Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 59
tóÖftGlTNÍSLAlMB MIÐVIKllDÁGUR'13.1 SEPTWMBUR Qððð 59 Sjáið allt um HOLLOW MAN, SCARY MOVIE ofi. stórm/ndir á skifan.is. Þeir sem hafa fengið tölvupóst vegna Undirtónaforsýningu HOLLOW MAN fimmtudaginn 14. sept. verða að sækja miðana í dag milli 5.30 og 10.00 í miðasölu Stjörnubíós. Sýnd kl. 8. b. 1.16. ■zr 553 2075 AUÍÖRU Bíð! ^Dolby S1AFRÆNT W .JÓ«?KB?R í T u x ðULUWISÖLIIMI Evrópsku kvikmyndaverdlaunin í París 1 Ný yfirgripsmikil könnun á bestu breiðskífum sögunnar Cecilia Roth fékk verðlaun Evrópsku kvikmyndaakademíunnar í fyrra fyrir yfirburðaframmistöðu í Todo Sobre Mi Madre. Greiða má at- kvæði á mbl.is EVRÓPSKA kvikmyndaakademían og mbl.is bjóða nú íslendingum upp á það þriðja árið í röð að taka þátt í að velja vinningshafa í þrem- ur eftirsóttustu verðlaunaflokkum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem að þessu sinni verða afhent í Théátre de l’Odeoní París 2. des- ember næstkomandi. Verðlauna- flokkarnir eru eftifarandi: Besti leikstjórinn, besti leikarinn og besta leikkonan. Hægt er að greiða atkvæði á mbl.is eða með því að fylla út sérstakan kjörseðil sem birtist í Bíóblaðinu. Þær myndir sem koma til greina í valinu verða að hafa verið frumsýndar á tímabil- inu 1. nóvember 1999 til 31. okt. 2000. Rúsínan í pylsuendanum er að nieð því að greiða atkvæði á við- komandi jafnframt möguleika á að vera boðið að vera viðstaddur verð- launaafhendinguna í París og það er því til mikils að vinna. Frestur til að greiða atkvæði rennur út 31. október. Vegur Evrópsku kvikmyndaverð- launanna hefur vaxið ört undan- farin ár og eru þau nú álitin ein þó mikilsverðustu í allri kvikmynda- hátíðarflónmni. Það hefur ekki síst verið fyrir tilstuðlan sjálfra evrópsku kvikmyndagerðarmann- anna en margir af þeim helstu hafa allt frá stofnun Evrópsku kvik- myndaverðlaunanna barist ötullega fyrir vegsemd þeirra sem er talin afar mikilsverð fyrir stöðu og kynn- ingu út á við á kvikmyndagerðar í Evrópu almennt. Forseti evrópsku kvikmyndaakademíunnar er þýski leikstjórinn Wim Wenders en hann hefur gegnt því starfi síðan 1996. í fyrra kom Pedro Almodovar, sá og sigraði með mynd sinni Todo Sobre Mi Madre. Mynd hans var valinn besta evrópska mynd ársins 1999 og hann sjálfur fékk verðlaun kjós- enda - þar með talið þeirra sem greiða hér á landi - fyrir bestu leikstjórnina. Almennir kjósendur völdu síðan þau Sean Connery og Catherine Zetu Jones bestu leik- arana fyrir hlutverk sín í banda- rísku stórmyndinni Entrapment. Radiohead ógnar veldi Bítlanna SVO virðist sem Oxford-sveitin Radiohead sé nú líklegasti kandídat- inn til að ógna langvarandi veldi Bítlanna sem ástsælustu dægurtónlistarmanna sögunnar. Þetta lesa spekingar út úr glænýrri og yfirgripsmikilli könnun Virgin- hljómplötukeðjunnar á því hverjar almenningur telur bestu breiðskífur allra tima. Bítlamir bresku ná þó enn sem fyrr að halda í toppsætið. Nú með Revolver sem kom út fyrir einum 34 árum siðan. Þær hafa jafn- an skiptst á að vera taldar bestu plötur sögunnar Revolver og Sgt.. Peppers Lonely Hearts Club Band en nú hefur önnur plata Radiohead, The Bends, náð að skjóta sér upp á milli þeirra sem verður að teljast nokkuð athyglisvert út af fyrir sig því platan sem talin