Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 15 Morgunblaðið/Kristján. Þorsteinn Ingólfsson, bóndi í Gröf í Eyjafjarðarsvcit, synir hans Ingólfur og Páimi, barnabarnið Kormákur og systkinin Hermann og Guðlaug Gunnarsbörn frá Svertingsstöðum voru að taka upp kartöflur. Aðalfundur Eyþings um ferðaþjónustu Möguleikar svæð- isins óþrjótandi FERÐAÞJÓNUSTA hefur allar for- sendur til að dafna og aukast frá því sem nú er í Eyjafirði og Þingeyjar- sýslum og möguleikar svæðisins nánast óþrjótandi. Þetta segir í ályktun aðalfundar Eyþings, sam- taka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum en hann var hald- inn um liðna helgi. „Vinna þarf að lengingu ferða- mannatímans og að hver heimsókn standi lengur. Það má t.d. gera með átaki í bættu aðgengi að náttúruperl- um svæðisins og öðru því sem vekur áhuga ferðamannsins, t.d. fornminj- um (Hofstaðir, Gásar o.fl.) Huga þarf að frekari afþreyingu t.d. í tengslum við hvalaskoðun á Húsa- vík, heilsuböð við Mývatn, kláfferju í Hlíðarfjalli svo eitthvað sé nefnt, segir í ályktun Eyþings um ferða- þjónustu. Kartöflu- uppskera í góðu meðallagi KARTÖFLUBÆNDUR í Eyjafirði eru í óða önn að taka upp kartöflur sínar þessa dagana en að sögn Ólafs G. Vagnssonar ráðunautar hjá Bún- aðarsambandi Eyjafjarðar er upp- skeran nokkuð misjöfn en þó yfir- leitt í góðu meðallagi. Ólafur sagði vegna mikilla þurrka seinni partinn í júlí væri uppskeran í sandgörðum víða ekki merkileg en þeim mun betri í mold- argörðum. Hann sagði þó að hlýindi og rigning í kjölfarið hafi haft mjög jákvæð áhrif og að í raun hafi verið ótrúlegt hversu kartöfluspretta hafi þá tekið vel við sér og að loka- spretturinn hafi verið góður. Ólaf- ur sagði að aðstæður til kartöflu- upptöku væru góðar þessa dagana og því flestir bændur á fullri ferð í görðum sínum. Þorsteinn Ingólfsson bóndi í Gröf er í þeim hópi en hann var að taka upp kartöflur í landi sínu er blaða- maður Morgunblaðsins var á ferð um Eyjafjarðarsveit í vikunni. Þor- steinn tók undir með Ólafi og sagði að uppskeran væri í meðallagi, góð í moldargörðum en minni í sand- görðum, sem væru mun viðkvæm- ari fyrir þurrki. Aðalfundur Eyþings um orku- og atvinnumál Heildarúttekt á virkjun orkuauðlinda AÐALFUNDUR Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyj- arsýslum, fól stjórn samtakanna að hafa nú þegar forgöngu um gerð heildarúttektar á svæðinu hvað varðar virkjun orkuauðlinda og nýt- ingu þeirrar orku til atvinnuupp- byggingar í landshlutanum. Úttektin verði gerð í samstarfi við atvinnu- þróunarfélögin á svæðinu, einstök sveitarfélög, iðnaðarráðuneytið og aðra þá er málið varðar. í greinargerð með þessari tillögu kemur fram að ljóst sé að á Norður- landi eystra sé veruleg orka, bæði í formi fallvatna og jarðvarma. Skynsamleg nýting þessara náttúru- auðlinda til atvinnuuppbyggingar á svæðinu sé eitt helsta sóknarfæri landshlutans. Nýting orkuauðlind- anna sem næst upprunastað sé bæði skynsamleg af beinum hagrænum ástæðum og einnig með tilliti til um- hverfissj ónarmiða. Aðalfundurinn lýsti einnig yfir fullum stuðningi við áform um nýt- ingu orkuauðlinda á Austurlandi til atvinnuuppbyggingar í landshlutan- um og tekur sérstaklega undir álykt- un aðalfundar Sambands sveitarfé- laga á Austurlandi sem haldinn var um nýliðin mánaðamót um orku- og atvinnumál. Verkver býður öflugar og hagkvæmar lausnir fyrír húsbyggjendur og þá sem vinna að endurbótum á eldra húsnæði. Hjá Verkverí færðu ýmsar sérh lausnir fyrír bæði atvinn r wm @ Raynor iðnaðar- og bílskúrshurðirnar hafa þegar sannað notagiidi sitt við íslenskar aðstæður. Fleka- rúllu- og hliðaropnandi hurðir. Opnunarbúnaður fyrir bæði bílskúrs- og iðnaðarhurðir. Yfir 4000 hurðir þegar uppsettar hér á landi. /riHllifrft Með MV-húsum getur Verkver boðið fjölda lausna fyrir atvinnuhúsnæði. Boðin eru bæði límtrés og stálgrindarhús. Þegar hafa verið reist 14 hús hér á landi. Einnig er boðið uppá þak- og veggása og burðarvirki úr límtré eða stáli. íEJa Samlokueiningar fyrir þök og veggi, fjöldi möguleika í útliti, litum og þykktum. Einingar fyrir frysti- og kæliklefa. Eldvarnaeiningar með steinull. Yfir 40.000 m2 uppsettir á íslandi. I eigin verksmiðju getur Verkver framleitt fjölda lausna fyrir glugga og hurðir úr áli. Svalalokanir, garðskálar, útidyrahurðir og gluggar fyrir atvinnuhúsnæði og heimili. m Stein-, flísa-, stál- og álklæðningar með eða án upphengikerfa Upphengikerfi fyrir ál og stálklæðningar, ásamt múrboltum og öðrum festingum. Movinord veggjakerfið býður fjölda möguleika í lausnum og Irtum. Stóraukin notkun fyrirtækja á færanlegum, endurnýtanlegum veggjum staðfestir hagkvæmnina. Verkver býður einnig fjölda lausna í kerfisloftum, steinullar- eða gipsplötuloft og ál- og stálloft.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.