Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 23 Tvær nýjar bækur um breska stjórnarsamlyndið Astir samlyndra eða ósamlyndra hjóna? Leiðandi ráðherrar halda því fram að aldrei hafí jafnhugmyndafræðilega samhent stjórn setið að völdum í Bretlandi og sam- starfíð sé eins og í besta hjónabandi. Sigrún Davíðsdóttir segir efni tveggja nýrra bóka sýna að slíkar fullyrðingar eru engin trygg- ing fyrir persónulegu samlyndi. Peter Mandelson Tony Blair Gordon Brown „GORDON rífst við Tony, sem hef- ur fryst Mo úti. Peter hefur rekið rýting í Mo, sem hefur dreift ill- kvittnum orðrómi um Gordon. Gordon finnst Tony vera hagfræði- legur kjáni. Örvæntingarfullur Tony segir að Gordon þurfi að eignast fjölskyldu.“ Þetta er ekki endursögn á efnisþræði breskrar sápu, heldur knappur úrdráttur Financial Times á tveimur bókum, sem fjalla um að þvi er virðist stormasama sambúð í bresku stjórninni. Önnur bókin, Servants of the People (Þjónar fólksins) er eftir Andrew Rawnsley blaðamann hjá The Observer, en hin er um Mo Mowlam eftir Juliu Langdon, sem er einnig blaðamaður. Eins og í fleiri bókum af þessu tagi vantar ekki orðréttar tilvitnanir, jafnvel í símasamtöl Tony Blair forsætisráð- herra og Gordon Brown fjármála- ráðherra. Breskir fjölmiðlar birtu um helgina útdrætti úr báðum bókun- um. Peter Mandelson, írlandsmála- ráðherra og ein aðalpersónan í báð- um bókunum, lét hafa eftir sér að það væri athyglisvert til þess að hugsa að bækur af þessu tagi væru ekki lengur ætlaðar til sölu í bóka- búðum. „Þær eru skrifaðar til birt- ingar sem framhaldsefni í dagblöð- unum, þar sem höfundurinn fær stórar upphæðir að launum og til að fá þessar stóru upphæðir verða þeir að blása allt upp,“ sagði Mand- elson. Þjónar fólksins eða eigin hagsmuna? í bókinni um þjóna fólksins er það einkum samband yfirþjónanna Blair og Brown sem er uppistaðan. ímyndin, sem höfð var til viðmið- unar við uppbyggingu flokksins eft- ir eyðimerkurgöngu í 17 ára stjórn- arsetu íhaldsflokksins, var byggð á stjórnspeki viðskiptafræðinnar. I Nýja verkamannaflokknum hf. er Blair stjórnarformaðurinn, Brown framkvæmdastjórinn. Blair er farandsalinn brosandi, Brown maðurinn sem töggur eru í. Tvímenningarnir taka einnig ákvarðanir á ólíkan hátt. Blair ráð- færir sig við hundrað manns, hringsólar lengi og tekur svo ákvörðun. Brown hugsar mest í einrúmi, ráðfærir sig aðeins við ör- fáa nána ráðgjafa, svo kemur ákvörðunin eins og þruma úr heið- skíru lofti og Brown leggur allt sitt í að fá sínu framgengt. Vandinn er að samband þessara tveggja manna er ekki eins og best verður á kosið. Brown, sem er þungur og grufiandi, gleymir engu og er einstaklega fylginn sér, getur ekki sætt sig við að Blair varð for- maður en ekki hann. Brown átti ríkan þátt í endursköpun flokksins og þó allt bendi til að Blair hafi orðið formaður eftir að þeir tveir sömdu um það sín á milli virðist Brown aldrei hafa komist yfir þetta. Þeir sem til þekkja halda því fram að öll samskipti tvímenning- anna markist af því að Brown álíti Blair standa í óendanlegri þakkar- skuld við sig. Blair hefur iðulega haft ástæðu til að ergja sig yfir Brown og Brown tók því ekki þegj- andi þegar það lak út eitt sinn að náinn samstarfsmaður Blair áliti Brown gallaðan á sálinni. EMU-stefnan mótuð í blaðaviðtali í bók Rawnsley er einnig rakið hvernig einstök mál bera stöðugt merki átakanna milli þessara tveggja manna. Brown er tregur til að horfa á eftir Bretum inn í Efna- hags- og myntsamband Evrópu, EMU, meðan Blair vill halda öllum dyrum opnum. í röskum leik haust- ið eftir kosningarnar 1997 lét Brown að því liggja í blaðaviðtali að EMU-aðild Breta á kjörtímabil- inu væri óhugsandi. Hið bitra var að Brown gat hald- ið því fram að Blair hefði