríkur, Arnþór og aðrir aðstandendur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið þess að Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Hildur Margrét Einarsdóttir. TRAUSTI JÓNSSON ARNI EÐVALDSSON + Árni Eðvaldsson fæddist á Seyðis- firði 11. desember 1946. Hann lést 3. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 14. ágúst. Fimmtudagurinn 3. ágúst rann upp og allt benti til að þetta yrði bara venjulegur dagur á sjónum, en þá hringdi síminn. Mér var til- kynnt að Árni vinur minn hefði látist um nóttina. Mér fannst sem ský hefði dregið fyrir sólu, ég náði þessu ekki. Það voru ekki nema tveir, þrír dagai- síðan ég hitti hann á bryggjunni, hressann eins og venjulega. Hann Árni var ótrúlega duglegur, og hann var ákveðinn að sigra þennan illvíga sjúkdóm, sem hann var búinn að berjast við í þrjú ár. Bjartsýni Árna sannfærði okkur öll hér á heimilinu um að það myndi takast. En hann var kallaður yfir móðuna miklu til annarra starfa og því verður ekki breytt. Fyrir rúmum tveimur ára- tugum lágu leiðir okkar Árna saman um borð í Arnaborginni. Upp frá því varð Árni ekki bara vinur minn, heldur fjölskyldunnar allrar. Árni kom alltaf til dyranna eins og hann var klæddur, hreinn og beinn og full- ur af húmor. Þegar Árni kom í heim- sókn drifu allir sig, sem heima vom í eldhúskrókinn. Þar voru öll mál krufin til mergjar með léttu ívafi, svo oftar en ekki var mikið hlegið þegar þennan gest okkar bar að garði. Hann sagði skemmtilega frá öllu sem á daga hans hafði drifið frá síð- ustu heimsókn. Og þegar allir voru farnir að hlæja kryddaði hann sög- una pínulítið og var óspar á lýsingar- orðin, bara til að gera þetta skemmtilegra. En þegar alvörumál voru á dagskrá fórum við nafnarnir út að keyra og það gerðum við oft. Við gátum talað í rólegheitum um allt sem okkur lá á hjarta. Þetta gerðum við oft og kom- um þá gjarnan við ein- hvers staðar og fengum okkur kaffi og ekki skemmdi það ef við hittum aðra sjóara sem hægt var að spjalla við um fiskirí og sjósókn. Ami var maður sem bar tilfinningar sínar ekki á torg, en þegar hann talaði um dætur sínar og fósturson gat hann ekki leynt sínum mjúka manni. Honum þótti svo vænt um þau og var svo stoltur af þeim. Það var mikil gæfa fyrir Árna þegar hann kynntist sambýliskonu sinni Þórunni, og kunni hann vel að meta það sem hún gerði fyrir hann. Á kveðjustundum sem þessum hugsar maður til þess hve kært það er að eiga góðan vin, því vinir eru ekki á hverju strái og þess vegna þarf maður að rækta vináttuna. Oft er nú sagt að enginn viti hvað átt hef- ur fyrr en misst hefur, og eftirfar- andi vísur vekja mann til umhugsun- ar um að alltaf er hægt að gera betur í samskiptum við vini sína. í grenndinni veit ég um vin, sem ég á, í víðáttu stórborgarinnar. En dagamir æða mér óðfluga frá og árin án vitundar minnar. Og yfir til vinarins aldrei ég fer enda í kappi við tímann. Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er, því viðtöl við áttum í símann. En yngri vorum við vinimir þá, af vinnunni þreyttir nú eram. Hégómans takmarki hugðumst við ná og hóflausan lífróður réram. „Ég hringi á morgun," ég hugsaði þá, „svo hug minn fái hann skilið", en morgundagurinn endaði á að ennþá jókst mill’ okkar bilið. Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk, að dáinn sé vinurinn kæri. Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk, að í grenndinni ennþá hann væri. Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd gleymd’ ekki, hvað sem á dynur, að albesta sending af himnunum send er sannur og einlægur vinur. (Höf.ók.) Með þessum orðum kveð ég og fjölskylda mín kæran vin og þökkum samfylgdina og vottum Þórunni, Tuma, Jóhönnu og Önnu Rán samúð okkar. Árni Jónasson og fjölskylda. OSWALDS sfMi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADALSTRÆTI 411« 101 RF.YKJAVÍK Davíd lugcr Ólnfur ( /tfimirsij. (hfanmtj. (Ufnrnrstj. likkistiivinnustöfa EYVINDAR ÁRNASONAR + Ástkær unnusti minn, sonur og bróðir, KRISTJÁN BJÖRNSSON löggiltur fasteignasali, Langholtsvegi 186, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans, Fossvogi, sunnudaginn 10. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Berglind Valgeirsdóttir, Sigrún Oddgeirsdóttir, Bjöm B. Kristjánsson, Oddgeir Björnsson, Matthías Björnsson, Birna Rún Björnsdóttir, Hildur Rún Bjömsdóttir. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, KRISTÍN EVLALÍA ÞORKELSDÓTTIR, Eyjabakka 22, Reykjavík, andaðist á heimili sínu mánudaginn 11. september. Kristján B. Samúelsson, Bergþór Kristjánsson, Valdís Gestsdóttir, Björn Kristjánsson, Sigríður Lindbergsdóttir, Kristján Lindberg Björnsson, Anna Karen Björnsdóttir. + Elskulegur afi minn, fósturfaðir, tengdafaðir, bróðir og mágur, INGILÖVDAL fyrrverandi loftskeytamaður, til heimilis í Hraunbæ 198, Reykjavík, lést þriðjudaginn 5. september sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Birna Björnsdóttir, Björn Sverrisson, Salvör Þormóðsdóttir, Edda Lövdal, Konráð Guðmundsson og aðrir aðstandendur. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, KRISTÍN LINNET, Álfaskeiði 32, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum mánudaginn 11. september. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 19. september kl. 13.30. Þórður Einarsson, Einar Þórðarson, Lilja Baldvinsdóttir, Rósa Þórðardóttir, Elvar Helgason, Þórður Þórðarson, Anna Hreinsdóttir, Jórunn Þórðardóttir, Þórarinn Eldjárnsson, Hafdís Þórðardóttir, J. Traustj Magnússon, Gunnar Þórðarson, Dagbjört Pálsdóttir og barnabörn. UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Jmi 89l/s242 sími 895 9199 ■fr Útfararstofa fslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.