Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
SLYSIN I UMFERÐINNI
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 19
Morgunblaðið/Ásdís
Þröstur segir það sérstaklega mikilvægt aðstandenda sinna vegna að
taka jákvætt á afleiðingum slyssins.
henti um tíuleytið, keyrði viðkom-
andi á mótorhjólið sem enn lá á
veginum. Þröstur segist hafa velt
því fyrir sér hvort bíllinn myndi
þeytast út af veginum og á hann
þar sem hann lá í myrkrinu. Svo
fór þó ekki.
Gerði sér grein fyrir að
mótorhjólið skipti ekki máli
„Aldurinn og reynslan bjargaði
mér,“ segir Þröstur. „Það skipti
einnig sköpum hvað ég var búinn
að lesa mikið af mótorhjólablöð-
um.“ Þegar Þröstur sá bílinn allt í
einu koma út á veginn rétt fyrir
framan sig tók hann að hugsa
óskaplega hratt og fór í huganum
yfir allt það sem hann hafði lesið
sér til í mótorhjólatímaritum um
viðbrögð við slíkum kringumstæð-
um. Hann segist hafa metið mjög
kalt alla möguleika í stöðunni.
Fyrsta sem hann gerði var að gera
sér grein fyrir því að mótorhjólið
skipti ekki máli þó svo að það hefði
kostað hann hálfa aðra milljón.
Vinstri fóturinn á Þresti brotn-
aði í mél frá rist upp á mitt læri.
Þá brotnaði Þröstur á vinstri
hendi um úlnliðinn. Nokkur rifbein
brotnuðu einnig bæði vinstra og
hægra megin. Síðan brákaðist
hægri öxlin mjög illa.
Með 34 skrúfur í fætinum
Þröstur slapp við innvortis
meiðsl og segir „allt sem skiptir
máli slapp, hitt grær allt saman
einhvern tímann þó svo maður
verði aldrei jafngóður og áður.“
Núna um ellefu mánuðum seinna
er öxlin að verða góð, vinstri þum-
allinn verður aldrei góður. Hann
er núna með 34 skrúfur í fætinum
og býst við að fara í aðgerð á
næsta ári þar sem skrúfurnar
verða teknar úr og jafnvel hnéð
brotið upp því þar mynduðust
miklir samgróningar þar sem hann
gat ekki stigið í fótinn fyrr en um
sex mánuðum eftir slysið. Þröstur
gat ekki farið á hækjur fyrr en
bæði vinstri úlnliður og hægri öxl
voru orðin sæmileg.
„Fyrst er maður voðalega
bjartsýnn. Þegar gipsið var tekið
af fætinum gat ég beygt hnéð um
35 gráður, svo eftir fyrstu vikuna
var maðurinn kominn upp í 40, svo
43. Svo fór maður að setja sér
takmark að ná alltaf 2,5 gráðum á
viku og þá væri maður kominn upp
í 90 gráður í júlí,“ segir Þröstur.
fékk skurð á höfuðið og það þurfti að
raka hluta af hárinu. Svo fékk María
stóran skurð í andlitið og sauma
þurfti 47 spor.
Svava var lengur á gjörgæsludeild
en María þar sem henni var gefið súr-
efni og hún hóstaði upp blóði. Hún var
síðan flutt inn á stofu til Maríu á al-
mennri deild. María segir þó að í
íyrstu hafi Svava ekki verið mjög líf-
legur félagsskapur þar sem hún hafi
verið á svo miklum lyfjum. Stúlkum-
ar þekktust mjög lítið þegar slysið
varð en í dag eru þær bestu vinkonur
og segja að það hafi verið það „góða“
við slysið.
María lá inni á Grensás í hálfa aðra
viku en fékk þá að fara heim. Hún fer
þó daglega í endurhæfingu á Grensás.
Svava fer þrisvar í viku í endurhæf-
ingu.
Þær vita ekki hversu lengi þær
þurfa á endurhæfingunni að halda en
ljóst er að sjúkralegan hefur orðið
þess valdandi að vöðvar hafa rýmað.
María þurfti að fá tvær einingar af
blóði því hún missti svo mikið í slys-
inu.
Mjög heppnar að Iifa
Læknir á gjörgæslu sagði þeim
eftir slysið að þær væru mjög
heppnar að lifa. María segist myndu
vilja sjá myndband af slysinu svo hún
gæti áttað sig á þvi hvernig þeim
tókst að lifa slysið af.
Báðar stúlkurnar em byrjaðar í
skóla, en María segist þó finna fyrir
því hversu líkamlega þreytandi það sé
þar sem hún sé alltaf á ferðinni.
Svava segir slysið hafa breytt lífs-
viðhorfum sínum og segist vera þakk-
lát fyrir að lifa. Hún segir það hafa
verið einkennilegt að hafa verið kippt
út úr daglegu lífi og hafa nánast alveg
misst af sumrinu. Þær segjast hafa
breyst mjög mikið. Svava segist von-
ast til að hljóta ekki varanlega örorku
vegna slyssins.
Fólki finnst ekki taka því að
spenna beltin
Stúlkurnar hefðu líklega ekki kast-
ast út úr bílnum ef þær hefðu verið
með bílbeltin spennt og þá líklega
slasast talsvert minna. Þær segja það
talsvert algengt að jafnaldrar sínir
spenni ekki beltin en það sé ekki
vegna þess að það þyki hallærislegt
að vera með beltin spennt heldur sé
það fremur vegna þess að fólk nenni
því ekki. Þær segjast þó þekkja mjög
marga sem spenni ætíð beltin og það
þyki alls ekki hallærislegt, frekar að
fólki finnist ekki taka því að spenna
beltin fyrir styttri ökuferðir. Þær
spenna að sjálfsögðu alltaf beltin
núna og hvetja fólk til að gera slíkt hið
sama því það vilji enginn ganga í
gegnum það sem þær hafa gert.
