Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 42
:2 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
INGI
LÖVDAL
tlngibergur (Ingi)
Lövdal, Hraunbæ
196, fæddist í Reykja-
vík 8. september
1921. Hann lést á
Landspítala hásköla-
sjúkrahúsi í Fossvogi
5. september sfðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Edvard
Lövdal frá Lofoten í
Noregi, f. 8. apríl
»1883, d. 23. nóvember
'1971, og Guðleif
Jónsdóttir frá Hólmi í
Austur-Landeyjum, f.
10. september 1888,
d. 15. júlí 1972. Ingi var elstur
Qögurra systkina, sá eini sem lifði.
Hálfbróðir Inga samfeðra var
Ragnar, látinn. Uppeldissystir
hans er Edda.
Hinn 17. desember 1949 kvænt-
ist Ingi Birnu Björnsdóttur, f. 29.
maí 1925, d. 25. nóvember 1980.
Foreldrar hennar voru hjónin
Björn Ámason, stýrimaður frá
Móum á Kjalamesi, og Kristín
Jensdóttir frá Árnagerði í Fljóts-
hlíð. Inga og Bimu varð ekki
barna auðið en fyrir átti Bima son-
- inn Bjöm Sverrisson, f. 15. nóvem-
ber 1943. Hann er kvæntur Sal-
vöm Þormóðsdóttur,
f. 5. apríl 1946, og
eiga þau dótturina
Birnu, f. 18. júní
1974. Þau em búsett
í Lúxemborg. Salvör
á einnig dótturina
Lám Tómasdóttur, f.
7. september 1963,
frá fyrra hjónabandi.
Ingi ólst upp í
Reykjavík og eftir
gagnfræðaskólanám
lauk hann prófi frá
Loftskeytaskóla ís-
lands 1941 og fram-
haldsnámi frá RCI
college of electronic í New York.
Hann starfaði sem loftskeytamað-
ur á skipum og flugvélum, var
meðal annars á fiutningaskipinu
Heklu þar til hún var skotin niður
á stríðsámnum. Vann hjá Flugfé-
lagi Islands og Loftleiðum til árs-
ins 1955 og hjá Eimskipafélagi Is-
lands til 1961. Kom hann þá í land
og starfaði sem skrifstofumaður
hjá ýmsum fyrirtækjum, lengst af
hjá launadeild Reykjavíkurborgar
eða í tæplega 20 ár. Síðustu árin
var hann forðagæslumaður til
starfsloka 1995.
Utför Inga fór fram í kyrrþey.
Nú hefur hann Ingi Gjallarbrú að
baki. í hugsýn ber hann við himin á
brúnni, að sjálfsögðu á Garpinum.
Hágengur og fangreistur stikar
svartur fákurinn eftir brúnni og þeir
félagar fara mikinn því þeir em að
flýta sér á fund konunnar sem Ingi
dáir og veit að bíður hans handan
við móðuna miklu. Þegar Ingi kom
^inní litlu fjölskylduna okkar og varð
eiginmaður Bimu systur minnar var
hann Ioftskeytamaður á Catalína-
flugbát Flugfélags íslands og það
gustaði nokkuð af þessum myndar-
lega manni í flugmannsbúningnum
eins og jafnan síðan. Þá þegar hafði
Ingi ungur öðlast lífsreynslu, sem
hafði áhrif á skapgerð hans og við-
horf til æviloka, þótt hann ræddi
hana aldrei hvorki í tveggja manna
tali né frammi fyrir alþjóð fyrr en
fyrir örfáum árum. Að hrekjast á út-
hafmu á fleka dögum saman eftir að
skip manns hefur verið skotið í kaf
og horfa á félaga sína deyja af sár-
um og vosbúð hlaut að vera raun
sem fyrir tvítugt ungmenni skildi
eftir ævilöng spor. Eftir varð nokk-
Tið svarakaldur sjómaður með hlýtt
hjarta, þegar á reyndi. En sú þraut-
seigja og karlmennska sem fleytti
honum gegnum þessa frumraun lífs-
ins fylgdi honum líka ævilangt og
gerði honum kleift að glíma um ára-
bil við sjúkdóm, sem bugað hefði
flesta aðra. Framanaf kynntist ég
þessum mági mínum ekki að ráði. A
áhugasviði og í störfum áttum við
litla samleið aðra en þá sem fylgir