samþykkt þessa yfirlýsingu. Hann hafði nefnilega talað við forsætisráðherr- ann í fimm mínútur í símann, með- an Blair var upptekinn af öðru og Blair þá samþykkt að Brown skýrði stefnuna. Þeir létu hins veg- ar órætt hver stefnan væri. Alastair Campbell, blaðafulltrúi Blairs, las viðtalið yfir, en reiknaði með að Blair hefði samþykkt efnið fyrirfram. „Verstu mistök mín,“ sagði Campbell síðar. Það var ekki fyrr en öskureiður Mandelson hringdi með blaðið í höndunum og las upp úr því að Blair frétti af þessari stefnu stjórnarinnar, virtist hafa haldið að Brown yrði bara áfram loðinn um málið eins og hann sjálfur. „Samþykktir þú þetta?“ spurði Mandelson. „Ég veit það ekki,“ svaraði Blair. „Hvað er um að vera?“ Það sem hafði gerst var að EMU-aðild hafði verið útilokuð af Brown í einni svipan. Síðan hefur öll EMU-stefna stjórnarinnar verið mörkuð þessu og Blair aldrei kom- ist frá þessu. Andúð bresks al- mennings í garð EMU hefur held- ur ekki auðveldað málið. Hatur og öfund Eins og fleira í samskiptaörðug- leikum stjómarinnar eiga sam- skiptaörðugleikar hinnar geysivin- sælu Mo Mowlam, Peter Mandelson eftirmanns Mowlam sem írlandsráðherra og Brown sér langa sögu, er einkennist af óvild og öfund. Mowlam og Brown unnu saman sem þingmenn á sviði efna- hagsmála. Brown hataði Mowlam að sögn, hugsanlega vegna þess að hann sá í henni skæðan keppinaut. Hann tók aldrei undir neitt sem hún sagði eða gerði og hún hafði stöðugtá tilfinningunni að hann ynni gegn sér. Á hinn bóginn hélt Brown því fram að Mowlam bæri út gróusög- ur um einkalíf hans. Brown er ný- kvæntur í fyrsta skipti og sögu- sagnir fyrrum hermdu að hann hneigðist til karla. Auðmýking í garð Mowlam hélt áfram eftir að hún varð írlands- ráðherra. Blair fól embættismönn- um sínum ýmis verk sem eðlilegt mátti teljast að írlandsráðherrann færi með. Hún varð svo þreytt á þessu að á fundi með Clinton Bandaríkjaforseta sagði hún for- setanum að hún sæi bara um teið. Hún missti gleði sína þegar erki- óvinur hennar Mandelson tók við og lá ekki á því að hann ætti ekki eftir að valda starfinu. Á móti tal- aði hann um tjónið, sem „þessi kona“ hefði valdið í írlands- deilunni. Það blikna flestai’ skáldsögur í samanbúrði við þessar nýju bækur. Það vakna þó óneitanlega oft spurningar í huga lesandans um hverjar heimildirnar séu, en á hinn bóginn virðast svo margir til frá- sagnar um afburða slæmt persónu- samband frammámanna breska Verkamannaflokksins að það sem hugsanlega er ekki satt virðist alla vega geta verið það. Ný rannsdkn í Frakklandi Kúariða algengari en talið var London, París. AFP, The Daily Telegraph. NÝ rannsókn í Frakklandi bendir til að kúariða sé útbreiddari í land- inu en talið var. Að því er fram kom í dagblaðinu Le Figaro má gera ráð fyrir að yfir 1.200 skrokk- ar af sýktu nautakjöti fari á mark- að í Frakklandi á ári hverju. Fyrstu niðurstöður rannsóknar á vegum yfirvalda í Frakklandi hafa skotið ýmsum skelk í bringu, en þær gefa til kynna að allt að tveir nautgripir af hverjum þúsund séu sýktir af kúariðu. Það er nokkuð hærra hlutfall en talið hafði verið. Vísindamenn greindu átta tilfelli kúariðu eftir að hafa rannsakað skrokka 4-6 þúsund nautgripa, en rannsókninni verður haldið áfram og ráðgert er að taka sýni úr 48 þúsund skepnum. Virtur franskur dýralæknir, Jeanne Brugére-Picoux, hefur þó vefengt niðurstöður rannsóknar- innar. Hún bendir á að sýni hafi verið tekin úr skepnum í áhættu- flokki, sem drápust í slysum eða var slátrað undir óvenjulegum kringumstæðum, og fullyrðir að önnur niðurstaða hefði fengist ef nautgripirnir hefðu verið valdir af handahófí. Það sem af er þessu ári hafa 42 tilfelli kúariðu verið greind í Frakklandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.