Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR13. SEPTEMBER 2000 31
UMRÆÐAN
Árangursstjórnun og beit-
ing samhæfðs árangursmats
Arnar
Jónsson
Árangursmælingar
felast í reglulegri söfn-
un upplýsinga um
árangur starfseminnar
og eru þær einn af
þremur meginþáttum
árangursstj órnunar.
Hinir tveir þættirnir
eru stefnumótun eða
setning markmiða og
hins vegar eftirfylgni.
Þegar kemur að
sjálfum árangurs-
mælingunum standa
tvær meginleiðir fær-
ar. Annars vegar notk-
un lykilmælikvarða
(KPI’s) sem er tiltölu-
lega einföld en er að
vissu marki takmörkuð nálgun. Hins
vegar má beita samhæfðu árangurs-
mati (Balanced Scorecard) við val
mælikvarða sem krefst nokkurrar
greiningar á lykiláhrifaþáttum
(Critical Success Factors) á árang-
ur. Aðferðafræðin að baki samhæfðu
árangursmati hentar öllum fyrir-
tækjum óháð stærð og starfssviði
sem og opinberum aðilum.
I almennri árangursstjórnun er
lögð áhersla á notkun lykilmæli-
kvarða (KPI’s), svo sem mælingar á
kostnaði, nýtni, skilvirkni, fram-
leiðni, afrakstri, árangri, aðföngum,
vinnuferlum og þörfum notenda.
Aðferðafræði
PricewaterhouseCoopers
Áherslan í aðferðafræði PwC hef-
ur verið annars vegar sú að tengja
saman kosti þeirrar almennu að-
ferðafræði sem grundvallast á lykil-
mælikvörðum og hins vegar kosti
samhæfðs árangursmats sem
greiningaraðferðar.
I seinni tíð hefur áhersla sérfræð-
inga á sviði árangursmælinga beinst
að samhæfðu árangursmati sem
Jón
Sigurðsson
Ráðstefna
✓
Avinningur af því að
nota samhæft árang-
ursmat, segja Arnar
Jónsson og Jón Sigurðs-
son, er margvíslegur.
byggir á fjórum lykilvíddum sem
lýsa má í eftirfarandi líkani.
Mikilvægt er að hafa í huga að all-
ar ákvarðanir sem varða eina lykil-
vídd getur haft áhrif á aðrar lykil-
víddir. Þessi áhrif þarf því að vega
og meta til að hindra að einstakar
aðgerðir vinni hver gegn annarri.
Sem dæmi má nefna að ekki er
endalaust hægt að bæta þjónustu
við notendur/viðskiptavini án þess
að það hafi áhrif á fjármál eða ein-
staka vinnuferla tengdum innri
starfsemi og þau áhrif þarf að
greina.
Góðir árangursmælikvarðar eiga
Notendur og
viðskiptavinir
Fræðsla og
vöxtur
sér grundvöll í stefnumótun. Þeir
eru einfaldir og auðskiljanlegir,
stuðla að aðgerðum til að ná mark-
miðum, ýta undir samkeppnisanda,
stuðla að getu fyrirtækja/stofnana
til að bregðast fyrir fram við breyt-
ingum í umhverfi sínu og eru um-
fram allt samanburðarhæfir.
Ávinningur af því að nota sam-
hæft árangursmat er margvíslegur.
Líkanið skýrir og aðgerðabindur
stefnumótun, mælir árangur þess
sem er liðið og veitir upplýsinga-
grunn til fram-
virkra mælinga,
leggur áherslu á
forgangsatriði í
rekstrinum, stuðlar
að stöðugum um-
bótum, byggir á
hópvinnu og hvetur
starfsfólk til að ná
markmiðunum.
Aðkoma ytri
ráðgjafa
Ráðgjafar Price-
waterhouseCoop-
ers koma að verk-
efnum á þessu sviði
sem verkefnisstjór-
ar sem vinna að
stjómun breytinga
og miðlun sér-
fræðiþekkingar á
sviði stefnumótun-
ar, mótun og sam-
setningu mæli-
kvarða auk grein-
ingar á lykil-
áhrifaþáttum er
tengjast árangri.
Hlutverk starfs-
manna fyrirtækja
og stofnana er að
greina upplýsingar,
marka stefnu,
greina mikilvæg-
ustu áhrifaþætti á árangur og sam-
spil þeirra og loks að vinna með ráð-
gjöfum að endanlegri framsetningu
árangúrsstjórnunarferils fyrir
starfsemina.
Oracle Balanced Scorecard
Einn lykillinn að farsælli innleið-
ingu samhæfðs árangursmats hjá
fyrirtækjum er kerfun þess. Með
kerfun er átt við þegar fyrirtæki
taka í notkun hugbúnaðarkerfi sem
auðveldar allt eftirlit með þeim
mælikvörðum sem ákveðnir hafa
verið. Kerfun samhæfðs árangurs-
mats er oftast síðasti liðurinn í inn-
leiðingu aðferðafræðinnar hjá fyrir-
tækjum og stofnunum.