eðlilegri mágsemd. Hann var far-
maðurinn sem flaug eða sigldi vítt of
veröld alla og var oft langdvölum
fjarri. Ég var bundinn starfi og
stórri fjölskyldu, sem skildi eftir fá-
ar tómstundir. Það var ekki fyrr en
þau Birna ánetjuðust tómstunda-
iðju, sem ég hafði stundað með
hléum frá barnæsku, að ég kynntist
mági mínum í raun en það var
hestamennska. Hún varð mér ávallt
áhugamennska, að vísu nokkuð
tímafrek á stundum, en fyrir Inga
varð hún ástríða sem, fylgdi honum
til æviloka í bókstaflegri merkingu
því hann var að fylgjast með því að
búa hestana undir haustbeit þegar
lokaútkallið kom. Eftir að þau Ingi
og Bima gerðust hestafólk áttum
við samfylgd um byggð og óbyggð
og eftir skyndilegt lát Birnu fylgdi
Ingi okkur sem heimilisvinur og
meðreiðarmaður til æviloka. Þá kom
líka í hópinn önnur Birna en hún er
dóttir Bjöms flugvirkja sonar Birnu
sem hún átti með Sverri Jónssyni
flugmanni fyrir hjónaband, en móð-
ir hennar er Salvör Þormóðsdóttir
flugfreyja og hafa þau lengstaf verið
búsett í Luxemburg. Birna varð fyr-
ir Inga persónugervingur ömmu
sinnar og á sumrum fylgdi hún okk-
ur að sjálfsögðu á hestunum, hún
kallaði hann alltaf afa en foreldrar
hennar og hún urðu Inga mikil stoð
eftir að amma hennar lést.
Á yngri árum var Ingi keppnis-
maður í sundi og á efri ámm synti
hann dag hvern og hélt þeirri venju
þótt hann ætti orðið erfitt með gang
hin síðari ár. Ef ég ætti að lýsa Inga
mági mínum held ég að það sé best
gert með því að lýsa vali hans á
hestum. Hann valdi sér oftast stríð-
lynda gæðinga, sem ekki vom á
allra meðfæri og hlaut af því ófáar
skrokkskjóður mismunandi harðar,
en klárarnir hlutu alltaf fulla fyrir-
gefningu og hirðing þeirra var alltaf
hafin yfir alla gagnrýni. Þannig var
Ingi, hann gat verið stríðlyndur en
var traustur vinur vina sinna og lað-
aði að sér börn og dýr.
Hluti af lifandi lífi er að kynnast
sérstæðum og sterkum persónum.
Ingi mágur minn var ein af þessum
persónum. Fyrir samfylgdina með
honum þökkum við Lóló og börnin
okkar um leið og við vonum að hin-
um megin við móðuna megi hann fá
ósk sína og trú uppfyllta, að finna
Birnu aftur.
Ámi Bjömsson.
Þá er Ingi móðurbróðir okkar
loksins búinn að fá ósk sína upp-
fyllta, að fá að komast til hennar
Birnu sinnar sem dó fyrir 20 árum.
Missirinn var honum afar þungbær
og fannst honum lítill tilgangur með
lífinu eftir það.
Afastelpan hans hún Birna „litla“
og foreldrar hennar lýstu þó upp til-
veru hans og gerði honum lífið létt-
bærara þótt þau hafi búið í öðru
landi, en mjög kært var á milli
þeirra.
Minningar okkar systkinanna um
Inga og Birnu eru jafngamlar okkur
sjálfum, þau voru hluti af lífi okkar
alla tíð.
Það var alltaf gott að koma í
Heiðargerðið þar sem þau bjuggu
meðan Birna lifði. Jólaboðin með
hangikjötinu lifa sterkt í minning-
unni þar sem við lítil horfðum hug-
fangin á jólatréð í stofunni með fal-
legu jólaseríunni. Þau áttu tíkina
Kósí sem var mikil vinkona okkar
og fengum við oft að hafa hana í
pössun og stundum kom hún bara
sjálf og óboðin, stakk þá af úr Heið-
argerðinu og hljóp niður í Hlíðar og
krafsaði í dyrnar. Ur kjallaranum
þeirra barst angan af hestalykt, en
þau voru mikið hestafólk alla tíð.
