Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú geta háttvirtir og hæstvirtir hætt að múna og snúið sér við. Það er vinur okkar, hr. Schröder, sem er að koma núna. Jdhannes Nordal, formaður auðlindanefndar Niðurstaðna nefndarinnar að vænta innan skamms JÓHANNES Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður auð- lindanefndar, segir að niðurstaðna nefndarinnar sé að vænta innan skamms. Hann segir nefndina gjarn- an vilja skila af sér fyrir þingbyrjun, en ekki sé ljóst hvort það takist. Árni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra sagði í Morgunblaðinu í gærað hann væri tekið að lengja eftir niður- stöðum auðlindanefndar. Benti hann á að endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða væri á eftir áætlun vegna þessa. Auðlindanefnd var skipuð af Al- þingi fyrir rúmum tveimur árum, en Jóhannes segir að vinna hennar hafi verið umfangsmikil, en hún sé nú langt komin með að ljúka þessu verki. „Það verður bara að koma í ljós hvort okkur tekst að ljúka verk- inu fyrir þingbyrjun. En niðurstöður munu liggja fyrir á þessu ári, það er alveg ljóst,“ sagði hann. Vantar nýliða í Hjálparsveitina Erfítt en ánægjulegt Kristinn Ólafsson UM ÞESSAR mundir er verið að taka inn nýliða í Hjálpar- sveit skáta í Reykjavík og var haldinn kynningar- fundur af því tilefni fyrir skömmu. Öskað er eftir áhugasömu fólki, 18 ára og eldra af báðum kynjum, til starfa. Kristinn Ólafsson er sveitarforingi hjá Hjálpar- sveit skáta í Réykjavík, hann var spurður hvernig gengi að manna Hjálpar- sveitina? „Það gengur ágætlega. Við erum núna með þetta tíu til fimmtán manns í ný- liðadagskrá sem tekur tvö ár. Það ganga um átta manns inn í sveitina af þessum hópi vænti ég.“ - Hvað eru margir í Hjálparsveit skáta í Rcykjavík? „Félagar í Hjálparsveitinni eru 120 en á útkallsskrá eru um fjöru- tíu. Það er fólk sem er tilbúið til að fara hvenær sem er, allan sól- arhringinn, í leit eða björgun." - Hefur dregið úr aðsókn að hjálparsveitum? „Það hefur ekki dregið úr að- sókninni en fólk er ekki tilbúið til að nota eins mikinn tíma í sjálf- boðaliðastarf og það var á árum áður. Þetta háir starfseminni nokkuð. Ástæðan fyrir þessu er að mikill tími fer í þjálfun og ekki minni tími í fjáröflun. Það að reka björgunarsveit er mjög dýrt og kröfur um tækjabúnað hafa auk- ist mikið. Félagar þurfa að leggja töluvert mikið af mörkum í sam- bandi við fjáraflanir því ríkið styrkir þetta mjög lítið.“ - Hvers konar tæki eru það sem nú þarf að kaupa en voru ekki til áður? „Það eru sérbúnar fjallabifr- eiðir. Það er vegna þess að fólk er farið að fara mun lengra inn á há- lendið á sérbúnum fjallabifreið- um og sleðum en áður, við þurfum því að hafa betri búnað til að geta sinnt slíkum verkefnum þegar þau koma upp. Einnig erum við með sérbúna snjóbíla, sem eru mjög dýr tæki í endurnýjun. Þeir komu að miklum og góðum notum t.d. í björgunaraðgerðunum í Þrengslunum í vetur. Hvað útköllin snertir þá eru þau tuttugu til þrjátíu á ári sem við sinnum, bæði leit og aðstoð ýmiss konar. Um er að ræða björgunarleiðangra upp á háfjöll, leit að týndu fólki og aðstoð vegna óveðurs og náttúruhamfara." - Er oft um að ræða útköll vegna ónauðsynlegra ferða al- mennings á hættulegar slóðir? „Nei, við lítum ekki svo á. Við erum sjálf mikið á ferðinni uppi á fjöllum og gerum okkur grein fyrir að þar geta orðið óhöpp. Við erum ekki í því að dæma aðstæð- ur. Við veitum skilyrðislausa hjálp þegar á þarf að halda. Nokkur umræða hefur verið að undanförnu um ónauðsynlegar ferðir t.d. upp á háfjöll. Þetta hef- ur leitt til þess að ferðalangar þar hafa veigrað sér við að biðja um aðstoð björgunar- sveita þótt þeir væru vissulega í hættu staddir. Við hvetjum fólk til að kalla á hjálp ef það álítur það nauðsynlegt en veigi'a sér ekki við því eða draga það of lengi, það getur haft al- varlegar afleiðingar." - Er þjálfun í Hjálparsveit skáta erfið ? „Já, hún er nokkuð krefjandi. Fólk þarf að vera líkamlega vel á sig komið og það þarf að sækja ► Kristinn Ólafsson fæddist í Reykjavík 24. janúar 1960. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Ilamrahlíð 1981 og viðskiptafræðiprófi frá Við- skiptaháskólanum I Osló 1991. Hann starfaði hjá auglýsinga- stofunni AUK í þrjú ár, var hjá Landsbjörg í tvö ár og hefur starfað í Gallup í fjögur ár. Hann hefur verið í Hjálparsveit skáta í Reykjavík í tuttugu ár, þar af sveitarforingi í tvö ár. Kristinn er kvæntur Laufeyju Gissurar- dóttur þroskaþjálfa og eiga þau þrjú börn. mörg námskeið, eins og í rötun, fjallamennsku, snjóflóðaleit, skyndihjálp, áfallahjálp og fleira. Á nýliðatímabilinu er farið í fjölmargar fjallaferðir og þar öðl- ast fólk reynslu í að takast á við náttúruna og sjálft sig við þær kringumstæður." - Hverjir kenna? „Leiðbeinendur eru félagar úr Hjálparsveitinni sem hafa starfað á þessum vettvangi lengi. Yfir- leitt eru leiðbeinendur þeir sem eru virkir í starfi um þær mund- ir.“ - Hvað starfar fólk lengi í hjálparsveitum að meðaltali? „Störf í hjálparsveitum eru mjög fjölbreytt, það er ekki að- eins farið á fjöll og í leitir, heldur þarf mannskap tii að halda við tækjum og húsnæði, þannig að fólk getur starfað í hjálparsveit svo lengi sem það hefur áhuga og ánægju af slíku starfi. Við erum með félaga sem komnir eru á sextugsaldur og standa sig mjög vei. Sumir þeirra eru á vélsleðum. Þetta fólk býr yfir dýrmætri reynslu sem það getur miðlað þeim sem yngri eru.“ - Hvers vegna hefur þú sjálfur starfað svona lengi við þetta, í tuttugu ár? „Félagsskapurinn er góður og verkefnin fjölbreytt. Maður getur sífellt verið að prófa eitthvað nýtt og kynnast nýju fólki.“ -Hvert er erfíðasta verkefni sem þú hefur komið að? „Það var leit í Ljósu- fjöllum á Snæfellsnesi að flugvél sem hafði farist þar. Þá vorum við á gangi við mjög erfiðar aðstæður heila nótt. Það ánægjulegasta var þeg- ar ég fann dreng uppi á Hellis- heiði sem hafði týnst í göngu með skátum. Hann átti að fermast tveimur dögum seinna og við fundum hann á lífi eftir sólar- hringsleit. Hann var vel hress miðað við aðstæður, veðrið hafði verið mjög slæmt þessa nótt.“ Hjálparsveit skáta í Reykjavík alltaf í vid- bragðsstöðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.