Oracle Balanced Scorecard gefur
þann möguleika að setja upp sam-
hæft árangursmat í gagnagrunn
tengdan rauntímagögnum þannig að
stöðugt endurmat á sér stað. Kerfið
er matað á upplýsingum um mælan-
lega þætti sem það ber síðan saman
við rauntímagögn og skilar niður-
stöðum í formi nokkurs konar um-
ferðarljósa. Rautt Ijós táknar alvar-
lega viðvörun frá kerfinu að árangur
gagnvart þeim mælikvarða er al-
gjörlega óviðunandi. Gult ljós tákn-
ar að athugunar er þörf og grænt
ljós táknar að allt er í góðu lagi. Auð-
velt er að rata um kerfið þar sem að
aðeins þarf að smella á þá liði sem
vekja áhuga notandans. Kerfið ber
ekki eingöngu saman mark-
miðasetningu við rauntímagögn
heldur getur kerfið spáð fyrir um
þróun þeirra mæla sem valdir eru.
Meginstyrkur Oracle Balanced
Scorecard er hve auðvelt er að nota
kerfið til að styðjast við í ákvarðana-
töku. Kerfið tengist m.a. vinsælustu
póstkerfunum, þannig er hægt að
tengja kerfið hópvinnukerfum sem
skiptir mjög miklu máli þegar unnið
er með samhæft árangursmat.
Teymi hf., umboðsaðili Oracle
hugbúnaðar á íslandi og Pricewat-
erhouseCoopers, hafa boðað til ráð-
stefnu um árangursstjórnun og
notkun samhæfðs árangursmats 13.
september á Grand Hótel kl. 08:00
til 12:30. Sérfræðingar Pricewater-
houseCoopers í Bretlandi kynna að-
ferðafræði og hagnýtingu árangurs-
stjómunar með sérstakri áherslu á
samhæft árangursmat. Fram-
kvæmdastjóri Flugfélags Islands
miðlar af reynslu sinni af samhæfðu
árangursmati og Teymi hf. kynnir
Oracle Balanced Scorecard
hugbúnaðinn. Allar nánari upplýs-
ingar um ráðstefnuna er áð finna á
www.pwc-teymi.com.
Arnar er sljómsýsluráðgjafi bjá
PricewaterhouseCoopers,
Jón er sölustjóri E-Business Suite
hjá Teymi.
Stafrænt
NÚ INNAN tíðar
munu hefjast tilraunir
með útsendingar á staf-
rænu sjónvarpi hér á
landi. Nokkrir aðilar
hafa ákveðið að stimpla
sig inn á heimili lands-
manna, og víst er að
sitt sýnist hverjum.
Ástæða nýrrar staf-
rænnar tækni er til-
komin m.a. vegna
þrengsla í dreifingu
sjónvarpsrása í loftinu,
og þeirra takmörkuðu
leyfa sem þar er að
finna. Þrátt fyrir að í
raun hafi ekkert mark-
vert gerst fyrr en með
tilkomu Skjás 1, sem hóf útsending-
ar fyrir 2 árum, er senditíðni tak-
mörkuð auðlind sem nú telst upp-
urin. Sú stöð hefur lyft grettistaki í
framleiðslu sjónvarpsefnis auk þess
að gefa nýju og efnilegu dagskrár-
gerðarfólki tækifæri, á örbylgju-
tíðnisviði er t.d. ekki frekara pláss,
en einmitt þess vegna býður staf-
ræn tækni upp á margföldun rása
og því er líklegt að landsmenn gætu
notið mikillar fjölbreytni í sjónvarpi
á komandi misserum. Hjá mínu fyr-
irtæki, Stöð 1, munu tilraunaút-
sendingar hefjast á næstunni, en
fyrirhuguð er dreifing sjónvar-
psefnis á Faxaflóasvæðinu, auk
þess sem sendar verða settir upp á
landsbyggðinni. Við höfum tekið því
kannski helst til rólega, en þar sem
tækninni fleygir mjög ört fram var
frekar ákveðið að hella sér strax út
í tæki og tól sem nýtast munu á
næstu árum í stað hefðbundinna
tækjá sem munu úreldast á næst-
unni. Til að áhugamenn geti glöggv-
að sig á hvað breytist hugsanlega
heima hjá þeim erum við mest
spenntir fyrir sk. „set
top“-boxum sem
breyta núverandi út-
sendingarmerkjum
sem eru í dag kölluð
„analog", þ.e. með
625 línum sem ná yfir
skjáinn, línu eftir
línu. Þrjú megin-
merki mynda síðan
heildarsamstæðu.
Eitt merki nemur
grænan lit, af sk. fos-
fórpunktum, en hin
rautt og blátt. Þessi
þrjú meginmerki
byggja síðan upp þá
heildarmynd og liti
sem birtast okkur á
skjánum.