Við höfum oft haft á orði að hestarn-
ir hafi verið lífsbjörgin hans Inga.
Hann bast þeim miklum tryggða- og
tilfinningaböndum og talaði alltaf
um þá sem sína bestu vini. Því var
ekki hægt að hugsa sér betri brott-
för hans héðan úr þessu jarðlífi, en
Baldur vinur hans var að aðstoða
hann við að draga undan hestunum
sínum og búa þá undir haustkomuna
þegar hann fékk skyndilega heila-
blóðfall og lést viku seinna. Auk
Baldurs átti hann marga góða og
trygga vini meðal hestamanna sem
hjálpuðu honum og studdu á allan
hátt síðustu árin svo hann gæti
áfram verið með hestunum sínum.
Ingi trúði mjög sterkt á líf eftir
þessa jarðvist. Trúum við því að
hann eigi góða heimkomu í faðm
Birnu sinnar, en frá þessu lífi fór
hann úr faðmi Birnu sinnar „litlu“
sem kom heim til að vera hjá afa sín-
um síðasta spölinn.
Elsku Ingi, við þökkum þér sam-
fylgdina og óskum þér góðrar ferðar
þar til við hittumst að nýju.
Þór, Bryndís og Konráð.
+ 01ga Vilhelmína
Sveinsdóttir
fæddist á Læk í Ön-
undarfirði 30. júli
1901. Hún lést á
heimili sínu 30. ágúst
síðastliðinn og fór
útfor hennar fram
frá Fríkirkjunni í
Reykjavík 7. septem-
ber.
r Elsku Olga frænka,
þá er komið að kveðju-
stundinni. Ekki bjóst ég
við því þegar ég hitti þig
fyrir tæpum mánuði,
rétt eftir 99 ára afmælisdaginn þinn.
Þá töluðum við um glæsilegt afmælis-
boð sem skyldi haldið þegar þú yrðir
^poára.
Einhvem veginn varstu mér eilíf,
elsku frænka. En líkam-
inn þinn var orðinn
lúinn á langri ævi, þótt
hugurinn væri heiðsltír.
Fyrstu minningamar
mínar um þig em þegar
ég var h'til í fjölskyldu-
boðum hjá ömmu og afa
sem var bróðir þinn. Þú
varst alltaf svo virðuleg
og glæsileg í íslenska
þjóðbúningnum.
En seinna átti ég eftir
að kynnast þér miklu
betur. Þegar ég kom til
Islands eftir átta ára
vera erlendis leitaði ég
til þín eftir húsnæði. Þú leigðir mér
neðri hæðina í húsi þínu og tókst vel á
móti mér. Þar bjó ég í nokkur ár og
þróaðist með okkur sérstök vinátta,
sem hélst öll árin.
Þú samgladdist mér þegar vel
gekk, en þegar út af bar var bara
mannlegt að gera mistök. Alltaf varst
þú tilbúin að hlusta þegar mig vantaði
vin og lagaðir handa okkur alveg ein-
stakt kaffi. Við frænkurnar áttum það
sameiginlegt að vilja sterkt kaffi, og
varð okkur tíðrætt um kaffið þegar
við hittumst.
Báðum dætram mínum varstu svo
góð og eldri dóttur minni, henni
Rögnu Maríu, þótti svo innilega vænt
um þig.
Mig langar með þessum fátæklegu
orðum að kveðja þig og þakka þér fyr-
ir vináttu okkar sem var bæði falleg
oggóð.
Að endingu vil ég minnast á gull-
mola, einn af mörgum sem þú sagðir
við afa bróður þinn þegar amma dó.
Afi var lengi að jafna sig, þú leist á
hann með systurlegum kærleik og
hlýju og sagðir, vertu hamingjusamur
Karl, það er léttara. Ég leit á þig,
komna á tíræðisaldur, og hugsaði,
þetta er speki, hún veit.
Kveðja,
Anna Guðrún Isleifsdóttir.
OLGA VILHELMINA
* SVEINSDÓTTIR
VIKTOR
MAGNÚSSON
+ Viktor Magnús-
son, hjarta- og
lungnavélasérfræð-
ingur, fæddist i Jena
í Þýskalandi 12. maí
1944. Hann lést á
gjörgæsludeild
Landspítala - há-
skólasjúkrahúsi,
Fossvogi 29. ágúst
siðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Hallgrímskirkju 6.
september.