Þröstur var á mótorhjóli þegar keyrt var í veg fyrir hann
Líf hans
birtist hon-
um líkt og
kvikmynd
Myndarammar BFilmur ■ Myndbandsspólur ■Hljóðspólur
Myndavélatöskur ■ Þrífætur ■ Albúm ■ Sjónaukarog margt, margt fleira
Það eru 34 skrúfur í fætinum á Þresti en á
þessari röntgenmynd sést hnéð á vinstri fæti
þar fyrir neðan.
JÁKVÆÐNI er eitt
mikilvægasta atriðið
þegar tekist er á við
afleiðingar umferðar-
slyss, að mati Þrastar
Lýðssonar, 44 ára, en
hann lenti í mótor-
hjólaslysi fyrir um ell-
efu mánuðum.
Hann segir að rétt
áður en hann skall á
bíl, sem ekið var í veg
fyrir hann við Miðdal á
Vesturlandsvegi í
Hvalfirði, 7. október
sl., hafi líf sitt birst sér
líkt og kvikmynd.
Hann ákvað að taka
eins jákvætt á slysinu
og honum væri unnt og
hjálpa þannig sínum
nánustu að takast á við
afleiðingarnar.
Höggið svipað og
hann skylli á vegg
á 80 km hraða
Bíllinn kom keyrandi
af afleggjara og inn á
veginn í veg fyrir
Þröst, aðeins nokkra
metra frá honum. Á ör-
fáum sekúndum náði
Þröstur að fara yfir
möguleika sína í stöð-
unni. Hann velti því
fyrir sér að stökkva yf-
ir jeppabifreiðina en
taldi hana of háa. Hann ákvað að
láta hjólið gossa og reyna að
henda sér framhjá bílnum. Hann
skall aftarlega á bílinn og kastaðist
af honum u.þ.b. 20 metra út í móa.
Hann segir að höggið hafi verið
svipað því og hann skylli á vegg á
80 km hraða. Bremsuförin voru
um 6-7 metrar.
Þröstur var með meðvitund all-
an tímann og þar sem hann lá úti í
móa, fokillur út í bílstjórann, hug-
leiddi hann á hvern þetta slys
myndi fá mest. Niðurstaðan var að
þetta fengi mest á eiginkonuna,
börnin og móður hans. Hann tók
þá ákvörðun þar sem hann lá
þarna í móanum að taka eins já-
kvætt og hann gæti á slysinu og
afleiðingum þess. Hann hringdi
sjálfur í Neyðarlínuna og á meðan
hann lýsti atvikinu og meiðslunum
kom annar bíll keyrandi og sökum
þess að dimmt var orðið, en slysið
En batinn hefur þó ekki gengið
jafn hratt og hann vonaðist til.
„Eg kemst upp í 70 gráður þegar
sjúkraþjálfararnir hjálpa mér en
sjálfur kemst ég ekki upp í nema
65 gráður. Eg yrði því mjög sáttur
við að ná einni gráðu á viku. Ég vil
alla vega ná 80 gráðum því að þá
væri ég farinn að geta gengið mjög
eðlilega, jafnvel skokkað. Ég yrði
mjög ánægður með að ná 90 gráð-
um og allt umfram það yrði plús.“
Þröstur segir þó að enginn geti
sagt til um það hvort það takist.
Hann segir starfsfólkið á spítal-
anum vera yndislegt fólk sem „vill
manni vel og það skiptir rosalega
miklu máli“.
Það hefði getað farið verr
Hann ákvað að gera það að
mottóinu sínu: „Það hefði getað
farið verr.“ Þröstur segir slysið
ekki beinlínis hafa breytt viðhorfi
sínu til lífsins. Það hafi komið sér
á óvart hversu marga og yndislega
vini hann hafi átt og „svo sýndi
slysið mér fram á hvað ég er rosa-
lega vel giftur. Slysið styrkti mig í
þeirri trú að lífið gæti alltaf verið
verra. Það er alveg sama hvað ber
að höndum - það gæti alltaf verið
verra,“ segir Þröstur. „Þessi eilífa
árátta hjá okkur að láta hluti, sem
eru svo lítilfj örlegir og skipta ekki
einu einasta máli, fara í taugarnar
á okkur og láta þá eyðileggja fyrir
okkur daginn. - Það er bara svo
vitlaust. En það er mjög auðvelt að
segja þetta en erfitt að fram-
kvæma. Þegar þú ert að ranka við
þér á gjörgæsludeild og búið er að
tjasla þér saman, þá er ekki nema
ein leið fær og hún er upp á við,“
segir Þröstur.
Einsetti sér að vera bjartsýnn
Þó svo að hann hafi einsett sér
að vera bjartsýnn hefur hann einn-
ig átt sína slæmu tíma, sérstaklega
í desember og janúar en þá voru
miklar hræringar í fætinum. með
tilheyrandi sársauka sem Þröstur
segir að hafi verið gríðarlegur.
Hann segist muna vel kvöld eitt í
desember þegar honum fannst
vonleysið hellast yfir sig og brotn-
aði saman og grét. Hann segist þó
hafa verið fljótur að ná sér upp úr
því aftur. „Ég einsetti mér að
halda geðheilsunni, vera alltaf í
góðu skapi, alveg sama hversu
kvalinn ég væri.“
50
I 9.-19.
m FUJIFILM
WMB.
REYKJAVIK & AKUREYRI
Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 0450 • Kaupvangsstræti 1, Akureyri, s: 461 2850
%