Stafrænu merkin eru uppbyggð
af þessum punktum, með sömu for-
sendum, sb. rautt, blátt og grænt,
en styrkurinn sem myndast er
meiri, og því eru fletir upplýsinga-
flæðis margfalt meiri, vegna þeirrar
samþjöppunar sem á sér stað við
útsendingu. Sjónvarpsstöðvar fram-
tíðarinnar geta því með góðu móti
sent út, hvort sem er um kapal eða
þráðlaust, skarpa mynd í t.d. breið-
myndarformi (widescreen 16:9)
tvær, eða jafnvel fleiri miðað við
eina slíka í dag.
Fjarsala, Netið, bankai-, veitur og
allt mögulegt er handan við hornið.
Við sjáum fyrir okkur alhliða upp-
lýsingaflæði, beint inn á heimili
landsmanna í samstarfi við valin-
kunn fyrirtæki á sínu sviði. Okkar
félag, Stöð 1 hf„ er hugsað sem
fjarskiptafélag, þar sem dreifing
efnis eftir nýjum leiðum er okkar
helsta viðfangsefni, auk þess að
starfrækja opið og ókeypis sjónvarp
og hugsanlega aðra fjarskiptaþjón-
ustu. Mikið hefur verið rætt um sk.
Hólmgeir
Baldursson
• ^
sjonvarp
Sjónvarpsútsendingar
Stöð 1 mun hefja til-
raunaútsendingar á
næstunni, segir
Hdimgeir Baldursson,
en fyrirhuguð er dreif-
ing sjónvarpsefnis á
Faxaflóasvæðinu.
VHF-tíðni sem Ríkisútvarpið er
sagt sitja á sem ormur á gulli. Mig
langar til að skýra áhugamönnum
frá staðreynd málsins: Samkvæmt
áliti Póst- & fjarskiptastofnunar er
engin laus rás á VHF-tíðnisviði fyr-
ir sjónvarpssendingar.
Stöð 2 hefur rás 6 (Vatnsendi),
RÚV hefur rásir 8 (Borgarspítali)
og 10 (Vatnsendi) og Sýn hefur rás
12 (Vatnsendi). Ekki er hægt að
nota hliðarrásir.
í þessu sambandi er rétt að und-
irstrika að af tæknilegum ástæðum
er ekki unnt að nota rás 8 í sendi,
sem væri staðsettur á Vatnsenda.
Það er ekki framkvæmanleg
lausn jafnvel þótt fyrir því væru
aðrar ástæður, t.d. vegna æskilegr-
ar samkeppni á sviði sjónvarps-
rekstrar.
Það er því deginum ljósara að
ekki kemur til frekari útbreiðsla á
sjónvarpsefni á VHF-tíðnisviði, og
því Ijóst að stafrænt sjónvarp mun
fylgja ljósleiðara/breiðbandi, ör-
bylgju eða UHF-tíðni. Nú þegar
eru fyrir hendi ákveðnar dreifileiðir
sem nýtast stafrænni tækni, en ein-
hverskonar endabúnað þarf á heim-
ilin, hvort sem það er kassi eða ein-
hverjar aðrar leiðir. Menn eru nú
þegar tilbúnir með lausnir, en æski-
legt væri að forsvarsmenn sjón-
varpsstöðvanna, auk þeirra nýju að-
ila sem munu taka þátt í dreifingu
efnis, kæmu sér saman um sameig-
inlegt kerfi, og einfalda lausn. Það
væri hagur neytandans, því það er
hann sem ákveður hvaða efni horft
er á, auk þess sem fjölbreytnin er
orðin það mikil í sjónvarpi hér á
landi að fleiri en eitt viðtæki eru nú
á heimilum, og þykir sjálfsagt.
Innkoma nýrra fjarskiptafélaga
mun einnig breyta þessum málum
talsvert, en eigendur viðtækja
þurfa ekki að óttast það að þurfa að
skipta út nýja sjónvarpinu sínu, því
það verða einfaldari leiðir innleidd-
ar gagnvart áhorfandanum sem
hafa sem minnsta röskun í för með
sér. Þó mun sjónvarpið eftir sem
áður breyta heimilishögum fólks, nú
sem fyrr, þar sem gamli góði kass-
inn verður miðstöð afþreyingar og
samskipta fjölskyldumeðlima um
ókomna tíð. Sjónvarpið er jú heimil-
isvinur.
Höfundur er stjórnarmaður Stöðvar
lhf.
SLIM-LINE
dömubuxur frá
gardeur
öðuntv
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
Bókhaldskerfi
5*1 KERFISÞRÓUN HF.
■^l http://www.kerfisthroun.is/
Full báð af nýjum bútasaumsefnum !.
M.a. jólaefni, handlituð efni, Thimbleberries-
efni og efhi frd Debbie Mumm.
VIRKA Mánud.-föstud. kl. 10-18,
Mörkin 3, sími 568 7477. lau8ard' frá L sePr-3L maí,
frá kl. 10-14.