er sú fjórða besta í sögunni, OK Computer, sem einnig er með Radiohead, hefur hingað til talist fremri The Bends. Mikið er gert af því í Bretlandi að taka saman lista yfir allt það mesta og besta - listar sem verða að teljast misáreiðanlegir. Þessi nýjasti yfir bestu breiðskífur sögunnar hlýtur þó að teljast nokkuð markviss þar sem úrtakið var hvorki fleiri né færri en tvö hundmð þúsund manns. Bítlamir fengu samanlagt helmingi fleiri atkvæði en nokkur annar Iista- maður en siðan Virgin hóf að taka saman þennan lista sem siðan er gefinn út í bókinni Virgin All Time Top 1000 Albums, sem var fyrir sjö ámm sfðan, hafa Radiohead sótt vemlega í sig veðrið. Ritstjóri hand- bókarinnar, Colin Larkin, hefur þá trú að nú séu loksins komnir fram á sjónarsviðið listamenn sem fyrir al- vöru geti ógnað veldi hinna frábæra fjögurra frá Liverpool: „Ég held að við séum búin að leita lengi að verð- ugum arftaka risaeðlanna. Nú sýn- ist mér að sú sveit sé loksins kominn til sögunnar. Radiohead hefur tekist að skipa sér í flokk meðal helstu ris- anna í rokksögunni og er nú orðin sveit sem mun standast tímans tönn. Drengimir hafa líka vart stigið eitt Verður trommari þessarar sveitar í Atlavík að tuttugu ámm liðnuin? 1. Revolver, 77ie Beatles 2. The Bends, Radiohead 3. Sgt Pepper’s Lonely Hearts Club Band, The Beatles 4. OK Computer, Radiohead 5. The White Album, The Beatles 6. Automatic for the People, REM 7. Blood on the Tracks, Bob Dylan 8. Abbey Road, The Beatles 9. Dark Side of the Moon, Pink Floyd 10. The Queen is Dead, The Smiths AP feilspor síðan ferill þeirra hófst.“ Nokkra eftirtekt vekur að gull- drengimir í Blur og Oasis virðast vera að missa fótanna og falla í gleymskunnar fen líkt og svo marg- ar sveitir sem á sínum blómaskeiði litu út fyrir að vera hinir einu sönnu. Til marks um fallandi frægð þessari gömlu erkifjenda hrasar Parklife þeirra Blur-liða úr sæti 35 sem hún vermdi á síðasta lista niður í 90. sæti og það sem meira er hrynur Be Here Now, þriðja plata Oasis, út af listanum yfir 100 bestu plötumar og niður um ein 423 sæti! Konurnar atkvæðalitlar Efsti kvenkyns listamaðurinn er Joni Mitchell en plata henna Blue er í 24. sæti og að undanskyldum þeim Nico, sem söng með Velvet Under- ground á „banana“-plötunni frægu sem er í 13. sæti, Stevie Nicks og Christine McVie sem voru hlutað- eigendur í metsöluplötunni Rum- ours með Fleetwood Mac sem er í 31. sæti og Beth Gibbons söngkonu Portishead, sem á plötuna í 41. sæti’-*“ Dummy, þá em engar konur í efstu fimmtíu sætum. I þessu sambandi má geta að Debut, fyrsta alþjóðlega plata Bjarkar, er í 77. sæti á listan- um og skýtur þar með stórfiskum á borð við Elton John, Police, Peter Gabriel, Kate Bush, Queen og Frank Sinatra ref fyrir rass. Tónlist sjöunda og áttunda ára- tugarins vegur enn þungt á listanum sem áður og listamenn á borð við Bob Dylan, RoIIing Stones, Bruce Springsteen, Van Morrison, Pink Floyd og Beach Boys koma vel út úr könnuninni. Á meðal 100 efstu breiðskífanna er einnig drjúgur skerfur af nýlegum plötum með listamönnum eins og Stereophonics^ og Travis - plötum sem í raun og vem eiga enn eftir að sanna seiglu sína og mun reyna veralega á þegar næsta könnun verður gerð. ra-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.