Það leið varla sá dagur sem við
hringdumst ekki á, sama hvar þú og
mútta vorað í heiminum. Alltaf hafði
ég þó áhyggjur af ykkur því að litla/
stóra fjölskyldan er fámenn og hvar
stæði ég ef foreldrar mínir myndu
falla frá?
Fjölskyldan ferðaðist mikið saman,
þó sérstaklega þú og mútta og fannst
mér frábært hvemig þið gátuð notið
lífsins og kynnst annarri menningu í
öllum heimsálfum. Það kom reyndar
stundum fyrir að maður vissi ekki
hvar í heiminum þið vorað. Þið ferð-
uðust einnig mikið hér innanlands
enda varstu mikill náttúraunnandi,
útivistarmaður og ímynd heilbrigðis.
Ég er mjög stolt af að vera dóttir ykk-
ar sem gátuð leyft ykkur að lifa lífinu
lifandi.
Síðustu árin ferðuðumst við þó
einnig tvö saman, aðallega í Ölpunum.
Ég minnist þess þegar þú hvattir mig
til að fá vinnu sem skíðakennari í
Austurríki eftir að tveggja vikna
skíðaferðalag okkar þriggja var á
enda. Þremur mánuðum síðar „þurft-
ir“ þú að sækja dóttur þína, mig, en
það tók heila viku. Þú hvattir mig
einnig til að vinna í Þýskalandi og var
ég þar í tæpt ár. Þú komst nokkram
sinnum í heimsókn og eitt skiptið fór-
um við tvö saman til ítölsku Alpana.
Síðasta skíðaferðin okkar var í apríl
sl. þegar þú baðst mig um að vera
„co-driverinn“ þinn en þá tókum við
flug og bíl til Frankfurt og enduðum í
Saalbach-Hinterglemm þar sem við
áttum yndislegar stundir.
Þú kenndir mér margt og við leit-
uðum hvort til annars um aðstoð og
stuðning þótt ég hafi auðvitað aðal-
lega leitað til þín, pabbi minn. Ég var
þér nálæg vegna vinnunnar á spítal-
anum enda hef ég verið þar með ann-
an fótinn síðan ég var tveggja ára og
skildi þig því vel. Ég vann meira að
segja á deildinni þinni og á öðrum
deildum spítalans. Ég var þér alltaf
innan handar og var oft þín hægri
hönd í kringum ráðstefnur og annað
það sem tengdist vinnunni þinni og
einkalífinu. Eg var mjög stolt af að
geta tekið þátt í því sem þú varst að
gera. Þú hertir mig upp, studdir mig
meðal annars í framhaldsnáminu,
tungumálum og „túristum" svo eitt-
hvað sé nefnt af mörgu. Þú varst þús-
undþjalasmiður og mjög félagslynd-
ur. Alltaf varstu tilbúinn að aðstoða
allt og alla. Þú varst hörkutól, sann-
gjarn, áttir stóran vinahóp og varst
mikils metinn. Ég er mjög stolt af því
að vera dóttir þín.
Á mínum yngri árum kenndir þú
mér að kasta flugu og var ég orðin
nokkuð góð þegar ég uppgötvaði og
sagði við þig að þetta áhugamál ætti
ekki við mig. Fyrirgefðu mér ef ég hef
orðið þér einhvem tímann fyrir von-
brigðum, pabbi minn. Þegar þú fórst í
hestana leið ekki langur tími þar til ég
var komin á námskeið. Hestinn þinn,
Neista, sást þú þó varla meir því ég
hertók hann eftir námskeiðið. Þú ætl-
aðir að fá þér fleiri hesta og ætluðum
við að ríða út saman í vetur. Ég ætla
að vera með Neista í vetur og ég veit
að þú verður hjá okkur.
Ég fór til Kaupmannahafnar rétt
áður en þú fórst í hinn langþráða reið-
túr. Ég samgladdist þér innilega en
ætlaði þó að fara með þér í þann
næsta. Síðan hringir mútta til mín og
segir mér að koma heim með fyrstu
vél því að þú hafir slasast. Það hlýtur
að hafa verið eitthvað alvarlegt á
seyði því að við létum smáslys ekkert
á okkur fá - „harkan sex“. - Það síð-
asta sem þú sagðir við
mig, en þá var ég í
Köben, var: „Gakktu
hægt um gleðinnar
dyr.“
Elsku besti pabbi
minn. Þú varst mér ekki
einungis sem frábær
faðir heldur einnig fé-
lagi með meira, sérstak-
lega síðustu árin þegar
ég fór loks að þroskast.
Okkar samband var
mjög sérstakt - ég er
mikil pabbastelpa og er
lík þér á margan hátt -
og ég veit að ekkert var
ósagt okkar á milli. Við skildum hvort
annað jafnvel án þess að segja nokk-
uð. Ég mun minnast þín þannig að þú
varst strangur, jafnframt réttlátur,
heiðarlegur og hlýlegur pabbi sem
vildir allt fyrir mig gera. Ég leit upp
til þín, bar mikla virðingu fyrir þér og
var stolt af þér, elsku besti pabbi
minn. Þú ætlast til mikils af mér og
gerðir aUt þitt í uppeldinu til að ég
yrði jafn „perfect" og þú. Ég er ekki
dóttir þín fyrir ekki neitt svo að ég
bregst þér ekki. Þrátt fyrir að mikið
gap hafi myndast í lífi mínu þá er ég
sterk eins og þú og mun halda áfram
að lifa líftnu lifandi, í þínum anda...
Vil ég þakka öllum vinum foreldra
minna og vinum mínum fyrir allan
þann stuðning og hlýhug sem þið hafið
sýnt móður minni Huldu, Idu ömmu,
Önnulísu, systur pabba, ömmu og afa,
mér og fjölskyldum okkar. Missir
ykkar er greinilega mikill líka. Hring-
ingar, heimsóknir, samúðarsendingar
og síðast en ekki síst við útför fóður
míns sýnir okkur hvað við eigum
marga góða að og hvað missirinn er
mikill, fyrir alla. Lifið lífinu lifandi!
Sonja Viktorsdóttir.
Ég vil minnast hér með nokkram
orðum vinar míns, Viktors Magnús-
sonar.
Okkar kynni hófust er ég flutti til
Seltjamamess ásamt fjölskyldu
minni fyrir um það bil 25 áram. Ég
var fljótur að kynnast þessum bros-
milda og hressa manni og fjölskyldu
hans, sem bjó í svo til næsta húsi við
mig og uppúr því spratt góður vin-
skapur og var margt brallað á þeim
árum sem á eftir fylgdu.
Við komumst að því að við áttum
ótalmargt sameiginlegt og má þar
upp telja bíladelluna, skíðamennsku,
skák, stangveiði og badminton. Viktor
var meira en liðtækur á þessum svið-
um og má því segja að ég hafi notið
góðs af þeim frábæra eiginleikum
hans, að vilja bæði njóta kunnáttu
sinnar og miðla henni með öðram.
Laxveiði- og skíðaferðimar tíunda ég
ekki hér, en það vita allir vinirnir að
það átti að vera mjúkur í köstunum og
á skíðunum var gefið inn með trakki
niður brattann og nákvæmnin réð
ferðum, hvar sem verið var.
Viktor fluttist af „nesinu“ ásamt
Huldu sinni og Sonju dóttur þeirra og
varð því strjálla um heimsóknir og
skákkvöld. Viktor og Hulda ferðuðust
mikið hin seinni ár, bæði innan og ut-
anlands og má segja að þau hafi notið
lífsins saman í ríkum mæli, því hann
hafði yndi af að ferðast og „tala tung-
um“, enda fjölhæfur á því sviði sem og
öðram.
Það var okkur hjónum mikið áfall
að frétta af hinu sviplega fráfalli Vikt-
ors, þessa sterklega og hressa vinar
okkar og koma upp í huga mínum
ljóðh'nur Tómasar Guðmundssonar;
Og því varð allt svo hþótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostíð.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið,
sem hugsar tíl þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
Um leið og við hjónin kveðjum hér
Viktor vin okkar og þökkum honum
samfylgdina, þá sendum við ykkur,
kæra Hulda, Sonja, Ida og Annalísa,
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Hilmir og Guðfinna á Melabraut.